Spurning um skammtíma framlengingu skuldaþaks!

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Repúblikanar boðið 5 vikna framlengingu á skuldaþakinu svokallaða, en þeirra tilboð hafi 2 galla:

  1. Svokallað "stopp" heldur áfram, þ.e. að alríkið reki sig á lágmarks fj. starfsfólks.
  2. Síðan, líklega stærri gallinn - "House GOP aides said their debt-ceiling proposal would include a permanent ban on the Treasury Department's use of extraordinary measures to avoid default." - "The provision would block practices, used by Democratic and Republican administrations for decades, which have effectively allowed the Treasury to limit investments in pensions and other funds when the government bumps up against its borrowing limit. These steps have extended the time that Treasury could continue borrowing and paying the nation's bills while Congress debated terms for raising the debt ceiling."

Seinni gallinn mun veikja varanlega samningsstöðu Alríkisins, í framtíðar skuldaþaks deilum. 

Áframhald svokallaðs "stopps" þíðir að rúml. 800þ. starfsm. alríkisins verða áfram í launalausu leyfi. Sem hlýtur að vera bagalegt. En þetta lamar margvíslega þjónustu á vegum þess, gerir þá starfsemi sem er í gangi - svifaseinni og minna skilvirka.

Það viðheldur einnig óvissuástandinu - - en skv. fréttum, hefur forsetinn ekki beint samþykkt þessa tillögu.

Ekki heldur hafnað henni, heldur boðið áframhaldandi samninga um málið.

Skv. fréttum vill Obama fá fram frekari tilslakanir þ.e. að svokallað "stopp" taki enda eða með öðrum orðum, að alríkisstjórnin verði fullfjármögnuð - á meðan.

Repúblikanar virðast hafa gefið eftir kröfuna tengda "Obama Care" þannig að það mál hefur verið aðskilið, sem hlýtur að vera viss ósugur "Te Hreyfingar-sinna."

Obama, GOP Open Talks Over Temporary Debt Fix

 

Þessi tillaga virðist þó duga til að gefa mörkuðum von!

Fyrstu óttamerki voru farin að sjást, en þegar fréttirnar bárust um formlegar viðræður Demókrata og Repúblikana, ásamt embætti forseta. Þá hækkuðu markaðir í Bandar. og dollarinn styrktist.

Þó svo að ekkert samkomulag verði klárað á morgun, þá sennilega dugar það að ekki slitni úr viðræðum yfir helgina, til þess að halda mönnum rólegum a.m.k. fram á mánudag.

En ef slitnar upp úr viðræðum fyrir nk. mánudag, þá má líklega reikna með - - stóru verðfalli þann dag.

Og öfugt, ef útlit er fyrir að samkomulag verði klárað um þessa framlengingu skuldaþaks, þá ganga hlutirnir væntanlega alveg í hina áttina.

  • Engin leið að átta sig á því eða spá fyrir hvort slíkt samkomulag verður klárað.
  • Eða hvort það virkilega stefnir í að alríkið rekist á skuldaþakið í næstu viku.

Repúblikanar verða þó örugglega tregir til að - sleppa alveg beislinu. Svo að líklega samþykkja þeir ekki, fulla fjármögnun þannig að svokallað "stopp" viðhaldist.

En það má vera, að Obama nái að knýja þá til að bakka frá seinna skilyrðinu.

En ég held að hann þurfi að a.m.k. fá þá til að falla frá því. Vegna þess hve það verður bagalegt fyrir framtíðina - - að veikja svo samningsstöðu Alríkisins gagnvart þinginu.

  • Rétt er að halda til haga að bandar. ríkið er alls ekki stórt á evr. mælikvarða eða "US federal spending has fallen from 25pc of GDP to under 23pc over the last two years, thanks to economic growth and most drastic fiscal squeeze since the Korean War." - "Another round of belt-tightening next year -- equal of 0.75pc of GDP -- will bring spending close to the average of the last forty years, and well below the OECD levels." - Factional conflicts have the power to destroy empires - and republics

Skv. því stefnir í að það verði ca. svipað að umfangi miðað við þjóðarframleiðslu, og meðaltal sl. 40 ára.

Stóri vandinn er ekki umfang hefðbundinna þjónustuverkefna ríkisins, heldur tengist hann "MedicCare" og "MedicAid" stuðningsprógrömmunum að stærstum hluta.

Kemur þarna til að stærsti aldurshópurinn í sögu bandar. er að nálgast ellilífeyrisaldur. Þá mun kostnaðurinn við það stuðningskerfi blása út - - vel umfram áætlaðar skatttekjur framtíðar.

Þetta er þó ekki sér bandar. vandamál, ríki Evr. eru einnig mörg hver í vanda með sín þjónustukerfi við aldraða.

Þetta krefst lausnar á allra næstu árum - - það absolút verður ekki að leysa það þetta kjörtímabil, þó það líklega væri kostur. Að stíga a.m.k. eitthvert skref í þá átt.

 

Niðurstaða

Rétt er að halda því til haga. Að sú staðreynd að Bandaríkin eiga sínar skuldir allar í eigin gjaldmiðli skiptir miklu máli. En það skapar Bandaríkjunum allt aðra stöðu gagnvart þeim skuldum. En tja löndum sem skulda í gjaldmiðlum sem þau ekki ráða yfir.

Þetta þíðir að Bandaríkin hafa valkosti sem slík lönd hafa ekki, þetta þíðir að samn. staða Bandar. er mun sterkari en annars væri, en einnig að þau geta beitt margvíslegum lagalegum úrræðum í neyð jafnvel ákveðið að virðislækka þær ef út í þ.e. farið með því að virðislækka gjaldmiðilinn sjálfan. Sem aftur beinir sjónum að sterkri stöðu þeirra gagnvar sínum skuldum.

Að auki er Bandaríkjamönnum enn að fjölga, og flest bendir til þess að það haldi áfram. Það skiptir einnig máli, því að lönd sem haldast í mannfjölgun fyrir það eitt - hafa hagstæðari framtíðar hagvaxtarstöðu. Þetta einnig dregur úr áhyggjum manns vegna framtíðar skuldastöðu Bandar.

En sögulega séð gengur löndum best að losna úr skuldum þegar hagvöxtur er til staðar.

Atriði sem allir ættu að geta séð! Meðan að skortur á hagvexti, ýtir undir skuldafjötra.

Stóra atriðið er að gæta þess að kæfa ekki hagvöxtinn sjálfan! Svo lengi sem sá viðhelst, þá geta Bandar. vaxið frá sínum skuldum.

Ef menn ganga of hratt fram í niðurskurði, þannig að hagvöxtur kæfist - - þá er hætta á því að Bandar. falli yfir i hjöðnunarspíral, við það geta skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu vaxið hratt.

Ef Repúblikanar knýja slíkt fram, með því að þvinga fram of hraðan niðurskurð þ.e. svo hraðan að hagvöxtur kafni, og samdráttur hefjist að nýju - - þá í kaldhæðni örlaganna.

Gætu þeir gulltryggt þá niðurstöðu að dæmið endi í óðaverðbólgu fyrir rest. En í slíkum spíral myndi dollarinn verðfalla stórt á einhverjum enda.

  • Meðan að leið varfærins niðurskurðar, sem gætir að því að kæfa ekki hagvöxt - - getur skilað hægri en öruggri skuldaminnkun.

Með offorsi geta menn skaðað sjálfa sig!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það þarf ekki nema að skera niður um 1 cent á hvern dollar sem USA Ríki eyðir í fimm til sex ár að þá er innkoma í Ríkiskassan og útgjöld úr Ríkiskassanum í jafnvægi.

Ekki þætti almenningi þetta mikill niðurskurður, en stjórnmálaeyðsluseggjum finnst þetta alveg gífurlegt og koma aldrei til með að gera neitt í eyðsluni. Þess vegna verður Debt Limit USA á dagskrá á hverju ári í náinni framtíð.

Með áframhaldandi eyðslu þá hefur Ríkisstjórn Obama komið skuldini við erlend ríki í yfir 20 triljónir $ USA. En ef það væri bara eina skuldin þá væri þetta ekki svo mikill skuld, en eins og stendur þá eru svokölluð IOU sem eru unfunded liabilities yfir 90 triljónir.

Glæsileg skuldasúpa eða hitt þó heldur og hver á á að borga? Ættli það verði ekki börn, barnabörn og barna barnabörn þeirra sem eru að njóta lífsins og eyða eins og enginn sé morgundagurinn.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 11.10.2013 kl. 15:43

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef það eru einhverjar skattahækkanir á móti og hagvöxtur að auki, er þetta vel viðráðanlegt - ef við reiknum með því ásamt sparnaðaraðgerðum.

Ítreka að þ.e. mikilvægt að halda hagvexti skera ekki hraðar en svo að sá sé a.m.k. ofan v. núll. En ef sá tapast niður, og nýr efnahagssamdráttur hefst - - þá sé ég ekki neina undankomu frá verðbólgu holskeflu.

En meðan þess er gætt, að hagvöxtur kafni ekki, er unnt að samræma aðgerðir - deila álaginu milli tekjuauka v. hagvaxtar, einhverra skattahækkana og niðurskurðar.

Þrátt fyrir allt eru Bandar. betur sett en Evrópa og Japan.

"Nouanced approach."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.10.2013 kl. 20:11

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki er ég sammála um að skattahækkanir auki hagvöxt, það er engin þörf á því í USA, enda 1 cent á hvern dollar í 5 ár sem Ríkið eyðir sem þarf í niðurskurði til að hafa Ríkissjóð USA í jafnvægi. Ég er viss um að það er hægt að finna óþarfar eyðslu í öllum ráðuneytum til að dekka þennan niðurskurð án þess að það valdi einhverjum örðugleikum fyrir USA Ríkið.

Þarf ekki nema að líta til Íslands svo miklir eru skattarnir að það er mjög lítill hagvöxtur og þar af leiðandi umsvif fyrirtækja og einstaklinga þvinguð.

En ég er 100% sammála þér um að kæfa hagvöxt sem kemur frá starfsemi fyrirtækja og eyðslu einstakklinga væri algjör fásinna.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 11.10.2013 kl. 20:36

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég sagði ekki að skattahækkanir auki hagvöxt, en Bandar. geta vel aukið skatta e-h, og samt haldið sig langt neðan við meðalskattbyrði þá sem tíðkast í Evrópu.

Reyndar tel ég að Bandaríkin ættu að lækka skatta á fyrirtæki, sum Evr. ríki t.d. Svíþjóð hafa lægri skatta á atvinnulífið. Í staðinn hefur Svíþjóð miklu mun hærri tekjuskatta á almenning en tíðkast í Bandar.

Tekjuskattur á almenning, er ekki nærri því eins skaðlegur fyrir hagvöxt, hið minnsta - þann sem verður til af nýfjárfestingu og nýungagirni atvinnulífs.

Í staðinn geta Bandar. afnumið margvíslegar undanþágur sem stærri fyrirtæki njóta, ekki þau smærri. Eins og nú er háttað, virðist því skattkerfið vestan hafs hygla stærri fyrirtækjum og kostnað smærri.

Þ.e. slæmt, því flestar rannsóknir sýna að flestar nýungar verða til í smærri fyrirtækjum, og þau eru einnig mjög dugleg við að skapa ný störf.

Slík breyting gæti bætt mjög samkeppnishæfni atvinnulífs í Bandar. jafnvel þó að tekjuskattur á almenning væri hækkaður töluver.

Þó sá væri ekki færður upp í sænskar hæðir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.10.2013 kl. 23:04

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Skattahækkanir eru óþarfar í USA, enda hefur Ríkiskassinn ekki haft eins miklar tekjur eins og í dag, það er eyðsla stjórnmálamanna sem þarf að hægja á.

Með 35% corporate skatta sem er með þeim hæstu sem til eru þá setja fyrirtæki upp höfuðstöðvar annarstaðer en í USA sem eru jafnvel ekki nema pósthólf. Ef skattar væru lækkaðir og svokallaðar tax loopholes afnumið þá mundi biljónir $ USA streima inn í landið.

Smáfyrirtæki eru að drukna í papírsvinnu til að uppfylla reglugerðagumsið og gætu gert mikið betur ef eitthvað af þessu óþarfa reglugerðagumsi yrði aflétt.

Svo fer þetta allt eftir því í hvaða Ríki í USA fyrirtæki setja upp starfsemi, það er mikill munur á sköttum og reglugerðum í Kalíforníu og t.d. Texas.

En það er aldrei eins mikill hagvöxtur en þegar tekjuskattur almennings er lækkaður má nefna t.d. skattalækkanir J.F.Kennedy, Ronald Reagan og G.W. Bush. Það sem vantaði var að hægja á eyðslu stjórnmálamanna.

En það verður aldrei hægt að hægja á eyðslu stjórnmálamanna nema atvinnustjórnmálamenska verði afnumin, með öðrum orðum term limits.

Það sýnir sig í þeim ríkjum sem hafa term limits að eyðslan er minni og jafnvel í stjórnarskrá Ríkisins að það verður að vera jafnvægi á Ríkissjóð, spending cannot exceed income.

Hvernig getur fátækur stjórnmálamaður orðið að múltimilla á tekjum frá Ríkinu eins og t.d. Harry Reid? Ég hef hærri tekjur en þessir þingmenn hafa í laun og ég er enginn múltimilli.

Kerfið er svo rotið og svo mikil fýla af því að það verður að fara að setja þetta kerfi allt eins og það leggur sig í gúanó.

Well I am going to step of my soapbox at least for now.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 12.10.2013 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 1261
  • Frá upphafi: 849643

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1164
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband