Lík Hugo Chávez forseta Venesuela verður smurt og haft til sýnis héðan í frá!

Áhugavert að nefna það lík hverra annarra hafa með sama hætti, verið höfð til sýnis árum jafnvel áratugum saman. Þeir eru - Lenín, Stalín og Maó. Síðan rámar mig í að Ho Chi Minh hafi einnig fengið sambærilega smurningu, og sé til sýnis í Hanoi í Víetnam.

Síðan er einnig áhugavert hverjir mættu til útfararinnar: Raul Castro kom fyrstur og heiðraði kistuna, síðan kom Mahmoud Ahmadi-Nejad og smellti kossi á kistuna, Alexander Lukashenko táraðist við, síðan voru lesin skilaboð frá Bashar el Assad, en sá treysti sér ekki til að mæta. Þarna var einnig leikarinn Sean Penn, mannréttinda leiðtoginn Jesse Jackson og krónprins Spánar Felipe af Asturias.

Sennilega mætti krónprins þó vegna samskipta Spánar við Venesúela. Ekki nein sérstök pólitísk skilaboð í því.

 

Það sem er merkilegt er þetta persónu "Cult" sem myndast í kringum slíka ofur vinstrisinnaða leiðtoga!

Ég man t.d. ekki til þess, að lík Francisco Franco væri smurt. Það var á viðhafnarbörum í einhverja daga rámar mig en síðan lagt til hinstu hvílu í grafhvelfingu við Valle de los Caídos mynnismerkið um þá sem létust í spænska borgarastríðinu nærri Madríd. Sannarlega fékk Pinochet ekki slíka viðhöfn.

Ég man ekki dæmi þess, að lík últra hægrisinnaðs leiðtoga, hafi fengið aðra meðferð eftir dauðann.

En greftrun.

  • Persónuleika "cult" sem myndast í kringum últra vinstrisinnaða leiðtoga.
  • Virðast með öðrum orðum, hafa sérkenni.

 
Það er víst búið að ákveða að halda nýjar forsetakosningar í apríl

Skv. fyrstu skoðanakönnun hefur Nicolás Maduro sem hefur verið skipaður forseti, forskot á keppinautinn Henrique Capriles, 46.4% á móti 34.3%.

En Capriles tapaði með 11% mun gagnvart Cháves í október sl.

Kjördagur verður nálægt 13. apríl, en þann dag 2002 náði Chaves aftur völdum eftir stutta valdaránstilraun andstæðinga innan hersins.

Það er víst umdeilt hvort það er réttmæt ákvörðun, að skipa Maduro forseta. En skv. lögum á víst forseti hæstaréttar að vera forseti til bráðabirgða falli kjörinn forseti frá án þess að hafa svarið embættiseið, eins og á við um Chaves, sem aldrei hafði heilsu til að sverja eið sem forseti fyrir þetta kjörtímabil.

En skv. úrskurði hæstaréttar sem er víst skipaður að mestu leiti einstaklingum völdum af Chaves í gegnum árin, er skipun Maduro réttmæt.

En það má treysta því að þetta verði notað í kosningabaráttunni sbr. viðbrögð Capriles.

"To become president, the people have to elect you,” said Mr Capriles, who argues that Mr Maduro needs to step down in order to campaign for president, according to the constitution. “Nicolás, no one elected you president.”"

  • Ég er a.m.k. á því að þetta land hafi mikla þörf fyrir stjórnarskipti.
  • Chaves reis upp, sem foringi mótmælahreyfingar, gegn spilltu flokkakerfi sem fyrir var.
  • Gömlu valdaklíkunum var steypt. En eins og þekkt er, þá hafa nýir menn gerst mjög nærri því eins spilltir og fyrirrennararnir.
  • En flokkur Chaves hefur mjög skipulega ráðist gegn gamla valdakjarnanum, mikill fjöldi fyrirtækja var þjóðnýttur og í hvert sinn skipaðir aðilar valdir af flokki Chaves.
  • Sem hefur þítt það, að ný valdaklíka hefur risið upp í kringum flokk Chaves í staðinn.
  • Chaves sjálfur hefur ekki haft spillingarorð, en spillingarorð er sannarlega farið að anga af flokknum, og aðilum tengdum honum.

------------------------------------

Ég held að þessi leið eigi eftir að reynast hafa verið mikil mistök. En mun skárra hefði verið, ef Chaves hefði stjórnað e-h í líkingu við Olaf Palme. Sem aldrei "þjóðnýtti einkafyrirtæki" með sambærilegum hætti.

En þessi leið, að taka yfir mikilvægustu fyrirtæki landsins, til þess sannarlega að veikja grundvöll mikilvægustu andstæðinga, og skipa í staðinn "flokksholla" - - í nær öllum sögulegum tilvikum.

Hefur slæmar afleiðingar.

En hættan er að þeir sem eru valdir, vegna hollustu við flokkinn. Hafi ekki þekkingu á rekstrinum. Sá lýði fyrir það. Og ekki síst, ef reksturinn fer að snúast um annað, en að reka þau vel og með hagnaði, þá eins og við sáum af kommúnístaríkjunum getur reksturinn orðið gríðarlega óhagkvæmur.

Með öðrum orðum, hætt að skila þjóðfélaginu hagnaði.

  • Versta dæmið á síðari tímum, er án efa hvernig forseti Simbabve Robert Mugabe, þjóðnýtti eignir hvítra bænda, og skipaði flokkshesta yfir þau landbúnaðarfyrirtæki í staðinn.
  • Afleiðing, hrun efnahags landsins.

Spurning hvernig ástand helstu útflutningsfyrirtækja Venesúela er.

En ég hef heyrt sögur í erlendum fjölmiðlum um það, að það sé pottur brotinn um rekstur margra þeirra.

Það var nýlega stór gengislækkun þ.e. þann 8. febrúar sl.

E-h í kringum 33% hef ég heyrt.

Það passar við fréttir um vandræði í rekstri útflutningsfyrirtækja - þ.s. rekstur þeirra sé að skila minnkandi arði, vegna óstjórnar - skort á endurnýjun tækja o.s.frv. Þau vandamál, séu að hlaðast upp.

Mér skilst reyndar, að veruleg hnignun annarra útflutningatvinnuvega hafi átt sér stað, þannig að olía sé orðin í dag um 90% útflutningstekna. 

Sem er vísbending þess, að önnur þjóðnýtt fyrirtæki - sé verið að reka niður í jörðina af hinum sérvöldu "flokkshestum."

  • Spurning hvort að Capriles geti notfært sér þetta ástand.
  • En lækkun gengisins, hlýtur að koma nú niður á kaupmætti almennings.

 
Niðurstaða

Það eru sennilega fá lönd sem þurfa meir á því að halda. Að ný stjórn taki við. En Venesúela. En mig grunar að alvarleg óstjórn sé til staðar og það sé mikil þörf á að hreinsa til, vel og rækilega.

En þetta stóra land, er ríkt af mörgu leiti. Og á að geta verið fært um að veita íbúum ágæt lífskjör.

Sannarlega voru stjórnvöld fyrri tíma, einkum af þjóna þröngum hópi ríkra landeigenda.

En lausnin var ekki, að þjóðnýta eignirnar og skipa flokkshesta yfir.

Það nær alltaf endar ílla.

Mun skárr hefði verið, að stjórn Chaves hefði farið um, eins og dæmigerð "kratastjórn" þ.e. skattar hefðu verið hækkaðir á ríka, en þeir hefðu áfram stýrt eignum sínum.

Það hefði geta skilað þróun yfir til svipaðs þjóðfélags og er til staðar í Evrópu, víða hvar þ.s. hagkerfið er á grundvelli einkaframtaks, en ríkið skattleggur nægilega mikið til þess að viðhalda endurdreifingu - dýru skólakerfi, tryggir ákveðna lágmarks framfærslu.

En þ.s. líklega er framundan, er hrun í lífskjörum a.m.k. til skamms tíma. Meðan, að atvinnulífið er endurskipulagt í annað sinn.

En mikið af rekstri er líklega í slæmu ástandi. Og ekki söluvara nema gegn frekar lágu verði. Og munu ekki skila arði til þjóðfélagsins líklega á ný fyrr en eftir einhver ár.

--------------------------------

Ef arftakar Chaves halda völdum. Mun líklega landið smám saman vera keyrt enn lengra niður í jörðina. Og lífskjarahrap verða stærra. Áður en viðsnúningur reynist mögulegur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 1394
  • Frá upphafi: 849589

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1285
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband