Er nýtt Kóreustríð að hefjast?

Samkvæmt frétt Reuters hefur Suður Kórea tekið hættulega ákvörðun. En eftirfarandi er haft eftir forseta S-Kóreu "If there is any provocation against South Korea and its people, there should be a strong response in initial combat without any political considerations,."

Samkvæmt Reuters hefur forseti S-Kóreu tekið þá "hættulegu ákvörðun" að veita svæðis herforingjum rétt til að svara árásum í sömu mynt - án þess að fyrst leita samþykkis yfirherstjórnar.

"The South has changed its rules of engagement to allow local units to respond immediately to attacks, rather than waiting for permission from Seoul."

Sjá frétt Reuters: South Korea vows fast response to North; U.S. deploys stealth jets

 

Af hverju er þetta hættulegt?

Málið var að síðast þegar hættuástand var 2010, er N-kóreaskar hersveitir gerðu stórskota-árásir á eyju nálægt N-kóresku landi, sem tilheyrir S-Kóreu. Þá þóttu viðbrögð yfirherstjórnar S-Kóreu sein og vanmáttug. En harðar stórskotaárásir N-Kóreuhers, stóðu yfir í nokkra klukkutíma. Ollu miklu tjóni á eynni. En voru hættar áður en yfirherstjórn S-Kóreu var búin að ákveða - hvernig ætti að bregðast við.

Lítið var síðan gert í kjölfarið. Nú vilja menn standa sig - í vissum skilningi. Betur.

En munurinn á 2010 og nú, er að nú er bakgrunns ástandið miklu mun varasamara.

Því N-Kórea hefur sagt upp vopnahléinu. Sem í gildi hefur verið síðan 1953.

Eini munurinn á heitu stríði og núverandi ástandi - er að þ.e. enginn byrjaður að skjóta.

-------------------------------

Svo þið sjáið af hverju ákvörðun forseta S-Kóreu er - hættuleg. Því það þíðir að yfirmenn sem stjórna litlum hluta heildarheraflans, geta í reynd hafið stríð!

En augljóslega er sú atburðarás mun varasamari en síðast, að ef undirforingi sem ræður litlum hluta víglínunnar - ákveður að láta menn sína ógna/ögra Sunnan mönnum. T.d. með því að skjóta nokkrum skotum yfir víglínuna. Eða sá lætur sína menn sækja mjög ögrandi fram - alla leið að sjálfri línunni.

Hættan er að ef á sama tíma, að mótherjinn er einnig ör í skapi - að sá mæti slíkri ögrun með því að; ganga skrefinu lengra.

Á stuttum tíma, geti skapast atburðarás "tit for tat" sem leitt gæti til stríðs, án þess að æðstu yfirmenn beggja herja hafi í reynd fyrirhugað þá útkomu.

Orðið - púðurtunna.

Á svo sannarlega við núna.

 

Niðurstaða

Mér virðist ástandið á landamærum S-Kóreu og N-Kóreu orðið svo bráðeldfimt. Að það eigi við að af litlum neista geti orðið mikið bál.

Ef menn fara ekki fljótlega að kæla ástandið. Þá getur hvað sem er gerst á næstu dögum.

Þ.e. mjög varasamt að viðhalda svo mikilli spennu - dögum saman.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Einar Björn, verst ef að norður Kóreu menn fara að skjóta þessu eldflaugadrasli sínu, reynslan hefur sýnt það að þeir hafa takmarkaða stjórn á þessu dóti sínu og andskotinn má vita hvar  þetta lendir.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 21:07

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þeir virðast ekki hafa marga skotpalla sem geta skotið þessum langdrægu.

Hingað til hafa þeir alltaf kynnt slík skot með nokkurra daga fyrirvara. En þetta virðast vera vökvknúnar flaugar þ.e. ekki með föstu eldsneyti.

Galli við þær er sá sami og alltaf hefur verið síðan Seinna Stríði, að eldsneytið er súrefni og vetni sem þarf að halda ofsaköldu. Einnig ofsalega eldfimt.

En ekki síst, að þú getur ekki haft þær með eldsneytinu nema stutta stund, því þá hleðst klaki utan á þær af rakanum í andrúmsloftinu, t.d. þess v. sem klaki hrundi alltaf af stóra tankinum á geimskutlunni þegar dæminu var skotið á loft. Þú vilt ekki að of mikið af slíku sé utan á þeim.

Slíkum flaugum er því ekki unnt að skjóta nema með a.m.k. 15-20 mínútna fyrirvara. Því varðveittar tómar. Þarf að setja síðan eldsneytið um borð áður en skotið á loft. Þungt í vöfum sem sagt.

Ástæða að Rússar - Kínv. og Bandar.m. nota fast eldsneyti á eldflaugar sínar. En þ.e. ekki svo auðveld tækni að þróa slíkar. Sem virka og eru áreiðanlegar. En eldsneytið er í reynd form af sprengiefni - eiginlega stórir flugerldar. En þegar þér hefur tekist það.

Þá eins og stór flugeldur. Unnt að geyma hann tilbúinn í töluverðan tíma, án nokkurs sérstaks viðhalds, getur skotið á loft með andartaks fyrirvara.

---------------------

Punkturinn er, að líklega verða þessar flaugar eyðilagðar mjög hratt.

Þeir þurfa eiginlega að skjóta þeim strax á fyrstu klukkustund átaka.

Ef þau hefjast óundirbúið. Er óvíst að þeir næðu því áður en skotpallarnir væru eyðilagðir.

En þ.e. ekki eins og þeir séu ósýnilegir, né er undirbúningur undir skot það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.4.2013 kl. 22:52

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Einar.

Eigum við ekki bara að leyfa þeim gulu að grisja eigin kynstofn?

Er ekki offjölgun á þessu svæði?

Jón Þórhallsson, 2.4.2013 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 834
  • Frá upphafi: 849011

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 768
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband