Verður ný heimskreppa?

Ég rakst á mjög áhugaverða grein eftir Daniel Gros - Emerging Markets’ Euro Nemesis. Það sem er merkilegt við hana, er að hann telur, að samræmdar niðurskurðaraðgerðir innan evrusvæðis. Sé ástæða þess, að kreppt hefur að hjá löndum eins og Indlandi og Brasilíu, jafnvel hægt á Kína.

Hann telur ekki að þetta snúist um dollarinn - - að allt í einu standi fyrir dyrum að dregið sé úr prentun.

Heldur sé vandinn sá, að samdráttarstefnan á evrusvæði hefur minnkað mjög mikið eftirspurn í löndum evrusvæðis - - > Sem hafi leitt til stórminnkaðs innflutnings til landa evrusvæðis frá 3-löndum.

Á þessu hafi hagvaxtarlönd Asíu tapað!

  1. " The real culprit is the euro."
  2. "Quantitative easing in the US cannot have been behind these large swings in global current-account balances, because America’s external deficit has not changed significantly in recent years."
  3. "...US, and its recent economic revival has been accompanied by an expansion of both exports and imports. The impact of the various rounds of quantitative easing on emerging markets (and on the rest of the world) has thus been approximately neutral."

Hann bendir á, að löndin í N-Evrópu hafi ekki dregið úr sínum viðskipta-afgangi, þannig að viðsnúningur viðskipta-jöfnuðar þjóða S-Evr. úr halla í lítinn plús - hafi leitt til þess að Evrópa í dag hafi stærsta jákvæða viðskiptajöfnuðinn á plánetunni.

Þetta hafi eingöngu gerst fyrir tilverknað, lífskjaralækkunar þjóða S-Evr. sem hafi stórfellt minnkað neyslu, með öðrum orðum - í gegnum samræmdar niðurskurðaaðgerðir þær sem þjóðir S-Evr. hafi verið knúnar til.

  1. "But austerity in Europe has had a profound impact on the eurozone’s current account, which has swung from a deficit of almost $100 billion in 2008 to a surplus of almost $300 billion this year."
  2. "This extraordinary swing of almost $400 billion in the eurozone’s current-account balance did not result from a “competitive devaluation”; the euro has remained strong."
  3. "The cause of this state of affairs, in one word, is austerity. Weak demand in Europe is the real reason why emerging markets’ current accounts deteriorated (and, with the exception of China, swung into deficit)."

Hann viðurkennir, að það sé vel hugsanlegt að aðgerðir Seðlabanka Bandar. hafi - komið atburðarásinni af stað. En undirliggjandi vandi sem þá hafi afhjúpast, hafi orðið til vegna aðgerða Evrópuþjóða.

Menn hafa oft talað um hættuna á "competitive devaluation" en þær aðgerðir sem evrusinnar í Evr. hafa haldið á lofti í staðinn, þ.e. - innri verðhjöðnun. 

Kalla fram ekki ósvipuð áhrif, þ.e. að lífskjör séu lækkuð - viðskiptajöfnuður sé lagaður til - að lokum, að samkeppnishæfni batni. Þ.e. ef aðgerðir halda áfram nægilega lengi.

Nú, ef þetta hefur að mörgu leiti svipuð áhrif og gengislækkun, nema að þ.e. ekki verðbólgu-aukning. Af hverju, ættu þær aðgerðir þá ekki að kalla á mótaðgerðir - landa sem eru mikilvægir keppinautar? Og verða því fyrir tjóni?

Eins og, ef það mundi fara af stað keppni í gengisfellingum?

Asíuþjóðirnar séu líklegri þó að bregðast við, með gengislækkunum en eftirspurnarminnkandi verðhjöðnunaraðgerðum - sbr. fall gjaldmiðils Indlands undanfarnar vikur milli 25-30%.

Kína gæti með svipuðum hætti, þrýst niður gengi síns gjaldmiðils. 

Spurning hvort að þá verði framkvæmdar - - enn frekari launalækkanir í Evrópu?

Menn verði komnir í keppni - - niður.

Ef engin þjóð tekur upp kyndilinn - - til að lyfta upp hnattrænni eftirspurn, hljóti slík þróun að fela í sér "vandræði."

  • "As capital withdraws from emerging markets, these countries soon will be forced to adopt their own austerity measures and run current-account surpluses, much like the eurozone periphery today."
  • "But who will then be able – and willing – to run deficits?"
  1. "Two of the world’s three largest economies come to mind: China, given the strength of its balance sheet, and the eurozone, given the euro’s status as a reserve currency."
  2. "But both appear committed to running large surpluses (indeed, the two largest in the world)."
  3. "This implies that, unless the US resumes its role as consumer of last resort, the latest bout of financial-market jitters will weaken the global economy again. And any global recovery promises to be unbalanced – that is, if it materializes at all."

 

Niðurstaða

Mér virðist Daniel Gros staðfesta þ.s. mig hefur grunað í 2 ár a.m.k., að útflutningsdrifin stefna ESB geti ekki mögulega gengið upp.

Það vanti einfaldlega inn í heimshagkerfið - - nægilega eftirspurn. Til að taka við því, er Evrusvæði sem heild. Gerir tilraun til að vera Þýskaland! Með stóran hagstæðan viðskiptajöfnuð eins og Þýskaland.

Eins og Keynes benti á fyrir áratugum síðan, er viðskiptagróði síst minna orsakavaldur ójafnvægis í heims hagkerfinu, heldur en viðskiptahalli.

Bandaríkin geta ekki mögulega orðið, kaupendur fyrir alla þessa eftirspurn.

Og eins og ég hef margbent á, Kína ætlar sér ekki að taka við hlutverki Evrópu, að vera með "nettó" innflutning. 

Svo heimshagkerfið gangi upp.

Með Asíu og Evrópu í keppni við það, að viðhalda hagstæðum viðskiptajöfnuði - samtímis.

Þá sé til staðar vaxandi spenna - sem geti framkallað nýja heimskreppu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Viðskiptajöfnuður

 

Gott hjá þér, að kynna þessar hugmyndir,

Einar Björn Bjarnason

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1313516/#comments

 

 

Hver þjóð, verður að flytja jafnmikið inn og hún flytur út.

 

Þú bendir á að það vanti eftirspurn í hagkerfið

 

Leyfum fólkinu að gera gagn, það er að vinna til að búa til vörur og þjónustu og fá fyrir það laun.

 

Launin nýtir fólkið til að kaupa vörurnar.

 

Síðan þarf að setja í gang þörf verkefni,

svo sem í innviði þjóðfélagana.

 

Það var réttlætanlegt að leyfa Kína að halda launum lágum, að stýra genginu, á meðan þeir voru að koma á  samkeppnishæfri framleiðslu.

 

 Nú verða Kínverjar að flytja jafn mikið út og inn, að jafnaði.

 

Þessi á líka við um Þýskaland.

 

Þeir verða einnig að flytja jafn mikið út og inn,

annars koma þeir viðskiptavinum sínum í vandræði

eins og dæmin sanna.

 

 

Eg. 13.09.2013  jg

 

Jónas Gunnlaugsson, 13.9.2013 kl. 11:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2013 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 445
  • Frá upphafi: 847092

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 422
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband