Hráskinnaleikur í Grikklandi!

Það má vera að einhver ykkar hafi heyrt um svokallað "endurkaupa prógramm" sem virkar þannig, að gríska ríkið fær lánaða tiltekna upphæð til að kaupa aftur eigin skuldabréf. Svo hæpið taldi Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn það prógramm. Að hann hefur neitað að greiða sinn hluta hinnar 3. björgunaráætlunar Grikklands. Fyrr en niðurstaða þess prógramm liggur fyrir. Það þíðir því, að hagstæð útkoma þessara "endurkaupa" er forsenda þess. Að Grikkland geti hindrunarlaust haldið áfram inni í evrunni, a.m.k. eitt ár til viðbótar.

Fyrir helgi kom mjög grunsamleg frétt:  Positive signals for Greek buyback offer

  • "The country’s four largest banks contributed a large part of their €17bn holdings of bonds, after the Greek finance minister said it was their “patriotic duty” to ensure the buyback’s success."
  • "Together with local pension funds and a remnant of European institutional investors and banks, this should bring the total tendered above the required €30bn mark, according to local bankers."

Takið eftir:

  1. Gjaldþrota grísku bankarnir, þeim er látið blæða.
  2. Og að auki, er gengið á gríska lífeyrissjóði. Þeim einnig látið blæða. 
  • Og í fréttinni, er talað frekar jákvætt um, að áætlunin virðist ganga upp.
  • Ef einhver vafi var á því, að "björgun 3" sé bara skammtíma-aðgerð. Þá held ég að slíkur vafi sé bersýnilega horfinn.

John Dizard í pistli sem er á vefsíðu FT í dag sunnudag, benti á hvað þetta þíddi. Að grísku bankarnir skuli hafa verið neyddir til að taka þátt.

Hope for Europe rises as game of pretence ends

  • "While all the details, and ultimate size, of the Greek bond buyback are not clear, it is certain that the Greek banking system will, proportionately, be the biggest loser of the bond buyback. The Greek banks will be selling their bonds for 33 cents on the euro, which will result in a loss of perhaps €4bn of capital."
  • "Take that loss, multiply it through the magic of a fractional reserve banking system in a fairly small economy such as Greece’s, and you get an idea of what will happen to the provision of credit to the country’s private sector."
  • "Greece is now set to go through another year of depression. So extreme right and extreme left parties’ support is shooting through the roof. Keeping the headlines small until the September 2013 German elections will be a very challenging task for the eurocracy and its Greek friends."

Ástæða þess að hann sér von er sú, að hann ályktar að vitleysan geti ekki orðið mögulega steiktari.

Næst hljóti menn að leita raunhæfari lausna :)

 

Það sem þetta þíðir

Spurning hvernig þessu verður reddað. En grísku bönkunum verður ekki heimilað að rúlla a.m.k. áður en þingkosningar fara fram í Þýskalandi nk. september. Þannig, að verið geti að Seðlabanki Evrópu, verði eina ferðina enn að heimila nýja fjármögnun þeirra -- í gegnum útibú Seðlabanka Evrópu í Grikklandi, þ.e. Seðlabanka Grikklands. Þá veitir hann svokallað "emergency liquidity assistance" eða E.L.A. sem er fjármagnað með skuldabréfi frá grískum stjv. Sem setur málið í hring.

Ef þeir geta starfað með harmkvælum með e-h minna eiginfé. Þá verður aðgangur að lánsfé enn erfiðari en áður. Eins og Dizard bendir á. Sem þá skapar viðbótar samdráttaráhrif inn í grískt efnahagslíf.

Á sama tíma, og á nk. ári verður keyrt á mjög harðan viðbótar niðurskurð af ríkinu.

-------------------------

Svo má ekki gleyma tapi þessara ótilteknu lífeyrissjóða. Sem væntanlega leiðir til skerðingar greidds lífeyris. 

En mér skilst að margir atvinnulausir Grikkir, búi nú hjá öldruðum foreldrum. Séu háðir þeirra lífeyri. Svo fólkið líði ekki hungur.

 

Niðurstaða

Hve lágt ESB leggst þegar kemur að hráskinnaleiknum gagnvart Grikklandi. Hættir ekki að koma manni á óvart. Það vissu allir fyrirfram, að þessi "endurkaupa" leið sem haldið var fram af ríkisstjórn Þýskalands - væri tóm steypa. Eins og sést að ofan, þá er þetta bersýnilega sú sýndarmennska sem menn sögðu þetta líklega verða.

Markaðurinn var augljóslega ekki ginnkeyptur fyrir tilboðinu, innan við ári eftir að fjöldi einkaaðila var þvingaður til að afskrifa allt að 70% af sinni eign.

Þá hafi menn ekki viljað, afskrifa annað eins aftur. Sennilega þá heildarafskriftir er myndu nálgast 90%.

Þegar opinberir aðilar þverneita að afskrifa eina staka evru.

Svo gríska ríkið, svo það fái þessa 40ma.€ greidda sem til stendur. Gengur fram, og þvingar innlenda aðila sem það hefur lögsögu um, til þess að redda málinu. 

Þó svo að augljóslega, afleiðingar af þeirri aðgerð muni bitna síðan á gríska hagkerfinu. Þá virðist skipta megin máli, að halda dæminu í gangi - nokkra mánuði til viðbótar.

Endemis þvæla.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 76
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 1442
  • Frá upphafi: 849637

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 1328
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband