Skuldavandi heimila í Hollandi!

Ambrose Evans-Pritchard vakti athygli á þessu, og ég endurflyt þ.s. hann hefur fram að færa. En ég hef einnig verið að veita Hollandi athygli. En þ.e. vegna þess að í Hollandi var húsnæðisbóla eins og víða á sl. áratug innan Evrópu. En meðan við erum hneyksluð á 90% lánum, þá mátti lána 110% í Hollandi.

Ég hef verið að fylgjast með þessu vegna þess að skv. Eurostat eru hollenskir íbúðahúsnæðiseigendur ótrúlega skuldseigir!

Að auki, hefur Holland verið í samdrætti nú samfellt rúmlega hálft ár, og þ.e. rökrétt þegar saman fer samdráttur og gríðarl. skuldsetning - - þá leiði það til skuldakreppu!

Debt-crippled Holland falls victim to EMU blunders as property slump deepens

EuroStat - Gross debt-to-income ratio of households

Tölur frá 2011.

Þar kemur fram að skuldugustu íbúðaeigendur eru í:

  1. Danmörku: 267,67%
  2. Hollandi: 250,46%

Til sbr. skulda íbúðaeigendur í:

  1. Ítalíu: 65,19%
  2. Spáni: 125,45%
  3. Portúgal: 126,46%
  4. Írlandi: 205,86%

Þessar tölur koma ef til vill fólki á óvart - - þetta sýnir hvað ég á við!

Myndin sem Brósi hefur á sinni síðu segir svipaða sögu, sem er þá að húsnæðiseigendur í Hollandi séu ótrúlega skuldseigir!

Næsta mynd hjá Brósa segir síðan aðra sögu, nefnilega þá að kreppan í Hollandi sé farin að bíta - - þ.e. neysla sé að hrynja saman.

Þá getur vart verið annað en að, slæmir hlutir séu einnig að gerast á húsnæðismarkaðinum.

Ég bendi fólki á, að fyrir hrunið á Írlandi og Spáni, skuldaði bæði írska og spænska ríkið vel innan við það hámark sem mest má skulda skv. reglum um evruna.

Að auki voru báðir ríkissjóðir reknir með afgangi á árunum fyrir hrun.

Sama má segja um ríkissjóð Íslands, einnig lága skuldastöðu fyrir hrun.

  1. "“The Netherlands bears striking resemblance to Spain and Ireland two or so years ago,” says Stephen Jen from SLJ Macro Partners.
  2. Holland has a fat current account surplus of 8.3pc of GDP and a savings rate of 26pc, but Mr Jen says such “virtues” did not prevent Japan succumbing to the after-shocks of its housing crash."
  3. "Dutch house prices have fallen 18pc, leaving a quarter of all mortgages “onder water”"

Það áhugaverða er, að þó svo að hollenskir bankar séu ekki risastórir miðað við hagkerfið eins og þeir íslensku voru, þá virðist skv. neðangreindu að þeir séu að fjármagna sig að miklu leiti með lánum af millibankamarkaði.

Hættan er sú, að ef þeir lenda í því sem ísl. bankarnir lentu í eftir litlu kreppuna 2006 er erlendir bankar hættu að veita þeim ný lán, að þá lendi þeir í lausafjárvanda.

Sérstaklega þegar á sama tíma, að útlánatöp eru í hraðri aukningu.

  1. Dutch banks are up to their necks in mortgage portfolios. They face a huge “funding gap”.
  2. The loan-deposit ratio (LTD) is 183pc, compared with roughly 70pc in the US and Japan, 100pc in Germany or 120pc in Britain.

Við erum ekki endilega að tala um það, að Holland verði allt í einu nærri því greiðsluþrota eins og Írland varð, enda hollensku bankarnir miklu hlutfallslega minni.

En, skuldir hollenska ríkisins munu samt örugglega fara upp yfir hið skilyrta 60% hámark, tja eins og í einu landi enn, þ.e. Slóvakíu. En þar hefur verið hæg bankakreppa í gangi, en það land hefur reddast án neyðarlána vegna þess, að bankakerfið hefur ekki verið risastórt og áður en kreppan hófst skuldaði ríkið lítið.

  • En Holland getur lent inn í sambærilegum hægum dauðaspíral eins og Spánn.
  • En skuldir ríkisins hafa verið að hækka hvert ár á Spáni, þ.e. ekki fyrr en eftir 4 ár í kreppu að landið er nálgast 100% í skuldastöðu.

En þegar heimilin í landinu verða gjaldþrota!

Getur nútímahagkerfi sem er mikið háð innlendri neyslu, ekki þrifist.

Að sjálfsögðu getur ríkið þá ekki heldur komist hjá skakkaföllum.

Ég stórfellt efa það - - að ríkið komist hjá því að bjarga almenningi.

Áhugavert að nákvæmlega sama deila er í gangi á Íslandi, sem mér virðist alveg blasa við að Holland er að fara einnig að lenda í.

 

Niðurstaða

Mig grunar að ástand mála í Hollandi sé við það að enda ílla. En hingað til hafði Holland ekki lent í vandræðum vegna þess að hagvöxtur hafði viðhaldist þrátt fyrir allt sem á hefur gengið, en á miðju sl. ári fór hollenska hagkerfið yfir í samdrátt. Síðan þá, hefur sá samdráttur verið nærri því samfelldur.

Þá þegar fór ég að hafa áhyggjur af stöðu heimila í Hollandi. Því ég hafði í skoðun á upplýsingum um stöðu heimila innan Evrópu. Rekið augun í svakalega stöðu heimila innan Hollands.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gildir ekki að ef ríkið breytir um eignahalds form á ríkisfyrirtækjum þá flytjasta skuldir og tekjur af ríkun yfir ný lögaðlina?  Lögðila sem margir hverjir voru undir beinu eignarhaldi ríkisins þar þeir töldust non profitt í eðli sínu og gera reyndar en í Þýsklandi og Frakklandi.


Holland hlaut að koma niður í PPP þar sem það hafði farið fram úr sínum  nágranna viðskipta ríkjum.

Svo mun þetta ekki bara vera skuldir venjulega heimila vegna langtíma húsnæðis veðskulda, heldur skuldir alls heimilshalds, og allar skuldir,langtíma og skammtíma, Creditkort og þannig vísa raðir. Þýskland þar er skammtíma leiga á reiðufé mjög dýr  [háir vextir].

Ísland er lægri PPP rekstrar samanburðartekjur á Íbúa en Írar.Fjarlægaðar og fámennis þröskuld sem gerir allan innflunting  hingað dýrari.  Ísland hefur enga örugga erlenda markaði til græða á þannig að þeir tapi.  Ísland er í verstu málum af öllu OCED ríkjum næstu öld.

Holland er ekki að enda illa í samanburði við S-EU og Ísland næstu 30 ár.

Júlíus Björnsson, 2.5.2013 kl. 03:13

2 Smámynd: Höfundur ókunnur

Síðast þegar ég vissi, þá fengu Hollendingar skattaafslátt út á húsnæðislán og þeir sem voru fyrirhyggnir settu "umfram" peninga inn á bankabók í stað þess að greiða niður lán. Get ekki gefið heimildir fyrir þessu en þú gætir kannað þetta og ættir að kanna þetta áður en þú setur fram spár um að hollenska ríkið þurfi að bjarga hollenskum almúga.

IMF var að gefa út viðvörunarbjöllur gagnvart Noregi um daginn, þar væri húsnæðisbóla sannarlega í úttútnun - hefur þú skoðað það?

Höfundur ókunnur, 2.5.2013 kl. 22:53

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, vinur okkar Lars frá Danske Bank virðist svipaðrar skoðunar og ég.

En þ.e. rétt þetta hjá þér með skatta-afsláttinn. 

Á hinn bóginn, er spurning hvað hið góða fólk raunverulega gerði við þann pening. Eins og þú með réttu tekur fram, þá er fyrirhyggja að eiga fé sem mótvægi. 

En, við vitum ekki hvort það var þ.s. almenningur upp til hópa gerði. Ef fólk frekar notaði þá peninga til neyslu. 

-----------------------

En þ.e. áhugavert að neysla er í verulegum samdrætti í Hollandi undanfarna mánuði.

Það getur verið vísbending þess, að varasjóðir fólks séu tæmdir og það sé farið að gæta að sér. 

En var það í tíma tekið?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.5.2013 kl. 01:37

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað hátt hlutfall Holending er með mortgage homeloans? Hver er meðal líftími þessara skulda?   householding er tölfræðihugtak um heimilshald : mjög vítt og innfelur allar kostnað við vistmenn.   Neyslu samdráttur 4,0 % að raunvirði , getur merkt breytt neyslumynstur  ekki 30 % magnsskerðingu á engu vali eins og á Íslandi. Hjá almenningi.

Júlíus Björnsson, 3.5.2013 kl. 02:17

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

110% lán í hollandi eru með 80% vöxtum vegna 30 ára, lánið greiðist þar niður og eru 55% eftir 15 ár. Holland er ekki  með mánaðarlega commerical negam lán . Vexstir endurskoðast á 5 ára  ára fresti til fylgja greiðslugetu.   Öll EU er í PPP samdrætti . Í þýsklandi fækka íbúum og þýskríkið og Hollenska ríkið  eiga hreina varsjóði til greiða árlega úr langtíma Skuldum umfram eignir. Heildar skuldir segja ekki neitt þegar aðilar kunna að bóka rétt.  Ríki geta tekið lá úr eigin varsjóðum [sem hvergi er gefnir upp].  Balance shett segir Að Debitum eigi að vera jafnt=endurspegla  Creditum á hverju skatta ári.   Debitum merkir að:  eiga að stemma. Skuldir eru tvískráðar. Skuldareign á mót skuldar kröfu.

Júlíus Björnsson, 3.5.2013 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 848201

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 732
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband