Gengishækkun væri mjög skilvirk aðferð til að bæta lífskjör, þannig séð hefur ASÍ að því leiti rétt fyrir sér!

Eins og heyra má í fjölmiðlum, liggur fyrir samkomulag um kjarasamninga. Þeim verði ekki sagt upp. En gildistími er styttur til 30. nóvember. Síðan skv. fréttum, að ASÍ og SA skuli vinna saman að gengismálum, eflingu atvinnumála - af orðum Gylfa Arnbjörnssonar má ráða. Að hann vill hækka gengi krónunnar. Talar um þann vanda, að lágt gengi krónu hafi stuðlað að verðbólgu. Og um helmingur meðlima ASÍ hafi ekki náð hækkun kaupmáttar á sl. ári.

SA og ASÍ kynna samningsdrög

Vill klára samninga hraðar en áður

 

Lykilatriðið er náttúrulega hvernig hugmyndir um gengishækkun eru hugsaðar!

Það sem vantar í fjölmiðlaumræðu þegar rætt er um lággengi krónu í dag - - er samhengið við erfiða skuldastöðu.

En gengið miðast að sjálfsögðu einfaldlega við það markmið, að tryggja að nægilegur afgangur af gjaldeyrisinnkomu þjóðarinnar sé til staðar; svo landið sé gjaldfært.

Gengið getur þessi misserin ekki haft neitt annað mikilvægara viðmið en þetta.

Að auki vantar í fjölmiðlaumræðuna, að á sl. ári hófust greiðslur af AGS lánum - - að sjálfsögðu stuðlaði það að enn frekara lággengi krónu; er ekki með nákvæma greiningu á því af hverju krónan lækkaði svo skarpt sl. haust, en þar ræður örugglega í bland þessi aukna skuldabyrði ásamt því að þá minnkuðu gjaldeyristekjur.

  • Það var að sjálfsögðu tóm tjara, að taka lán til að styrkja gengi krónu.
  • Erlendar skuldir, þvert á móti ávallt lækka gengið.
  • Eðlilega, því að gengið getur ekki verið hærra en svo til lengdar, en að landið eigi fyrir innflutningi grunnnauðsynja og því að greiða af erlendum skuldum.

Lykillinn fyrir hugsanlegri gengishækkun - - liggur að sjálfsögðu í atvinnuuppbyggingu.

Þá nánar tiltekið í uppbyggingu nýrra gjaldeyrisskapandi greina og/eða viðbót við þær núverandi gjaldeyrisskapandi, í þeim tilvikum að aukning þeirra sem þegar eru til staðar er möguleg.

Þetta er að sjálfsögðu eina leiðin sem er til boða, til þess að hækka lífskjör - - að auka gjaldeyristekjur landsmanna.

Það er auðvitað þá í himna lagi, að taka kjarabótina út í gengishækkun frekar en launahækkun:

  1. Gengishækkun er verðbólgulækkandi aðgerð, meðan að launahækkanir auka ávallt á verðbólgu.
  2. Að auki, myndi lánskjaravísitala virka þá öfugt, þ.e. lækka lán - svo út í þ.e. farið, er sennilega gengishækkunarleið, sú leið til kjarabóta sem mestu í reynd skilar.

En það á það sama við, og á við hækkun launa.

Að peningur þarf að vera til fyrir gengishækkuninni.

Þá að sjálfsögðu í formi, nægilegrar aukningar gjaldeyristekna.

 

Niðurstaða

Gengishækkun væri fræðilega fín leið til að hækka lífskjör. En þ.e. í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu, að gengið sveiflist í báðar áttir, þ.e. ekki einungis niður heldur einnig stundum upp. Hingað til hefur það verið venjan, að taka kjarabót út í hækkun launa. Það er alltaf óhjákvæmilega verðbólguvaldandi. Það einfaldlega getur ekki haft aðra útkomu - því mikilvægar stéttir starfa á vinnustöðum sem hafa sínar tekjur af sölu vöru eða þjónustu. Slíkir aðilar geta auðvitað ekki greitt laun, nema af þeim tekjum sem þeir fá fyrir þá sölu vöru eða þjónustu.

Ef aftur á móti, sama kjarabót er tekin út með gengishækkun. Þá á sér stað engin víxlverkan launa og verðlags. Þ.s. innflutningsaðilar geta keypt inn á hagstæðara gengi, getur vöruverð lækkað. Svo verðbólga fer niður. Jafnvel fræðilega getur orðið verðhjöðnun - sem væri ekki varasamt fyrirbæri hérlendis, því innlend framleiðsla til neyslu er svo lítill hluti af hagkerfinu. Svo skilst mér að vísitala verðlags eigi að virka öfugt, lækka lán ef gengið hækkar.

Auðvitað myndi þetta þá þíða, að launahækkanir sem slíkar - myndu þá í staðinn sennilega ekki vera neinar, eða mjög óverulegar.

  1. Fögnum því ef ASÍ ætlar að leggja sitt á vogaskálar, til að stuðla að eflingu gjaldeyristekna.
  2. En umræða innan samfélagsins hefur verið erfið, þegar kemur að slíkri uppbyggingu - - ef svo fjölmenn og öflug samtök, styðja áætlanir um atvinnuuppbyggingu.
  3. Þá má vera, að það verði með nýrri ríkisstjórn mögulegt - að koma slíkri uppbyggingu af stað, og hefja af alvöru það verk. Að lyfta upp á ný kjörum landsmanna!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Einar eins og svo oft áður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.1.2013 kl. 00:11

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Önnur leið er líka fær til þess að auka kaupmátt launafólks og bótaþega; að hækka tekjuskattsþrep og/eða persónuafslátt. 

Þá þyrfti reyndar ríkisapparatið að beita sparnaði á ýmsu óþörfu á móti - sem er eitur í þess beinum.

Kolbrún Hilmars, 16.1.2013 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 264
  • Frá upphafi: 847378

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 261
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband