Ríkisstjórnin ætti að láta Alþingi álykta um frestun viðræðna!

Við getum rifist um það hvort Alþingi á að álykta um frestun eða ekki. En punkturinn sem ég ætla að koma fram, kemur í kjölfar yfirlýsingar "stækkunarstjóra ESB" þess efnis. Að ESB muni ekki sína biðlund endalaust: Takmörk fyrir því hvað viðræðuhlé er langt.

"Stefan Fule stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir það vera í þágu allra að ákvörðunin um aðild bíði ekki lengi.  Hann segir ákvörðunina um aðildarviðræður standa óhaggaða, þótt ekki sé ljóst hversu lengi."

  1. Mér virðist hugsanlegt - - að stækkunarstjórinn, muni sjálfur setja "tímatakmörk."
  2. Ef ríkisstjórn Íslands er ekki fyrri til - - að setja slík fram.

Össur sagði á föstudaginn, að heppilegast væri að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort íslensk þjóð vill halda viðræðum áfram eða ekki, samhliða sveitastjórnarkosningum á nk. ári.

Mér virðist vel hugsanlegt, að áhugamenn um aðild Íslands muni hafa samband við Fule, og bendi á það tækifæri sem í sveitastjórnarkosningunum felist.

Ríkisstjórnin gæti ef hún ætlar að humma það fram af sér, að setja fram - dagsetningu.

Staðið frammi fyrir því, að Fule hefur sjálfur sett fram slíka, sem passar nokkurn veginn við það tímabil þegar sveitastjórnarkosningar fara fram.

Og síðan muni allir aðildarsinnar á landinu, leggjast á eitt um að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu - - á nk. ári samhliða sveitastjórnarkosningum.

  • Ríkisstjórnin aftur á móti, getur gersamlega komið í veg fyrir þennan möguleika, með því að leggja sjálf fram dagsetningu - - þá innan skamms. Ekki bíða lengi með það, að leggja þá dagsetningu fram.
  • Best væri, að Alþingi álykti formlega um það atriði, ekki síðar en á nk. haustþingi, en allt eins á sumarþingi þetta sumar - - því ekki?
  1. Þá legg ég til að ályktað verði - - að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort þjóðin vill halda viðræðum áfram eða ekki.
  2. Fari fram samhliða kosningum til Alþingis vorið 2017. 

Ef ríkisstjórnin leggur slíka ályktun fram, áður en aðildarsinnar geta náð því að plotta annað - með stækkunarstjóra ESB.

Þá auðvitað, mun stækkunarstjórinn virða þá tímasetningu - - og halda málinu opnu fram að nk. Alþingiskosningum. Og láta það síðan ráðast - - hvað næsta ríkisstjórn ákveður.

Enda hefur hann áður sagst - - munu virða lýðræðislegan vilja þings og þjóðar.

En þá þarf einmitt - - ályktun Alþingis. Til að setja á þann formlega stimpil, sem hann getur ekki leitt hjá sér.

 

Hvers vegna 2017?

  1. ESB á eftir að taka mikilvægar ákvarðanir um breytingar á stofnunum þess, sem munu fela í sér umtalsverðar breytingar á sáttmálum eða það, að nýir sáttmálar verði búnir til utan um nýtt og breytt fyrirkomulag - - ef aðferð sú sem notuð var þegar búinn var til svokallaður "stöðugleikasáttmáli" verður beitt. Eins og mér skilst, að margir vilja innan ESB.
  2. Þetta eru það stórar breytingar að líkindum, að um getur verið að ræða - - nýtt samband í mikilvægum atriðum. Ekki síst, eru líkur á því að þær breytingar feli í sér umtalsvert viðbótar fullveldis afsal aðildarríkja sem samþykka breytingar eða nýjan sáttmála sem felur í sér þær breytingar.
  3. Að auki er líklegt að þær breytingar feli í sér, umtalsverða skerðingu á "neitunarvaldi" aðildarríkja - - sem þá veikir mjög áhrif smærri aðildarríkja. En sama skapi, eflir stöðu stærri ríkjanna sem hafa meira atkvæðaværi.
  • Þessar breytingar munu taka nokkurn tíma - - að koma fram.
  • Verða líklega ekki fram komnar 2014 en að líkindum, verða þær fram komnar 2017.
  • Því fyrir bragðið, verði mun auðveldar fyrir landsmenn - - að taka upplýsta ákvörðun, um það - - hvað þeir vilja. Þegar þeir sjá, hvað aðild felur í sér. Sem eftir þær breytingar líklega verður töluvert annað en aðild hefur fram að þessu falið í sér - - þ.e. mun víðtækara fullveldisafsal.
  1. Svo er það kreppan, en ennþá er ekki ljóst hvort að þjóðir Evrópu muni smám saman rétta við sér, eins og bjartsýnismenn telja - - og það verði fyrir rest ágætur hagvöxtur.
  2. Eða, hvort að ESB sé á leið inn í "japanska veiki" eða "stöðnun" sbr. þá sem hófst v. upphaf 10. áratugarins, eftir hrunið í Japan síðla vetur 1989.
  • Hvort á við, ætti einnig að vera orðið ljóst 2017. Þ.e. ef þjóðir ESB enn eru það ár annaðhvort í vart mælanlegum hagvexti eða enn í hægum samdrætti; þá verður ljóst að Evrópa er þá virkilega á leið í það langvarandi efnahagslega hnignunarferli. Sem margir í dag telja líklegt.
  • Ef aftur á móti, bjartsýnismenn hafa rétt fyrir sér - - þá verður það einnig orðið ljóst 2017. Að þá verður Evrópa á góðri vegferð upp úr kreppu, ef þeir hafa rétt fyrir sér.

Það er sem sagt punkturinn - - að í dag sé óvissa um mjög mikilvæga þætti sem þjóðin þarf helst að hafa vitneskju um, þegar hún tekur ákvörðun af eða á.

Sú vitneskja muni taka tíma að koma fram, vegna þess að þeir atburðir sem koma til að skíra þá aturðarás, þurfi sinn tíma - - til að leiða þann sannleika fram.

2017 - - sé því einfaldlega það ár. Sem eðlilegast sé að miða við. Að senda málið til þjóðarinnar, til lokaákvörðunar af eða á um það - - hvort hún vill halda aðildarmálinu áfram eða ekki.

Vegna þess, að þá verði rykið búið að setjast að flestum líkindum - - þannig að upplýst ákvörðun verði þá "fyrst möguleg."

 

Niðurstaða

Ég skora á ríkisstjórnina að láta Alþingi álykta sem fyrst um frestun viðræðna um aðild, fram að Alþingiskosningum 2017. Að þá samhliða þeim kosningum muni þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort íslensk þjóð vill halda aðildarmálinu áfram eða ekki - > haldin. Það tiltekna ár sé heppilegt, því að - að þeim tíma liðnum. Ætti að hafa skýrst að flestu eða öllu leiti. Hver vegferð ESB til framtíðar verður. Bæði þegar kemur að því hvaða breytingar á ESB munu þá hafa komist til framkvæmda og að auki um það hver efnahagsleg framtíð Evrópu líklega verður.

En ef það kemur í ljós t.d. 2017 að Evrópa virkilega er á leið inn í langvarandi stöðnun og efnahagsleg hnignun, þá að sjálfsögðu er það til þess að minnka áhuga landsmanna á aðild.

Að auki, þá mun það fela í sér stórfelldar viðbótar fórnir fyrir okkur, ef af líklegri vegferð ESB í átt að verulegri dýpkun sambandsins verður.

  • Svo má ekki algerlega leiða hjá sér hinn möguleikann - - að allt fari á versta veg.
  • Þannig að jafnvel, sambandið sjálft flosni upp, í kjölfar efnahagslegs stórslyss.

2017 ætti myndin að hafa skýrst.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má vera að rétt væri að Alþingi álykti um frestun viðræðna, en ekki af þeirri ástæðu að Stebbi Fúli er með dulbúnar hótanir. Ef hann vill setja tímamörk verður svo að vera, það er algerlega í valdi ESB.

Hinu má ekki gleyma að Sviss frestaði sínum aðlögunarviðræðnum fyrir rúmum 20 árum síðan og ekki hefur verið talað um tímamörk á þeirri frestun. Hún stendur enn. Ef ESB vill meðhöndla okkur á annan veg er það þeirra mál, en varla mun það liðka fyrir aðild.

Þá er varasamt að setja einhver mörk á hvenær kjósa skuli, nú svo skömmu eftir að viðræðum er frestað. Fyrst þarf að skoða í hvaða stöðu umsóknin raunverulega er, finna út hvers vegna fyrrum utanríkisráðherra og samninganefndin er svo bjartsýn, ekki einungis um hversu vel hefur gengið, heldur einnig bjartsýn á að landsmenn muni allir taka samkomulagi við ESB fagnandi. Það hljóta einhverjar ástæður að liggja að baki þessari bjartsýni og nauðsynlegt að upplýsa í hverju þær felast. Það ætti að sjást þegar farið verður yfir allar fundagerðir um þetta mál, af þeim fundum sem fyrrum utanríkisráðherra og samninganefndin hafa setið með fulltrúum ESB. Finnist hins vegar ekkert sem réttlætir þessa bjartsýni fyrrum talsmanna Íslands í þessu máli, hefur annað tveggja skeð; að ekki hafi verið haldið nægjanlega vel um fundargerðir af þessum fundum, eða að fyrrum utanríkisráðherra og íslenska samninganefndin hefur logið að þjóðinni. Hvort tveggja alvarlegt og ljóst að þessir aðilar þurfi þá að svara til saka.

Þegar þessari skoðun er lokið og niðurstaða fengin, á að opinbera niðurstöðuna fyrir þjóðinni, svo alvöru umræða geti farið fram um ágæti aðildar. Eftir slíka umræðu, byggða á staðreyndum en ekki draumórum, er hægt að bera undir þjóðina hvort vilji er fyrir aðild að ESB, þ.e. ef sambandið verður þá enn uppistandandi. Enginn veit í dag hversu langann tíma tekur að fá allan sannleikann upp á borðið, hversu langan tíma þurfi til umræðu um málið meðal þjóðarinnar og því útilokað að tímasetja kosningu um framhald viðræðna.

Ef þjóðin samþykkir áframhald umsóknar, fer ferlið einfaldlega aftur í gang, en ef þjóðin hafnar því ber Alþingi að samþykkja slit viðræðna.

Ef svo færi að ESB setji okkur einhver tímamörk er nánast öruggt að framhald viðræðna verði fellt af þjóðinni í kosningu. Því þarf ekki að óttast að aðildarsinnar óski eftir slíkri takmörkun af hálfi ESB. Þá er ljóst að Ísland er enn fullvalda ríki og tímatakmörk af þessu tagi væri freklegt inngrip í innanlandspólitík hér. En eins og áður segir, þá er það alfarið ákvörðun ESB hvort þeir ætla að vera með einhverjar þvinganir við okkur í þessu máli. Fari svo er allt eins hægt að slíta viðræðum.

Gunnar Heiðarsson, 17.6.2013 kl. 01:20

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Það hljóta einhverjar ástæður að liggja að baki þessari bjartsýni og nauðsynlegt að upplýsa í hverju þær felast."

Miklu líklegra er að sú bjartsýni sé "óraunsæ" en að samningurinn inniberi einhverjar beinagrindur. 

Síðan kemur einnig til, mismunandi mat einstaklinga á því hvað telst "líklegt" og hvað telst "ákjósanlegt" - sem hefur að gera með, ólík lífsviðhorf.

"Þá er ljóst að Ísland er enn fullvalda ríki og tímatakmörk af þessu tagi væri freklegt inngrip í innanlandspólitík hér."

Ólík meðferð Ísl. og t.d. Sviss, þarf ekki að vera "órökrétt." En getur verið að í augum ESB sé meir eftir því að slægjast, að fá Sviss inn. Meðan, að tilkostnaður við það að halda máli opnu, sé ef til vill minna réttlætanlegur, í tilviki litla Íslands.

Við eigum ekki endilega láta okkur bregða við það, að ESB sé ef til vill áhugasamara um aðild miklu fjölmennara lands, með miklu mun stærra hagkerfi.

Að ESB sjálft blási aðildarmálið af, þarf ekki að vera "frekleg inngrip í innanlandspólitík" en - tímasetning af því tagi sem ég nefni sem möguleika, væri á hinn bóginn - form af afskiptum. Þá væri verið að nota málið til að þrýsta á landsmenn.

"En eins og áður segir, þá er það alfarið ákvörðun ESB hvort þeir ætla að vera með einhverjar þvinganir við okkur í þessu máli. Fari svo er allt eins hægt að slíta viðræðum."

Þ.e. auðvitað unnt að nota slíkt tilvik, sem átillu til viðræðuslita. En það fer algerlega eftir því hvaða "sýn" á þau viðbrögð ESB verður ríkjandi hérlendis - - þ.e. sýn sú sem aðildarsinnar munu halda á lofti - - eða sýn andstæðinga aðildar "um frekleg afskipti" verður ráðandi.

Hver viðbrögð landsmanna akkúrat verða. Miðað við það hve margir landsmenn virðast styðja viðræður sem slíkar, á sama tíma mun færri mælast stuðningsmenn aðildar - - þegar spurt er að því.

Þá getur verið að fj. fólks sé í reynd "volgt" í andsötðu sinni v. aðild, eins og aðildarsinnar vonast til, að sé reyndin.

Ef þeir vinna áróðursstríðið, um það hvaða túlkun verður ofan á.

Gæti ríkisstjórnin tapað fylgi, ef það verða viðræðuslit í kjölfar þess, að ESB sjálft ákveður að segja - - hingað og ekki lengra. Setur upp "úrslitakosti" af því tagi sem ég nefni.

  • Spurningin er - - hvaða nálgun þjónar best markmiðum ríkisstjórnarinnar, í því áróðursstríði sem er í gangi?
  • Ég hef grun um, að það sé sú nálgun sem ég sting upp á, að fljótlega leggja málið fyrir Alþingi, og láta Alþingi álykta á þá leið - - að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin 2017.
  • Ég á mjög erfitt með að sjá, hvernig andstæðingarnir, myndu geta komið höggi á stjórnina - - með málið afgreitt þannig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.6.2013 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 444
  • Frá upphafi: 847091

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 421
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband