Framkoma ásakana um njósnir NSA innan stofnana ESB getur bent til þess að Putin ætli að veita Snowden hæli!

Mér finnst það smávegis grunsamlegt. Að þessar ásakanir um njósnir NSA (National Security Agency) dúkka upp. Nokkrum dögum eftir að fréttist, að Snowden hafi dagað uppi á Moskvu flugvelli. Sagður vera fastur á komusvæðinu. Á því hvá vera hótel. En starfsmenn þess, neita að svara hvort hann sé þar. En það þarf ekkert endilega benda til þess að hann sé þar. Þó svo sannarlega geti verið.

  • Spurningin er - - hverjum er í hag að þessar ásakanir koma fram?
  • Putin gamli KGB meistarinn, kann örugglega öll klassísku kaldastríðs brögðin, þegar kemur að "misinformation." En KGB stundaði mjög mikið af slíku.
  • Og enginn vafi er um, að núverandi leynistofnanir Rússlands, geta falsað mjög sannfærandi útlítandi gögn - - sem fljótt á litið virðast ekta. Jafnvel sérfræðingar væru í erfiðleikum með að greina þau sem falsanir.
  • En ég á smávegis erfitt með að sjá, hvað Bandaríkin gætu mögulega grætt á njósnum "National Security Agency" innan stofnana ESB.
  • Ég meina, hvað mögulega gæti þar verið þess virði fyrir Bandaríkin að njósna um?
  • Þess virði, að taka áhættuna af því, ef upp um málið kemst?

Mér virkilega dettur ekkert í hug!

NSA Spied on European Union Offices

NSA Accused of Spying on EU

EU demands answers over claims the US bugged its offices

Kremlin's Bet on Snowden Appears to Sour

 

Framkoma þessara ásakana getur bent til þess að Putin sé að undirbúa að veita Snowden hæli!

Grein Wall Street Journal kemur fram með áhugaverðan punkt - - að það höfði til rússneskrar þjóðerniskenndar, að veita Snowden hæli.

En ef þ.e. svo að Putin er að íhuga slíkt, undirbyggja þá stemmingu - - sem endar í því að Snowden fær að búa í Rússlandi, með ríkisborgararétti - borguðu húsnæði o.s.frv.

Þá þarf Rússland að fá eitthvað út úr Snowden sem réttlætir það, þann kostnað sem myndi felast í formi versnandi samskipta við Bandaríkin, að Snowden verði áfram í Rússlandi.

Spurning hversu frjáls Snowden væri, en það gæti í reynd verið nokkurs konar stofufangelsi, en ég efa að hann mundi hreyfa legg eða lið, án þess að vera umkringdur leyniþjónustufólki.

Ef þessi ákvörðun verður tekin, þá væntanlega verður sjónarspil sett upp - - þ.s. Snowden kemur fram hér og þar, klippir borða - brosir framan í myndavélar -  fær borgarlykilinn í ýmsum borgum Rússlands - - Snowden heldur ræður um meintar sem og raunverulegar njósnir Bandar. og hælir Putin "mannvininum" fyrir að standa gegn "ofurveldi Bandaríkjanna" og fyrir að "veita honum hæli."

-------------------------------------

Þ.e. eins og afhjúpunin sé sérstaklega beint að því að koma vik milli Bandar. og Þýskalands sbr:

"However, Germany is classified as a “third class” partner." - "“We can attack the signals of most foreign third-class partners, and we do it too,” Der Spiegel quoted a passage in a NSA document as saying." - "Sabine Leutheusser-Schnarrenberger, German justice minister, said: “If the media reports are true, then that is reminiscent of the methods of foes during the Cold War. It defies all belief that our friends in the US see Europeans as enemies.”"

Þarna sýnist mér skjalið "slá yfir markið" og líklega afhjúpa þ.s. augljósa líklega fölsun.

Ég er alveg viss um það, að Bandaríkin eru ekki að "ráðast að samskiptum" skilgreindra vinaþjóðar - sérstaklega vinaþjóðar sem er svo mikilvæg fyrir Bandar. sem Þýskaland er. Enda væri það til þess eins, að skapa úlfúð ef upp kæmist - skaða samskipti vinaþjóða, sem gæti skaðað verulega bandar. hagsmuni. Ef e-h sem er and-Ameríku sinnaður heldur að ég sé með þessu að ganga of langt - - þá bendi ég viðkomandi á þá miklu hagsmuni sem Bandar. hafa af góðum samskipum v. Þýskaland. En þar í landi eru mjög mikilvægar bandar. herstöðvar - - sem eru ekkert minna en "megin birgðastöðvar Bandar. hers utan eigin landsteina." Væri stórt högg fyrir Bandar. að missa þær - - svo þ.e. alveg öruggt. Að Bandar. umgangast ekki samskipti v. Þýskaland af "léttúð."

Öðru gegni um þjóðir sem skilgreint hafa sjálfar sig sem andstæðinga. En þá er engin áhætta í húfi fyrir Bandar. ef málið kemst upp, slæm samskipti eru einfaldlega slæm áfram.

-------------------------------------

Hugsanlegt bandalag milli Rússlands og Þýskalands, væri aftur á móti ótrúlega gagnlegt fyrir Rússland! Myndi geta gert Rússlandi það mögulegt, að verða stórveldi. Og Rússa dreymir um fátt annað en að verða stórveldi að nýju.

En með ríkustu þjóð Evr. sem bakhjarl, sem þíddi væntanlega ruglun reita í efnahagslegu tilliti, þá gæti Rússland með aðstoð þýskra fyrirtækja og fjárfestinga, orðið mjög öflugt hagkerfi - - til samans væru þau tvö stórveldi.

Og sem meira er, mjög vel fræðilega fær um að ógna stöðu Bandar.

Pentagon í Bandar. hefur örugglega teiknað upp fræðilega mögulega sviðsmynd af slíku tagi, sem ég ítreka - - er hvatning fyrir Bandaríkin. Að gera ekki Þýskaland að óvin.

Meðan að Þýskaland er einn mikilvægasti bandamaður Bandar. - - getur sú sviðsmynd ekki orðið að veruleika. Meðan að ég á mjög erfitt með að sjá, að Rússland mögulega geti keppt við Bandaríkin að eigin rammleik. 

Nema að öflugum bandamanni sé bætt við, og það getur ekki verið Kína. Því sem bandamaður Rússlands, þá væri Rússland komið í svipað ástand og Ítalía var þegar Mussolini var í bandalagi við Þýskaland þess tíma. Þ.e. mjög virkilega svo "junior partner."

Kína mundi líklega gleypa Rússland! Er í reynd það ríki, sem Rússlandi landfræðilega stafar mest ógn af. Meðan að Kína + Þýskaland, ásamt leppríkjum Þýskalands, væru til samans nægilega sterk til að standa samtímis gegn Kína og Bandaríkjunum. 

Verða 3-risaveldið í sameiningu.

  • Putin hefur með öðrum orðum, margvíslegar ástæður til að vilja - skapa vik milli Evrópu og Bandaríkjanna, og sérstaklega nánar tiltekið Þýskalands og Bandar.
  • En hann er klassískur "zero-sum" þ.e. allt þ.s. skaðar Bandar. er gróði Rússlands.
  • Ef tekst að skapa fjarlægð milli Bandar. og ESB, þá gæti skapast svigrúm fyrir Rússland!

 

Niðurstaða

Mér finnst ákaflega sennilegt reyndar, að leynigögn sem eiga að sýna fram á njósnir NSA á stofnunum ESB. Séu fölsuð. Og nánar tiltekið, fölsuð af rússnesku leyniþjónustunni.

Enda virðist mér orðalag þ.s. kemur fram í Spiegel - grunsamlegt. Eins og hannað til þess, að skapa úlfúð milli Evrópu og Bandar. Sérstaklega Þýskalands og Bandar.

Putin sé örugglega ljós, veik staða Rússlands eftir því sem Kína sem Rússland á mjög löng landamæri við styrkist. Ég sé það í hendi mér, að Rússland eitt - ræður ekki við Kína til lengdar.

En fræðilega væri líklega Rússland ásamt Þýskalandi og fylgiríkjum þess, nægilega sterkt afl. Til samans gætu þau verið 3-risaveldið. En ekki í sitt hvoru lagi.

Ef Putin ætlar að veita Snowden hæli, þarf hann að "mjólka" Snowden eins og hann getur, til að fá inn á móti þeirri áhættu af versnandi samskiptum við Bandaríkin, eitthvað gagn fyrir Rússland sem getur vegið það upp. 

Ef sá gambíttur að skapa vik milli vina þ.e. Evrópu og Bandaríkjanna tekst, þá væri það líklega fullkomlega réttlætt - kostnaðarlega séð fyrir Rússland - að veita Snowden hæli.

Þar væri hann þó líklega ekki í reynd frjáls maður - - og líklega er hann það ekki. Sennilega í reynd í haldi rússnskra leynistofnana. Líklega það alla tíð síðan hann lenti í Moskvu. 

Örugglega verið að hræða Snowden, til að gerast þjónn hagsmuna Rússlands. Gegnt loforðinu um góða meðferð og líf í atlæti ævina á enda. Spurning hvort að Snowden er lentur í "gini bjarnarins." Þaðan sem hann sleppi ekki!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Just to point out that NSA is an acronym for the National Security Agency.

Greetings from Houston.

Jóhann Kristinsson, 1.7.2013 kl. 07:48

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

góð grein og líklega satt að Snowden er komin undir umsjá Bjarnar.

Valdimar Samúelsson, 1.7.2013 kl. 10:39

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir ábendinguna Jóhann, hefði getað gúgglað NSA ef ég hefði ekki verið að flíta mér svo í þetta skiptið :), en eitt enn í þessu samhengi - - þ.e. sú gerð af upplísingum sem allt í einu dúkkar upp.

Myndi það fyrirtæki sem þjónaði "internet njósnakerfi" Bandaríkjanna, líklega búa yfir þessum upplísingum sem ásakanir frá "Der Spiegel" snúast um?

Þ.e. upplísingar um meintar hleranir - - það virðist vart vera á sviði "internet" njósna, því ekki líkleg gögn til að berast til Snowden.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2013 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 270
  • Sl. viku: 352
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband