Stjórnendur Rússlands tala um nýja iðnvæðingu með það markmið að skipta út innflutningi fyrir innlenda framleiðslu

Það er áhugavert í þessu samhengi að rifja upp herforingjastjórnina í Brasilíu sem sat frá 1964 er brasilíski herinn tók völdin í klassískri herforingjabyltingu - til 1984. Þetta var hvort tveggja - afskaplega hægri sinnuð stjón, og þjóðernissinnuð.

Með það í huga, er áhugavert að bera saman iðnvæðingarprógramm brasilísku herforingjanna og þær hugmyndir sem hafa skotið rótum í Rússlandi - um nýja iðnvæðingu.

En brasilíska iðnvæðingin - var einmitt klassísk "import substitution" þ.e. að A)Beita tollvernd, og B)Lágu gengi - - > Til þess að skapa forsendur fyrir iðnvæðingu, með áherslu á framleiðslu neysluvarnings.

Þá er ég að tala um; útvörp, sjónvörp, ísskápa, þvottavélar, hin klassísku nútíma heimilistæki með öðrum orðum -heimilistölvur voru ekki til- og bifreiðar.

By the early 1960s, domestic industry supplied 95% of Mexico’s and 98% of Brazil’s consumer goods. Between 1950 and 1980, Latin America’s industrial output went up six times, keeping well ahead of population growth. Infant mortality fell from 107 per 1,000 live births in 1960 to 69 per 1,000 in 1980, [and] life expectancy rose from 52 to 64 years. In the mid-1950s, Latin America’s economies were growing faster than those of the industrialized West.

Brazilian military government

Import substitution industrialization

 

Á 8. áratugnum litu málin fljótt á litið vel út

Á þeim árum var gjarnan talað um - brasilíska kraftaverkið. En undiir lok áratugarins voru öll löndin í A-Ameríku ásamt Mexíkó, er fylgt höfðu þessari línu - komin í alvarleg efnahagsvandræði. Hin svokallaða, suður ameríska kreppa. Sem stóð eiginlega nær allan 9. áratuginn. Hún endaði ekki fyrr en flest löndin voru búin að fá skuldir endurskipulagðar.

  1. Ég held að sjálf grunn hugmyndin, að byggja upp iðnað innan þess er voru að mestu lokuð hagkerfi fyrir samkeppni að utan; hafi verið brengluð.
  2. En þó að iðnaðurinn byggðist hratt upp - framleiðsla væri hafin með ríkisstyrkjum, hagstæðum lánum - og öflugri tollvernd.
  3. Þá virðist samkeppnisumhverfi það sem iðnaðurinn starfaði í - hafa verið óskilvirkt. Og lítt hvetja til -nýunga- eða þess að fyrtækin bættu vörugæði. Eða lækkuðu verð.
  4. Fyrir utan að það virðist lítt hafa hvatt til þess að þau sjálf væru rekin með skilvirkni sem leiðarljós.

Þegar iðnaðurinn var að byggjast upp - var hagvöxtur hraður um tíma.

Munum að hagvöxtur var einnig hraður í Sovét - meðan að iðnvæðing var í gangi.

Mér skilst að það hafi einnig verið mikið um "crony capitalism" þ.e. að aðilar tengdir inn í herforingjastjórnina - fengu úthlutuðum styrkjum, og ódýrum lánum - til að hefja rekstur.

Slíkir hafi siðan beitt áhrifum sínum innan stjórnarinnar - til þess að hindra uppbyggingu samkeppnisumhverfis.

  • Á seinni hluta 8. áratugarins kom í ljós að varningurinn var ósamkeppnisfær - - sá útflutningur sem síðar átti að skapa jákvæðan viðskiptajöfnuð, varð því aldrei.
  • Það byggðist upp stöðugt vaxandi viðskiptahalli brasilíska hagkerfisins, þegar fyrirtækin keyptu íhluti að utan - - án þess að útflutningur byggðist upp á móti.
  • Brasilía gat einungis boðið sína klassísku hrávöru á móti.

Flest af þessum fyrirtækjum lögðu upp laupana í kreppunni á 9. áratugnum.

 

Til samanburðar er áhugavert að íhuga Japan

Japan byggði upp iðnað sinn einni að baki -tollvernd. En ég tel að lykilmunurinn sé sá, að japanska iðnvæðingin sem hófst af krafti undir lok 6. áratugarins - - > Hafi verið útflutningsdrifin frá upphafi.

  • Þetta var stefna ríkisstjórna Japans eftir stríð.
  • Fókusinn var sem sagt alltaf á að fyrirtækin kepptu á mörkuðum í öðrum löndum.

Þau nutu þá þess að hafa - varðan heimamarkað. En vegna þess að þau - störfuðu einnig á alþjóða markaði.

Þá hafi stóru japönsku risafyrirtækin er upp byggðust - orðið skilvirk.

Þau hafi ekki komist upp með annað en að hafa í boði varning er stóðst samanburð í verðum og gæðum.

Meira að segja, þá náðu þau árangri í skilvirkni, er gaf þeim um tíma - samkeppnisforskot.

 

 

Niðurstaða

Hvort ætli að Rússland sé líklegra að líkjast Brasilíu hægri sinnuðu og þjóðernissinnuðu herforingjanna? Eða Japan áranna eftir 1950?

Mig grunar að Rússland endurtaki Brasilíu.

Það kemur til; 1)Hugsunin að baki þeirri iðnvæðingu sem nú er rætt um, virðist afskaplega svipuð og hugsun var að baki brasilísku iðnvæðingunni, 2)Stjórnarfarið í Rússlandi er til muna líkara stjórnarfari í Brasilíu 8. áratugarins, en stjórnarfari Japans á 6. og 7. áratugnum, 3)þegar er til staðar fyrirferðar mikill hópur auðugra "kapítalista" í Rússlandi sem eru bæði "ríkistengdir" og "flokkstengdir" sem líklegir eru til þess að fara fyrir slíkri iðnvæðingartilraun, 4)þá séu líkur á að "crony capitalism" brasilísku iðnvæðingarinnar endurtaki sig einnig í Rússlandi, 5) að þeir ríkistengdu og flokkstengdu aðilar sem þá fari fyrir iðnvæðingunni notfæri sér tengsl innan kerfisins eins og gerðist í Brasilíu til þess - að takmarka samkeppnisumhverfi innan Rússlands.

Þannig að líklega fari eins, að upp rísi fyrirtæki sem sannarlega framleiði neysluvörur - en sá varningur verði einnig eins og útkoman varð í Brasilíu - ósamkeppnisfær við erlendan varning, einungis fær um að halda velli meðan að Rússlands markaðurinn helst lokaður.

Á endanum skapi sú iðnvæðing líklega - - engan nettó arð fyrir samfélagið, né hagkerfið.

Fyrir einhverja rest - - verði iðnaðurinn líklega einnig, eins og í Brasilíu, að myllusteini fyrir hagkerfið og þjóðfélagið.

  1. Það er áhugavert að íhuga hrunið í S-Ameríku, og hrunið sem síðar varð í A-Evrópu.
  2. En bæði "import substitution" iðnvæðingin og "ríkisrekstrar-iðnvæðing" A-Evrópu, hrundi fyrir rest.
  3. Í báðum tilvikum, var það skortur á skilvirkni - er á enda leiddi til hruns.
  • En mig grunar að einkarekstur "per se" sé ekki endilega skilvirkari en ríkisrekstur, ef um er að ræða "einökunarstöðu"/"fákeppnisumhverfi" - - > Það sé sjálft samkeppnisumhverfið sem leiði fram skilvirkni.
  • Megnið af iðnaðinum í S-Ameríku var eftir allt saman, einkarekinn. En í fákeppnisumhverfi eða einokunarstöðu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Það er fullkomlega eðlilegt að Rússar sem svar við ástandinu sem þeir eru í, framleiði öll tæki til egin nota. Þeir hafa alla getu til þess.Fá þá líklega aðstoð frá Kína með tækni við framleiðslu síma og sumra annað hátækni heimilistækja.

Snorri Hansson, 12.1.2015 kl. 02:48

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eins og Bandaríkin aðstoðuðu Rússa við að hefja vörubílaframleiðslu, Fíat við það að hefja fólksbílaframleiðslu - eða Fíat og GM Brasilíu við það að hefja framleiðslu á fólksbílum og pick-upum. 

Ég man eftir Rússnesku Lödunum, og ég man einnig eftir Chevrolet Monza, sem var á grunni Opel Ascona. Monzan var til mikilla muna lakari smíði, það man ég vel. Og Lödurnar voru ef e-h er, lakari.

Kína mun ekki veita neitt ókeypis - þá eiga þeir þær verksmiðjur sem þeir "veita tækni-aðstoð" og vegna þess að Rússar munu ekki vera samkeppnisfærir í launum við Kína nema rússn. laun lækki mjög mikið, þá verður þetta óhjákvæmilega mun dýrari vara.

Einnig gæti hún orðið lakari, ef það fer eins og í Brasilíu að Fíat og GM alltaf framleiddu í Brasilíu 2-flokks til 3-flokks týpur þar, þ.e. úreltar annars staðar; og fengu að komast upp með það að bjóða markaðinum þar lakara til muna vegna "tollverndarinnar."

Svo dýrara og lakara samtímis, ef þetta verður með sambærilegum hætti inni á lokuðum markaði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.1.2015 kl. 08:42

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Held að Rússar séu ekkert að fara að keppa við Þjóðverja í gæðum iðnaðarframleiðslu og ég held að það sé heldur ekki markmiðið. Markmiðið, eins og ég skil það, gengur út á að innlend iðnaðarframleiðsla komi í staðin fyrir erlenda innflutta framleiðslu. Markmiðið er ekki að framleiða fyrir erlendan markað heldur að geta sjálfir fullnægt innlendri eftirspurn. Þetta er ekki Japanska eða Brasilíska leiðinn en þær byggðu á útflutningi.

Jákvæðu langtímaáhrifin verða líklega að Rússar muni keppa við iðnveldi Evrópu um iðnaðarframleiðslu þegar innlenda iðnaðarframleiðslan Rússa hefur vaxið fiskur um hrygg eins og allar líkur eru á. Það yrði þá bara bónus.

Niðurstaða viðskiptaþvingana er líklega sú að Rússland muni eflist í framtíðinni. Þvinganir gegn land sem er stútfullt af auðlindum (30% af auðlindum jarðar) eru ekki endilega það gáfulegasta sem mönnum gat dottið í hug.

Eggert Sigurbergsson, 12.1.2015 kl. 10:09

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Spádómar eru alltaf varasamir, sérstaklega um framtíðina, sagð maðurinn. 

En ég sé þetta ekki ganga upp að fullu hjá Rússum.  Því miður þá er ástandið ennþá of líkt því sem var á Sovéttímanum, þó að finna megi glanshliðar í borgum eins og Moskvu, Leningrad og nokkrum fleiri.

Fyrst munu þeir þó líklega leggja áherslu á að auka matvælaframleiðslu.  Rússar eru langt í frá að geta brauðfætt sig.  Og þeir segja mér sem til þekkja að gæðin séu skelfileg.

Annað vandamál sem Rússar þurfa að horfast í augu jafnframt því að fólkfjöldinn dregst saman jafnt og þétt, er ill þjálfað og óagað vinnuafl.

Það er því meira en að segja það að ætla að fara í stórfellda iðnaðaruppbyggingu.  Það gæti þó tekist á löngum tíma.

En þjóðir eins og Kína, Japan Korea og fleiri byrjuðu ekki að framleiða hátæknivörur.  Þær byrjuðu í einföldum hlutum, mikið af leikföngum og öðru slíku.  En misstu aldrei sjónar á takmarkinu og unnu sig upp.

Byggðu reyndar all nokkuð á iðnaðarnjósnum og "stuldi", og þar eru Rússar vissulega "second to none".

Bæði vörubíla og fólksbílaframleiðsla Sovétríkjanna hófst fyrir alvöru þegar þeir keyptu verksmiðju af Henry Ford.

En Rússland á við mörg vandamál að stríða og hefur eins og mörg önnur ríki algera mistekist að nýta sér velmegunarskeið (hátt olíu og hrávöruverð) til að byggja upp landið.  Hvernig þeim tekst til nú þegar verðið er lágt verður fróðlegt að sjá.

Að óbreyttu spái ég þeim ekki mikilli velgengni.  Sovétríkin byggðu mikið á því að menntun var all góð, þ.e.a.s. ef þér langaði ekki til að verða hag- eða stjórnmálafræðingur.

Rússland býr ekki jafn vel nú og hefur auk þess mikið meiri "spekileka" og hann á aðeins eftir að aukast ef Pútin og félagar halda áfram eftir stjórnlyndisbrautinni.

G. Tómas Gunnarsson, 12.1.2015 kl. 11:43

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sovéttíminn eyðilagði rússa, sem fólk.  Gerði þá að alkóhólistum sem sjá ekki tilganginn með að reyna að skapa sér auð.  Það tekur tíma, kannski eina kynslóð í viðbót að snúa því við - en þá verður að vera forsenda fyrir því.

Og Brazzarnir...

Hér er mynd:

http://www.galaxieparacasamento.com.br/images/bra80a.jpg

Þetta er 1980 módel brazilískur Ford Landau.  Þeir litu svona út til 1983.  Pælið aðeins í því.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.1.2015 kl. 18:11

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson - akkúrat. GM og Volkswagen, voru þarna með í framleiðslu gömul módel, jafnvel nokkrar kynslóðir aftur á bak. Komust upp með það, vegna þess að markaðurinn var lokaður.

Eggert Sigurbergsson - það var einmitt tilgangur brasilísku uppbyggingarinnar, að byggja upp iðnað sem framleiddi fyrir heima markað.

Útflutningurinn, var meira - draumur. En þegar þeir sáu Japani standa sig vel í útflutningi, langaði þá að apa það eftir.

En það gekk alls ekki, enda voru brasilísku vörurnar á allt öðrum og til mikilla muna lakari gæða standard en japönsku vörurnar.

Ég held að það hafi einmitt verið að brasilíska uppbyggingin, var heima markaðs - fókusuð. Þ.e. ólíkt Japan - - var ekki hafinn útflutningur nánast strax. Heldur framleiðslan byggð fyrst upp fyrir heimamarkað.

Þá hafi brasilísku fyrirtækin ekki tileinkað sér eins og þau japönsku, þann gæðastandard strax frá upphafi - sem til þurfti til þess að plumma sig á alþjóða markaði.

Það hafi einmitt verið skortur á gæðum - ásamt óskilvirkni fyrirtækjanna sjálfra - - sem hafi á endanum stuðlað að hruni brasilísku leiðarinnar.

    • Ég tel Rússland vera að endurtaka, sennilega, Brasilíu.

    • Eins og þú fjallar um þetta, er nánast eins og tekið beint út úr þeim draumum, sem Brassar á 8. áratugnum höfðu um þeirra eigin uppbyggingu.

    G. Tómas Gunnarsson, allt rétt - þess vegna á ég ekki von á því, að þessi uppbygging verði sérlega öflug. Rússland að auki er í kreppu. Og Rússland líklega þegar skortir það fjármagn sem til þarf. Til þess að hrinda af stað meiriháttar iðnvæðingar áformum.

    En -já- matvælaframleiðsla, ætti að vera möguleg.

    Mig grunar því að Rússland muni ganga illa að koma þessu verkefni langt áleiðis - - síðan vegna þess hve spillingin innan rússn. iðnaðar er þegar óskapleg, sem og innan opinbera kerfisins - - > Er ég eiginlega fullviss að þeir feti brasilísku leiðina að því marki sem þeim tekst að hrinda áformum í verk.

    Þannig að fyrirtækin verði eins og þar, óskilvirk - varan líklega ekki sérdeilis góð, starfsemin algerlega háð því að innanlands markaðurinn haldist lokaður.

    Líklega skapi starfsemin því engan - nettó þjóðfélagslegan ávinning.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 12.1.2015 kl. 22:43

    7 Smámynd: Borgþór Jónsson

     Ég held ég verði að byrja á að leiðrétta Tómas aðeins.

    Rússum er ekki að fækka ,heldur er þeim að fjölga töluvert hratt og nálgast óðfluga að verða jafn margir og þeir urðu fjölmennastir um 1990 en þá hafði þeim fjölgað mjög hratt árin á undan. Rússar eru núna ca.14 milljónum fjölmennari nú en 1970 og 10 milljónum heldur en 1980.Núna eru þeir sennilega um 1,5 milljónum færri en þegar þeir náðu toppnum ca 1993

    Þetta stafar aðalega af þrennu

    Lífslíkur rússa hafa aukist mjög hratt á á undanförnum árum,miklu hraðar en gerist um aðrar vestrænar þjóðir.Þetta hefur leitt til fjölgunar

    Fæðingartíðni hefur aukist mikið á undanförnum árum og er með því hæsta sem gerist á vesturlöndum ,nánast sú sama og á Íslandi td.13,3 prómill.Til samanburðar er Þýskaland með 8,5 ,Ísland 13,4,Bretland 12,2 og Danmörk 10. Þegar verst lét var fæðingartíðni rússa komin niður í rúmlega 8

    Það vill svo skemmtilega til að fæðingartíðni og dánartíðni er nákvæmlega sú sama um þessar mundir svo fjölgunin stafar mest af innflutningi fólkas og eins og flestir vita bættist nýtt landsvæði við Rússland nýverið með nokkrar milljónir íbúa,2,4 ef ég man rétt

    Rúsar sem fluttu í burtu eftir fall USSR hafa í einhverjum mæli snúið til baka. Þetta leiðir til fjölgunar.

    Það sem rússar þurfa nú að gera í kjölfar hækkunar lífaldurs er að hækka eftirlaunaaldur sem er 55 ár hjá konum og 60 ár hjá körlum.

    Rússar eru ekki verr mentaðir en áður,þeir eru þvert á móti miklu betur menntaðir.Bæði eru fleiri menntaðir en áður og hafa að auki í síauknum mæli menntun frá vesturlöndum,þar sem þeir hafa kynnst því besta sem til er í sínum fræðum.

    Ég held að aðstæður í Rússlandi til að auka iðnframleiðslu séu ágætar og allt aðrar en í Brasilíu.

    Ég hlustaði á viðtal við einhern rússneskan ráðherra sem fer með þessi iðnaðarmál hjá rússum.

    Þar var hann að tala um hvað væri jákvætt og hvað væri neikvætt hjá þeim.

    Það sem honum fannst jákvætt var að það væri komið fram mikið af fólki sem hefði meiri skilning á nútima framleiðslutækni en áður var.

    Vegna sölu á hráefni til vesturlanda hafa efnisgæði aukist til mikilla muna og þekking á efnisfræði,þar að segja ,til að geta flutt þessi efni út þurfti að bæta gæðin og auka stöðugleikann í gæðum.Þetta á við um alls konar efni ,stál,ál ,koltrefjar og plast.

    Einhver fleiri atriði taldi hann upp.

    Það sem honum þótti miður voru nokkur atriði.

    Rafeindatækni í iðnaðinum er mjög ábótavant og tölvutækni.Þar vantar fólk eins og víðar.

    Framleiðslutækin eru gamaldags og þarfnast sárlega uppstokkunar.Það hafa litlar fjárfestingar verið og menn eru að framleiða með eldgömlum græjum.Þetta er auðvelt að laga ef áhugi á iðnaði eykst.

    Það vantar að umbreyta bankakerfinu til að það geti boðið langtímalán á hagstæðum kjörum.

    Ástæðurnar sem hann fann fyrir þessur voru helstar að hagnaður af olíuvinnslu var svo gríðarlegur að engum sem átti peninga datt í hug að fjárfesta í iðnaði eða landbúnaði.Ávöxtunin var svo miklu seinteknari og minni. Jafnvel þjónusta við olíuiðnaðinn náði ekki almennilega að braggast,það var einfaldlega fljótlegra að flytja þetta inn ,en dæla meiri olíu.Það var nánast eingöngu staðbundin þjónusta sem náði að braggast. Þetta hefur nú breyst. 

    Það sem var til úrbóta að hans mati.

    Breytingar á bankakerfinu.

    Aukinn vilji til fjárfestinga í iðnaði vegna lækkunar hagnaðar af olíuvinnslu.

    Opna hergagnaiðnaðinn fyrir almennri framleiðslu,en hann hefur gefið lítið af sér til almennra iðnfyrirtækja.Þar inni er til kunnátta sem er lítið af annarsstaðar,svo sem rafeindatæknin.

    Aukinn stuðningur við sprotafyrirtæki.

    Mér þóttu hugmyndir hans ágætar og raunsæar,en það er eins og alltaf erfiðara að framkvæma ,en að tala. En möguleikarnir eru miklir,kannski mun meiri en viðast annarsstaðar.

    Ég horfði um daginn á viðtal við Ernu Solberg ,forsætisráðherra Noregs.Hennar hugmyndir voru mjög í sama anda og hugmyndir þessa rússneska ráðherra,enda standa norðmenn frammi fyrir nákvæmlega sama vandamáli.Staða norðmanna er þó að sumu leyti verri af því að þeir eru háðari orkusölu en rússar ef eitthvað er.

    Hlutfall útflutningstekna norðmanna af olíu er það sama og hjá rússum,en sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er það verulegra hærra.

    Vandamál rússa stafa fyrst og fremst af refsiaðgerðum vesturlanda sem leggja þeim á herðar að greiða niður gjaldeyrisskuldir sínar miklu hraðar en ætlunin var,óvænt hækkun greiðslubyrgði.Í raun er gjaldeyrisafgangur af vöruskiftum þeirra með ágætum,þrátt fyrir lækkunar olíuverðs.

    Þó er ástandið ekki eins svart og virðist við fyrstu sýn.

    Eins og við höfum fylgst með hefur gjaldeyrisvarasjóður rússa látið verulega á sjá undanfarna mánuði og hefur það verið túlkað sem fjármagnsflótti frá Rússlandi.

    Vissulega hefur mikið fé farið úr landi,en töluverður hluti þessa gjaldeyris hefur farið til rússneskara fyrirtækja sem annaðhvort skulda gjaldeyri eða eru í innflutningi og hafa viljað tryggja sér gjaldeyri á sem bestum kjörum.

    Ágætt dæmi um þetta er Gasprom sem fékk lánað ígildi rúmlega 8 milljarða dollara og keyfti gjaldeyrir fyrir lánið.Gasprom ,sem er undir ríkisforsjá ,var að tryggja sér ódýran gjaldeyri til að borga af lánum og væntanlega innkaup. Þetta hefur án vafa verið gert í samvinnu við stjórnvöld ,sem hafa viljað tryggja rekstur fyrirtækisins.

    Sama hafa örugglega öll fyrirtæki gert sem voru í sömu stöðu í þeim mæli sem þeim var unnt.

    Þessir peningar hafa því ekki yfirgefið rússneskt hagkerfi ,heldur bara færst til innan hagkerfisins.Þetta mun í framhaldinu létta á álaginu á gjaldeyrisvarasjóðinn og jafnvel nánast stöðva útflæðið ef olíuverð hækkar þegar líður á árið eins og margir spá.

    Það má gera því skóna að verulegur hluti stuðnings sem seðlabankinn þurfti að sýna fyrirtækjum á árinu 2015 hafi þegar átt sér stað.

    Höfum í huga að gjaldeyrisafgangurinn er ríkulegur þrátt fyrir þetta lága olíuverð. Verði hann sá sami og hann var í Nóvember út árið verður afgangurinn 2015 um 170 milljarðar dollara,en það er þó ekki líklegt.Við eigum eftir að sjá olíu lækkanirnar í desember,en reyndar líka minni innflutning á móti.

    Sem dæmi um hvað þetta getur gerst snöggt, þá þurrkaðist timburinnflutningur upp á 1,8 milljarða dollara út á örfáum mánuðum.Innlenda skógarhöggið var orðið ódýrara,ásamt væntanlega minni notkun.Þetta stafar bæði af gengisfallinu og líka hafa rússar verið að vélvæða skógarhöggið hjá sér með nýmóðins vélum af eigin framleiðslu og innflutningi frá Skandinavíu

    Ef tekst á þessum þremur mögru árum sem eru framundan ,að festa aukna iðn og landbúnaðarframleiðslu í sessi er framtíð Rússlands verulega björt.

    Borgþór Jónsson, 13.1.2015 kl. 00:44

    8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

    Það er alvega rétt að ég fór ekki með alveg rétt mál þarna og hefði betur orðað þetta öðruvísi, en svona fer stundum þegar flýtirnn er mikill.

    Það er sjálfsagt að biðjast afsökunar á slíku.

    Það er rétt að um lítillega mannfjöldaaukingu hefur verið ræða einstök ár, en ég var meira með hugann við vinnuaflið.

    Bráðabirgðaspá fyrir 2014 gerði að mig minnir ráð fyrir fækkun, en aðins upp á 0.03 eða 4%  Alla vegna 0.0 eitthvað.

    Fæðingar per konu voru ennþá ekki nema 1.7.

    Hvað varðar innrásina og innlimunina á Krím, þá skilst mér að íbúarnir dragi meðaltal niður og skekki "íbúapýramídann" enn frekar, vegna þess að þar er hlufall eldra fólks hærra en í Russlandi almennt.

    Íbúapýramídinn líkist enda mest "lauk eða tveimur á veikum grunni".

    Og þó að við gleðjumst vissulega fyri vaxandi líflíkum Rússneskrar alþýðu, setur það líka auknar byrðar á hið opinbera.

    En ég hef mínar "upplýsingar" ekki eftir neinum ráðherrum.  Þær byggjast mest á netinu og svo á samtölum við rússa sem ég hitti og hef hitt í gegnum tíðina.

    Og oft segir það aðra sögu en má lesa má í fréttum, það á vissulega við um flest ef ekki öll lönd.

    Og menntakerfinu í Rússlandi er ekki mikið hrósað í mín eyru.  Enda framtíð barna viðkomandi jafn oft og ekki ástæða þess að það dreif sig á brott, jafnvel þó að það sjálft endaði í vinnu sem ekki nýtti menntun þeirra.

    En jafnvel afar vel stætt fólk, sem var með rekstur stóran í Rússlandi, sagði mér að það vildi ekki ala börnin sín upp þar.  Það væri enda óvíst að þau myndu spjara sig í "andrúmsloftinu".

    Og fyrir ekki löngu varð víst stór "hreinsun" á kennslubókamarkaðnum.  Margar bækur bannaðar, enda var talin skortur á föðurlandsást í þeim.  Lán í óláni var að "vinur" Putin á skólabókaútgáfu og gat kippt þessu í liðinn.

    Svo eru aðrir sem halda því fram að mannfjöldamálin súe að miklu leyti í molum og engin viti í raun hvað er að gerast.   Til dæmis  viti enginm hvað margir Kínverjar búi í Síberíu.  Margir tala um tugi ef ekki hundruði þúsunda.  Líklega færi mesti glansinn af því að íbúar ráði sjálfir hvaða landi þeir tilheyra ef sú þróun myndi aukast.

    Aðrir hafa haft áhyggjur af því að það séu ekki "réttir" Rússar sem stndi á bakvið mikið af framförum í fæðingartölum.  Hann var gamall "hermaður" og sagði að ef þetta héldi svona áfram, yrði Rauði herinn Islamskur.  En það er óþarfi að taka svona tal of alvarlega.

    Ég er hins vegar alveg sammála því að Rússlanda á mikla og óteljandi möguleika og auðlindir.

    En ég er ekki of bjartsýnn.

    Eg held þó að ýmislegt gott gæti lekið frá hernum.  Þar hafa Rússar enda lengi stðið sig all vel.

    Líklega gleymirðu, þriðju ástæðunni fyrir minnkandi timburinnflutningi, minnkandi eftirspurn.  En það er alveg rétt að of hátt gengi gerir innlendri framleiðslu erfitt fyrir, Íslendingar þekkja það.

    En það má líka eiga vona á því að fallandi gengi, leiði til minni tekna, minni velmegunnar , lægri fæðingar´tiðni.

    En það er engin vafi á því að ef rétt er haldið á spöðunum getur framtíð Rússlands orðið björt.

    En það er alls ekki gefið, og dæmt út frá sögunni, þá eru horfurnar neikvæðar.

    Persónulega hef ég sterka tilhneygingu til að draga orð Rússneskra ráðherra og ráðamanna í efa, ekki þarf fyrir að eigi ekki við víða um lönd.

    Það er ekki tilviljun að þeir líta á áform "Sambandsins" um að opna sjónvarpsstöðu sem sendi út á Rússnesku sem ógn.  Einn þeirra ét það reyndar út úr sér þau fáranlegu ummæli að slíkt væri ógn við málfrelsi.  Ekki í fyrst skipti sem Rússar eiga erfitt með að skilja mannréttindahugtök.

    G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 08:42

    9 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Það sem ég var að fá frá ráðherranum voru í sjálfu sér ekki upplýsingar ,heldur hugleiðingar hans um hvað væri helst að,hvað væri jákvætt og hvað honum findist helst hægt að gera til úrbóta. Mér fannst þetta skinsamlegt hjá honum.

    Lengri lífaldur þýðir ekki endilega aukið álag á ríkið,það fer eftir aðstæðum. Í Rússlandi þýðir það fjölgun á vinnumarkaði,en mjög víða þýðir það aukið atvinnuleysi í yngri aldursflokkum.

    Það er alveg ljóst að lífskjör almennings í Rússlandi eru lakari en á vesturlöndum þrátt fyrir gífurlegann bata á síðustu árum.Þegar brottflutningurinn var sem mestur ríkti eins og við vitum algert kaos í landinu og fólk hafði hvorki í sig né á.

    Varðandi timburinnflutninginn gleymdi ég ekki að geta um minni notkun sem áhrifavald.

    Varðandi hefðbundnar sögusagnir um frænda Putins ,ónýtt skólakerfi ,ónýtt heilbrigðiskerfi og enginn viti hvað rússar eru margir.Nákvæmlega sömu sögur heyrir þú frá brottfluttum frá Íslandi.Samkvæmt mörgum þeirra er Ísland ekki byggilegt. 

    Ég held að það sé að mörgu leiti hagstæðara að ræða við íbúana heldur en við brottflutta um hvernig ástandið sé og hvaða vonir menn hafa.Það er ekki endilega best að hlusta á  Kasparov eða Kordokovsky í því sambandi.Þð er svona svipað og ef einhver kemur til Íslands og talar bara við Steingrím J og ,formann læknafélagsins og hjúkrunarfræðing á Karolinska sjúkrahúsinu til að kynna sér heilbrigðismál á Islandi.  

    Það sem ég vildi koma að er að í Rússlandi er mikið af því sem því sem oft er kallað "low hanging fruits" og líklega meira en viðast hvar.Menn hafa ekki teigt sig í þessa ávexti af því að fram að þessu hafa þeir haft ávexti sem hafa hangið enn lægra,það er að segja olíuna.Ef tekst að nútimavæða iðnaðinn og landbúnaðinn meðan olíukreppan stendur,hverfur það ekkert þegar olían hækkar,heldur bætir það einfaldlega hag íbúanna hraðar en ella.

    Í rússlandi er löng hefð fyrir allskonar iðnaði ,en framleiðsluvélarnar eru gamaldags.Þær skila litlum afköstum og lélegum gæðum.Það sem er verið að tala um er að í staðinn fyrir handvirkar vélar komi CNC vélar.Mannskapurinn er til og það er auðvelt að útvega vélar ef fjármagnið hefur áhuga á greininni.

    Um daginn var hér ánægjulrg frétt um einhvern olíumógul ,vin Putins,sem var að fjárfesta í eplagarði.Hann ætlaði að stækka hann um 250 hektara minnir mig.Þegar olíuverðið hækkar aftur verður garðurinn þarna áfram og bætir hag íbúanna,það verður ekki heldur drepið á nýju skógarhöggsvélinni.

    Mér finnst einkennilegt að mörgum virðist vera ákaflega uppsigað við að hagur þess fólks sé kannski að batna og sitja spenntir og fylgjast með hvort rúblan sé ekki örugglega að falla aðeins meira.

    Ég get ekki séð að það komi okkur til góða að þetta fólk hafi það verra.

    Borgþór Jónsson, 13.1.2015 kl. 12:32

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Maí 2024
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (2.5.): 0
    • Sl. sólarhring: 43
    • Sl. viku: 279
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 271
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband