Forseti Kýpur segir að höft verði afnumin í janúar 2014

Erlendar fréttir um losun hafta, urðu til þess að ég náði mér í áfangaskýrslu AGS um Kýpur. Það sem ég er að velta fyrir mér, er áhættan sem Kýpur hugsanlega eða líklega er að taka. En eftirfarandi texta má finna á bls. 8. í 1. áfangaskýrslu AGS um Kýpur.

  • Eins og sjá má, hefur orðið umtalsvert útflæði innistæðna á þessu ári.
  • Og maður veltir fyrir sér, hvað gerist - ef höft eru losuð alfarið.
  • En höftin voru milduð töluvert fyrr á árinu, vegna þess að annars hefði hagkerfið farið í hættulega djúpa dýfu.
  • Til að milda kreppuna, voru heimildir víkkaðar til fyrirtækja og almennings. Þannig að þær eru ekki tiltakanlega þröngar lengur.
En í staðinn, hafa þeir hleypt aftur af stað - fjármagnsflótta! Eins og sjá má!
  1. As confidence has not materialized, deposit outflows have continued, straining liquidity in parts of the banking system.
  2. The easing of administrative restrictions, while necessary to forestall economic paralysis, allowed steady deposit outflows. 
  3. Without a return of confidence, fresh inflows have not materialized. 
  4. Consequently, as of August 21, net outflows reached close to €8 billion or about 12.6 percent of the deposit base since end-March, excluding the conversion of Laiki and BoC deposits into equity in April and May. 
  5. Of these outflows, 60 percent correspond to non-residents, largely concentrated among uninsured deposits. 
  6. Outflows from domestic entities represent about 11 percent of their deposit base, with commercial banks more affected than the coops. 
  7. Foreign banks have lost about 15 percent of their deposits, but have more recently experienced new inflows and a stabilization of deposit trends following their exemption from restrictions. (útibú erlendra banka njóta eðlilega meira trausts)
  • Outflows have been largely financed through own funds, including liquid asset disposals, while about 20 percent of outflows have been used to pay loans within the sa me bank, with no impact on liquidity. 

Með öðrum orðum, 80% af útstreyminu er fjármagnað með lausafé.

Þannig að lausafé bankanna minnkar í takt við útstreymið. Bankar fara á hausinn, ef lausafé verður uppurið.

  • Til að setja útstreymi frá mars til 21. ágúst í samhengi upp á 8ma.€.
  • Þá er neyðarlán þ.s. samþykkt var að veita Kýpur, 10ma.€. Sem hljóðar upp á 60% af þjóðarframleiðslu Kýpur. En þjóðarframleiðslan er kringum 18ma.€ - skilst mér.
Svo þetta eru mjög verulegar fjárhæðir sem eru að streyma út.

Mér finnst afskaplega ólíklegt að það gangi að lána Kýpur meira fé, til að halda bönkunum á floti.
  • Skv. efnahagsspá AGS verður samdráttur 9% á þessu ári, en 4% 2014.
  • Síðan hefst hagvöxtur að nýju 2015.

Það verður áhugavert að fylgjast með því, hvort að þær spár koma til að standast betur, en sambærilegar spár fyrir Grikkland. Sem reyndust eins og menn ættu muna, víðsfjarri raunveruleikanum.

  • Atvinnuleysi 19,5%
  • Aukning um 11,5% síðan kreppan hófst.

"Risks remain substantial and tilted to the downside. On the domestic front, confidence in the banking sector is yet to be restored. Moreover, the extent of the impact of the banking crisis on households and corporates, as well as on vital service sectors of the economy, could be larger than anticipated. These could result in a deeper and mo re prolonged recession, as well as in weaker long-run growth, with dramatic consequences for debt sustainability. On the external front, continued economic weakness in the EU could damp en demand for Cypriot exports. On the upside, tourism service exports could benefi t from political turmoil in comp eting destinations and stronger non-EU demand (e.g. China and Russia). Developm ent of the gas sector could also provide an upside to investment and growth over the longer term. "

Vandinn er kannski ekki síst sá, að þ.e. svo stutt síðan að kreppan hófst.

Að þ.e. ekki enn komið almennilega fram, hve alvarlegt tjón hefur í reynd orðið á hinum ýmsu þáttum efnahagslífsins.

Sem væntanlega þíðir, að spár - beri með sér umtalsverða óvissu.

 

Niðurstaða

Verður það algert "disaster" að losa um höft í janúar 2014? Góð spurning!

Ég held að það fari mjög mikið eftir - ytra umhverfinu. 

Ef þ.e. raunverulega í gangi mildur viðsnúningur til hagvaxtar á evrusvæði, og ef á sama tíma kreppan í S-Evr. er í rénun, og ef að auki kreppan á Kýpur reynist mun mildari - en margir óttuðust. Ekki síst, engin ný evrukrísa á sér stað þennan vetur.

En þetta ætti að koma í ljós í vetur, þ.e. hvort að hagvöxtur á evrusvæði er mældist á 2. ársfjórðungi þessa árs, heldur áfram. Eða hvort að sá nemur aftur staðar. Og jafnvel samdráttur snýr til baka fyrir lok árs. Það komi í ljós, að mildari samdráttur á Kýpur sl. sumar var einnig vegna góðrar sumarvertíðar sbr. að þeir hafi fengið ferðamenn sem annars hefðu farið til Egyptalands. Grætt á vandræðunum í Egyptalandi.

Ætli ályktun mín sé ekki sú - að þetta verði "hugrökk ákvörðun."

Ef hún verður tekin. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 270
  • Frá upphafi: 847384

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 267
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband