Obama frestar árás á Sýrland - leggur málið fyrir þingið!

Obama tók þá óvæntu ákvörðun á laugardag að fresta aðgerðum gegn Sýrlandi, hefur ákveðið að sækjast eftir samþykki bandaríska þingsins fyrir árás á Sýrland. Það virðist vera stefnubreyting, en fram að þessu virtist allt líta út fyrir að Obama ætlaði sér að framkvæma þá árás - án þess að óska heimildar þingsins.

En einungis þingið má formlega lýsa yfir stríði, en fjöldi forseta Bandaríkjanna - hafa eigi að síður farið framhjá þinginu. Tekið sér það vald, að gera árásir án stríðsyfirlýsingar á einstök lönd. Sem talin hafa verið ógn við Bandaríkin af ýmsum ástæðum.

Ekki er vitað akkúrat hvað Obama gengur til - - með þessu óvænta útspili.

En áhugavert er að muna að David Cameron forsætisráðherra Bretlands, tapaði sambærilegri atkvæðagreiðslu í breska þinginu fyrir tveim dögum, sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti í augum flestra erlendra fréttaskýrenda, sem áttu von á því að ríkisstjórn með öruggan meirihluta mundi keyra það mál í gegn.

En 30 þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn landsins í málinu, og þar með gegn leiðtoga eigin flokks.

Má því velta fyrir sér hvort Obama tekur sambærilega áhættu, en það eru a.m.k. sumir þingmenn Demókrata líklega andvígir árás, og þ.e. alls ekki öruggt að allir þingmenn Repúblikana styðji að ráðist sé á Sýrland.

Obama - "I have decided that the United States should take military action against Syrian regime targets," - "While I believe I have the authority to carry out this military action without specific congressional authorization, I know that the country will be stronger if we take this course, and our actions will be even more effective. We should have this debate, because the issues are too big for business as usual."

Obama delays strike against Syria to seek Congress approval

Obama seeks approval for Syria strikes

Obama to Seek Congressional Vote on Syria Strike

 

Einn möguleiki er að Obama sé að nota þingið sem "cover" fyrir að hætta við árás!

En það hefur komið fram að öflug andstaða er meðal bandarísks almennings, við frekari stríðsþátttöku í múslimalöndum.

Og einn möguleikinn er, að Obama sé að vísa málinu til þingsins - - því hann viti að það muni fella málið. 

Og það líti skár út fyrir hann að hans mati, að málið deyi með þeim hætti - - en að hann hætti við árás sjálfur.

""In consultation with the president, we expect the House to consider a measure the week of September 9," said John Boehner, the top U.S. Republican and speaker of the House of Representatives. "This provides the president time to make his case to Congress and the American people.""

Það er auðvitað annar möguleiki, en fram hefur komið fram í öðrum fréttum erlendra fjölmiðla, að aðilar á vegum SÞ sem tóku vettvangssýni í Sýrlandi, þeirra niðurstöður ættu að liggja fyrir innan tveggja vikna.

Obama ætli sér að vinna málið í krafti þeirra niðurstaðna.

---------------------------

Obama mun sækja sameiginlegan fund Norðurlandanna í Svíþjóð í næstu viku þ.s. m.a. forsætisráðherra Íslands verður, síðan síðar í næstu viku mun hann mæta á G20 fund helstu leiðtoga heimsins.

Það er því einn möguleiki til viðbótar, að Obama ætli að afla stuðnings við aðgerðir Bandaríkjanna meðal leiðtoga heims, áður en þeim er hrint úr vör.

Sjálfsagt verða fyrirhugaðar aðgerðir gegn Sýrlandi megin viðfangsefnið á fundi Obama með leiðtogum Norðurlanda, síðan meðal helstu leiðtoga heims á G20.

  • Þegar hann hafi safnað yfirlýsingum um stuðning.
  • Komi til kasta þingsins í Bandaríkjunum, og ef þingið samþykkir þá - - líti Obama sterkur út.

 
Niðurstaða

Það virðist a.m.k. eitt fullkomlega öruggt. Að árásin verður ekki gerð fyrir 9. sept. nk. því þá kemur bandaríska þingið úr sumarleyfi. Og þ.e. ekki fyrr en þann dag, sem það þá tekur ákvörðun um röð mála. Akkúrat hvaða dag t.d. það tekur fyrir þá spurningu hvort það styður árás á Sýrland eða ekki.

Engin leið fyrirfram að spá um niðurstöðu bandar. þingsins.

Kannski nú í komandi viku ætlar Obama að safna liði meðal leiðtoga ríkja heims, sýna fram á að árás á eignir stjórnarhers Sýrlands, hafi víðtækan stuðning.

Það má vel vera, að ef hann fær góðan hljómgrunn á G20 og á fundinum með forsætisráðherrum Norðurlanda, þá auki það lýkur á samþykki bandar. þingsins, en að auki geri Obama það auðveldar um vik, að kveða niður andstöðu við slíkar aðgerðir - heima fyrir.

Hver veit, það verður forvitnilegt að fylgjast með fréttum nk. viku!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 486
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 462
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband