Yfirlýsingar seðlabankastjóra Bretland og Evrópu vekja athygli!

Þ.e. mikið látið með svokallað "forward guidance" sem ný Seðlabankastjóri Bretlands Mark Carnay áður í Seðlabanka Kanada, og Seðlabankastjóri Evrusvæðis Mario Draghi; veittu í dag.

Mark Carney: “At its meeting today, the Committee noted that the incoming data over the past couple of months had been broadly consistent with the central outlook for output growth and inflation contained in the May report,” - “The significant upward movement in market interest rates would, however, weigh on that outlook; in the Committee’s view, the implied rise in the expected future path of Bank Rate was not warranted by the recent developments in the domestic economy.”

Mario Draghi: "The Governing Council expects the key ECB interest rates to remain at present or lower levels for an extended period of time. This expectation is based on the overall subdued outlook for inflation extending into the medium term, given the broad-based weakness in the real economy and subdued monetary dynamics. In the period ahead, we will monitor all incoming information on economic and monetary developments and assess any impact on the outlook for price stability."

Þarna eru samt sem áður seðlabankastjórarnir tveir - - að leitast við að kæla væntingar um, vaxtahækkun í náinni framtíð.

En eitthvað hefur borið á slíkum væntingum síðustu vikur eftir að raunveruleg breyting virðist hafa orðið á afstöðu Seðlabanka Bandaríkjanna - "Federal Reserve." Þar hefur bersýnilega verið hellt köldu vatni á fyrri væntingar, um áframhald prentunaraðgerða næstu árin.

Orðalag nýlegra tilkynninga leiða til þess, að nú er þess vænst að í náinni framtíð verði dregið verulega úr prentun í Bandaríkjunum, henni jafnvel hætt með öllu innan nk. 12-18 mánaða.

Þetta hefur valdið nokkru róti á mörkuðum, sem er í reynd lítið annað en "leiðrétting" á væntingum, gengi dollars hefur hækkað nokkur og gengi annarra gjaldmiðla lækkað nokkuð á móti dollar, sérstaklega gjaldmiðla Asíu og S-Aneríku. 

Þetta hefur einnig leitt til nokkurs verðfalls í verðbréfahöllum í löndum Asíu og S-Ameríku.

Áhrifa hefur einnig gætt í Evrópu þó þau hafi verið fremur smáar gárur.

  • Skv. fjölmiðlum við yfirlýsingar Draghi og Carney, hækkuðu verð hluta á hlutabréfamörkuðum í Evrópu.
  • Á sama tíma lækkaði gengi evru og punds - - sem einnig eru metnar sem "góðar fréttir" af hagfræðingum.


Það sem er eiginlega - virkilega áhugavert við yfirlýsingu Draghi!

Er "present or lower levels" hve sterklega ýjað er að því að næsta vaxtaákvörðun geti verið til lækkunar. Með því má einnig segja að Draghi undirstriki enn sterkar - að líkur á vaxtahækkun séu nær engar í náinni framtíð.

Þegar maður les svör hans við spurningum blaðamanna, þá kemur fram að hann er að meina a.m.k. 18 mánaða tímabil, þegar hann segir líkur á verðbólgu lágar á næstunni.

Að auki bendi ég á: Mario Draghi, President of the ECB, Vítor Constâncio, Vice-President of the ECB, Frankfurt am Main, 4 July 2013

  1. Overall, euro area economic activity should stabilise and recover in the course of the year, albeit at a subdued pace.  
  2. " the annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) weakened further to -2.1% in May, from -1.9% in April."
  3. "In order to ensure an adequate transmission of monetary policy to the financing conditions in euro area countries, it is essential that the fragmentation of euro area credit markets continues to decline further and that the resilience of banks is strengthened where needed. "

ECB spáir eins og á sl. ári að hagvöxtur hefjist fyrir árslok á evrusvæði - - kannski mun það eiga sér stað í ár. En það eru raunverulegar vísbendingar í tölum yfir pantanir til framleiðslufyrirtækja sem sína a.m.k. að samdráttur pantana er í hraðri rénun. Sem a.m.k. er hugsanlegt að sé vísbending um uppsveiflu síðar á árinu. En hann réttilega bendir á, að í því tilviki yrði það mjög lítill vöxtur.

Áhugavert er að enn er að draga úr útlánum til fyrirtækja. Eins og hingað til, er það samdráttur í S-Evr. sem er megintrendið.

Þess vegna kemur hann að þriðja atriðinu - - þ.s. hann vísar því yfir til stjórnmálastéttarinnar, að laga það niðurbrot innan fjármálakerfis evrusvæðis sem verið hefur í gangi. En eins og hefur komið fram í eldri fréttum. Þá var Seðlabankinn að íhuga eigin aðgerðir - - en hætti við þær eftir harða andstöðu innan bankaráðsins. 

Svo vonir Draghi eru þá að pólitíkusarnir reddi málinu, í tengslum við það að komið verði á fót "bankasambandi" sem hefði þau áhrif, að auka traust á bankakerfum þeim sem eru í vanda.

Ég held reyndar að fátt bendi til þess, að slík skilvirk pólitísk lausn verði til - - flest bendi til þess að líkleg útkoma sé bankasamband sem verði með sameiginlegt eftirlit.

En kostnaður verði áfram hjá hverju aðildarríki fyrir sig við eigið bankakerfi, en hugmyndir Þjóðverja er að sjóðakerfi verði "local" fjármögnu með öðrum orðum í hverju landi fyrir sig. 

Sem myndi koma í veg fyrir að bankasamband hefði þau áhrif, að binda enda á þá óskilvirkni sem komin er upp í fjármálakerfi evrusvæðis.

Sem kemur í veg fyrir að S-Evr. löndin í reynd njóti lágu vaxtanna frá Seðlabankanum. Því að þeir í þeim löndum skili þeim áhrifum, að örva hagkerfin.

  • Megináhrif þess eru þau, að þá líklega heldur innlend eftirspurn í þeim löndum áfram að dala, í stað þess að ná gólfi fljótlega. Eins og Draghi vonast eftir.
  • Sá hluti atvinnulífsins sem háður sé innlendri neyslu, verði því áfram í hnignun - - samdráttur í útlánum til fyrirtækja sýnir það trend enn í gangi.

Sú tilhneiging til jafnvægis sem er til staðar í nýlegum tölum, er öll á grunni - - aukningar í útflutningi.

En það virðist ólíklegt að hann dugi einn og sér til að lyfta upp S-Evr.

Þetta má sjá í tölum fyrir Ítalíu og Spán, sem hafa verið að sjá nokkra aukningu í útflutningi. Sem hefur aðeins lagað stöðu framleiðslugreina í þeim löndum. Meðan í Frakkl. t.d. er þróunin á hinn veginn. Litlu löndin Portúgal og Grikkland eru ekki heldur að græða á því nýja trendi.

En það virðist afskaplega ólíklegt að án viðsnúnings á innlendum neytendamarkaði, sé líklegur viðsnúningur sem dygði til að gera skuldir Ítalíu eða Spánar - sjálfbærar.

Það er því "crusial" að vextir á Ítalíu og Spáni lækki aftur! En bankavextir í þeim löndum hafa hækkað hressilega v. þess að bankarnir þar fá ekki lán frá 3-löndum, og á sama tíma v. tapa sem þeir þurfa að fjármagna einhvern veginn; þá neyðast þeir til þess að halda í fjármagn sem þeir hafa gert með því að hækka tilboð um vexti á veitt lán mjög verulega.

Sem auðvitað dregur úr neyslu - dregur úr áhuga á nýjum lánum - dregur því úr fjárfestingu í þeim löndum, að auki eykur á gjaldþrotatíðni því samdrátt!

Draghi vonast til þess að pólitíkusarnir reddi þessu - - vegna þess að bankaráðið hans er of klofið í málinu til þess, að hann geti fengið það til að samþykkja það að Seðlabankinn sjálfur reddi því.

En það reyndar getur Seðlabankinn gert! 

 

Niðurstaða

Þá vitum við það ef enginn vissi það áður. Að bæði "Bank of England" og "European Central Bank" ætla ekki að hækka vexti á næstu 18 mánuðum eða svo. Draghi segir það reyndar með þeim fyrirvara að verðbólga haldist áfram lág. En segir þó fátt benda til annars en að það verði hún. Hann meira að segja gaf í skyn að vextir yrðu lækkaðir næst án þess að lofa því.

Niðurstaða bankaráðs Seðlabanka Evrusvæðis hefði verið án mótatkvæðis. Þannig að meira að segja íhaldsmennirnir í bankaráðinu, voru með í þeirri ákvörðun.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort spá Mario Draghi um hagvöxt fyrir árslok stenst í ár. En miðað við nýleg trend, er það a.m.k. hugsanlegt að af verði. En það yrði þá í besta falli mjög veikur vöxtur. Hvergi er að sjá möguleika á þeim snarpa vexti sem raunverulega þyrfti til - - ef atvinnuleysið ætti að minnka að ráði.

Þess í stað yrði útkoman meir í stíl við þ.s. sást á 10. áratugnum í Japan. En þá komu við og við tímabil mjög hægs vaxtar. Án þess þó að þau væru til frambúðar. Í reynd hefur Japan verið hagvaxtarlega flöt lína að mestu leiti síðan ca. 1990. Mér virðist ekki sérlega líklegt að Evrópa standi sig betur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 847331

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 245
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband