Angela Merkel virðist ætla að fresta mikilvægri ákvörðun fram yfir þingkosningar!

Það er eiginlega þ.s. blasir við, að Merkel er að hugsa um þingkosningarnar í Þýskalandi í sept. 2013. Hennar fyrsta hugsun er ekki vandræði hinna ríkjanna eða evrunnar, heldur hvernig hennar flokkur geti haft sigur. Með það í huga, er auðveldara að skilja útkomu leiðtogafundarins sl. fimmtudag!

 

Ályktun: European Council conclusions on completing EMU1 - Adopted on 18 October 2012

  1. "The European Council invites the legislators to proceed with work on the legislative proposals on the Single Supervisory Mechanism (SSM) as a matter of priority, with the objective of agreeing on the legislative framework by 1 January 2013."
  2. "Work on the operational implementation will take place in the course of 2013."

Ég tók út þ.s. líklega eru lykilatriðin - - ef einhver plús er í þessu, þá er það í fyrri setningunni, að það er gefinn tímarammi, skv. honum eiga lögin um nýtt "embætti sameiginlegs bankaeftirlits" að vera tilbúinn þann dag.

Til að sjá af hverju margir fjölmiðlar tala um Merkel sem sigurvegara, þá er rétt að rifja upp atriði úr ályktun síðasta fundar þann 29/7 sl.:

"When an effective single supervisory mechanism is established, involving the ECB, for banks in the euro area the ESM could, following a regular decision, have the possibility to recapitalize banks directly."

Berið þetta saman við atriði 2. að ofan, það er með öðrum orðum búið að fjarlægja loforðið frá fundinum í lok júlí, sem talið var þíða að létt yrði undir með Spáni. 

En þ.e. vandi Spánar, sem einna helst knúði fram þá fyrri ályktun, þ.s. virtist vera gefið loforð um það, að spænskir bankar myndu geta fengið fjármögnun beint frá "ESM (hinn nýji björgunarsjóður evrusvæðis sem nýlega tók til starfa) án þess að ríkissjóður Spánar myndi þurfa að bera á því ábyrgð.

Þetta var af mörgum hagfræðingum talið vera sigur - - og draga mjög úr hættunni á falli evrunnar.

  • Það er ekki undarlegt að margir sem tjá sig um þessa útkomu - - telji það augljóst að Merkel ætlar að tefja/þæfa málið a.m.k. fram yfir kosningarnar í sept. 2013.


Er þetta fyrrískur sigur?

Það er afskaplega óljóst í reynd hvað það akkúrat þíðir, að "sameiginlegt bankaeftirlit" skuli taka til starfa einhverntíma á nk. ári - en Merkel tjáði sig í fjölmiðlum á föstudag og sagði eftirfarandi:

"There will not be any retroactive direct recapitalisation. If recapitalisation is possible, it will only be possible for the future, so I think that when the banking supervisor is in place we won't have any more problems with the Spanish banks, at least I hope not."

Takið eftir - ef setningunni!

Hún vill ekki einu sinni lofa því, að þetta verði nokkru sinni!

Má jafnvel segja, að hún sé að undirbúa jarðveginn fyrir að það verði endanlegt "nei."

Hefur Angela Merkel "drepið evruna"?

Pælið í þessu, Spánn er í miklum vanda vegna þess að stöðug hnignun hagkerfisins grefur undan fjárhagslegum stöndugleika bankanna í því landi.

Þegar hefur ríkisstjórn Spánar ákveðið að verja e-h um 60ma.€ til þess að endurfjármagna þá.

Og skv. ofangreindum ummælum, mun ekkert af því fé koma til álita - þ.e. "no legacy cost."

Það einnig, þíðir að t.d. Írland getur ekki létt undir sér, með því að færa eitthvað af sínum skuldbindingum undir hatt "ESM."

Spurningin er - - hvað gerist á næsta ári!

Ríkisstjórn Spánar virðist hafa tekist að klára fjármögnun út þetta ár - - svo ekkert gerist á þessu ári héðan í frá, að flestum líkindum.

En enginn nema ríkisstjórn Spánar trúir því að samdráttur þar verði bara 0,5%. AGS Spáir yfir 1% samdrætti. Nánast ekki nokkur óháður aðili Spáir minni samdrætti en milli 1-2%.

Ekki má gleyma, að ríkisstjórn Spánar hefur ákveðið að innleiða mjög harðar viðbótar sparnaðaraðgerðir sem koma til framkv. á næsta fjárlagaári, ofan í fyrri aðgerðir áður tilkynnt um.

Sviðið virðist sett, fyrir mjög mikinn samdrátt það ár - - en launakostnaður á Spáni hefur nærri því ekkert lækkað, meðan að á Írlandi hefur launakostnaður lækkað umtalsvert.

Þannig, að aðlögun launa er "algerlega eftir" og hún verður að fara fram, ef Spánn á að geta náð því að stöðva stöðuga hnignun atvinnulífsins.

En það virðist, að sú staðreynd að það er mjög erfitt á Spáni að reka þann sem hefur samning um fastráðningu, en líklega er það ástæða þess að laun eru ekki að lækkað - öfugt við Írland.

Þannig, að þrátt fyrir 25% atvinnuleysi, sé það ástand ekki að skapa neinn hinn minnsta þrýsting til launalækkunar, því fyrirtæki geti ekki hótað að reka fólk, og ráða atvinnulausa.

  • Í því ástandi, er líklega eina leiðin - að fyrirtæki verði fyrst gjaldþrota, síðan verði fólk endurráðið á nýjum samningum þegar þrotabúið er yfirtekið. 
  • En, slík yfirtaka fer líklega ekki fram fyrr, en kreppan hefur náð botni - þegar fjárfestar sjá að verð lækka ekki frekar.
  • Milli ástandsins í dag og ástandsins þá, getur liðið töluverður tími.

Gjaldþrotsleiðin til aðlögunar - þýðir mjög djúpann niðurspíral.

Þ.e. þetta atriði sem ég hef verið að benda á, þegar ég hef verið að tjá mig um hugsanlega aðild Íslands að evru.

En þá hrynja skatttekjur áfram saman á Spáni, halli ríkisins eykst áfram þó grimmt sé skorið niður.

Atvinnulausum heldur áfram að fjölgar hratt.

Á meðan hækka skuldir ríkisins stöðugt, samtímis því að þær hækka einnig sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, vegna stöðugs samdráttar sjálfs þjóðarbúsins.

Þetta leiðir til gjaldþrots - - ef sá spírall stöðvast ekki!

Við sáum slíkann dauðaspíral síðast þegar Argentína varð gjaldþrota, en þá var Argentína læst inni í annarskonar kerfi þ.e. "currency board." Það hefur sama galla, og að vera innan evru að því leiti, að ef hagkerfi lendir í aðlögunarkreppu eins og Spánn er nú staddur í, og ef samtímis tilraunir til aðlögunar bregðast. Þá er gjaldþrot - hinn rökrétti endapunktur. En í slíku kerfi er einnig lokað á gengisfellingu.

Hvað kemur fyrir Spán á nk. ári - - þegar líklega kemur í ljós, að samdráttur er verulega meiri en ríkisstjórn Spánar heldur í dag, og líklega mun koma í ljós enn frekari þörf á endurfjármögnun banka?

Og Merkel enn sem fyrr, sytur við sinn keyp - að horfa fyrst og fremst á kosningarnar sep. 2013.

 

Niðurstaða

Ég hef alltaf sagt að mögulegt sé að bjarga evrunni. En samtímis hef ég einnig alltaf sagt, að það mun kosta. Þannig að svarið við því hvort evrunni verður bjargað, fer eftir vilja þjóðanna til að taka á sig þann kostnað sem sú björgun kemur til með að kosta.

Spánn þarf mjög augljóslega aðstoð við það verkefni, að komast í gegnum kreppuna.

Ef Spánn fær ekki að velta fjármögnun banka yfir á ESM, þá er það ríkissjóður Spánar sem ber þann kostnað.

Mariano Rajoy virðist ætla að humma af sér að óska eftir aðstoð frá ESM til ársloka a.m.k., þannig að þá eru engin "kaup" Seðlabanka Evrópu á ríkisbréfum Spánar í gangi á meðan.

Það getur verið, að ekki fyrr en tölur um útkomu þessa ár liggja fyrir sennilega í mars 2013 eða apríl 2013, en þá kemur líklega í ljós meiri samdráttur og halli, um svipað leiti getur fyrsta vísbending um þróun upphafs ársins legið fyrir, og ef það sýnir einnig harkalegri samdrátt en ríkisstj. Spánar telur líklegt í dag. Þá mun þrýstingur á Spán magnast mjög hratt.

En þó kaup fari af stað, bindur það engan endi á kreppuna þar - - og ef Merkel á endanum segir "nei" við bankafjármögnun frá ESM, þá mun Spánn þurfa að slá lán í gegnum ECB í staðinn, og ríkissjóður Spánar því þar með skulda hverja þá viðbótar fjármögnun sem mun til þurfa.

Sá vítahringur skulda og frekari samdráttar, getur því undið mjög hratt upp á sig - á meðan að ECB á stöðugt hærra hlutfall skulda Spánar. Þar með aðildarríki evru, í gegnum að bera sameiginlega ábyrgð á ECB.

Spurning hvenær Spánn fer að hóta - - þið megið eiga þessar skuldir?

Þegar ECB á megnið af skuldum Spánar - - þá væri hótun um gjaldþrot sama og senda aðildarríkjunum reikninginn.

Hver veit, þegar atvinnuleysið verður orðið 30% rúm!

Þegar upplausn innan samfélagsins fer að nálgast alvarlegt stig.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Og svo kemur Ítalía, svo kemur Belgía, svo kemur Frakkland, endar þetta nokkurn tímann Einar???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.10.2012 kl. 17:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þessi lönd, franski hl. Belgíu eða Vallónía, Frakkland, Ítalía, Spánn, Portúgal - - þau tóku öll upp þau ströngu vinnuverndarákvæði, sem gera það nær ómögulegt að reka fólk með "fastráðningu."

Þetta gerir bersýnilega vinnumarkaðinn mjög ósveigjanlegan - - en ef þú ert í sameiginl. gjaldmiðli, er sveigjanlegur vinnumarkaður lykilatriði. Eða flest bendir til að svo sé.

Írland er að ná innri aðlögun, vegna þess að þar lækka laun þegar atvinnuleysi eykst - - en ég óttast, að sama sagan og á Spáni, muni endurtaka sig í hinum löndunum sem ég nefni.

Orsök, sennilega þessi "fallega hugsuðu á sínum tíma" vinnuverndarákvæði.

Það virkaði meðan þau höfðu eigin gjaldmiðil, og sá tak sveiflað laununum.

En þegar launin þurfa að lækka í staðinn - - er eins og að þær reglur, framkalli algera stíflu.

E-h verður að undan láta, ef stjv. ná ekki að slá af þessi ákvæði í löggjöf viðkomandi landa, þá er vart um annað að ræða en að atvinnulífið láti undan síga.

Erfitt að sjá að stjv. geti haldið vatni, þegar atvinnulífið gefur eftir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.10.2012 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 447
  • Frá upphafi: 847094

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 424
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband