Skárri hagvöxtur í ESB en búist var með þíðir ekki endilega að Evrópa sé ekki á leið inn í japanska stöðnun

Skv. hagtölum útgefnum af ESB á föstudag, var hagvöxtur síðasta ársfjórðungs 2013 0,3% í stað 0,2% sem reiknað var með. Þetta samsvarar 1,1% miðað við ársgrundvöll. Samt sem áður var samdráttur heilt yfir þegar árið er tekið saman um 0,4%. En vonast er eftir að hagvöxtur 2014 verði 1% eða 1,1%.

Euro-Zone Recovery Picks Up

Eurozone exceeds hopes in recovery 

Stronger-than-expected Germany and France nudge up euro zone growth 

EUROSTAT - Euro area GDP up by 0.3%, EU28 up by 0.4%

Höfum í huga að ESB er í "rebound" þ.e. "viðsnúningi" eftir djúpa kreppu. Hagkerfi vaxa vanalega mun hraðar en þetta, í viðsnúnings vexti. Því hagkerfið er fyrst í stað að vinna upp slaka.

1,1% vöxtur í viðsnúningi þegar verulegur slaki er til staðar - er ekki merkilegt.

Evrusvæði:

  1. Holland,,,,,,,0,7%
  2. Portúgal,,,,,,0,5%
  3. Þýskaland,,,,0,4%
  4. Belgía,,,,,,,,,0,4%
  5. Slóvakía,,,,,,0,4%
  6. Frakkland,,,,0,3%
  7. Spánn,,,,,,,,,0,3%
  8. Austurríki,,,,0,3%
  9. Ítalía,,,,,,,,,,0,1%
  10. Eistland,,,,,,-0,1%
  11. Finnland,,,,,-0,8%
  12. Kýpur,,,,,,,,-1,0%
  • Vantar tölur fyrir rest.

Skv. þessu var vöxtur á ársgrundvelli 1,5% í Þýskalandi, 1,2% í Frakklandi, 0,5% á Spáni. Finnland dróst saman um 3,2% á ársgrundvelli síðustu 3. mánuði 2013.

Finnland virðist í kreppu - - eftir hrun "Nokia" á sl. ári, en framleiðsla Nokia á símum var seld til Microsoft á sl. ári, framleiðsla hefur minnkað mikið hjá Nokia eftir því sem markaðshlutdeild hefur skroppið saman. Hætta við það að eitt risafyrirtæki verður þetta stór þáttur í hagkerfinu. 

Varðandi Frakkland kemur fram í fréttum, að fyrsta sinn um töluverða hríð sé mæld aukning í einkafjárfestingu síðustu 3-mánuði sl. árs, á sama tíma var umtalsverð aukning á fjárfestingum á vegum ríkisins. Áhugavert hafandi í huga að samneysla er þegar 57% ca. 10% hærra hlutfall en í Þýskalandi. Að vöxtur ríkisins sé að halda uppi "mældum" hagvexti. Ég hef einmitt heyrt að risavaxið umfang ríkisins í Frakklandi, með vissum hætti einangri Frakkland fyrir sveiflum í viðskiptalífinu. Því miður virki það í báðar áttir þ.e. dragi úr jafnt niður sem uppsveiflum.

Skv. því er umfang ríkisins enn í verulegri aukningu innan Frakklands, þó svo að Hollande hafi lofað umtalsverðum niðurskurð.

Skv. því sem ég hef heyrt - haft eftir hagstofu Frakklands, sé niðurskurðurinn ekki grimmari en það - - að hann hægi á stækkun umfangs samneyslunnar. Í stað þess að stöðva þá hlutfalls aukningu hennar í heildarhagkerfinu.

Skv. því gæti hún náð innan fárra ára 60%. Punkturinn hjá hagstofu Frakklands, var sá að niðurskurður þyrfti að vera meiri - ef ætti að stöðva þessa sístækkun franska ríkisins.

En það hljóta að vera einhver efri mörk á því hve hátt hlutfall hagkerfisins það gangi upp að tilheyri ríkinu í kapítalísku hagkerfi. 

Það verður áhugavert að heyra - - hvað útskýrir viðsnúning í Portúgal.

  • Í Þýskalandi virðist smávægileg aukning hagvaxtar einkum vera á grunni nokkurrar aukningar í útflutningi, miðað við tímabilið á undan.

 

Niðurstaða
Þessi hagvöxtur í Evrópu þó hann sé sannarlega velkominn. Góðar fréttir fyrir Ísland t.d. varðandi fiskverð, sennilega. Þá er hann sennilega ekki nægur til að draga að ráði út atvinnuleysi. Né það mikill að almenningur muni sjá einhvern umtalsverðan mun á lífskjörum.
 
Líklega verði eftirspurn enn bremsuð af mjög miklu atvinnuleysi - og hæg aukning lífskjara muni líklega einungis hægt og rólega draga úr útbreiddum skuldavanda almennings í fjölda ríkja.
 
Höfum í huga að þ.e. slaki, þannig að hluti af þessum hagvexti er "rebound" eða "viðsnúningur" eða með öðrum orðum. Hagkerfið að fylla í þann slaka sem til staðar er.
 
Sem þíðir að undirliggjandi vöxtur þ.e. eiginleg hagvaxtargeta þessa stundina er minni en 1,1% hagvöxtur á ársgrundvelli sem mælist innan evrusvæðis síðustu 3. mánuði ársins.
 
Það getur vel passað við mælingu starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB nýverið og spá um 0,9% meðalhagvöxt á evrusvæði til 2023. 
  • Að auki er hann líklega ekki nægur til að útiloka þróun yfir í verðhjöðnun.
Auk þess að svo lítill vöxtur er viðkvæmur fyrir áföllum, ef undirliggjandi vöxtur er ekki nema 0,8-0,9%. Smákreppa t.d. í Asíu. Getur dugað til að ýta evrusvæði inn í verðhjöðnun.
 
En Japan sökk einmitt í hana í kjölfar þess að Asíukreppan hófst ca. 1995. Nú þetta ár, lítur ástand svokallaðra nýmarkaðshagkerfa einmitt þannig út. Að það gæti hafist kreppa þar á þessu ári.
 
Þannig að þróunin gæti endurtekið sig þ.e. að mjög lág verðbólga verði að verðhjöðnun, í kjölfar ytra áfalls eins og varð í Japan eftir 1995.
 
 
Kv. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband