Ég hef afskaplega litla trú á því að bandalag Rússlands og Kína, geti gengið upp til langframa

Ástæða þess að ég nefni þetta er heimsókn varnarmálaráðherra Rússlands til Kína, þar sem hann hitti að máli, æðsta ráðamann Kína. Gefin var út sameiginleg yfirlísing þ.s. nefnt var að þjóðirnar tvær ætluðu að efla samstarf í varnarmálum - standa fyrir sameiginlegu öryggiskerfi í Asíu - standa fyrir sameiginlegum flotaæfingum á Kyrrahafi og Miðjarðarhafi - - > svo vakti athygli mína hvernig utanríkisráðherra Rússlands "talaði um mótmæli lýðræðisinnaðra íbúa Hong Kong."

China and Russia in naval co-operation vow

  1. “Our co-operation in the military spheres has great potential and the Russian side is ready to develop it across the broadest possible spectrum of areas,” - “We see the formation of a collective regional security system as the primary objective of our joint efforts.”
  2. We have taken note of the events that recently took place in Hong Kong and the two ministers acknowledged that not a single country can feel insured against colour revolutions,” - “We believe that Russia and China should work together to oppose this new challenge to our states’ security.

Spurning hvort þetta er ástæða þess, að Rússland virðist hafa ákveðið að stíga nokkur skref til baka frá því - - sem áður leit út fyrir að vera sífellt dýpkandi efnahags samstarf við Vesturlönd - - > Þ.e. óttinn við eigið fólk sbr. yfirlýstur ótti við "flauels byltingar?"

En staðreynd sem lítt hefur vakið athygli, er að áður en deilur vesturvelda og Rússlands um Úkraínu hófust, þá stóð til að hefja samninga milli ESB og Rússlands um nánari viðskiptatengsl, í kjölfar þess að samningum ESB við Úkraínu væri lokið.

En nú hafa samskiptin aldrei verið verri þ.e. síðan áður en Kalda Stríðinu lauk - - > gengi rússn. rúbblunnar hefur fallið um 30%, verðbólga í Rússlandi mili 9-10%, þannig að umtalsverð lækkun kjara almennings hefur orðið.

Rússland hefur síðan undirritað - 2 samninga um framtíðar sölu á gasi til Kína, á -skilst mér- verulega lakari kjörum, en Rússland selur gas til Evrópu. Eins og virðist, þá eru yfirvöld í Rússlandi að velja vegferð sem líklega leiði til verri kjara almennings í Rússlandi ekki til skamms tíma heldur sennilega langframa.

Og ef þ.e. vegna óttans um að missa hugsanlega völdin - - þá eru stjórnendurnir ekki að hugsa um hagsmuni Rússlands, ekki heldur hagsmuni fólksins - - heldur sína eigin.

http://www.lib.utexas.edu/maps/commonwealth/cis_central_asia_pol_95.jpg

Af hverju hef ég svo litla trú á þessu bandalagi? Það er vegna þess, hvernig Kína er skipulega að valta yfir Rússland!

Fyrir 2000 - var ástandið enn þannig, að Rússland réð óskorað yfir Mið-Asíu. Og það viðhafði samband "efnahagslegrar drottnunar" gagnvart þeim löndum -> Sjá kort. Rússar notfærðu sér það, að allar olíu- og gasleiðslur frá þeim löndum, lágu í gegnum Rússland þannig að Rússland var eina leiðin fyrir þau lönd að koma sinni vöru í verð. Rússar keyptu því gasið og oliuna á afskaplega lágu verði en seldu sjálfir áfram á miklu hærra, hirtu stórfelldan gróða.

Í dag er þetta mjög mikið öðruvísi, en Kína hefur skipulega náð til sín nú þegar "allri olíu" og "öllu gasi" frá svæðinu við Kaspíahaf, með alls 4-leiðslum er liggja í gegnum Túrkmenistan, svo í gegnum Úsbekistan, og að lokum Kyrgistan - - til Kína. Sér þetta svæði -skilst mér- Kína fyrir ca. 25% af því náttúrugasi sem notað er í Kína.

Að auki hafa kínv. aðilar mikil áform uppi um að efla gas- og olíuvinnslu við Kaspíahaf, þannig verulega auka vinnslu þar - - þannig að enn meira gas og olía geti streymt til Kína.

  • Þetta auðvitað þíðir að þessi lönd geta vart lengur talist til áhrifasvæðis Rússlands.
  • Tekjutap Rússa, hlýtur að vera mjög umtalsvert.

En Kínverjar eru langt í frá hættir, því þeir eru í óða önn að taka einnig yfir olíu og gas sem dælt er upp úr jörðu í Kasakstan, þegar a.m.k. ein gasleiðsla komin til sögunnar og flr. í vinnslu. Eftir nokkur ár verði líklega Kína búið að ná allri olíu og öllu gasi frá Kasakstan einnig til sín.

  • Þannig fullum yfirráðum yfir Mið-Asíu.
  1. Ég veit, menn gjarnan tala um það - - hve mikið Bandaríkin koma til að tapa í formi valda í heiminum, af vaxandi veldi Kína.
  2. En fram að þessu, virðist mér alfarið klárt, að ekkert land hefur tapað meir á vaxandi veldi Kína - - > heldur en Rússland.
  3. Og þ.s. verra sé fyrir Rússa, að mér virðist flest benda til þess. Að svo verði áfram. Að Rússland verði nk. ár - - helsta fórnarlamb vaxandi áhrifa og veldis Kína.

Það er einmitt það sem mér virðist, að Kínverjar séu að láta kné fylgja kviði gagnvart Rússlandi. Samningar Rússa og Kínverja nýverið séu dæmi um það sbr. það lága söluverð sem Kínverjar virðast hafa knúið fram.

Svo auðvitað, eftir að kínv. fyrirtæki eiga megnið af gas- og olíuvinnslu í Mið-Asíu. Þá virðist mér ljóst, að Rússar muni sjálfir eiga í megnustu vandræðum - - með það að standa á svellinu gagnvart afskaplega fjársterkum kínverskum risafyrirtækjum.

Þegar kemur að uppbyggingu gas- og olíuvinnslu innan Rússlands sjálfs. Það virðist líklegt, að samstarf rússn. og kínv. fyrirtækja mundi vera þannig að eignaraðild væri 50/50 a.m.k. - > á blaði. En, ef kínv. aðili útvegar megnið af fjármagninu, þá er hann sá sem öllu ræður.

  • Þ.e. einmitt þ.s. mér virðist ljóst, að næst munu Kínverjar líta til Rússlands sjálf.
  • Enda eru A-svæðin í Rússlandi rík af auðlyndum - - en samtímis afskaplega strjálbýl.

Þá auðvitað kemur að þeim veikleika, að byggðir Rússa A-megin eru almennt fámennar, langt á milli byggðalaga - - á sama tíma býr 10-faldur íbúafjöldi Rússlands innan Kína.

  1. Það sem ég sé fyrir mér, er að ef kínv. aðilar eignast flest fyrirtæki starfandi í A-Rússlandi.
  2. Þá muni kínv. aðilar í krafti fjármagns, í reynd - - stjórna þeim svæðum. Vegna mikillar opinberrar spillingar. Höfum í huga að rússn. herinn er ekki síður spilltur en rússn. embættismannakerfið.
  3. Þannig að það mundu ekki endilega þurfa að líða mörg ár, áður en að A-svæðin væru ekki lengur nema að nafni til undir stjórn stjv. í Moskvu.

Ég vil eiginlega ekki trúa því enn - - að stjv. í Moskvu sé blind fyrir þessari hættu.

Þannig að þegar á reynir, verði ekki í raun og veru af bandalagi Rússlands og Kína.

  • Stj. í Moskvu séu sennilega að leita að einhverjum millileik, milli þess að "vera of háð Vesturveldum" og þess að "vera of háð Kína."
  • Spurning sé þá hvort - slíkur millileikur sé mögulegur?

 

Niðurstaða

Eins og ég upplifi Rússland þessa daga. Þá sé ég fyrir mér - - tilvistarkreppu.

Ef við ryfjum upp 2013, þá kom forseti Kína í opinbera heimsókn til Evrópu. Þar var honum tekið með kostum og kynjum. Eitt sem hann gerði, er að hann ásamt Angelu Merkel, veitti móttöku með viðhöfn - kínv. lest sem hafði endastöð í Þýskalandi eftir ferðalag í gegnum Rússland. Svokölluð - - silkileið, sem Kína hefur haldið mjðg á lofti seinni ár í samskiptum við Evrópu.

Í því samhengi, skilst mjög vel, af hverju til stóð að hefja nýjar viðræður um dýpri viðskipti milli ESB og Rússlands. Ég er alls ekki að fara með neitt fleipur.

En þessari framtíðarsýn - virðist hafa verið fórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Þegar þau ákváðu að "segja stopp" þegar forseti Úkraínu var við það að ljúka við samning sambærilegan við EES við Úkraínu. Næst átti síðan að ræða við Rússland.

Ég er búinn að velta fyrir mér um nokkurt skeið -- af hverju? Því neikvæðar efnahags afleiðingar fyrir Rússland, af þeirri deilu sem hófst í kjölfar þeirrar ákvörðunar stjv. Rússlands að - gera tilraun til að hindra samninga ESB og Úkraínu, sam hratt af stað deilu er síðan hefur undið upp á sig þannig að Rússland er beitt verulegum viðskiptaþvingunum - - > þær efnahagsafleiðingar eru þegar orðnar umtalsverðar fyrir Rússland og Rússa. Og fátt bendir til þess að þau samskipti lagist í bráð.

Kannski er ótti stjórnvalda í Kreml við svokallaðar "flauelsbyltingar" slíkur - - að þau hafa kosið að "fórna nánum viðskiptasamböndum við Vesturveldi" og "taka á sig þann kostnað sem alvarleg milliríkjadeila hefur í för með sér" - > Þó svo að efnahagslegar afleiðingar séu umtalsverðar.

Og á sama tíma, veikist staða Rússlands gagnvart Kína - - sem sé líklegt að notfæra sér það ástand; á kostnað Rússlands.

En spurningin á móti er þá, hvort að rússneska elítan sem stýri landinu, sé þá ekki að varpa sér úr öskunni í eldinn?

Því að verri kjör hljóta með tíða og tíma, að skapa óánægju almennings í Rússlandi, sem gæti þá einmitt orðið undirrót að byltingu af því tagi, sem ef til vill stjv. þar eru að leita leiða til að forða að af verði.

Í ofanálag, getur það vart verið að rússn. þjóðernissinar bregðist ekki á endanum hart við ágangi Kínverja gagnvart Rússlandi.

  • Samstarf Rússlands og Kína því líklega endi með látum, innan fárra ára. Þó það henti stjv. í Kreml þessa stundina, að halda samstarfi Kína og Rússlands á lofti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar,  þetta er nú vægast sagt einkennileg túlkun á atburðunum hjá þér.

Að Russar hafi tekið nokkur skref til baka er alveg út í hött.Ef þú hefur misst af því þá var sett viðskiftabann á rússa og í framhaldi af því hröðuðu þeir þróun nýrra viðskiftasambanda við Asíulönd og og Suður Ameríkulönd.Þeir hafa öll þau viðskifti við vesturlönd sem þeir geta,og vilja hafa meiri ef hægt væri.Þeir hafa eins og öll önnur lönd leitað viðskiftasambanda í Kína meðal annars,annað ekki.Nákvæmlega sama og öll önnur lönd gera,en það vill rússum til happs að þeir hafa vöru sem Kínverja vantar mjög sárlega.

Samningarnir um gassöluna hafa tekið mjög langan tíma en hin síðari ár hefur ásteitingarsteinninn ekki verið verðið á gasinu heldur lengd samningstímans.Þar höfðu rússar sitt fram ,en sennilega hafa þeir þurft að slá eitthvað af verðinu í staðinn. Verðið er samt ekki verra en svo að það virðist vera hið sama og Úkraina er að kaupa á. Það sýnist mér ekki svo slæmt í ljósi þess hvað magnið er mikið og viðskiftavinurinn öllu áreiðanlegri.Það eru einkennilegir útreikningar að gassamningurinn skaði rússnesku þjóðina.Gasið er augljóslega selt með hagnaði og eykur þjóðartekjur landsins töluvert.Öðru máli hefði gegnt ef þeir hefðu hætt að selja til Evrópu og selt til Kína á lægra verði,en ég ansa því ekki að hrein viðbót við þjóðartekjur sé skaðleg fyrir landið.

Varðandi stjórnmálamennina rússnesku er það að segja að þeir hugsa væntanlega um sína hagsmuni fyrst og fremst eins og stjórnmálamanna er siður,en það má samt benda á að þeir eru ekki að koma betur út úr þessu en svo að þeir eru flestir komnir í ferðabann á vesturlöndum og vestræn stjórnvöld eru í óða önn að stela eignum þeirra.

Ég deili ekki áhyggjum þínum með að Putin geti ekki gætt hagsmuna Rússlands.Gríðarleg ófrægingarherferð sem hefur verið í gangi gegn honum á vesturlöndum undanfarinn áratug stafar einmitt af því að hann hefur staðið fast á hagsmunum Rússlands.Upphaf herferðarinnar má rekja til þess þegar hann stoppaði sölu á Yukos olíufélaginu til amerískra auðmanna.Þar ætlaði rússneskur oligarki að selja góðan skerf af auðlindum Rússlands til Ameríku ,en Putin sagði stopp,svona gerum við ekki. Honum hefur aldrei verið fyrirgefið þetta.  Í dag njóta rússar arðsins af þessum auðlindum í stað þess að hann bætist ofan á fjallháa peningatankana hjá Amerískum óligörkum. Það er ekki skrítið að þeir séu reiðir og beiti stjórnvöldum í sinni eigu til að þjarma að Pútin.

Það er einfaldlega úr lausu lofti gripið að Putin hafi reynt að koma í veg fyrir að Úkraina og ESB gerðu samning.Vissulega reyndi hann að keppa við ESB,en þegar hann hafði tapað þeirri baráttu fór hann fram á þríhliða viðræður um hvernig væri hægt að tryggja hagsmuni Rússlands í sambandi við þessar breytingar.

Að sjálfsögðu hafnaði ESB þessari tillögu ,trúir þeirri hrokafullu sannfæringu sinni að það geti engir haft neina hagsmuni aðrir en þeir sjálfir.

Leikflétta bandaríkjamanna kom þeim svo í opna skjöldu,ég held að engan í ESB hafi órað fyrir að afleiðingarnar yrðu að Nýnasistar kæmust til valda Úkrainu.

Afleiðingarnar af þessum hroka ESB er svo að bæði Rússland og Evrópa eru í sárum og þeir virðast ennþá vera tilbúnir til ,eftir gríðarlegann þrýsting frá US að sökkva sér dýpra í fenið.

Það er athyglisvert að skoða að nýja gasleiðslan (Atay) er staðsett þannig að það má mjög auðveldlega beina gasi sem fer til Evróðu í dag ,í þessa leiðslu.Líklega væri það hægt á örfáum mánuðum ef á þyrfti að halda.

Sjónarhorn þitt á þennan gasdíl er svolítið einkennilegt.Þú horfir á hann eins og Rússar séu einhverjir þurfalingar og Kínverjar séu aðeins að versla við þá af stragetiskum ástæðum.

Hið rétta er að kínverjar þurfa desperately á þessu gasi að halda af tvennum ástæðum.'I fyrsta lagi að landið hjá þeim er að eiðileggjast út af mengun og í öðru lagi að þarna fá þeir orku sem bandaríkjamenn geta ekki stoppað afhendingu á. Land sem selur orku er ekki í slæmri samningsstöðu ,eins og sést kannski best í dag þar sem ESB verður að halda aftur af sér eins og bandaríkjamenn leyfa, gagnvart rússum.Ef ekki væru þessi gasviðskifti liti þessi deila allt öðruvísi út.Orkuútflitjandi er aldrei varnarlaus gagnvart kaupandanum.

Í mörg hundruð ár hafa Evrópubúar horft til Rússlands til að komast yfir ókeypis auðlindir og stundum gert út leiðangra í því skyni.

Við valdatöku Yeltsins virtist þessu langþráði draumur loksins í höfn þegar hann tók að dreyfa auði Rússlands eins og skít yfir hvern sem var.Veislan var stór og við áttum okkar fulltrúa þar. Vonbrigðin voru líka sár þegar Putin stoppaði arðránið fyrir rúmum áratug síðan 

Borgþór Jónsson, 20.11.2014 kl. 00:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, karlinum í Kreml gat ekki dulist að það mundi hafa neikvæð áhrif á samskipti hans við ESB og vesturveldi almennt, að gera tilraun til þess að hindra að Úkraína undirritaði samn. v. ESB og að síðan er hann tapaði þeirri rimmu, að hann skuli hafa fært sig upp á skaftið með því að ræna Krím skaga með hermönnum frá Sevastopol færa skagann undir rússn. yfirráað í kjölfar kosningar með augljóst fölsuðum úrslitum síðan að styðja uppreisn öfga-afla í A-Úkraínu gegn stjv. í Kíev. Þær aðgerðir feli það í sér að hann hafi ákveðið - - að hafna þeirri vegferð sem Rússl. virtist vera í árið áður þ.e. 2013. Að sjálfsögðu gerði hann margt til að hindra þann samn. - þ.e. rugl að haælda öðru fram sbr. hótanir um viðskiptaþvinganir á landið síðan beiting viðskiptaþvingana síðan að lokum hótun um að gjaldfella lán - hann setti með öðrum orðum skrúfstykki á forseta Úkraínu. Síðan risu landsmenn upp að sjálfsögðu út af djúpstæðu "outrage" út af þessum afskiptum. Pútín valdi þessa vegferð - - og ég spyr mig stöðugt; af hverju. Af hverju blasir ekki við út af því hve slæmar efnahags-afleiðingar þetta er að hafa fyrir Rússland, og líklega mun áfram. Og hvernig þetta virðist vera að veikja stöðu Rússlands alvarlega gagnvart Kína. Að sjálfsögðu veit ég að þeir samn.voru í gangi lengi, en þ.e. athyglisvert að eftir að staða Rússl. veikist í kjölfar upphafs viðskiptaaðgerða gegn Rússlandi, þá er samn. lokið. Það blasir við að Rússar þá loks gáfu eftir í mikilvægu atriði sennilegast hvað varðar verð. Enda fréttir borist af því að verðið sé verulega lægra en Rússa selja gas á til Evr. Rússl. virðist á leið inn í sambærilegt samband í ástandi efnahagslegrar drottnunar við Kína og Rússland á árum áður viðhélt gagnvart Mið-Asíulýðveldum. Ég skil ekki af hverju Pútín velur þessa vegferð, en hann sannarlega valdi hana. Því skaðinn fyrir framtíðarhagsmuni Rússlands og Rússa virðist mér ákaflega alvarlegur. Þetta nánast ofurselji Rússland Kínverjum og þeir munu örugglega ekki slá hendi gegn þeim bitum sem þeir sjá fram á að geta náð til sín. Ég öfunda Rússa ekki af þeirri famtíð sem þeir stefna nú í - eftir því sem ég best fæ séð. Ég er jafnvel farinn að velta fyrir mér því hvort Pútín og elítan næst honum, eru komnir á leynilega launaskrá kínv. stjv. - með öðrum orðum að þeir séu orðni að svikurum eða kvíslingum við sína þjóð. En svo alvarlega séu ákvarðanir þeirra sl. ár virðist mér, skaðinn sem þær framkalla fyrir Rússland og Rússa ekki bara sl. ár heldur ef svo fer sem horfir áfram fyrir Rússa og Rússland. Kína gæti virkilega fært á komandi árum landamæri Rússland til og það um miklar vegalengdir. Ég sé fyrir mér að kínv. hagsmunir nái völdum innan Rússlands í sífellt vaxandi mæli á komandi árum ef slíkt bandalag raunverulega verður - - þess vegna sé ég ekki þ.s. nema skammtímafyrirbæri. Rússar hljóti að bakka frá því og ef Pútín geri það ekki, með því að steypa Pútín og hans elítu og síðan bakka frá því. Þannig að bandalagið endi með látum eftir einhver ár.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.11.2014 kl. 07:27

3 identicon

Einar: speculation!http://www.thefreedictionary.com/speculation

Deane Júlían Scime (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 16:20

4 identicon

BORGÞOR:Takk!

Deane Júlían Scime (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 16:21

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Munurinn á gassölu til Kína & gassölu til úkraínu, er að kínverjar borga.

Annars ættum við vissulega að hafa Rússa okkar megin, vegna þess að þeir eru eini alvöru bufferinn milli okkar og Kínverja, ef ... *þegar* þeir fara að ybba sig. 

Ásgrímur Hartmannsson, 20.11.2014 kl. 16:56

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur, megin gassalan er til Evrópu. Úkraína skiptir eingöngu máli vegna þess að leiðslan liggur þar í gegn, svo áfram til annarra Evrópulanda. Þess vegna hefur Úkraína getað fengið tiltölulega ódýrt gas.

Það sem þú ættir að spyrja þig er - - af hverju klára Rússar 2-gassölu samninga við Kína. Eftir að deilan við Vesturlönd hefst? Hafðu í huga, að verðið er mun lægra á því gasi til Kína en til Evrópu? Af hverju er Rússland að samþykkja að veita Kína aðgang að auðlyndum Rússlands - ódýrt?

Með öðrum orðum, af hverju er Rússland að hegða sér í samræmi við hagsmuni Kína.

Mig grunar "mútufé" þ.e. kínv. stjv. hafi keypt stjórnendur í Kreml. En Kína vantar auðlyndir - sérstaklega þær sem Kína getur nálgast yfir land þ.s. Bandar. ráða á höfunum.

Með Því að múta stjv. í Rússlandi, með t.d. 10 jafnvel 20ma.USD þ.e. stjórnendunum persónulega, þá gæti það vel borgað sig fyrir Kína - - ef þannig Kína fær auðlyndir Rússlands á silfurfati á mun lægra verði en Rússl hefur hingað til verið að selja til Evrópu.

Mig er farið að gruna að Kína sé í reynd að baki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.11.2014 kl. 13:01

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar ,þú ert of fastur í Ameríska módelinu þar sem öll alþjóðleg samskifti ganga út á ,fyrst mútur síðan hótanir og að lokum hernað ef ekkert af hinu dugar.

Það er fullt af þjóðum um allan heim sem haga viðskiftum sínumm með öðrum hætti.

Kínverja vantar gas og þeir leystu málið með að kaupa gas af rússum í stað þess að reyna að hernema Rússland,þetta er oft gert.

Margir eru orðnir svo samdauna því stanslausa ofbeldi sem hefur einkennt bandarísk utanríkismál síðan þeir urðu exeptional að þeir halda að það sé eina aðferðin til að hafa samskifti.

Borgþór Jónsson, 25.11.2014 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 437
  • Frá upphafi: 847084

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 414
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband