Stefnir í gjaldmiðlastríð þ.s. kallast á ensku "competitive devaluation"?

Tveir pistlar benda á eða vara við aðgerðum japanskra stjórnvalda, annar aðilinn með fullri samúð, en hinn varar við þeim aðgerðum, og bersýnilega óttast þær aðgerðir sem þar eru fyrirhugaðar.

Ambrose Evans-Pritchard - ritar einn pistil: Revolutionary Japan is suddenly the centre of world affairs

Jens Weidmann, yfirmann Bundesbank - í hann er vitnað í frétt FT: Weidmann warns of currency war risk

 

Það verður að viðurkennast að fljótt á litið virðast fyrirhugaðar aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar Japans - snar galnar!

  • Það á að hefja massífa prentunaraðgerð - til þess að lækka gengi jensins, frá þeim hæðum sem það hefur verið í, síðan kreppan í Evrópu og Bandaríkjunum hófst ca. 2007. Eitthvað sambærilegt við aðgerðir Seðlabanka Sviss - virðist þetta hljóma sem. Þ.e. að Seðlabanki Japans verði látinn prenta fullt af jenum, og þau verði notuð til að kaupa mikið magn af þeim gjaldmiðlum sem til stendur að lækka jenið gagnvart. Tja, eitt er að Sviss sé að þessu, en dálítið annað er, ef japanski Seðlabankinn, er látinn gerða hið sama.
  • Samtímis prentunaraðgerðinni, skulu opinber útgjöld aukin stórfellt - þó svo að ríkisskuldir Japans séu nú ca. 240%, og framkvæmdir af margvíslegu tagi auknar - auk þess að til stendur að verja umtalsvert auknu fjármagni til hernaðarmála.
  • Sem vísar til þriðja meginliðarins, sem sé þann - - að ný stjv. ætla að mæta stáli gegn hverju því stáli sem Kínverjar geta mætt þeim með, í þeim deilum sem nú standa yfir milli landanna.

Jens Weidmann - "“It is already possible to observe alarming infringements, for example in Hungary or in Japan, where the new government is massively involving itself in the affairs of the central bank, is emphatically demanding an even more aggressive monetary policy and is threatening an end to central bank autonomy,”" - "“Whether intended or not, one consequence could be the increased politicisation of the exchange rate,”" - "“Until now the international monetary system got through the crisis without competitive devaluations and I hope very much it stays that way.”"

Ok, hann vísar til sjálfstæðis Seðlabanka - Þetta er rétt, þ.s. ný ríkisstjórn hefur í reynd ekki gefið Seðlabankanum neitt val, annaðhvort fylgi hann stefnu stjórnarinnar eða það verði skipt um stjórnendur bankans.

Má reynd segja, að með því - afnemi ný ríkisstj. Japans sjálfstæði síns seðlabanka.

  • Best að nefna, að sjálfstæði Seðlabanka, er annaðhvort - mikilvæg framför við stjórnun peningamála.
  • Eða ríkjandi tíska eða hugmyndafræði, heilög kýr sem kominn er tími til að slátra. 

 

Bendi á, að ég hef lesið grein eftir hagfræðing, þ.s. því er haldið fram, að sjálfstæði Seðlabanka hafi einfaldlega ekki virkað - þ.e. ekki skapað þann aukna stöðugleika sem til stóð.

Sá Breti, bendir á að stjv. hafi litið svo á, að þau bæru enga ábyrgð á því að fást við verðbólgu, það væri komið yfir til seðlabankans - - þetta gerði mig mjög hugsi, því ég man mjög vel eftir því hvernig ríkisstj. DO og HÁ einmitt, hundsaði baráttu gegn verðbólgu, lét Seðlab. Ísl. einann um hana - - með þekktum slæmum afleiðingum.

Mér fannst því áhugavert, að breskur hagfræðingur skildi koma með þann punkt.

Sjá - 2012 Andrew Lilico - Put politicians back in charge of the Bank of England

Hann benti að auki á þá staðreynd, að sjálfstæðu Seðlabankarnir virðast ekki hafa staðið sig neitt betur, en þeir ósjálfstæðu áður gerðu. Eftir allt saman sé heimurinn í töluverðum vandræðum.

  • Hann vill meina að auki, að þeir séu í reynd í standandi vandræðum nú í kreppunni, þegar þurfi að taka óvinsælar ákvarðanir.
  • Þar sem pólitíkusarnir telji sig ekki bera ábyrgð, geti þeir komist upp með að gagnrýna Seðlabankann - þegar hann sé að gera þ.s. gera þurfi; en ef þeir yrðu að bera ábyrgðina, hefðu þeir ekki þetta frýja spil.

Mér finnst þessi röksemd hans - - að pólitíkusar hafi í reynd hegðað sé minna ábyrgt, eftir að ábyrgðin var tekin af þeim - - tja; ÁHUGAVERÐ.

Með allt samfélagið á móti sér, hafi Seðlabankastjórarnir ekki það bakbein sem til þurfi.

  • Best að halda til haga, að hann er íhaldsmaður - fylgjandi íhaldsamri peningastefnu. En telur að sú leið, að gera Seðlabankana sjálfstæða - hafi verið röng leið að markmiðinu.
  • Pólitíkin, hafi notfært sér að bera ekki lengur ábyrgð á peningastefnunni - þannig að rekstur ríkisstjórna hafi aldrei að hans mati, verið minna ábyrgur en á sl. áratug.

Ég er ekki búinn að ákveða að ég sé sammála honum - - en ekki heldur að ég sé ósammála.

Eitt treysti ég mér þó að segja, að eftir að hafa horft á hegðan ríkisstj. sl. áratugar í Evrópu, þ.s. flest löndin ráku sig í hallarekstri þó það væri efnahagsuppgangur, að það sannarlega getur e-h verið til í hans megin röksemd.

Að vísa stjórn peningamála yfir til svokallaðra sérfræðinga, geti leitt til minni ábyrgrar hagstjórnar.

Þetta er auðvitað alveg á haus við eina meginröksemd evrusinna - sem segja að eina leiðin til að fá fram ábyrgri hagstjórn, sé að svipta ísl. stjórnmálamenn - innlendri peningastjórnun.

Sem Íslendingi, hefur manni fundist, að brjáluð ráðdeild ríkisstjórnar DO og HÁ sem létu baráttu við verðbólgu lönd og leið, hljóti hafa verið sérísl. fyrirbæri - - en ábending Lilico, vísar til þess að þetta hafi þvert á móti, verið miklu mun útbreiddara hegðunarvandamál ríkisstj. þess áratugar.

 

En eru áætlanir ríkisstjórnar Japans - galnar?

Rétt að hafa í huga, að japanska módelið sem hefur verið til staðar síðar kreppan þar hófst síðla árs 1989, er líklega komið að endimörkum - hvort sem er.

En síðan Japan varð fyrir gríðarlegu áfalli í jarðskjálfta fyrir rúmu ári, hefur hagkerfið verið í kreppu.

Hagstæði viðskiptajöfnuðurinn er farinn - - en vegna frægs kjarnorkuslyss, var næstum öllum kjarnorkuverum Japans lokað.

Í staðinn hefur verið stórfellt aukinn innflutningur á olíu og gasi, þ.e. innlend raforkuframleiðsla kúpluð út fyrir innflutta orku - - > Hinn hagstæði viðskiptajöfnuður fyrri ára er horfinn.

Það er ekki vilji til þess, að ræsa kjarnakljúfana á ný.

Þetta þíðir í reynd - - að japanska módelið, eins og það hefur verið sl. 2 áratugi, er búið að vera.

  • En án hagstæðs viðskiptajöfnuðar, sé ég ekki möguleika til þess, að japanska ríkið geti haldið áfram að standa undir, óskaplegum skuldum. Þeim mestu í heimi sem hlutfalli af þjóðarframleiðslu.
  • En Japan er nú í nær efnahagslegri kyrrstöðu.
  • Án hagstæðs viðskiptajöfnuðar, hafi það ekki næga - hagvaxtargetu.

------------------------------

Aðgerðaáætlunina má því kalla - "last act of desperation."

Ég er þó sammála aðvörunum Weidman að því marki, að mér virðist afskaplega líklegt - að með þessari aðgerðaáætlun, muni Japan starta - - GJALDMIÐLASTRÍÐI.

 

Hvað gerðist síðast? En 1931 hóf Seðlabanki Japans mjög sbr. aðgerð!

Ambrose Evans-Pritchard lýsir þessu jákvætt, en rétt er að muna hvernig það endaði.

Já, það startaði hagvexti í Japan árin 1931-1936. Gengi jensins lækkaði ca. 40% vegna þeirra aðgerða. Japanskar framleiðsluvörur þess tíma, urðu óskaplega samkeppnisfærar - um tíma.

  • En eftir 1936 endaði dæmið í óðaverðbólgu,
  • Bretar tóku upp haftastefnu þ.e. lokaða verslun innan síns heimsveldir,
  • Bandaríkin hófu sína haftastefnu.
  • Með öðrum orðum, heims viðskiptakerfi þess tíma, hrundi.

Svo fór Japan í stríð þ.e. innan Kína 1937. Spurningin hvort efnahagsleg vandræði, hafi þá knúið ríkisstjórnina - - til þeirra hernaðarævintýra. Sem eins og frægt er, enduðu mjög ílla.

Menn hafi dreift huga almennings frá vandræðum heima fyrir.

Sem setur aftur í samhengi það, að ný ríkisstj. Japans, ætlar einnig að mæta hart með hörðu, í deilum við Kína.

Til stendur, að efla herinn - stórefla herinn, flotann og flugherinn.

 

Hvað kemur fyrir evruna ef Japan hefur prentun?

Það má reikna með því, að hún hækki í verði gagnvart jeni!

Þetta er eðlilegt, en vegna þess að Seðlabankar beita ekki neikvæðum vöxtum, þá má segja að prentun komi í staðinn - þegar "0" vextir eru ekki taldir duga.

Hækkun evrunnar er í reynd slæmar fréttir fyrir Evrópu. 

  • Að sjálfsögðu munu einhverjir kjánar - líta á með stolti er gengi evrunnar þannig hækkar!

En slík gengishækkun, getur verið síðasti líkkistunaglinn, fyrir löndin í S-Evrópu í vandræðum.

En þau eru að leitast við að ná fram hagstæðum viðskiptajöfnuði - - stóra vonin er að auka útflutning, svo sjálfbærni skulda verði náð fram.

Sannarlega hefur Spánn á sl. ári aukið útflutning - - en það allt getur farið í baklás, ef gengi evrunnar fer að hækka verulega gagnvart hinum 3 megingjaldmiðlunum, fyrir utan hið kínv. renminbi.

Sannarlega er kínv. markaðurinn mjög vaxandi að mikilvægi fyrir Evr. - - en ég sé ekki alveg að Kína sé til í að skipta um hluverk, þ.e. að verða markaður fyrir Evr. í stað þess að Evr. sé markaður fyrir Kína.

Kínv. stjv. muni því líklega, spila sinn eigin gengisleik.

  • Málið er, að það var ekki síst hið tiltölulega lága gengi Evrunnar á sl. ári, sem var að hjálpa S-Evr.
  • Ef evran fer upp á þessu ári - - Ath., þó svo að ECB sé með einungis 0,5% vexti, eru samt vextir hans mun hærri í reynd en Seðlabanka Bandar., Bretland og svo Japans - eftir að Japan hefur prentun. Því prentun er ígildi vaxta innan við "0." 

Svo að í samhenginu, er ECB þá í reynd ekki með svo mikinn slaka í stefnunni.

ECB verður þá aftur orðinn að Seðlabankanum, af þessum 4 - - með langsamlega stífustu stefnuna. 

Þó svo að stefna ECB í dag, sé sú slakasta sem hann hefur nokkru sinni beitt.

-----------------------------

Afleiðing af prentunarkeppni Seðlabanka Japans, Bretland og Bandaríkjanna. Getur því orðið, dýpkun kreppunnar í S-Evrópu á þessu ári.

Sem mun þá gera kröfuna um aðra peningastefnu, mjög svo háværa frá fulltrúum ríkja S-Evrópu.

  • Þá verður áhugavert að sjá, hvort að N-Evr. tekst að halda áfram að hindra "prentun." 

 

Niðurstaða

Eitt virðist öruggt. Ef stefna nýrrar ríkisstjórnar Japans. Verður á þá leið, sem talað hefur verið um. Mun sú stefna rugga mjög rækilega efnahagsmálum heimsins. 

Hvað það akkúrat leiðir til, verður að koma í ljós. Einn munur á 1931 er, að skuldir japanska ríkisins eru miklu hærri í dag. Mér virðist því líklegt, að vextir japanska ríkisins muni hækka - sem mun hækka töluvert hallarekstur þess, umfram þá aukningu vænti ég er nú er stefnt að. Þannig að þá fer skuldsetning þess í eigin gjaldmiðli, að vaxa ærið hratt - til viðbótar við núverandi ca. 240%. Markaðir muni fara að verða a.m.k. minna rólegir - gagnvart Japan, virðist manni klárt.

Það getur þítt, að vextir japanskra banka hækki einnig. Þá getum við séð eins og í Evr. bankavandræði í Japan í ofanálag. Ef málin verða leyst þá með enn meiri prentun - - getur það vel gerst. Að sú prentun verði næg til þess, að lyfta verðbólgu verulega hærra en einungis 2% - sem japönsk stjv. tala um að viðhafa sem viðmið. En í Japan hefur verðbólga sl. 2 áratugi verið yfirleitt mun lægri en það.

Þetta geti því verið svokölluð - verðbólguleið.

------------------------

En maður veltir fyrir sér, hvernig það víxlverkar við stefnu "Bank of England" og "Federal Reserve." Eða stefnu "European Central Bank."

Fara Seðlabankar Bretland og Bandaríkjanna að togast á - - verður þá ECB fyrir sannkölluðum prentunarstormi?

Þá getur gengi evru risið verulega hressilega gagnvart þessum þrem gjaldmiðlum - - það hágengi, valdið S-Evr. ríkjum nýjum efnahagslegum búsifjum, ofan í núverandi kreppuástand.

  • Árið getur því orðið áhugavert - eftir allt saman!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 264
  • Frá upphafi: 847378

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 261
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband