Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, segir 730þ. af íbúum A-Úkraínu hafi flúið land síðan átökin hófust

Skv. "UNHCR" sem stofnunin telur áreiðanlegar, er fjöldi flóttamanna í Rússlandi 730þ. en innan landsins 117þ. - sem nálgast samanlagt að vera 850þ. Miðað við 6,5 milljón íbúa í héröðunum Luhansk og Donetsk áður en átökin brutust út - - þíðir þetta að um 11% hafi flúið land, um 1,8% séu flóttamenn innan Úkraínu. Með öðrum orðum að flóttamenn nálgist 13% af heildarfólksfjölda.

Til samanburðar við stríðið í Sýrlandi, þ.s. 18 millj. áður en átök hófust, er fj. flóttamanna 2.884þ. - - sem sagt, að tæp 17% hafi flúið land. Með flóttamönnum innan landsins, sé alveg fjórðungur landsmanna flúnir að heiman.

11% vs. 17% eru vísbendingar, harmleikurinn er verri í Sýrlandi. En skv. þessum tölum, er hræðsla almennings við átökin, orðin afskaplega umtalsverð í A-Úkraínu. Verulegur fjöldi hafi kosið að yfirgefa þau svæði - sem barist er um þessa dagana og vikur.

Það er auðvitað algerlega rökrétt af óvopnuðum borgurum að koma sér af hættusvæðum.

About 730,000 have left Ukraine for Russia this year - UNHCR

Skv. fréttum, standa yfir harðir bardagar í Luhansk og Donetsk héruðum, nærri Donetsk borg og Luhansk borg. En stjórnarherinn sé að berja á sveitum uppreisnarmanna - - meðan hringurinn um þessi 2-höfuðvígi er stöðugt þrengdur.

Ukraine keeps up anti-rebel offensive with nervous eye on Russia

Russia troops build up on Ukraine border

  • Ef marka má frétt Financial Times, þá eru hersveitir Rússa nú staðsettar í verulegum fjölda, óvenjulega nærri landamærum Úkraínu.
  • Og þetta séu "hágæðasveitir" þ.e. það besta lið sem rússn. herinn ræður yfir.

"The battalions that have been deployed are predominantly those which have been at the forefront of a sweeping modernisation programme undertaken by Russia’s military in recent years and are among the best equipped and trained in the Russian army."

Kringum 20þ. hermenn - - þetta sé þó ekki eins mikill liðsafnaður við landamærin og í apríl, er fjöldinn var áætlaður um 40þ.

Það sé samt áhugavert að rússn. hermönnum sé aftur að fjölga meðfram landamærunum. Þannig séð, má vera að 20þ. - - sé einfaldlega nægur fjöldi.

  • Ef Pútín vill koma uppreisnarmönnum til aðstoðar.

Þannig séð, þarf ekki það að vera "slæm tíðindi" fyrir her Úkraínu, að borgarar séu að hafa sig brott, frá þeim svæðum sem um er barist.

Því það dregur úr mannfalli þeirra eftir allt saman - - sem gæti leitt til þess, að her Úkraínu verði síður tregur, til að beita þungavopnum á varnarlínur uppreisnarmanna, þegar bardagar hefjast um sjálf höfuðvígin, þ.e. Luhansk borg og Donetsk borg.

Það óhjákvæmilega leiði fram- -mikið tjón á byggingum.


Niðurstaða

Fjöldi flóttamanna sýnir að stríðið í Luhansk og Donetsk héröðum, er að valda almenningi búsifjum. Það má auðvitað deila um það - akkúrat hver ber ábyrgð. Uppreisnarmenn og stuðningsmenn þeirra, segja að stjórnarherinn beri alla ábyrgð. Á móti má benda á, að sá mannlegi harmleikur, hefði sannarlega ekki gerst, "ef uppreisnarmenn hefðu ekki hafið vopnaða uppreisn." 

Þetta er einnig töluvert skylt deilunni um það, hvort það eru Ísraelar eða Hamasliðar sem bera ábyrgð á miklu manntjóni borgara þar, sem nálgast 1.800. Ísraelar eru sannarlega að beita stórskotaliði, skriðdrekum og loftárásum - - tja, alveg eins og her Úkraínu. Það má auðvitað benda á móti á það, að Hamasliðar viðhafa "mun harðsnúnari eða -combative- stefnu gagnvart Ísrael en Heimastjórn Palestínumanna" Ísraelar fari fyrir bragðið mun mildari höndum um svæði á Vesturbakkanum. Þó ástandið sé ekki endilega - gott þar heldur. Sé það ekki neitt í líkingu við ósköpin á Gaza.

  • Þannig er alfarið -tel ég- réttmætt að benda á að "baráttuaðferðir skipta máli." 
  • Menn eiga ekki að vera mjög hissa á, að vopnaðri uppreisn sé mætt með "vopnum."

Ef t.d. Palestínumenn einskorðuðu sig við "friðsama baráttu" þá er ég viss um, að manntjón yrði almennt mun minna, og sama skapi tjón almennra borgara á byggingum.

Það sama vil ég meina að eigi við Luhansk og Donetsk. Að ef til vill, áttu uppreisnarmenn, aldrei að hefja vopnaða uppreisn. Þó að óvopnuð barátta fyrir þeirra málstað, hefði aldrei getað verið örugg um sigur með þeim aðferðum, er alveg ljóst að slíkar leiðir - - hefðu komið mun skár út fyrir almenning.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eitthvað berast okkur fáar fréttir af manntjóni í Úkraínu, eins og þar sé fátt eitt að ske. Því er svo?

Við heyrum útundan okkur að vel fleiri en 100.000 hafi farist í Sýrlandi. Sem segir okkur að það er alvöru.

Sem segir: annaðhvort fara morðin fram með mjög hangandi hendi í Úkraínu, af einhverjum orsökum, eða við einfaldlega fréttum ekki af þeim, af einhverjum orsökum.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.8.2014 kl. 02:58

2 identicon

I upphafi striðsins, þegar þu skrifsðir sem mest um landvinninga aætlun russa. Skrifaði eg a moti, að putin hefði enga slika landvinninga i hyggju. Einu ahugamal hans, var að tryggja russnesk hergögn fra flotastöðvum sem voru russneskar og þar votu meðal annars kjarnavopn.

Þetta er vaadamalið með putin. Hann er slæmur fyrir russland i heild sinni. I raun ma segja að hann se vestrænn vinur, sem þo reynir að gera eitthvað fyrir russa sjalfa. En bara ur neið. Aðstoðin við syrland, grunar mig að se brics, og kinversk. Ekki putin sjalfur.

I raun væri rett af putin, að styðja uppreisnarmenn með beinni hernaðaraðstoð. Þvi ukrainski herinn skilur eftir lik i hverju þorpi og borg, þar sem almennir borgarar sem eitthvað eru hafa verið teknir af lifi fyrir aðstoð við uppreisnarmenn. Þessu er ekki einu sinni skirt fra i vestrænum frettum sem ber vott um alvarlega hlutdrægni vestrænna miðla.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 05:13

3 identicon

Sjalfsaft verða likin grafin upp að lokum og uppreisnarmenn sakaðir um þetta. Slikur leikur var einnig leikinn i jugoslaviu, með goðum arangri.

Putin, og russar i heild sinni. Tapa af þvi að spila goða straka i þessu mali. Þo svo að þeir heiji ekki strið þa hafa vestræn lönd, lyst yfir striði a hendur þeim i öllum sinum gerðum fra lokum siðari heimsstyrjaldar. Og það eina sem biður russlands ef þeir snua ekki dæminu við, eru sömu örlög og irak.

Og hvað varðar okkur her i evropu, þa er það með olikindum hvað evropu buar eru heimskir að lata þessa fara fram i bak garðinum hja ser. Russar hafa ekki gert okkur eitt eða neitt, til hvers erum við að leifa kana skrattanum sem er sekur um glæpi um alla jörð, asamt israel sem er ekki hotinu skarri en naziztarnir, að ganga um heiminn eins og þeir gera.

Við berum sökina a þessu, með heimsku okkar. Með þvi að leifa öðrum aðilum, að gera hvað sem hann vill.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 05:20

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, 6.8.2014 kl. 02:58 - - Það hlýtur að vera e-h verulegt mannfall meðal borgara. Ég hugsa samt að það sé ekki eins mikið og á Gaza. Þ.s. gerir mannfall borgara á Gaza sérstaklega mikið. Ef hve svakalega þéttbýlt Gaza svæði er.

En þ.e. ekki vafi samt á að mannfall í heild sé a.m.k. ekki minna en þegar Ísraelar réðust á Gaza. 

En hlutfall milli fallinna borgara og fallinna þátttakenda í átökum, getur verið annað. Þ.e. að fallnir séu í hærra hlutfalli - þ.s. nefnist "lögleg skotmörk í stríði" með öðrum orðum, meðal vopnuðu fylkinganna sjálfra.

Þetta get ég þó ekki fullyrt. Þetta byggist eingöngu á því, að þéttbýlið í A-Úkraínu sé ekki eins mikið. Því sé "tæknilega" unnt a.m.k. að halda mannfalli almennings betur niðri.

Flótti - hefur þau áhrif einnig að "varðveita líf og limi borgara." Þannig séð - sé "flótti" þegar slíkir bardagar eru í gangi. Góður hlutur. Hafi þau áhrif að lágmarka manntjón meðal almennings.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.8.2014 kl. 10:18

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, 6.8.2014 kl. 05:13 - - "Einu ahugamal hans, var að tryggja russnesk hergögn fra flotastöðvum sem voru russneskar og þar votu meðal annars kjarnavopn."

Því trúi ég ekki, þ.s. að í gildi var samn. um leigu á þeirri herstöð til langs tíma, gegn 50% afslætti til Úkraínu á gasi. Úkraínumenn muni það mikið um, hvort gas kostar 50% minna eða 100% meira, að það sé afar ólíklegt að Úkraínumenn hefðu viljað segja þeim samningi upp - síðar meir.

Aftur á móti, er sannarlega svo, sem auðvelt er að Googgla, að nágrannalönd eru að semja við olíufélög um leit að olíu og gasi í landgrunni þeirra landa við Svarta haf. Þetta benti ég sjálfur sbr. mynd af skiptingu leitarsvæða í lögsögu Rúmeniu: Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu

  • Rússland hefur "augljóst mótíf" þegar maður veit, að sl. ár hafa Kínverjar verið að taka yfir auðlyndir Mið-Asíu.
  • Það þíðir að Rússland hefur verið að - - tapa tekjum.
  • Hagvöxtur hefur verið að minnka í Rússl. seinni ár. Það getur verið samhengi þarna á milli, minnkandi tekna af sölu olíu og gas frá Mið-Asíu. Og þess minnkandi hagvaxtar.

Mér virðist þetta - - mun trúverðugri skýring.

"Hann er slæmur fyrir russland i heild sinni. I raun ma segja að hann se vestrænn vinur, sem þo reynir að gera eitthvað fyrir russa sjalfa. En bara ur neið. Aðstoðin við syrland, grunar mig að se brics, og kinversk. Ekki putin sjalfur."

BRIC er ekki bandalag. Eingöngu ríki er vinna að þeim fáu hagsmunum sem þau lönd hafa sameiginlega - - þessi lönd hafa á sama tíma einnig afskaplega marga þætti sem flokkast undir andsnúna hagsmuni. T.d. er Indland að byggja upp flota á Indlandshafi. TIl að svara þ.s. þeir upplifa sem ógn frá Kína. Indland og Kína eru á sama tíma, keppinautar. Og þ.e. ákaflega sennilegt að Kína muni halda áfram yfirtöku auðlynda Mið-Asíu sem Rússland áður réð "de facto eitt yfir" þannig að Mið-Asía verði kínv. áhrifasvæði í stað þess að hafa verið rússn.

  • Ég er ekki alveg klár á því, af hverju Rússar láta þessa yfirtöku ganga yfir sig, þegjandi og hljóðalaust. Þ.e. eiginlega stórmerkilegt

BRICS tengist ekki Sýrlandi, nema að því marki að Rússl. virðist hafa tekist að fá Kína til að standa með Rússl. innan Öryggisráðsins. En hvað Kína akkúrat gengur til með því, veit enginn. Kannski er það "ódýr sárabót til Rússa" meðan að Kínverjar halda áfram að taka yfir Mið-Asíu - eins og e-h óstöðvandi eimreið.

  1. Síðan hafa Rússar herstöð í Sýrlandi. Sú herstöð raunverulega væri í hættu ef stjórn Assadanna mundi hrynja.
  2. Að auki í desember sl. gerði Rússland samkomulag v. Assad, um nýtingu á olíu og gasi í lögsögu Sýrlands. Samn. sem einnig væru í hættu ef uppreisnarmenn mundu vinna sigur.
Þarna koma til - - tvær ástæður, sem veita Rússum skýrt mótíf, til að halda áfram að styðja Assad í Sýrlandi.



"I raun væri rett af putin, að styðja uppreisnarmenn með beinni hernaðaraðstoð."

Hann er að veita þeim - - beina hernaðarasðtoð. Þ.e. dæla í þá vopnum, og síðan hefur hann "sent þeim fj. svokallaðra óháðra málaliða" sem ekki er séns að hafi farið þangað, nema annað af tvennu "stj. í Rússl. heimiluðu þeim að fara - eða beinlínis sendu þá þangað." Þ.s.. að nokkrir þeirra komu einnig við sögu á Krím-skaga, hafa einnig sést víðar t.d. í S-Ossetíu, og að auki í tengslum við svokallaða Trans Dnéstníu á landamærum við Moldavíu. Þá grunar mig "að þessir aðilar séu málaliðar" sendir af rússn. stjv.

  • Það sem Pútín getur gert meir - - er að gera innrás.
  • Það sé eiginlega það eina, sem hann er ekki að gera, ennþá.

"Slikur leikur var einnig leikinn i jugoslaviu, með goðum arangri"

Það er suppubleg athugasemd hjá þér. Þeir sem voru myrtir voru allt Bosníu Múslimar. Það voru þúsundir vitna af því hvað gerðist. Málið hefur verið rannsakað af kostgæfni af Alþjóðlega Stríðsglæpa Dómstólnum, þannig að það getur ekki verið nokkur vafi á að raunverulega fóru fram skipuleg fjöldamorð. Fjöldagrafir eru fjölmargar víð og dreif, einmitt um þau svæði þ.s. herir Bosníu Serba fóru um.

  • Eins gott fyrir uppreisnarmen, að það séu ekki sambærilegar fjöldagrafir í Luhansk og Donetsk, með líkum "stuðningsmanna stjórnvalda eða úkraínskumælandi íbúa þeirra héraða."

Mjög undarlegt af þér að tala um "leiki tengda fjöldagröfum í Bosníu" þ.s. nær öll líkin voru á endanum greind, og reyndust sannarlega vera Bosníu Múslimar. Ekki tókt í öllum tilvikum að finna út af hverjum lík var. En greiningarvinnan stóð árum saman.

  • Ef það eru fjöldagrafir með líkum úkraínskumælandi sem finnast síðar meir, þá verður það að sjálfsögðu harður áfellisdómur á uppreisnarmenn.

Alveg snargalið að halda því fram að Bosníu Múslimar drepi eigið fólk, til þess að geta ásakað Serba eða að Úkraínumenn séu líklegit til að strádrepa eigið fólk í skipulögðum fjöldamorðum, til þess að búa til ásakanir á uppreisnarmenn.

  • Ég velti fyrir mér - -að þú óttast að fjöldagrafir finnist.
  • Því þú óttast kannski að uppreisnarmenn hafi kannski verið að hranndrepa líklega stuðningsmenn stjv. í Kíev.

Það mundi skaða mjög orðstír Rússlands, ef uppreisnarmenn hafa verið að ástunda slíka hluti. Og að sjálfsögðu mundi það ef slíkt kemur fram, leiða til mjög langra fangelsisdóma yfir uppreisnarmönnum.

Nú, ef þú virkilega heldur að það séu fjöldagrafir, þá kannski skýrir það af hverju uppreisnarmenn berjast til síðasta. Eins og t.d. nasistar á sínum tíma börðust til síðasta. Því þeir vissu að eins og þeir sýndu enga miskunn sjálfir - mundir þeir enga miskunn fá.

"Og hvað varðar okkur her i evropu, þa er það með olikindum hvað evropu buar eru heimskir að lata þessa fara fram i bak garðinum hja ser. Russar hafa ekki gert okkur eitt eða neitt, til hvers erum við að leifa kana skrattanum sem er sekur um glæpi um alla jörð, asamt israel sem er ekki hotinu skarri en naziztarnir, að ganga um heiminn eins og þeir gera."

Það sýnir hve sýn þín er vörpuð.

En þú virðist ekki sjá það, að það bendi til þess að e-h sé að sýn þinni á "kana skrattana" sá sannleikur - - að þjóðir Evrópu hafa augljóslega sjálfviljugar kosið sér að vinna með Könum.

Þegar þær gátu t.d. í staðinn valið að vinna með Rússum.

Ég held að þær séu ekki þetta blindar, eins og þú telur. En málið er einmitt að Evrópa þekkir Rússland.  Evrópa hefur mun lengri sögu samskipta við Rússa, ef af samskiptum við Bandaríkin.

Hafðu í huga - - að einmitt þær þjóðir "sem þekkja Rússa best" eru sömu þjóðirnar sem eru einna mest andsnúnar Rússum. 

  • Málið er einfaldlega að Rússar hafa ástundað yfirgang gegn öðrum þjóðum öldum saman.

Þær sömu þjóðir óttast á sama tíma ekki að Bandaríkin, muni formlega "leggja þær undir sig" eða "þ.e. færa inn fyrir eigin landamæri."

En saga Rússlands sl. aldir er saga þess, að Rússland hafi nær stöðugt fært sín landamæri út, á kostnað annarra þjóða. En Rússland inniheldur fjölda þjóða sérstaklega á Kákasus svæðinu, sem Rússar lögðu undir sig. Lönd sem voru sjálfstæð á öldum áður.

Sovétríkin voru í reynd - hátindur rússn. heimsveldisins. Við hrun Sovétríkjanna, náði nokkur fj. þjóða sem voru innan landamæra Sovétríkjanna, sjálfstæði. En þessar þjóðir einmitt telja líkur að óttast "nýja landvinninga Rússa." Vegna þess einmitt, að áður voru þær innan sameiginlegs ríkis með Rússum. Eftir að hafa verið yfirteknar einmitt með hervaldi. En þ.e. ekki til þjóð í Rússlandi sem hefur sjálfviljug gengið Rússum á hönd.

Þetta er ekki hræðsluáróður ---> eina ástæða þess að "yfirgangur Rússa á seinni árum er e-h einhverjum skilningi verið minni en Bandar. er einfaldlega sá að Rússl. hefur seinni árin verið minna voldugt herveldi." Ekki vegna þess að Rússar séu í einhverjum skilningi, betri aðilinn.

  1. En annars er það óskiljanlegt af hverju Evr. þjóðir sjálfivljuga velja Bandaríkin.
  2. Það er einfaldlega vegna þess, að þær þjóðir óttast Rússa meir en Bandaríkjamenn.
 



Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.8.2014 kl. 11:12

6 identicon

Ég segi enn og aftur, að þú þarft að kynna þér "hina" hilið málsins.

China knows plenty about Islamic insurgency and its potential to destroy the nation state. Even in the 1980s and 1990s, some 25 years ago, China had an “Islamic insurgency” threat concentrated in its eastern resource-rich and low population Xinjiang region. Before that, since the early days of the Peoples’ Republic in the 1950s, China has addressed Islamic insurgency with mostly failed policies and strategies but more recently a double strategy of domestic or local repression, but aid and support to Islamic powers thought able to work against djihadi insurgents – outside China – has produced results.

The Chinese strategy runs completely against the drift of Western policy and favours Iran.

Kína hefur svo mikla þörf á olíu, að þeir eru farnir að teigja arma sína til mið-austurlanda... fyrir löngu í raun, en enn meir í dag. Það er taktíkin hjá þeim, sem hefur breist.

Hraðlest, frá Kína til Evrópu ....

Meirbekov said that the annual volume of freight turnover along the new route, guaranteed by China, was set to total 2 million metric tons (2.2 million tons) this year and would rise eventually to 15 million metric tons.

"The Chinese side, as well as the Kazakh side and European partners - everyone is ready (to handle these volumes) already tomorrow," Meirbekov said.

"All railways, as well as customs and border guards, are ready to assist fast passage of cargo across their territories."

Europe-bound trains from China cross from Kazakhstan into Russia. Then they go via Belarus and Poland before reaching Duisburg in Germany.

Og "false flags"

Allar skriftir þínar, bera þess vott að þú hefur ekki hugmynd um hvað styrjöld er.  Hefur hvorki íhugað, né stúderað málið frá neinni annarri hlið en sem "observer" í dagblöðum.  En á tímum, eins og í dag ... þá er álit almennings, það sem mestu skiptir í styrjöld.  Eftir Víetnam, þar sem Bandaríkjamenn urðu að gefa eftir vegna álits almennings í Bandaríkjunum, og yfirgefa styrjöld sem þeir annars hefðu unnið.  Og eftir að Rússar urðu að hörfa frá Afghanistan, vegna þess að þeim tókst ekki að vinna bug á andstöðu múslima.  Þá hefur leikvangur styrjalda, ger breists.  Tvö form af orustum eru notaðar, fram yfir allar aðrar í dag ... Psy Ops, og "False Flag".

in Operation Himmler er eitthvað sem þú ættir að þekkja vel.

En þetta er ekki fyrsta skiptið, en Bandaríkjamenn klæddu sig í Indíana búninga þegar þeir hentu teinu frægi í sjóinn.

And in the early 1950s, agents of an Israeli terrorist cell operating in Egypt planted bombs in several buildings, including U.S. diplomatic facilities, then left behind "evidence" implicating the Arabs as the culprits

Og eitthvað sem passar vel inn hjá þér ...

The Russian KGB apparently conducted a wave of bombings in Russia in order to justify war against Chechnya and put Vladimir Putin into power

 as documented by the New York Times, Iranians working for the C.I.A. in the 1950's posed as Communists and staged bombings in Iran in order to turn the country against its democratically-elected president

declassified U.S. Government documents show that in the 1960s, the U.S. Joint Chiefs of Staff signed off on a plan code-named Operation Northwoods to blow up American airplanes

In 1939 the Red Army shelled Mainila, a Russian town near the Finnish border. Soviet authorities blamed Finland for the attack and used the incident as a pretext to start the Winter War four days later.

The Gulf of Tonkin incident (or the USS Maddox incident) is the name given to two separate confrontations involving North Vietnam and the United States in the waters of the Gulf of Tonkin. The first event occurred on August 2, 1964, between the destroyer USS Maddox and three North Vietnamese Navy torpedo boats of the 135th Torpedo Squadron. The second was originally claimed by the U.S. National Security Agency to have occurred on August 4, 1964, as another sea battle, but instead may have involved "Tonkin Ghosts" (false radar images) and not actual NVN torpedo boat attacks.

Í dag eru skjöl af þessu tagi ekki lengur gerð opinber, og eru meðhöndluð sem ríkisleyndarmál vegna þess að við eigum að vera á stríðstímum.  Bandaríkjamenn lýstu stríði á hendur lýsingarorði, sem gerir það að verkum að upplýsingum er ekki lengur hægt að fá oppnað, vegna þjóðaröryggis.  En að halda það, að þegar svona mikið er í húfi fyrir fólk, og almennings álitið er svo mikilvægt sem það er.  Þá er kjánalegt að halda, að svona aðgerðum hafi fækkað.   Og lykilatriðið í Úkraínu, er að Úkraínumenn voru tilbúnir í startholunum að nýta sér ástandið sem skapaðist við hrapið.  Það að Úkraína nýtir sér slysið, sem tilliástæðu, er ekki bara grunsamlegt ... það gengur út yfir það.

Og þegar maður segir "kana-skrattinn", þá er það orð ekki notað í andstæðri merkingu.  Kaninn var á sínum tíma, gott mál.  Þar til að George Bush tók við völdum.  Meira að segja á tímum Clinton, voru áhrif Bandaríkjanna jákvæð.  Ákvörðun þeirra í Júgoslavíu var rétt ... hún var rétt, vegna þess að þetta var eina leiðin að leysa vandamálið á þeim tíma.  En ef þú heldur, að Júgóslavía hafi verið einfallt mál, þá áttu annað inni vinur.  Ég, var sjálfur persónulega staddur í Halmstad í Svíþjóð 1993.  Þegar Carl Bildt kom fram fyrir fólki, og lýsti því yfir fyrir framan Kosovo Albani, að þeir myndu fá Kosovu.  Þetta atvik er mér minnisstætt, og er ástæða þess að fór að skoða aðrar hliðar á málum, en bara þær sem gefið er upp í fjölmiðlum.  Hvað varðar Bosníu og Króatíu, er lítið að ræða um.  Bosnía er mjög vafasamt, og er ekkert leyndarmál að Bandaríkjamenn notuðu Islamista frá Afghanistan, Pakistan og mið austurlöndum til að dreifa vopnum til Múslima í Júgoslavíu.  Það sem Carl Bildt sagði, opið á götu úti við Kosovo Albani sem voru þar staddir ... ekki bara styður, heldur beinlýnis segir opið hvað menn hafa í hyggju fyrirfram hvað varðar stríðið í Júgoslavíu.

Hugmyndir þínar í þessu dæmi, er byggð á blindri trú ... og án þess að skoða aðrar hliðar málsins.  Mín skoðun er byggð á þeirri staðreynd, að Bandaríkjamenn eru í dag ... ekki þeir vinir, sem við þekktum þá áður.  Þeir hafa engar betri áætlanir, en Pútin eða Kínverjar.  Þeir hafa skapað óróan í mið-austurlöndum, eftir fyrirmynd Odet Ynon (http://www.globalresearch.ca/china-and-the-us-saudi-israeli-plan-for-the-middle-east/5348325).

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 14:33

7 identicon

Ég ætla að bæta við ... sérstaklega þegar þú talar um að "fals flag" er ekki möguleg.

Hugsaðu út í aðstæður í mið-austur löndum.  Ísrael, til dæmis er ekki líklegt til að skjóta á skóla og börn.  Hvernig getur þá slíkt gerst.

Jú, það gerist þannig að Palestínumenn eru með "mobile units".  Líklega íranskar flaugar, en þær eru að miðstærð og hægt að setja á jeppa, ef mig minnir rétt.  Þeir aka síðan um, stilla sér við hlið skólans og skjóta á Ísraela.  Ísraels her, sjá þetta á radar og svara samstundis skothríðinni.

Þetta er kanski ekki 100% rétt, en nokkurn veginn í þennan dúr.  Palestínumenn gera þetta að ásettu ráði, og fullkomlega meðvitaðir um þetta.  Síðan eru þeir tilbúnir í startholunum, eins og Ukraínu menn og klaga og skammast yfir því að Ísraelar skutu á skóla.  Ísrael skaut í raun, aðeins að þeim stað sem árásin átti sér stað.

Þetta þýðir ekki að Ísrael sé laust mála ... en hér er lýsing á því, hvenig nútíma styrjaldir eru háðar.  Palestínumenn hafa engan möguleika á því að sigra Ísrael.  Þeir hafa einungis þann möguleika, að geta fengið almennings álitið á móti þeim, og á þann hátt binda hendur þeirra.

Sama á við um Ukraínu ... þeim tókst að binda hendur Rússa, að minsta kosti um tíma.  Og það bendir til, að þeir hafi vísvitandi beigt henni yfir á yfirráðasvæði uppreisnarmanna.  Alveg eins og Palestínumenn, vísvitandi nota börn, skóla, konur og gamalmenni sem skjöld.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 461
  • Sl. viku: 1381
  • Frá upphafi: 849576

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1272
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband