Hver skaut niður malasísku flugvélina?

Það virðist tvennt öruggt; A) að malasíska vélin var skotin niður og B) að hún var skotin niður af eldflaug sem skotið var upp frá yfirborðinu. En ratsjár sýna, að engin herflugvél var stödd nærri. Úkraínumenn hafa ekki neinar torséðar orrustuvélar. Á hinn bóginn, þ.s. báðar fylkingar eru með landhersveitir á svæðinu. Geta a.m.k. báðar borið ábyrgð.

  • Það þarf vart að taka fram, að stjv. í Úkraínu - ásaka uppreisnarmenn í A-Úkraínu.
  • Meðan að uppreisnarmenn, hafna ábyrgð, segja stjórnarherinn hafa skotið hana niður.

Þetta getur verið atriði sem aldrei verður svarað.

US intelligence confirms surface-to-air missile fired at Malaysian plane, divided over origin

Malaysia Airlines Plane Crashes In Ukraine With 295 on Board

mh17-2

Það er a.m.k. hugsanlegt að uppreisnarmenn hafi grandað vélinni

Það að sjálfsögðu - dettur engum í hug að halda neinu öðru fram, en að þetta sé óhapp, af því taginu að þeir hafi talið sig vera að skjóta annars konar flugvél niður. En það barst út á vefinn hugsanleg vísbending:

Malaysia Airlines jet crashes in Ukraine: "...in a posting on a Russian social networking site that was later taken down, Igor Strelkov, a rebel military commander, boasted on Thursday afternoon of downing what he said was a Ukrainian military An-26 transport plane." - "He said the rebels had “warned them not to fly into ‘our sky’”. It could not be immediately established if the posting was genuine."

"Russian state media reported last month that the rebels in Donetsk had captured anti-aircraft missile systems including Buk from the Ukrainian Air Force."

Höfum í huga, að hver sá sem grandaði vélinni, mun afneita því. En þ.e. a.m.k. hugsanlega rétt, að mánaðargömul frétt rússn. fjölmiðils, þess efnis að úkraínskir uppreisnarmenn ráði yfir langdrægum loftvarnaflaugum - - sé rétt. 

Og þá getur a.m.k. verið, að þeir hafi fyrir mistök, skotið þessa vél niður.

En skv. - - > The path of Malaysia Air Flight 17 

  • Takið eftir því - hvernig flugleið vélarinnar liggur.
  • En hún flýgur nánast yfir Kíev, er síðan á leið í Austur til Kuala Lumpur.
  • Það getur gefið byr undir þann "mögulega" misskilning, að uppreisnarmenn hafi talið þarna vera flugvél á vegum stjórnvalda.

En þegar vél flýgur þetta hátt þ.e. 33þ.ft. - er ekki gott að bera nákvæmlega kennsl á týpuna.

Myndir af ummerkjum hafa verið að berast um vefinn, hér eru nokkrar - sjá Reuters: 

Live News on Malaysia Airlines plane that crashed near Ukraine-Russia border

Fyrir framan sendiráð Malasíu í Hollandi

Rammi úr amatör vídeó

"An armed pro-Russian separatist takes pictures at the site of a Malaysia Airlines Boeing 777 plane crash near the settlement of Grabovo in the Donetsk region, July 17, 2014."

An armed pro-Russian separatist takes pictures at the site of a Malaysia Airlines Boeing 777 plane crash near the settlement of Grabovo in the Donetsk region, July 17, 2014.  REUTERS/Maxim Zmeyev

Rammi úr amatör vídeó

Rammi úr amatör vídeó

Þó að ég nefni þann möguleika að uppreisnarmenn hafi grandað vélinni.

Er það ekki gersamlega útilokað, að stjórnarherinn hafi skotið flaug fyrir slysni. 

En það virðist ívið minna líklegt - - en hafa ber í huga. Að uppreisnarmenn hafa verið að skjóta niður nokkurn fjölda flugvéla stjórnarhersins á umliðnum vikum. 

Á meðan að stjórnarherinn, hefur afar litla ástæðu að ætla. Að vélar á lofti séu á vegum uppreisnarmanna. A.m.k. hingað til, hafa ekki neinar slíkar sést.

Sérstaklega þegar haft er í huga, flugleið þotunnar yfir Úkraínu frá Vestri til Austurs. Þá virðist slysaskot af hálfu uppreisnarmanna eða eða að einn þeirra hafi skotið hana niður fyrir mistök þegar skotmaður taldi sig vera að skjóta á annars konar flugvél; mun líklegra - - því miður!!

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með þessu máli á næstunni. En það verður mjög mikill þrýstingur nú á að "rannsaka vettvanginn." Málið getur sett aukinn þrýsting á aðila, að semja um vopnahlé. Þannig séð, er það a.m.k. hugsanlegt, að uppreisnarmenn "græði" á málinu - þ.s það hallar nú á þá. Ef það verður til þess, að löndin í kring taka sig saman. Um að þrýsta á stjórnvöld og uppreisnarmenn. Um að lísa yfir nýju vopnahléi.

Svo fagaðilar geti rannsakað flakið. Og ekki síst, að líkin verði sótt. En skv. fréttum liggja þau nú eins og hráviði um slysstaðinn.

--------------------------------------

PS: Skv. nýjustu fréttum, hafa "uppreisnarmenn heimilað alþjóðasamfélaginu aðgang að vettvangi."

Rebels grant access to MH17 crash site

"The plane crashed near Torez, a town in eastern Ukraine 50km from the Russian border controlled by Russia-backed rebels..."

Eins og ég benti á í gær, gerðist þetta skamman spöl frá landamærum Rússlands.

Focus on Inquiry as Russia Denies Role in Downing of Jet

"Aleksandr Borodai, the pro-Russian rebel who leads the self-proclaimed People’s Republic of Donetsk, told reporters that his group had the so-called black boxes and intended to turn them over to officials of the Organization for Security and Cooperation in Europe, which will be assisting in securing the scene. Mr. Borodai said that Dutch and Malaysian officials had informally asked his group to leave the debris and bodies untouched."

Og svokallaður "svartur kassi" er í höndum uppreisnarmanna.

Probe demanded over crash

Og heimurinn er eðlilega farinn að krefjast skýringa.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er orðið nokkuð ljóst að vélin var skotin niður,en ekki hver gerði það.Það er því miður næsta víst að vegna aðstæðna verður rannsóknin sem fer fram á komandi dögum pólitíkinni að bráð.

Það er þrennt sem ég hef tekið eftir í þessu sambandi auk þess sem þú minnist á.

1 vélinni er auðsjáanlega beint út af áætlaðri flugleið sem liggur vel sunnan við átakasvæðið inn yfir átakasvæðið sem er þó ekkert sérstaklega stórt að flatarmáli.

Þetta gerist þegar vélin kemur inn á Úkraínskt flugumferðarsvæði

2Þegar vélin verður fyrir flauginni er hún augljóslega stödd yfir Slavyansk eða að minnsta kosti innan 4 KM austur af borgarmörkunum.

Í Slavyansk eru engir uppreisnarmenn af því þeir voru hraktir þaðan í síðustu viku minnir mig.

Þetta byggi ég á gögnum frá loggi vélarinnar en síðasta staðsetning hennar er við úthverfin NV við Slavyansk og miðað við 905 KM flughraða vélarinnar hefði næsta staðsetning átt að koma ca 4 km austan við borgina. Einhversstaðar á þessu bili varð vélin fyrir eldflaug. Hnitin eru Lat 48.5301 Lon 37.3473

3 Fyrr í vikunni gerðu úkranisk stjórnvöld svæðið að "No flight zone" fyrir neðan einhverja flughæð sem ég veit ekki hver er og fluttu þangað loftvarnakerfi.Til hvers er óljóst,þar sem uppreisnarmenn hafa engar flugvélar.Líklega hafa kerfin verð flutt austur til að verjast loftárásum frá Rússlandi og það er alls ekki ólíklegt að þegar birtist flugvél á flugbannssvæðinu sé hún einfaldlega skotin niður í taugaveiklun.

Það væri svo sem ekki í fyrsta skifti sem Úkraínuher fer ógætilega með flugelda,árið 2001 skutu þeir í ógáti niður rússneska farþegaþotu og drápu rúmlega 70 manns.

Kannski hefðu uppreisnarmenn getað skotið á vélina frá Kramatorsk en vélin hefði örugglega verið við ystu mörk á drægni Buk flauganna og sennilega fyrir utan.

Þetta er alls ekki ólíkleg sviðsmynd að mínu mati.

Ljóta sviðsmyndin er að úkrainsk yfirvöld haf skotið vélina niður til að liðka fyrir efnahagsþvingunum frá ESB á hendur rússum.

Úkranínsk stjórnvöld eru þeir einu sem gætu hagnast á þessari uppákomu ef andófsmenn hafa skotið vélina niður,eða að það verður hægt að kenna þeim um að hafa skotið hana niður.

Það verður að teljast umhugsunarvert af hverju vél sem er á öruggri flugleið er beint inn á átakasvæði.

Þó maður vilji helst ekki trúa þessu er kannski að koma á daginn sem ég hef alltaf sagt."Það er vond hugmynd að láta nasista hafa her"

Borgþór Jónsson, 18.7.2014 kl. 01:56

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er ekki alveg að sjá þessa staðsetningu sem þú gefur upp, en skv. uppgefnum gögnum frá malasískum yfirvöldum, var hún skammt frá landamærunum við Rússland.

"Malaysia Airlines said Ukrainian aviation authorities told the company they had lost contact with Flight MH17, a Boeing 777 from Amsterdam, about 30 kilometers (20 miles) from Tamak waypoint, which is 50 kilometers (30 miles) from the Russia-Ukraine border."

Með öðrum orðum - víðsfjarri Slavyansk.

En þ.e. rétt að vélin hefur ekki fylgt upphaflegri flugleið, þ.s. véling breytur um stefnu yfir Póllandi, er erfitt að sjá e-h út úr því, líklega að flugumferðarstjórar hafi beðið um þá hliðrun á stefnu, vegna annarrar umferðar í háloftunum.

""Það er vond hugmynd að láta nasista hafa her""

Það er eiginlega þreitandi hve þú endurtekur í sífellu, þennan fiflalega nasista áróður - þ.e. yfirmáta heimskuleg fullyrðing. Mjög auðvelt að rökstyðja hve kjánalegt þ.e.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.7.2014 kl. 03:08

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég held að stóru spurningarnar séu, hvers vegna lokuðu ekki alþjóðleg flugyfirvöld þessu svæði, í ljósi þess að allt benti til þess að Úkraínumenn, uppreisnarmenn og Rússar höfðu vopn sem gáti skotið farþegavélar niður?

Mér finnst nóg um allt það "öryggi" sem tengist farþegaflugi. Endalaust "security", úr belti, úr skóm, og svo framvegis, langt umfram það sem hægt er að réttlæta út frá cost/benefit útreikningum. Öllum þessum peningum er eitt í öryggi en síðan er flogið yfir svæði þar sem brjálæðingar eru með vopn sem get eitt farþegavélum. 

Hvað voru flugfélög að hugsa sem flugu þarna, og hvað voru flumálayfirvöld að hugsa? Voru þeir allir með nefið ofan í farangri saklaus fólks og sáu þar af leiðandi ekki hið augljósa?

Hörður Þórðarson, 18.7.2014 kl. 08:43

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég er að tala um sjálfvirkt logg vélarinnar en ekki hvað einhver sagði

Borgþór Jónsson, 18.7.2014 kl. 10:10

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, hvar var því póstað á vefinn? Mjög auðvelt að matreiða tölur. Hver sem er getur farið í Google-Earth, fundið tiltekinn stað, fengið nákvæma staðarákvörðun. Haldíð því síðan fram, að hann hafi komist yfir - logg vélarinnar. Þetta er ekki þ.s. e-h segir, heldur skv. tilkinningu malasískra yfirvalda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.7.2014 kl. 11:19

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hörður, góðar ábendingar. Það verður örugglega hávær gagnrýni á flugyfirvöld, að hafa heimilað yfirflug farþegavéla um þetta svæði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.7.2014 kl. 11:21

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég hef allar mínar tölur beint frá Pentagon.Prófaðu loggsíðurnar fyrir flugumferð þá sérðu þetta. Ég ætla ekki að benda þér á neina ákveðna síðu af því þá segir þú bara að við Pútin höfum búið hana til í nótt.

Á þessari síðu getur þú séð síðustu 200 staðsetningar flughæð og hraða vélarinnar og stefnu.

Borgþór Jónsson, 18.7.2014 kl. 13:54

8 identicon

Í fyrsta lagi ber mönnum að spyrja sig, hvernig standi á því að farþegaflugvél sé látin fljúga yfir vafasamt svæði eins og hér er um að ræða.  Í öðru lagi, verður þessu örugglega skellt á uppreisnarmenn ... sem gerir það að verkur að öllum líkindum standi Ukraínskir þjóðernissinnar að baki málinu.  Því, ef rússneskir uppreisnarmenn eru látnir bera ábyrgð þá er það ávinningur fyrir þjóðernissinna.

En stærstu ábyrgðina, bera vestræn yfirvöld ... sem leifa vélinni að fljúga yfir svæðið.  Flug á að "forðast" óeirðarsvæði ... og má spyrja sig þess efnis, hvort malasíu menn séu ekki fórnarlamb, vafasamrar vestrænnar pólitíkur.

Tík er hér að verka að öllum líkindum ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 14:56

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta var fjölfarin flugleið milli Evrópu og Asíu. Eflaust verður það nú endurskoðað.  En mér finnst að ábyrgðinni á þessu voðaatviki eigi ekki að skella á aðra en þá sem skutu vélina niður. Skömmin á að vera þar sem hún á heima.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.7.2014 kl. 18:31

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, þú ert í skrítnum vandræðum með málið, en rannsóknarmenn mættu á staðinn í dag, uppreisnarmenn hafa ekki heldur farið í neitt í felur með það hvar flakið er staðsett, myndir af staðnum duttu inn á netið strax - þar má sjá uppreisnarmenn á staðnum á fjölda mynda, þeir hafa "heimilað" rannsóknamönnum að skoða flakið.

Map showing the flight path and crash site of flight MH17

Þ.e. nú mýgrútur af heimildum um staðsetningu flaksins, í A-hluta Donetsk héraðs.

Graphic: altitude

Þessar myndir teknar úr frétt BBC: MH17 Malaysia plane crash in Ukraine

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.7.2014 kl. 19:20

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, þ.e. undarleg rökleysa að segja - - > "Í öðru lagi, verður þessu örugglega skellt á uppreisnarmenn ... sem gerir það að verkur að öllum líkindum standi Ukraínskir þjóðernissinnar að baki málinu." < - - En stundum gera menn mistök. Og það getur allt eins gerst í styrjaldar átökum, en tek sem dæmi mistök Bandar. er þau skutu niður íranska farþegavél á sínum tíma.

Þá hefði verið eins heimskulegt að segja - - Íranar fá samúð út af þessu, þess vegna örugglega frömdu þeir verknaðinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.7.2014 kl. 19:23

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Auðvitað Sigurður, en það getur farið svo, að aldrei verði unnt að sanna - hver var ábyrgur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.7.2014 kl. 19:24

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bendi á þessa myndaseríu:

Flight MH17 Crash Photos Show Absolute Destruction

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.7.2014 kl. 19:26

14 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég var ekki að tala um staðinn sem hún hrapaði heldur staðinn þar sem hún hætti að senda út staðsetningar.

Hún hafði sent út með 1 mínútu millibili, staðsetningu, flughæð ,stefnu og flughraða. Hnitin sem ég gaf þér upp eru síðustu hnitin sem hún sendi út og það er ekki órökrétt að ætla að innan við mínútu frá síðustu útsendingu hafi henni verið grandað af því að annars hefði hún sent út aftur eftir mínútu .

Ástæðan fyrir að flugvélin ferðaðist ca 100 KM áður en hún skall á jörðinni gæti verið í virkni Buk loftvarnaflauganna,en þeim er ekki skotið á vélina heldur upp fyrir hana og springur þar og laskar hana svo hún hrapar. Hafi skemmdirnar verið minniháttar getur vélin auðveldlega ferðast í kannski 5 mínútur áður en hún hrapar endanlega.Framdriftin hefur svo fleytt henni frekar áfram meðan hún hrapaði úr 10 km hæð.Menn tala um ca 20 km það er hún færist fram um 2 m fyrir hvern meter sem hún hrapar.

Við skulum enn og aftur halda því til haga að daginn áður eða tveim hafði Úkraniski herinn einmitt flutt svona flaugar á svæðið og lýst svæðið flugbannssvæði.

Sögulega séð eru Úkrainumenn heldur ekkert sérstaklega góðir að meðhöndla svona flaugar

Síðast þegar þeir skutu niður farþegaflugvél þráuðust þeir við að viðurkenna það í sex ár,en borguðu þá bætur og lofuðu að gera þetta aldrei aftur.

Það er nokkur huggun að svarti kassinn er í öruggum höndum úkraniskra yfirvalda og bandarískra ráðgjafa þeirra og þeir munu án nokkurs vafa greina skilmerkilega frá atburðinum ,hverjir sem það eru sem bera ábyrgð.

Borgþór Jónsson, 18.7.2014 kl. 23:38

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta eru stórar flaugar, ef þær hæfa hreyfil - erum við að tala um að flaugin sem flýgur líklega töluvert hraðar, síðan vélin á 900km. hraða, rekast saman.

Buk m2_rear_ky

Þ.e. ekki einungis sprengjuhleðslan er veldur skemmdum, heldur flaugin sjálf - brakið af henni, og afgangs eldsneyti.

This Flaw In The Buk Missile System Makes It Really Easy To Accidentally Shoot Down A Passenger Jet:"The system cannot tell the difference between civilian and military-type aircraft based on their transponder signatures alone. In order to tell the difference between targets, it would need to be interfaced with other weapons systems that can work off of additional information."

Mér finnst afskaplega líklegt, að flaugin hreint taki vænginn af vélinni, þannig hún hrapi eins og steinn. Þ.e. flaugin tekur út hreyfil, síðan rekst brakið af henni á vænginn á miklum hraða - sameiginlegum hraða beggja - afleiðing vængur líklega verður fyrir það miklu tjóni. Að sá brotnar tafarlaust af eða nær tafarlaust.

En svona stór flaug - er aldrei að valda "litlu tjóni" á flugvél. Ef hún mundi hæfa farþegarými, mundi vélin sjálf þ.e. búkurinn brotna í sundur á skömmum tíma, þegar loftið leikur um skemmdirnar á 900km. hraða, skemmdir sem yrðu gríðarlegar vegna sameiginlegs hraða beggja og hve flaugin er stór.

Mér virðist sama niðurstaða verða, ef hún hæfir neðanvert flutningsrými, þá fer vindur á ógnarhraða að rífa búkinn í tætlur, er vélin er á 900km. hraða, eftir að flaugin hefur stjórtjónað búkinn - afleiðing aftur að vél brotnar í tætlur á skömmum tima.

Afar ólíklegt að vélin geti haldist á lofti í heilar 5 mínútur.

  • Að hún hæfi búkinn er "consistent" við það, að vélin hefur bersýnilega komið niður í mjög mörgum pörtum.
  • En útlit vélarinnar, þ.s. partar eru á víð og dreif um stórt svæði - bendir virðist mér til þess að hún hafi einmitt "brotnað í tætlur" í loftinu.

Það hefur líklega gerst á skömmum tíma. Vélin hefur því verið annaðhvort mjög nærri eða yfir svæði uppreisnarmanna.

Ef þessi vefur inniheldur tilkynningar frá vélinni, þá annað hvort "missti hann af einni" eða hún var að senda frá sér með lengri millitíma en 1 mínúta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.7.2014 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 360
  • Frá upphafi: 847001

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 340
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband