Betra væri að tengja við annað "fast verðmæti" en gull!

Rétt að taka fram að "fast verðmæti" í reynd er ekki verðmæti með fast virði. Heldur, verðmæti sem aldrei verður verðlaust. Einungis "fast" í þeim skilningi.

Það er einmitt punkturinn, að virði svokallaðra "raunverðmæta" sveiflast. Virði þeirra er ekki stöðugt.

Það þíðir þó ekki að tenging við "raunverðmæti" í stað þess að tengja við annan gjaldmiðil, geti ekki verið verð íhugunar. Það sem það þíðir, er að það þarf að hugsa það af skynsemi, akkúrat hvaða verðmæti sé rétt að nota með þeim hætti.

Í reynd verður maður að hafa sömu hugsunina, er ef ætlun væri að tengja við "verðmæti" eins og maður væri að íhuga að tengja við gjaldmiðil annarrar þjóðar, eða körfu af slíkum.

Þ.e. að leita uppi tengingu sem hefur ekki mjög ólíkann sveifluhrynjanda, þeim sem okkar hagkerfi hefur, því tenging við þ.s. hefur mjög ólíkar sveiflur og þær sem viðkomandi hagkerfi hefur - slíkt framkallar ávallt að lokum, klassískar ógnanir við ríkjandi tengingu.

En það reynir ávallt á tengingu í kreppu - - en allar tengingar virka í góðæri.

Kreppa er "prófið" sem raunverulega máli skiptir.

Enn á eftir að koma í ljós hvort gjaldmiðillinn evra virkaði bara í góðæri, eða hvort sá stenst kreppuprófið.

Til að hámarka líkur þess að "tenging" standist kreppuprófið - þá er þumalfingursreglan, að tengja við það sem hefur sem líkastar sveiflur - þeim sveiflum sem ríkja í viðkomandi hagkerfi.

 

Hvaða grunnverðmæti hafa sveiflutíðni sem er líkust sveiflum okkar hagkerfis!

Gull fellur mjög augljóslega á því prófi - því að gull hækkar alltaf í verði, í alþjóðlegum kreppum.

Í núverandi alþjóðlegu kreppu, hefur gullverð hækkað um prósentu tugi síðan 2008, þ.e. einmitt klassísk ástæða þess að tenging hrynur, að þ.s. tengt er við hækkar meðan að hagkerfið sem býr við tengingu, lendir í kreppu.

Sem dæmi, þá var það einmitt undanfari gjaldþrots Argentínu að dollarinn fór í hækkunarferli, um svipað leiti lenti argentínska hagkerfið í kreppu - því meir sem dollarinn hækkaði, því meir dalaði útfl. iðnaður Argentínu, sem leiddi til hruns í útfl. tekjum -> hrun í skatttekjum ríkisins -> skuldasöfnun þess, svo fyrir rest ríkisþrot.

Ef stjv. ná ekki að höndla hina misvísandi þætti, er leiðin niður að bjargbrúninni hröð eða getur verið það.

----------------------------------

Ef við hugsum málið, þá liggur í augum uppi hvaða verðmæti henta okkar hagkerfi.

Hvaða verðmæti sveiflast líkast þeim sveiflum sem hrjá okkar hagkerfi?

  1. Fiskur sbr. alþjóðleg fiskverð.
  2. Ál, sbr. alþjóðlegt álverð.
  • Karfa samsett úr þessu ætti að sveiflast öllu jöfnu nokkuð nærri takti sveiflu okkar hagkerfis.

Það er meira að segja til hagfræðileg greining - sem leggur akkúrat til sambærilega tengingu við þetta, þ.e. að svokölluð "hráefnahagkerfi" tengi sig við einmitt þeirra helstu afturðir.

A Proposed Monetary Regime for Small Commodity Exporters: Peg the Export Price (‘PEP’)* Jeffrey Frankel, Harvard University.

Sannarlega nær slík tenging ekki út yfir allt!

  • T.d. er engin leið að bæta við ferðamennsku, því þ.e. ekki til nein sambærileg mælivog eins og alþjóðleg fiskverð eða alþjóðlegt álverð, sem unnt er að nota til viðmiðunar.
  • Á hinn bóginn, þá ætti þessi samsetning að valda mun sjaldnar eða síður vandræðum, en tenging við gjaldmiðil annarrar þjóðar.
  • Því, það sé minni munur að flestum líkindum milli sveiflu þessarar vogar vs. okkar hagkerfis - og líklegrar sveiflu gjaldmiðils annarrar þjóðar vs. okkar hagkerfis. 

Málið er að ég er með eina hagfræðilega greiningu í viðbót, einnig greining erlendra aðila:

Commodity currencies and the real exchange rate, Paul Cashin, Luis F. Céspedes, and Ratna Sahay

  • Sjá Töflu 2 - mæld fylgni er sterk eða 40,9%.  
Það er mæling þeirra á áhrifum fisks og áls á gengi krónu yfir þann áratug er þeir höfðu til viðmiðunar.

 

Hver er þá stóra sveiflan sem eftir er?

Skv. greiningu Ólafs Margeirssonar hagfræðings, er það bönkunum að kenna, þ.e. endurteknum útlánabólum sem þeir búa til.

Sjá greiningu hans -  Grein Ólafs Margeirssonar um "kjörgengiskerfið."

Skoðið mynd sem hann hefur sett upp, sem virðist sýna mjög greinilega tengingu milli gengisfalla og útlánatoppa ísl. bankastofnana í gegnum tíðina.

Sú stýring sem hann leggur til er byggð á hugmynd annars hagfræðings, þ.e. Leigh Harkness.

Í grein Ólafs Margeirrsonar má sjá eina lýsingu á þeirri hugmynd.

Ég sjálfur skrifaði einnig um þá sömu hugmynd - Er svokallað "kjörgengiskerfi" hentugt fyrir Ísland?

  1. Punkturinn er að taka á endurteknum útlánasprengingum bankanna.
  2. En einnig helst samtímis, loka á að þeir geti leikið sér með gengið þ.e. það sé gróðavænlegt.
  • Ég tel að sú leið nái fram báðum markmiðum - þ.e:
  1. Með því að reglan er að bankarnir geti ekki lánað meir en þeir eiga gjaldeyri fyrir - þá sé komið í veg fyrir að þeir geti búið til meira af krónum, en raunverulega er til fyrir í gjaldeyrissjóðum, sem ávallt leiðir til viðskiptahalla og síðan gengisfalls er gjaldeyrissjóðir tæmast.
  2. Sú sama regla tel ég að einnig nái fram hinu markmiðinu, því með því að viðmiðið er hvað er til í gjaldeyri, þá sé engin leið að beita því "trixi" að hækka gengi krónunnar til að auka eftirspurn eftir lánum. Þeir skella þá á þeim vegg - að þeim er ekki heimilt að lána meir en þeir eiga sjálfir gjaldeyri fyrir, Leigh Harkness leggur til 90% hámark.
  • Reyndar tel ég, að sú regla leiði þá til að vilja sem mestan gengisstöðugleika, því á sama tíma og þeir græða ekki á að hækka gengið, þá tapa þeir einnig á lækkun þess - en þá minnkar eftirspurn eftir lánum; bankar græða á lánastarfsemi.


Niðurstaða

Það getur verið að það fari vel saman, að sameina það tvennt - þ.e. tengingu krónunnar við okkar eigin útfl. afturðir.

Og að beita leið Leigh Harkness, til að loka á að bankarnir "leiki sér með gengið" annarsvegar og hinsvegar, loka á að þeir búi til of mikið magn af krónum þ.e. meira en forsendur eru fyrir.

-------------------------

Tengingin dugar vel þá á þær sveiflur sem útfl. greinarnar skapa.

Meðan, að hin leiðin tekur út þær sveiflur sem bankarnir búa til.

  • Sannarlega nær þetta ekki fram því markmiði, að svipta bankana því að "búa til peninga," á hinn bóginn lít ég á þ.s. mikilvægara markmið, að loka á að þeir geti grætt á að leika sér með gengið.
  • En ég sé ekki, að auljóst sé að svokallað "full reserve" kerfi, loki þeim möguleika - að bankar geti grætt á þann hátt, að hækka gengið. Sannarlega, minnkar það stórfellt hættu á útlánabólum, að taka upp "full reserve" kerfi. Á móti kemur, að við búum við smáan gjaldmiðil sem þarf ekki mjög stórar upphæðir til að sveifla. Ef gjaldmiðillinn er á markaði - þá ættu þeir geta haft áhrif á gengið, í viðskiptum með gjaldeyri á erlendum mörkuðum. Ef þ.e. ekki heftandi regla í gegnum gjaldeyris-eign, þá sé enn möguleiki á að þeirri leið sé beitt að hækka gengið, með inngripum bankanna inn á markaði með gjaldeyri. En það ætti enn gilda, að hækkað gengi leiðir til aukinnar eftirspurnar eftir lánsfé.

Það ætti að vera mögulegt að skapa smám saman það ástand, að á Íslandi sé ekki að ráði hærri verðbólga en í öðrum löndum.

Ég er ekki að segja að hún verði ekki eitthvað meiri, en það bil á að vera unnt að minnka mikið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

Sæll Einar.

Ég hef eiginlega komist að sömu niðurstöðu og þú. Nú er bara að útfæra / hugsa þetta nánar, ekki satt ? Ég sé að Gunnar Tómasson hefur verið í sambandi við Harkness hérna upp úr aldarmótum út af IMF í Argentínu:) http://archives.econ.utah.edu/archives/pkt/2002m05/msg00040.html

Hólmsteinn Jónasson, 15.10.2012 kl. 09:33

2 Smámynd: Elvar Eyvindsson

Sæll Einar Björn. Mér finnst þessar pælingar um "hvað svo", mjög áhugaverðar. Afnám gjaldeyrishafta er heitasti smellurinn í dag en enginn segir hvað gerist eftir það. Augljóst ætti að vera að fullkomin opnun gengur ekki. Varla eru menn að vona að hægt sé að prenta endalaust af peningum til að láta Kínverja setja undir koddann. Nei það kæmi fljótt fram í miklu rugli á nýjan leik.

Ég velti því samt fyrir mér hvort hugmyndir Harkness, sérstaklega þetta með atvinnuleysisviðmiðið, geti ekki virkað of hamlandi og stífar?

Elvar Eyvindsson, 15.10.2012 kl. 09:36

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Elvar - ef okkur líst ekki á það skilyrði, þá sleppum við því. Það mikilvægasta er að skorða af bankana þannig að þeir geti ekki framleitt útlánabólur og því gengisfellingar. Þessi leið krefst eiginlega að það sé eigin gjaldmiðill til staðar.

Þó þessar aðferðir geti verið góðar í framhaldinnu, eru þær ekki beint lausn á því hvernig á að losa höftin. Það verður hvorki auðvelt né þægilegt.

Mig grunar þó, að trúverðug stefnumótun til framtíðar, geti vegið þungt í því að skapa þann trúverðugleika sem fær sem mest af því fé að halda sér hérlendis, t.d. innistæður almennings.

Ef við getum sannfært almenning um það að slík agaleg sveifla sem kom fyrir síðast sé útilokuð í nýgja fyrirkomulaginu, þá sé mjög verulega slegið á líkur á stórri óttabylgju í kjölfar losunar hafta. En þ.e. óttabylgja sem við þurfum að drepa áður en slík fer af stað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2012 kl. 10:54

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Er þetta ekki dálítið langt mál um mjög einfalda staðreynd, að gengi gjaldmiðla endurspeglar kaupmátt hagkerfa, og getur aldrei gert neitt annað.  

Svipuð staðreynd og að suðumark vatns er við 100 gráður, menn geta reynt að breyta þeirri staðreynd með reglugerð, jafnvel myntráði, en vatnið mun samt sjóða við 100 gráður.

Og hagkerfi kaupir ekki meir inn en það selur út, nema þá til þess skamms tíma sem einhver lánar fyrir mismuninum.

Fróðlegt að sjá þetta línurit Ólafs en búa ekki fleiri til krónur en bankar??

Hvað með til dæmis sjálfvirkar vísitölur???

Kjarasamninga umfram verðmætasköpun???

Eða með öðrum orðum, þarf ekki heildræna nálgun í stað þess að vera sífellt að taka eitthvað eitt út úr og gera það að meginmarkmiði peningastjórnunar???

Og að lokum ein spurning, hvort skiptir meira máli, verðmætasköpun og verðmætaaukning eða fast gengi og gengisstöðugleiki???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.10.2012 kl. 11:27

5 Smámynd: Elvar Eyvindsson

Ég tel að þessar hugmyndir snúist einmitt um það að láta gengið endurspegla afkomu þjóðarbúsins. Spurningin snýst um að finna reglu sem virkar án handafls. Líka er áhugavert ef hægt er að koma í veg fyrir útlánabólur og þmt eignabólur, en þær skaða almenning gífurlega. Það virðist sem þessi aðferð hjálpi til við þannig stöðugleika. Spurning er hver býr til nýja peninga, er það ríkið í gegnum framkvæmdir? Hvað um erlendar fjárfestingar, hver yrðu áhrif þeirra?

Elvar Eyvindsson, 15.10.2012 kl. 13:24

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Elvar - ef þ.e. "full reserve" kerfi virðist það vera svo að peningar koma inn í hagkerfið í gegnum eyðslu eða framkvæmdagleði ríkisins.

Ég er ekki viss hvernig það verkast í kreppu sem mun einhverntíma gerast, þegar ríkið kannski þarf að draga saman - nema auðvitað að ríkið sé þá aldrei að taka lán fyrir hlutum, heldur séu einfaldlega peningar prentaðir eftir þörfum þegar ríkið vill framkvæma, Þá kannski framkvæmir það bara enn meira í niðursveiflu þegar þ.e. ekki lántaka.

------------------------------

Í kerfi Leigh Harkness eru það bankarnir sem búa áfram til peninga þ.e. megnið af þeim, en reglan hans lokar á að þeir búi til meira af þeim en er til gjaldeyrir fyrir hverju sinni.

Þannig að þá geti ekki endurtekið sig sbr. vandi og nú þ.e. "aflandskrónur."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2012 kl. 15:08

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - hugsaðu þetta eins og að maður sé með tékklista, og er að tékka fyrir þætti sem valda óstöðugleika og verðbólgu hér.

Ég held því ekki fram að ofangreindar "lausnir" taki af allan vanda.

Klárt eru launahækkanir stór hluti þess sem þá er eftir að glíma við. En mig grunar, að þegar búið er að koma böndum á bankana, tékka af verðbólgu að stórum hluta sem kemur til v. sveifla í tekjum atvinnuvega; þá verður það mun sýnilegra - framlag launahækkana til verðbólgu.

Það verður vona ég erfiðara fyrir verkalýðshreyfinguna, að þræta fyrir að laun séu breyta sem máli skiptir, þegar kemur að verðbólgu og gengisstöðugleika.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2012 kl. 15:11

8 Smámynd: Elvar Eyvindsson

Ok, gott mál. En hversu miklum gjaldeyri þyrfti að safna til að komast í eðlilegt horf? Og hvernig yrði það gert?

Einnig spurning hvort hætta væri á háum vöxtum ef menn sæu nýja möguleika í stórum stíl t.d vegna lágs gengis. Þannig mundi kerfið draga tennurnar úr mönnum. Nei kannski er ég litaður af bólu og aflahrotuhagkerfinu. Samt betra að spyrja nú en síðar

Elvar Eyvindsson, 15.10.2012 kl. 16:27

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki viss um það, en í eðlilegu kerfi þá skipta útfl. fyrirtækin og aðrir gjaldeyrisskapandi, gjaldeyri í bönkunum fyrir krónur. Þannig að bankarnir eru með öruggann aðgang að gjaldeyri öllu jöfnu - þ.e. í eðlilegu ástandi.

Nú aftur á móti er öllum skipað að leggja gjaldeyrinn í banka, en reyndar hafa bankarnir aðgang að gjaldeyri þar í gegnum gjaldeyrisreikninga í Seðlabankanum - líklega fer megnið af nýjum gjaldeyri inn í Seðlab. í gegnum bankana, og er þar á gjaldeyrisreikningum þeirra.

Ef þ.e. svo er það tiltölulega einfalt að setja regluna hans Harkness varðandi þá nýju gjaldeyrisinnkomu sem hefur átt sér stað síðan eftir hrun, vs. öll ný lán veitt frá þeim degi sem kerfið er tekið upp.

--------------------------------

Það er til einhver merkileg samantekt í útgefnu efni Seðlabanka, ekki enn búinn að lesa það skjal. En þar kvá vera tekið saman hve mikið fé getur hugsanlega flætt út - þá skv. mismunandi forsendum. Mér skilst að sú samantekt sé bísna "scary."

Í dag er það fræðilega hugsanlegt ekki unnt að útiloka, að útflæði geti framkallað "paník" - meira flæði en ráðið er við, svo bankahrun.

Svo líklega þarf fyrst að, gera einhverja stóra gjaldeyrisskapandi samninga, áður þorandi er að taka áhættuna af að losa höftin að verulegu ráði.

Ekki fyrr en því útflæði er lokið, er unnt að fullyrða að hruninu sé lokið, þá fyrst er möguleiki að skapa stöðugt ástand.

Þú getur tékkað á hvort þú sérð ekki þessa samantekt í útgefnu efni á vef Seðlabanka Íslands.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2012 kl. 18:07

10 Smámynd: Bragi

Er álið ekki með í töflu 2 í Commodity currencies and the real exchange rate ritgerðinni?

Bragi, 15.10.2012 kl. 19:53

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll Bragi, þ.e. sennilega rétt hjá þér. Ef greinilega hlaupið á mig í fyrsta yfirlestri. En þá einnig passar sú útkoma betur við, greiningu Ólafs Margeirssonar, að stærsta sveiflan sé "bankasveiflan." Sem þíðir auðvitað að þegar bankasveiflan er fjarlægð, stækkar hin að mikilvægi.

Svo þ.e. ekki slæm tenging, ef maður gerir ráð fyrir að taka út bankasveifluna með t.d. tillögu Leigh Harkness.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2012 kl. 23:23

12 Smámynd: Elvar Eyvindsson

Þá er ein spurning að lokum. Verður ekki að byrja með nýjan grundvöll þegar þessu yrði breytt, nýja krónu eða hvað? Er ekki ennþá fullt af loftbólupeningum í kerfinu sem mega vera rusl?

Elvar Eyvindsson, 16.10.2012 kl. 11:13

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er vel hugsanlegt - Elvar. Að vandræðin séu það erfið sem búin voru til, að ekkert minna dugi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.10.2012 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 443
  • Frá upphafi: 847090

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 420
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband