Gagnkvæmar refsiaðgerðir Rússlands og Evrópu geta skapað nýja kreppu - enginn hagvöxtur á evrusvæði á 2. ársfjórðungi

Þessar tölur komu fram í vikunni: GDP stable in the euro area. Nú þegar leikar æsast í Úkraínu, spennan virðist aldrei meiri. Þá blasir við - óvæntur mældur samdráttur í Þýskalandi. Frakkland mælist í "kyrrstöðu." Og eins og áður hefur komið fram, er Ítalía einnig í samdrætti.

Þegar menn íhuga málið - - þá ætti það "kannski" ekki að koma á óvart, að áhrifin af "gagnkvæmum refsiaðgerðum" séu ef til vill, einna mest á Þýskaland.

En Þýskaland hefur mjög langa sögu samskipta við Rússland, gagnkvæm viðskipti hafa verið gríðarleg, og allt þar til Úkraínudeilan spatt upp - - vaxandi. Nú er það dæmi allt í hættu.

  • Belgía...............0,1
  • Tékkland...........0,0
  • Þýskaland........-0,2
  • Eistland............0,5
  • Spánn...............0,6
  • Frakkland..........0,0
  • Ítalía...............-0,2
  • Kýpur..............-0,3
  • Lettland............1,0
  • Litháen.............0,7
  • Holland.............0,5
  • Austurríki..........0,2
  • Portúgal............0,6
  • Finnland............0,1

Augljóslega - - ráða stóru hagkerfin mestu í þessu. Og Þýskaland vigtar mest, eðlilega.

  1. Þar sem það tekur, sennilega nokkra mánuði fyrir áhrif viðskiptaaðgerða gegn Rússlandi að skila sér í hagtölum.
  2. Þá erum við sennilega eingöngu að sjá, hin tiltölulega mildu áhrif - þeirra aðgerða er voru komnar fram; áður en aðgerðir voru hertar fyrir tiltölulega skömmu síðan - sem orsakaði síðan, hertar mótaðgerðir Rússa.
  • Áhrifin af hinum hertu aðgerðum, og hertu gagnaðgerðum Rússa.
  • Skila sér þá inn -- síðar.

Ég hef bent á þessa hættu áður, þ.s. að hagvöxtur í Evrópu "væri svo slakur" gætu gagnkvæmar refsiaðgerðir Rússa og Vesturvelda - - hugsanlega kallað fram nýja kreppu í Evrópu.

Mér virðist sá ótti vera á leiðinni - - að koma fram.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/inflation.jpg

Hættan á verðhjöðnun mun auðvitað magnast

Óháðir hagfræðingar hafa bent á að evrusvæði - - sé bara eitt efnahagsáfall frá verðhjöðnun. Eins og sjá má skv. mynd að ofan, er sýnir - - > nýjustu verðbólgutölur. Þá þarf ekki "stóra niðursveiflu" til þess að "verðhjöðnun" geti hrjáð meir en helming aðildarlanda evru.

Nú heyrast ógnvænleg tíðindi frá Úkraínu - - sem benda til möguleikans á innrás, sem aldrei fyrr. 

Hættan virðist frekar í þá átt, að samskipti Rússlands og Vesturvelda, versni frekar. Að enn bætist á "gagnkvæmar refsiaðgerðir" svo að líkur á frekara efnahagstjóni en orðið er, virðast meiri en minni.

Þá burtséð frá því viðbótar efnahagstjóni sem þegar er í pípunum, ekki enn komið inn í hagtölur, skv. nýlega hertum gagnkvæmum aðgerðum.

 

Niðurstaða

Það eru afleiðingarnar sem enn heyrist lítt rætt um, sem hliðarafurð Úkraínudeilunnar. En það er, ný efnahagskreppa - er virðist í farvatninu. En miðað við það, að hagtölur sýna evrusvæði "þegar í kyrrstöðu" skv. meðaltali hagtalna landanna, þá virðist líklegt að þegar áhrif hertra gagnkvæmra refsiaðgerða fer að gæta í hagtölum nk. haust. Þá færist evrusvæði yfir í - - milda kreppu.

Það gerir ekki ráð fyrir - - innrás.

En ef af henni verður, má vænta þess að samskiptin við Rússland, taki mjög stóra dýfu. Ásamt mjög verulega hertum gagnkvæmum refsiaðgerðum. 

Reyndar virðist mér í þeirri sviðsmynd, geta skapast hætta á "orkukreppu í Evrópu."

Innrás gæti orðið staðreynd á næstu dögum.

Það þarf vart að taka fram, að í þeirri sviðsmynd - - yrði kreppa miklu mun dýpri. Áhrif á heimshagkerfið að sama skapi - - mun stærri.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 847178

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 495
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband