Átökin um peningastefnu Evrópusambandsins færast á nýtt stig með úrskurði Stjórnlagadómstóls Þýskalands

Það virðist loks vera komin nokkur samstaða meðal heimsfjölmiðla um það. Að dómur stjórnlagadómstóls Þýskalands sem situr í Karlsruhe, hafi magnað upp spennu milli dómaranna í Þýskalandi og þeirra sem reka peningastefnu evrusvæðis.

The German Constitutional Court last June during hearings on the ECB bond buying program.

Der Spiegel - What German Court Ruling Means for the Euro

  1. Dómstóllinn virðist hafa felt bráðabirgðaúrskurð þess efnis að "Outright Monetary Transaction - OMT" sé að dómi dómstólsins ólögleg þ.e. Seðlabanki Evrópu hafi gengið lengra en lög og reglur ESB heimila.
  2. Á hinn bóginn, vísuðu dómararnir málinu til Evrópudómstólsins - - þ.s. þeir fara fram á að sá dómstóll felli sinn eigin úrskurð um lögmæti "OMT" skv. lögum ESB. 

Það má hugsa sér sviðsmyndir:

  1. Ef Evrópudómstólinn er sammála, þá geta dómararnir í Karlsruhe látið það mál ganga sinn gang, og "OMT" væri dautt.
  2. Ef aftur á móti Evrópudómstóllinn fellir úrskurð í hina áttina - - væri líklega dómstóllinn í Karlsruhe kominn í bein átök við lagatúlkanir tveggja mikilvægra stofnana ESB.

En það virðist að dómstóllinn í Karlsruhe, hafi tekið mjög harða afstöðu til stefnu Seðlabanka Evrópu, nánar tiltekið "OMT"!

Þannig að líklegt virðist - - að ef Evrópudómstóllinn er ósammála, þá muni dómararnir í Karlsruhe taka til sinna mála!

Og líklega banna þýskum stjórnvöldum og Bundesbank alla þátttöku í "ólöglegum" prógrömmum.

Tæknilega gætu þeir bannað evruna sem lögeyri fyrir Þýskaland - - þó það sé talið ólíklegt.

Heldur sé það frekar svo, að með úrskurði sínum - - muni átökin um peningastefnuna innan evrusvæðis fara inn á nýtt stig.

En Þýskaland virðist hafa orðið í nokkrum atriðum undir í deilum innan Bankaráðs Seðlabanka Evrópu, þannig að útspil dómaranna í Karlsruhe - - má nánast skilja sem mótleik fyrir hönd peningahyggju sinna í Þýskalandi.

Sem geta ekki hugsað sér peningaprentun á nokkru formi - - líta á þ.s. heilagt markmið að gjaldmiðlar hafi eins fast gengi og framast mögulegt sé, og að sjálfsögðu að verðbólga sé lág.

------------------------------------

Hvað er OMT? Þ.e. loforð Seðlabanka Evrópu um kaup án takmarkana á ríkisbréfum landa í vanda - - til þess að komast inn í slíkt prógramm. Þarf aðildarland ESB fyrst að óska formlega aðstoðar til björgunarsjóðs evrusvæðis. Eftir að viðkomandi aðildarland hefur formlega undirgengist sett skilyrði fyrir björgunarprógrammi af hálfu sjóðsins - - getur ESB komið til skjalanna. Er þá björgunarprógramm þá fjármagnað af Seðlabanka Evrópu með kaupum ríkisbréfa.

Þetta er þ.s. íhaldsamir þýskir peninga-istar fetta fingur út í, því að slíkt prógramm í eðli sínu felur í sér - - peningaprentun.

Þ.e. einmitt niðurstaða dómstólsins í Karlsruhe - - og að slíkt sé algerlega ólöglegt.

Þess vegna setja þeir skilyrði sem skv. þeirra mati mundu duga til þess að "OMT" verði löglegt:

  1. Að kaup séu takmörkuð.
  2. Að tryggt sé að skuldir viðkomandi aðildarlands séu ekki - skornar niður.
  3. Að aðildarland samþykki öll skilyrði sambærileg við þ.s. lönd í dæmigerðu björgunarprógrammi hafa orðið að undirgangast.

Að sjálfsögðu - - gengur það ekki upp að "OMT" prógramm sé takmarkað.

Því þá missir það alfarið marks.

 

Setur þetta evruna í hættu?

Það þarf ekki að vera - - en Spiegel bendir á að Seðlabanki Evrópu hefur önnur tæki sem hann getur gripið til í staðinn.

  • Ef það þarf að berjast við - - verðhjöðnunarhættu.
  • Eða ef Ítalía sýnir vaxandi veikleika, t.d. kom fram í áhugaverðri frétt um daginn:  Italy rejects ‘bad bank’ plan over credit rating fears. Þar kom fram að "slæm" lán væri hratt vaxandi vandamál innan ítalska bankakerfisins. Skv. frétt hafnaði Letta forsætisráðherra því að ríkið mundi standa að formlegum stuðningi við banka með uppsetningu svokallaðs "slæms banka." Vegna þess að slík inngrip mundu geta sett "lánhæfi" Ítalíu í frekari hættu. 
  • Það gæti verið áhugavert að fylgjast með því hvað gerist í tengslum við ítalskar fjármálastofnanir, þegar Seðlabanki Evrópu loks keyrir sitt "stress próf" en í frétt þann saman dag, lýsti nýskipaður stjórnandi sameiginlegs bankaeftirlits ESB: Let weak banks die, says eurozone super-regulator. Akkúrat þ.s. fyrirsögnin segir.
  • Ég eiginlega efa það, að þó svo að "OMT" sé a.m.k. um sinn "dauður bókstafur" og líklega í reynd að fullu og öllu, að allt fari í háa loft þegar í stað - - heldur að til þess þurfi einhvern "trigger" atburð.
  • Bankaprófið getur sannarlega reynst vera sá "trigger" - - eftir að dómararnir í Karlsruhe hafa sennilega eyðilagt alfarið "OMT."

Mario Draghi talaði t.d. nýverið um möguleika þess efnis að "ECB" mundi kaupa "bankalán" frá aðildarlöndum með bankakerfi í vanda - - með því að þeim verði fyrst umbreitt í afleiður.

Tæknilega hefur ECB einnig komist upp með að kaupa ríkisbréf aðildarríkja á "endursölumarkaði" þ.e. hingað til hefur a.m.k. enginn dómstóll með lögsögu yfir "ECB" bannað slík kaup.

Þ.e. tæknilega ekkert til fyrirstöðu - - jafnvel að "ECB" hefji formlegt "QE" skv. fyrirmynd "US Federal Reserve" eða "Bank of England."

Draghi sagði þó í umræðu um "QE" frekar vilja kaupa bankalán með eftir að þau hafa verið færð í afleiðuform - "asset based sequrity."

  • Bankaráð ECB getur a.m.k. ákveðið að hundsa óánægju dómaranna í Karlsruhe, með því að ákveða að hefja - massíf kaup fjármögnuð með prentun.

En fyrst að stjórnarmenn Þjóðverja gátu ekki hindrað "OMT" á sínum tíma með mótatkvæðum sínum, þá líklega geta fulltrúar hinna aðildarríkjanna í bankaráðinu tekið slíka ákvörðun.

Ég bíst þó við að í kjölfar þess að hafa fengið svo harðar skammir frá Karlsruhe, muni menn þó hika með að rétta upp fingurinn. Enda gætu slík stigmagnandi átök haft afleiðingar.

--------------------------------

En vaxandi spenna við Þýskaland um stjórnun peningamála á evrusvæði - - getur auðvitað í vaxandi mæli varpað upp spurningunni um "Dexit" - þ.e. að Þýskaland yfirgefi evruna.

Það má jafnvel vera - að í "Dexit" geti verið viss björgun evrunnar fólgin.

Þ.s. ef Þýskaland fer, þá gengisfellur evran líklega í kringum 30%. 

Ef viðbótar lönd fylgja með svo sem Austurríki (líklegt) - Finnland (líklegt) - Holland (kannski), þá auðvitað verður gengissveiflan líklega stærri.

Jafnvel 40%.

Það mundi duga löndum í S-Evrópu og vel svo, til að leiðrétta sína samkeppnisstöðu.

Örugglega Frakklandi einnig - - ef við gerum ráð fyrir að Frakkland haldi sér innan hinnar gengislægri evru.

  • Þá gæti Þýskaland boðið Austurríki - Finnlandi - Hollandi, samstarf um nýtt Mark sem yrði þá þeirra sameiginlegi gjaldmiðill.
  • Þ.e. auðvitað hugsanlegt að flr. lönd mundu taka upp slíkt nýtt Mark, einna helst lönd efnahagslega háð Þýskalandi eins og Slóvakía - jafnvel Pólland og Tékkland.
  • Þannig að N/S-skipting gjaldmiðilssvæða yrði að veruleika.

 
Niðurstaða

Ég held að staða mála á evrusvæði sé áhugaverðari eftir úrskurð dómaranna í Karlsruhe en eftir. Líklega er "OMT" prógrammið "dautt." Samt á ég ekki von á því að allt fari í háa loft - a.m.k. ekki strax.

Eins og áður hefur komið fram, stendur Seðlabanki Evrópu frammi fyrir áhugaverðri peningamálaákvörðun í mars. Þegar ný langtímahagspá starfsmanna Seðlabanka Evrópu kemur fram, þ.s. þeir m.a. spá um þróun verðbólgu nk. 2-3 ár.

Ef eins og ég tel líklegt, í ljós kemur að hætta á verðhjöðnun er mun meiri en Mario Draghi hefur hingað til viljað kannast við - - þá sé ekki vafi á því að Stjórnlagadómstóll Þýskalands hafi að verulegu leiti bundið hendur fulltrúa Þýskalands innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu.

Svo sterk hafi orð dómaranna í Karlsruhe verið gegn nokkru því sem lyktar af peningaprentun.

------------------------------------

Niðurstaða þess fundar gæti dýpkað gjána í deilunni um peningastefnuna milli aðildarríkjanna enn frekar.

Þó að líklega mundi bankaráðið ekki taka neina afskaplega róttæka ákvörðun, er væri alfarið örugg að skapa mikla úlfúð innan Þýskalands í það sinnið.

Líklega því ekki prentun - - en kannski frekari vaxtalækkun.

  • Síðan líklega vona menn að það dugi til að stöðva áframhaldandi þróun í átt að verðhjöðnun - - sem það líklega ekki gerir.
  • Og menn vonast eftir því að niðurstaða Evrópudómstólsins muni taka af öll tímæli um lögmæti aðgerða Seðlabanka Evrópu - á annan hvorn veg.

En fram til þess tíma er sú niðurstaða liggur fyrir. Líklega gerist ekkert mikið.

En þegar sú niðurstaða er komin fram. Þá gætu mál orðið áhugaverð.

Jafnvel hugsanlegt að "Dexit/Gexit" verði að bærilega líklegum atburði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 298
  • Frá upphafi: 847291

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 289
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband