Loftárásir Bandaríkjamanna í N-Írak, virðast hafa þann tilgang - - að aðstoða Kúrda

Mér virðist þetta blasa við, að tilgangurinn sé að forða þeirri hugsanlegu útkomu. Að Sjálfstjórnarhéruð Kúrda falli í hendur ISIS eða eins og þeir kalla sig í dag, "Islamic State" eða "IS." En héröð Kúrda hafa orðið að "mikilvægu skjóli" fyrir marga hópa sem flúið hafa "IS." En ekki síður, þá eru Kúrdar - - hugsanlega gagnlegir bandamenn. Kúrdahéröðin, sjaldgæf sjón í Írak, svæði þ.s. fólk hefur ekki þurft að óttast almennt séð um líf sitt.

Árásirnar virðast hafa þann tilgang - - að styrkja vígstöðu Kúrda gagnvart IS.

Þannig séð má líkja þessu við það - - þegar Bandar. beittu flugher sínum á sínum tíma gegn stjórn Talibana, er þeir aðstoðuðu andstæðinga Talibana innan Afganistan við það að ná völdum.

Í þessu tilviki, sé tilgangurinn, að verja tiltekið svæði. Gefa þau skilaboð til "IS" að Kúrdahéröðin séu "off limits."

U.S. bombs Islamic State after Obama call to prevent Iraq 'genocide'

White House: could give more military support if new Iraq government needs it

U.S. Warplanes Strike Militants in Iraq

 

Forvitnileg mynd af höfuðborg Kúrda - Erbil. Sjá má gamla Erbil innan forna virkismúrsins!

http://dablog.ulcc.ac.uk/wp-content/uploads/2011/10/erbilcitadel.jpg

Sjálfsagt dúkkar einhver upp með samsæriskenningu

En ég get ekki komið auga á nokkurn skapaðan hlut sem er neikvæður við það, að Bandaríkin varpi sprengjum á stöðvar IS liða í N-Írak. Til þess að styrkja vígstöðu Kúrda í N-Írak. Sem hafa síðustu daga, verið undir þrýstingi liðsmanna IS.

Síðan vörpuðu flugvélar Bandar. niður matvælum og öðrum vistum, til umsetins hóps svokallaðra Yazada, hópur sem ég viðurkenni að ég hafði aldrei áður heyrt um fyrr en fjölmiðlar fóru að tala um þeirra vanda.

En þ.s. virðist í gangi, sé "virkilega ógeðsleg meðferð" IS á - - minnihlutahópum.

Skv. fréttum, ástundar "IS" stefnu fullkomins yfirgangs gagnvart öðrum trúarhópum í Írak, þá skiptir ekki máli, hvort um sé að ræða - - sértrúarskoðun innan Íslam eða kristna eða e-h annað.

Fólk fær frest - - til að A) fara. B)Taka trú þá sem IS aðhyllist. C)Vera drepið.

Það virðist virkilega ástæða vera að óttast, alvarlegan mannlegan harmleik, ef "IS" muni takast annað af tvennu, að ráðast inn í héröð Kúrda þ.s. margir hafa leitað skjóls, eða, inn í héröð Shíta.

  1. Það virðist nánast nú vera að myndast verkaskipting í Írak, þ.s. að - - Kanar verji Kúrda.
  2. En Íran og bandamenn Írans, verji Shíta.

 
Niðurstaða

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós, hvílík ógeðs samtök "Islamic State" er. En þeirra túlkun á Íslam, er virkilega sérkennileg.

En skv. hefð innan Íslam. Þá er Íslam í reynd umburðarlynt gagnvart kristni. Einnig gagnvart gyðingdóm. En skv. kóraninum þá gilda tilteknar reglur um kristna ef farið er nákvæmlega eftir reglum sem þar eru, þá mega kristnir halda trú sinni og siðum, en skv. Kóraninum verða þeir sem ekki taka Íslam að borga sérstakan skatt, sem lagður er á. Þetta gilti einnig um Gyðinga ef þeir vildu ekki gerast Múslimar. Þessi skattur var t.d. tíðkaður í samræmi við lögboð Kóransins af Tyrkjaveldi um aldir. Þetta hefur verið þ.s. gerði kristnum mögulegt að lifa með Múslimum í meir en þúsund ár.

IS er nú að þurrka út kristna söfnuði, sem hafa búið með Múslimum í meir en 1000 ár. Þeir réðust nýverið á yfir 1000 ára gamalt klaustur, ráku munkana út og brenndu handritin þeirra sem mörg voru flr. hundruð ára gömul.

Þannig séð er afstaða þeirra í reynd - - trúvilla.

Einhvers konar - - haturs Íslam, sem þeir boða.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Marga vegu skilin lögboð,eða túlkuð af geðþótta,sem notist til að þjóna brengluðum kenndum.

Helga Kristjánsdóttir, 9.8.2014 kl. 01:12

2 identicon

Eina ástæðan sem er "lölgleg" ástæða, er að hafa uppi á og sprengja hergögn sem IS hefur tekið til sín, og eru af bandarískum uppruna.  Meðal annars stórskotaliðs, og eldflaugar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 07:08

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vil nú meina að það sé einnig - löggilt markmið, að halda "IS" frá Kúrdahéröðunum, og öllum þeim sem þangað hafa flúið undan morðsveitum "IS."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2014 kl. 10:46

4 identicon

Erfitt að segja ... getur vel verið að svo sé.  Fer sjálfsagt eftir kringumstæðum.Sjálfur tel ég að bandaríkjamenn hafi "búið" til IS, ekki beinlínis ... en með herför sinni í mið austurlöndum.  Bandaríkjamenn og bretar, hafa alla tíð, gert hlutina verri ...

En, ég tel að þau vopn sem þeir hafa tekið frá kananum hafi kaninn átt að vera búnir að eyða fyrir löngu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 15:48

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er sjálfsagt rétt, að IS hefði aldrei orðið til, ef ekki hefði verið fyrir ákaflega heimskulega herför Bush, með stuðningi Breta og nokkurra annarra. En þessi umtöluðu vopn, voru látin her Íraks í té - - þ.e. hinum nýja her Íraks sem Bush stjórnin bjó til, sama hernum er virtis gufa upp þegar framrás ISIS síðan IS hófst fyrir alvöru. Ég er alveg viss um, að Kanar reiknuðu ekki með því, að sá her mundi "gufa upp" hermennirnir hlaupast undan merkjum kasta frá sér vopnunum skilja vopnageymslurnar eftir óvarðar þannig eiginlega gefa IS vopnabyrðir þær sem Bush stjórnin hafði látið hinum nýja her Íraks í té, mér skilt fyrir andvirði nokkur hundruð milljón USD.

Ég velti fyrir mér, hvort eins muni á næstunni fara fyrir "her Afganistan" að sá muni einnig með svipuðum hætti gufa upp, og Talibanar taka yfir þau vopn, sem Kanar hafa þar látið hinum nýja her Afganistan í té. 

Þannig að "klúðriðið verði þannig fullkomnað."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2014 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 461
  • Sl. viku: 1381
  • Frá upphafi: 849576

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1272
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband