Samstaða virðist hafa náðst milli helstu stjórnmálaflokka Englands, að Skotar fái ekki að nota pundið

Mér finnst þetta dálítið harkaleg afstaða, en sannarlega eins og Seðlabankastjóri Bretlands bendir á, eru mörg vandamál sem yrði að ganga frá. Ef Skotland ætti að nota pundið - sem sjálfstætt ríki.

En þ.e. harkalegt að segja -  - að þetta geti ekki gengið. 

Carney virðist taka mið af evrukrísunni er hann segir "bankasamband" líklega nauðsynlegt, og líklega einhverjar reglur um efnahagsstjórnun sambærilegum þeim sem ríkja á evrusvæði. Þetta mundi takmarka að einhverju marki a.m.k. sjálfstæði - nýs sjálfstæðs Skotlands.

Westminster parties rule out Scottish use of the Pound

Scottish minister Nicola Sturgeon hits back over Sterling threat 

Bestu rökin komu þó frá Mark Carney -- um vandamál Sotlands!

Governor Carny goes to Scotland

  • Bestu rökin eru auðvitað þau, að Skotland hefur gríðarlega stórt bankakerfi - skv. Carny 12 föld þjóðarframleiðsla Skotlands.
  • Munum að Ísl. bankakerfið náði 10 faldri þjóðarframleiðslu að umfangi fyrir hrun.
  • Síðan er vert að muna að stærsti skoski bankinn, Royal Bank of Scotland, þurfti að fá mjög dýra björgun breskra stjórnvalda 2008.

Royal Bank of Scotland er örugglega ekki hlutfallslega smærri en KB Banki var rétt fyrir hrun miðað við Ísland.

Þannig að Skotar mundu fremur augljóslega þurfa að viðhalda samstarfi við England um Pundið, og þ.e. sennilega rétt hjá Carney - - að slíkt samkomulag hlyti a.m.k. að marki takmarka sjálfstæði Skotlands.

Líklega hefði Royal Bank of Scotland hrunið alfarið eins og ísl. bankarnir gerðu, ef ekki hefði það komið til að bresk stjv. tóku hann yfir með ærnum kostnaði.

--------------------------------

  • Áhættan sem meginflokkar Bretlandseyja taka með því að segja - - alls ekki, ekki undir nokkrum kringumstæðum.

Er kannski að "smala skoskum kjósendum" til að styðja málsstað sjálfsstæðissinna.

En að sjálfsögðu getur 5 milljón manna land, gengið upp sem sjálfstætt land.

En eins og viðbrögð skoska ráðherrans sína, gæti harka leitt til þess - - að Skotland og England skilji í illu án vinsamlegs samkomulags, þannig að af hljótist - - efnahagsleg ringulreið er annars væri óþörf.

En hótun skoska ráðherrans, að Skotar hafni því að taka með sér - nokkuð af breskum skuldum. Er sjálfsagt ástæða að taka alvarlega.

Það mundi þá þíða - eiginleg vinslit með sjálfstæði.

Þ.e. algerlega réttmæt ábending líklega, að ekki sé einfalt úrlausnar efni fyrir sjálfstætt Skotland að nota áfram pundið, sérstaklega ef maður hefur í huga - - ofurstærð skoska bankakerfisins. 

Þetta sé samt mögulegt, ef menn vilja leysa málið. 

 

Sjálfstæði Skotlands setur þó upp mikilvægar spurningar fyrir ESB

Það er fordæmið sem mundi skapast - ef Skotland fær að vera meðlimur að ESB frá fyrsta degi. En lagaformlega séð ætti líklega að líta á Skotland sem nýtt ríki, sem þyrfti síðan að ganga í gegnum umsóknarferli. Aðild væri ekki sjálfsögð.

Þetta atriði er þó umdeilt - - en ef Skotland fær að vera með hefði það hugsanlegar afleiðingar:

  1. Það verður að muna eftir deilum Katalóna og ríkisstjórnar Spánar. En Katalónar hafa hótað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Meðan að ríkisstj. Spánar hefur sagt að hún yrði að heimila slíka þjóðaratkvæðgreiðslu skv. spönskum lögum. Og það komi ekki til greina. Án heimildar spænskra stjv. væri þjóðaratkvæðagreiðsla af slíku tagi ólögleg. Afstaða ríkisstj. Mariano Rajoy hefur verið með þessum hætti - eitilhörð. Íbúar Katalóníu munu örugglega fylgjast mjög vel með sjálfstæðisbrölti Skota. Góð útkoma fyrir Skota - - gæti mjög aukið líkur á því að Katalónía fylgi fordæmi Skota. Þess vegna er Spánn líklegur til að standa með Bretum innan ESB, ef Bretar taka þá afstöðu að "sjálfstætt skotland" yrði að ganga í röðina og óska eftir aðild.
  2. Síðan er það óttinn við Belgíu, sem ítrekað hefur litið út fyrir að klofna í "Flæmingjaland" og "Vallómíu." Hún hefur hangið saman enn. En það getur verið að ef það skapast það fordæmi að hlutar sem klofna frá landi sem er ESB meðlimur, fá að vera ESB meðlimir eins og móðurlandið frá 1. degi. Þá gæti það aukið líkur á klofningi Belgíu þ.e. endalokum belgíska ríkisins. Sem yrði þá 2-smáríki.

Það eru því sennilega nokkuð sterkar líkur á því að Skotar mundu ekki fá að vera meðlimir að ESB, eins og sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafa haldið fram.

En mörg aðildarríki ESB mundu sennilega ekki vilja heimila það--út af fordæmis hættunni. 

 

Niðurstaða

Ég er algerlega hlutlaus gagnvart því hvort Skotland verður sjálfstætt. Á hinn bóginn held ég að Skotland fái ekki að vera ESB meðlimur. Sem þannig séð væri allt í lagi. Á móti er það "bömmer" fyrir sjálfstæðissinna, sem segjast vera "aðildarsinnar" og hafa t.d. haldið því fram -- að það sé m.a. ástæða fyrir skotland að slíta ríkjasambandinu. Hve líkur á því að Bretland yfirgefi ESB fara vaxandi. 

Tæknilega er að sjálfsögðu ekkert sem hindrar sjálfstætt Skotland. Það að sjálfsögðu getur gengið upp. Umfang skoska fjármálakerfisins sé þó líklega - - varasamt. Skotland gæti þannig séð, lent í "íslenska" vandanum. Ef síðar meir verður fjármálakreppa.

Þess vegna þarf Skotland örugglega á "bankasambandi" við England að halda. En því mundi fylgja örugglega umtalsverðar kvaðir.

Þetta eru allt atriði sem Skotar þurfa að vega og meta. Auðvitað geta þeir tekið upp sinn eigin gjaldmiðil - - en það leysir ekki endilega vandann í tengslum við risafjármálakerfi. Sem líklega rekur mikið af fjármálaeignum í öðrum gjaldmiðlum.

Skosku bankarnir þurfa þá að vera betur reknir en kom í ljós þegar málefni Royal Bank of Scotland voru skoðuð á sínum tíma, en þá varð ljóst að margt innan þeirrar stofnunar var svipað þeirri óstjórn sem ísl. bankarnir ástunduðu. 

 

Kv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

England er að sökkva, í bókstaflegri merkingu. Hjálpum saklausum almenningi Englands.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2014 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband