Af hverju Náttúrupassi - - frekar en að hækka skatta á gistingu, eða á flug til og frá landinu?

Ástæðan hvað mig varðar er sú, að ég reikna ekki með því að ríkið muni láta það fé raunverulega fara til reksturs viðkvæmra ferðamannastaða á hálendinu og víðar um landið.

  • Ég bendi fólki á "vegagjaldið" sem á sínum tíma var sett á fót til uppbyggingar vega en hefur runnið stærstum hluta til ríkisins og farið í annð en til uppbyggingar vega og viðhald þeirra.
  • Ég get einnig nefnt "nefskattinn" sem var settur til þess að halda RÚV uppi, en rennur stærri hluta beint í ríkishýtina frekar en að fara í rekstur RÚV.

Ég er eiginlega viss, að í ljósi stöðu ríkisins, mundi skattur á flugferðir og/eða á gistingu hvort sem það væri á hótel eða tjaldstæði eða svefnpokapláss, eða almenn hækkun á vaski - -> Fara í almennan rekstur ríkisins.

Með öðrum orðum, mundi slíkur skattur - eins og lagt er til af þeim sem eru andvígir Náttúrupassa, ekki leysa það vandamál sem við stöndum frammi fyrir, að það verður að leggja aukið fé í uppbyggingu ferðamannastaða, því að náttúruperlur landsins liggja nú undir skemmdum vegna hratt vaxandi átroðnings vegna hratt vaxandi ásóknar af völdum hratt vaxandi fjölda ferðamanna.

Hratt vaxandi álag, kallar á aukið fé, því vaxandi álag kallar á frekari uppbyggingu aðstöðu til verndar viðkvæmri náttúru á hverjum stað, og veldur einnig vaxandi þörf fyrir viðhald göngustíga og annarrar aðstöðu - því að aukin ásökn skapar vaxandi álag.

Mynd - sjá Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2014

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/hagvoxtur_2014_0001.jpg

Mynd - sjá Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2014

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/hagvoxtur_2014_0002.jpg

Af hverju er ég þetta viss, að skattur mundi ekki fara til uppbyggingar ferðamannastaða? Málið er það neyðarástand, sem ríkir um rekstur ríkisins

  1. Ríkið er rekið með halla, því miður skv. nýjustu fréttum af efnahag landsins -sjá skannaðar myndir að ofan- þá komu þær slæmu fréttir að hagvöxtur á árinu sé undir væntingum þ.e. ekki nema 0,5% fyrstu 9 mánuði ársins: Landsframleiðslan jókst minna en nam vexti þjóðarútgjalda. Þetta þíðir á áætlanir stjv. er byggðust á fyrri spá um hagvöxt milli 2-3% standast líklega ekki - en sennilega er þetta vísbending þess að hagvöxtur nk. ár sé einnig slakur. Þetta þíðir væntanlega að forsendur núverandi fjárlaga-frumvarps eru sennilega þegar brostnar. Ísland er með öðrum orðum, enn statt í þeim hæga hagvexti sem hófst í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þrátt fyrir fullyrðingar sumra þingmanna, m.a. míns eigin flokks, þess efnis að aðgerðir ríkisstj. hafi stuðlað að auknum hagvexti. Er það ekki að sjást í hagtölum að svo sé. Þetta þíðir að sjálfsögðu að fjárlagafrumvarpið er ekki hallalaust raunverulega. Fremur en síðustu fjárlög síðustu ríkisstjórnar hafi verið það. Það virðist því enn til staðar óleystur fjárlagavandi hjá ríkissjóði - sem hvorki síðustu ríkisstjórn tókst að leysa úr né þessari hefur tekist fram að þessu að leysa, eða virðist ætla miðað við þ.s. af er.
  2. Ég veit ekki af hverju hagspár standast þetta illa - en þetta vandamál var einnig á sl. kjörtímabili að hagvöxtur var undir væntingum miðað við spár. En þetta er ekki bara hér. Eins og eftirminnilegt er þá stóðust áætlanir um efnahagsframvindu Grikklands ákaflega illa eftir að kreppan þar hófst 2010, það var eiginlega það eina sem mátti treysta á að framvindan mundi verða verri en spáð væri fyrir, aðrar kreppur landa í vanda einnig urðu verri en reiknað var með. Síðan hafa spár Seðlabanka Evrópu um efnahags framvindu evrusvæðis sem heildar einnig ekki ræst fram að þessu eftir að kreppan hófst, t.d. á þessu ári er framvindan enn eitt skiptið lakari en reiknað var með. Það er eins og að núverandi efnahagsástand geri spálíkön þau sem notuð eru ómarktæk, þannig að spárnar verða alltaf rangar. Það verður ekki of oft endurtekið þ.s. ég benti á sl. kjörtímabil að spá er ekki veruleiki.
  3. Miðað við þá lakari efnahagsframvindu er við blasir, þá mun áframhaldandi hallarekstur ríkisins halda áfram að ágera þann vanda ríkisins að það vantar gríðarlegt fjármagn í rekstur þess. Við erum að tala um það að byggingar ríkisspítalanna eru í það slæmu ásigkomulagi eftir skort á viðhaldi í fjölda ára, að sumar eru að verða ónýtar. Síðan eru launakröfur starfsfólks spítalanna t.d. lækna um á bilinu 30-50% hækkanir launa bersýnilega ekki fjármagnaðar enn og bætast ofan á þann hallarekstur sem fyrir er ef af þeim verður. Það er ekki langt síðan að forstjóri HAFRÓ kynnti að engin hafrannsóknarskip verða rekin á nk. fjárlagaári - hafið í huga þetta er sú stofnun sem fylgist með heilsu okkar mikilvægustu auðlyndar, að auki þarf stöðugt að rannsaka fiskigöngur, hvar þær eru- hve miklu magni- hvaða tegundir- sem og hitaskilyrði í sjónum o.m.flr. Svo má nefna að auki, að Landhelgisgæslan hefur einungis efni á að reka 1-skip af þrem. Þar af einungis með áhafnir fyrir 2-skip af þrem. Stóra þyrlan er mánuðum saman á ári hverju þessi árin erlendis í leiguverkefnum því gæslan hefur ekki efni á að reka hana hérlendis allt árið. Og þ.s. verra er, að þessi rekstrarvandi hjá ríkinu er ekki bara á þessum sviðum heldur endurtekur hann sig um flest svið rekstrar þess, sem og viðhald bygginga almennt hjá því - - ekki má gleyma viðhaldi vega sem rétt svo er nægileg til þess að þeir hrörni ekki þ.e. engin uppbygging. Samt í þessu ástandi er ríkið enn með hallarekstur.
  • Það er í ljósi þessa ástands - - að ég er þess fullviss að ríkið mun hirða til sín, allt viðbótar fé sem það aflar sér, með hækkunum skatta.
  • Það er sannarlega rétt að -tæknilega séð- hefur ríkið nægar tekjur af ferðamennsku nú þegar til þess að þær geti staðið undir uppbyggingu staða, á hinn bóginn er þessi ábending "tautologia" því að þ.e. bersýnilegt af útgjaldavanda ríkisins og hallarekstri (er í ljósi lakari efnahagsframvindu virðist stefna í áframhald þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnar til þess að skila hallalausum fjárlögum - en lakari framvinda bersýnilega gerir tekjuhlið þeirra fjárlaga ómarktækan)--> Að ríkið er löngu farið að nota allt það fé í annan rekstur þess, það sé því ekki hægt að nota það fé til uppbyggingar ferðamannastaða nema að "skera einhvern annan rekstur ríkisins niður á móti" eða "með því að auka hallarekstur ríkisins því söfnun skulda enn frekar." Hvorug þeirra leiða virðist áhugaverð - svo meir sé ekki sagt.

Það blasi því við að það þurfi nýtt fé til uppbyggingar ferðamannastaða.

Á sama tíma blasir við, að það má ekki vera "skattur" því þá rennr það fé til ríkissjóðs, og þaðan mundi það fé ekki streyma til uppbyggingar ferðamannastaða.

Því er sú leið sem lögð hefur verið fram, að hækka gjöld á flugferðir eða hækka vask eða hækka vask sérstaklega á öll form gistingar - - > ófær. Því það fé muni ekki renna til uppbyggingar ferðamannastaða, heldur í ríkishýtina.

  1. Niðurstaðan er við blasi, er því sú að eina leiðin sé að búa til nýjan gjaldstofn sem ekki skilgreinist sem skattur - - þannig að féð komi aldrei við í ríkissjóði.
  2. Nota þann gjaldstofn til þess að búa til "sjálfstæðan sjóð" sem rekinn væri alfarið óháður rekstri ríkisins - - > til að forða þeirri útkomu að ríkið hirði þetta fé í eigin hýt.
  3. Eins og "Náttúrupassinn" er hugsaður, þá er hann seldur til allra sem vilja sjá þá staði sem njóta sérstakrar verndar(tæknilega getur fólk valið að kaupa ekki passa samtímis því að það velur að forðast þá staði sem þarf passa til aðgöngu, ég reikna einnig með að einhverjir erlendir ferðamenn muni velja það sama því muni passinn einnig hafa þau áhrif að dreifa umferð ferðamanna á 3-staði þannig að afskekktari svæði njóti þá aukinnar umferðar og þeirra tekna sem þeirri umferð fylgir) og gildir jafnt um alla sem vilja sjá þá tilteknu staði. En skv. EES má ekki mismuna. Svo þ.e. eina færa leiðin að hann gildi um alla jafnt. Það fé sem fæst er lagt í "alfarið sjálfstæðan sjóð" (frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fyrir Alþingi svo ég er eingöngu að gera ráð fyrir að rökréttasta leiðin sé farin að sjóðurinn sé sjálfstætt rekinn) sem ekki verður þá rekinn sem hluti af öðrum rekstri ríkisins, síðan muni sjóðurinn hafa stjórn sem skipuð verði af fulltrúum ríkisins sem og aðila í ferðaþjónustu.

 

Við verðum að taka tillit til þess breytta veruleika að Ísland er að stefna í milljón ferðamenn ár hvert

Þetta er algerlega nýr veruleiki, en það þíðir að mörg hundruð þúsund manns eru að sækja ár hvert þekktustu og vinsælustu náttúruvætti landsins. Þetta felur í sér gríðarlegan átroðnings vanda - sem kallar á mikla fjármagnsþörf svo að staðirnir umræddu verði ekki fyrir óbætanlegu tjóni. En við erum að tala um að það hugsanlega stefni í það, að loka verði jafnvel sumum stöðum alfarið um óákveðinn tíma ef ekki verður unnt að forða frekari skemmdum.

  1. Það þíði ekki að stinga hausnum í sandinn, þverneita að takast á við veruleikann eins og hann er, sem sé að ástandið kallar á stórfellt aukið fjármagn til ferðamála.
  2. Á sama tíma að það blasi við, að ríkið muni -eigin útgjaldavanda vegna- óhjákvæmilega hirða til sín hven þann skatt sem búinn mundi verða til.

Ég með öðrum orðum, kem ekki auga á nokkra færa leið til þess að framkalla það fjármagn sem þörf er fyrir.

Án þess að ríkið hirði það fjármagn í eigin hýt.

Sem er skárri, heldur en sú leið sem er nú í boði, náttúrupassi.

  1. Þeir sem ríghalda í þá hugsjón, að ferðir um landið verði að vera frjálsar.
  2. Ásaka ég um einmitt að stinga hausnum í sandinn.
  • Það sé óábyrg afstaða fullkomlega.

Við þurfum að bera ábyrgð á landinu okkar, sýna það í verki að við höfum þroska og þá víðsýni, að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka - - svo að stjórtjóni á þeim náttúruvættum sem við segjumst bera virðingu fyrir sé forðað.

Við eigum að fórna þeim rétti að fara allra okkar ferða um landið án þess að borga fyrir þann rétt - - vegna þess einmitt að við elskum okkar land.

Þannig sýnum við einnig - - að við séum til í að fórna því til sem þarf til að fórna, svo að landið okkar verði ekki fyrir fyrir tjóni, sem gæti reynst óbætanlegt.

Þetta sé það öfuga við sjálfselska huguns, að vera til í að færa fórnir - - það að vera til í að brjóta odd af því sem við teljum okkar rétt, til þess að það sem við teljum okkar sameiginlegu eign, sé varið tjóni - - > Það að neita aftur á móti að færa nokkra fórn til þess að verja okkar sameiginlegu eign <--> sé sennilega akkúrat sjálfselsk afstaða.

 

Niðurstaða

Ég styð "náttúrupassa" vegna þess að ég tel hann minnst slæmu leiðina í boði til þess að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með því að sú uppbygging verði nægilega vel fjármögnuð, þá verði náttúra landsins einnig varin því tjóni sem hratt vaxandi átroðningur af völdum hratt vaxandi ferðamennsku, er annars að orsaka. Við getum með því að fórna hluta af okkar rétti til frjálsra ferða um landið - - stuðlað að því að verja landið okkar fyrir tjóni. Með því sýnum við í verki þann skort á sjálfselsku, að við séum til að fórna því sem til þarf, svo að landið býði ekki tjón. Þessi réttur má ekki vera það "heilagur" að ekkert sé unnt að gera til þess að forða landinu frá tjóni - - en slík afstaða væri afskaplega vil ég meina "sjálfselsk" að auki afar "skammsýn" sem og að auki "þröngsýn."

Stundum þarf að gefa eitthvað eftir, til að verja það sem okkur öllum er kært.

Að neita að gefa það eftir sem til þarf, til að vernda sameiginlega hagsmuni - sé sjálfselsk afstaða að mínu viti.

Ég sé enga skárri lendingu, styð því málið af heilum hug.

Ég verð að undirstrika eitt: Vegna þess að ég heyrði í fréttum viðtöl blaðamanna við almenning. Þá virðist það viðhorf algengt að það sé rangt að láta Íslendinga borga. En í lagi að útlendingar geri það. Að slíkt er ekki valkostur sem er í boði - því það er brot á EES reglum sem færðar hafa verið í íslensk lög, að mismuna útlendingum og Íslendingum með slíkum hætti. Með öðrum orðum, sama regla verður að gilda hvort tveggja fyrir Íslendinga og útlendinga. Svo það sé á hreinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Geir Briem

ágæt greiníng þar sem ríkið mun stela stórum hluta. hugmybd er um nefslatt ef tekin er 1000 krónur af af hverjum íslendíngi sem er komin á lögaldur ög öllum þeim sem koma til landsins er þettað nokkuð há uppæð. síðan er hægt að hækka persónuafslátt um 1000.kr. niðurstaðan verður þá núll fyrir íslendíngin þanig að ef koma ein milljón útlendínga sem allir borgar 1000. kr. er þettað nokkur upphæð.það leisir ekki þjófs áráttu ríkisins 

Kristinn Geir Briem, 7.12.2014 kl. 08:11

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    • Sjálfsagt er það rétt hjá þér að "tæknilega" er hægt að núlla Íslendinga út með hækkun persónuafsláttar um sömu upphæð.

    • Það gæti verið ágæt leið til að ná fram sátt um málið.

    • Það mundi standast EES.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 7.12.2014 kl. 13:53

    3 Smámynd: Agla

    Þessi ferðamannapassa umræða er ofar mínum skilningi.

    Öll viljum við, trúlega, verja landið okkar fyrir náttúruspjöllum.

    Hvaða náttúruspjöll getum við vænst að erlendir ferðamenn fremji?

    Þeir pissa náttúrulega og kúka út um allt rétt eins og við ef salerni eru ekki til staðar.

    Þeir labba náttúrulega eins og leið liggur frá bílastæðinu að náttúruperlunni, rétt eins og við.

    Hvaða "ferðamannastaði" á   náttúrupassinn að vernda og hvernig?

    Hvar get ég fundið upplýsingar um þessa náttúrupassahugmynd sem mér skilst að hafi verið lögð fyrir Alþingi?

    Agla, 10.12.2014 kl. 18:34

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (26.4.): 72
    • Sl. sólarhring: 99
    • Sl. viku: 424
    • Frá upphafi: 847065

    Annað

    • Innlit í dag: 67
    • Innlit sl. viku: 401
    • Gestir í dag: 66
    • IP-tölur í dag: 63

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband