Japan og Kína eru að rífast um eyjaklasa, sem er minni að flatarmáli en Heimaey!

Þessi deila virðist hafa gosið upp öllum að óvörum. En ákvörðun ríkisstjórnar Japans þann 10. ágúst sl. að kaupa eyjarnar og skerin sem Japan kallar Senkaku í S-Kínahafi, virðist hafa verið ætlað að forða árekstri við einmitt kínv. stjórnvöld. Eins undarlega og það hljómar.

En undanfari þeirra kaupa, er áætlanir sem borgarstjóri Tokyo hefur verið uppi með um kaup á eyjunum - var hann búinn að vera með fjársöfnun í gangi meðal íbúa Tokyo. Ástæður hans virðast vera þjóðernis sinnaðar.

Hann hafði uppi áætlanir um uppbyggingu á þessum eyjum og skerjum, hafandi í huga að kínversk stjv. hafa deilt við japönsk um eyjarnar síðan á 8. áratugnum, er Bandaríkin afhentu þær til Japans - eftir að hafa haft þær í sinni vörslu frá Seinni Styrrjöld; þá virðist sem að japönsk stjv. hafi á síðustu stundu, talið að betra væri að þau gengu inn í kaupin.

Þau hafa að sögn engar áætlanir um nokkra uppbyggingu þar - þó formlega hafi Japan efnahagslögsögu kringum þær hefur Japan víst ekki amast við fiskveiðum íbúa frá strönd Kína.

Það virðist þó ljóst að Japan líklega mun ekki gefa þær eftir!

Annað er ljóst, að þetta fléttast inn í deilur um S-Kínahaf, sem stjv. Kína vilja helst slá eign sinni á - nær gervallt. En þar deilir hún við flr. þjóðir, eins og Filippseyjar og Víetnam.

Það sem liggur undir, er sterkur grunur margra, að olía sé undir hafsbotninum, sem enginn veit í reynd með nokkurri vissu.

Senkaku Islands

Senkaku islands

Skv. Wikipedia er stærsta smáeyjan einungis 4.32 km2.

Til samanburðar er Heimaey 13.4 km².

 

Það má vera að kjarnorkuslysið í Japan fyrir rúmu ári, dragi úr líkum þess að Japan gefi eftir í þessari deilu!

En í kjölfar þess var flestum kjarnorkuverum í Japan lokað, þ.s. nærri helmingur orku þar var fyrir slys framleiddur með kjarnorku. Leiddi þetta til mjög mikillar aukningar á innflutningi á olíu. 

Í kjölfarið má vera, að stjv. Japans séu farin að pæla meir í þeim hugsanlegu orkuauðlyndum sem má vera að séu til staðar á því svæði innan S-Kína hafs, sem Japan hefur efnahagslögsögu.

Ég á þó ekki von á að þetta leiði til alvarlegri átaka, en skv. nýjustu fréttum eru kínv. stjv. þegar farin, að leitast við að kæla niður umrótið heima fyrir. En fj. japanskra verksmiðja hefur lokað í öryggiskini undanfarna daga, sem starfa í kínv. borgum.

Ég sé ekki að stjv. Kína séu líkleg til að hafa áhuga að færa deiluna upp á næsta hættustig, sem væri t.d. að sigla flota inna á svæðið í kringum eyjarnar. Sem líklega myndi neyða japönsk stjv. til að gera slíkt hið sama.

Hvorugt landið hefur áhuga á styrrjöld.

En hugsanlega er þessi atburðarás - einhverskonar ruddaleg vakning fyrir stjv. Japans.

Spurning hvort það leiðir til þess, að Japan fari að verja meira fjármagni til hermála.

 

Niðurstaða

Þessi deila sýnir kannski, að samkeppnin um auðlyndir á Jörðinni fer vaxandi. En uppgangur Kina og Indlands, er að auka mjög á eftirspurn eftir hráefnaauðlindum á Jörðinni. Margir segja í dag, að við séum þegar á svokölluðu "Peak Oil."

Ofsafengin viðbrögð Kína, má vera að séu í samhengi einnig, við deilur sem vaxandi hafa farið undanfarin ár, um það hver á réttindi til lögsögu á svæðum í gervöllu S-Kínahafi. 

En kínv. stjv. hafa verið með tilraunir til að slá nánast eign sinni á það allt, jafnvel á svæðum sem eru miklu mun nær ströndum Víetnam og Fillipseyja, en strönd Kína.

Spenna hefur því farið vaxandi á þessu hafsvæði, og löndin tvö hafa verið að bregðast við uppbyggingu kínv. flota, með því að efla sinn eigin: South China Sea claims. Takið eftir kröfu Kína - rauða línan.

Spurning hvort að þessi snögga deila, hrystir með sama hætti undir Japan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það þarf ekki að nefna nema eitt orð: "olía" og það er nóg til að hella olíu á eldinn.

Ómar Ragnarsson, 19.9.2012 kl. 09:55

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2012 kl. 11:00

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Taktu samt eftir ótrúlegri frekjunni í Kína þegar borin er saman þeirra krafa og hinna landanna í S-Kínahafi. Þeir vilja meina að þeir eigi hafið nær allt. Vísa til einhverra óljósra hefðarréttinda - eins og þeir alltaf gera. Ef Kína hafi einu sinni að þeirra mati ráðið einhvers staðar, þá sé þeirra réttur sem eigi að gilda. Skv. því ættu öll gömul veldi, að telja sig eiga réttindi annarra - ef þau geta fundið margra alda gömul fordæmi um það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2012 kl. 11:47

4 identicon

Eins og oft áður, þá sjáið þið þarna á fróni ekki málið eins og það kemur fyrir sig.

Uppruni þess, að málið hefur farið upp úr öllu valdi eru ummæli japanska utanríkisráðherrans þar sem hann afneitar þeim hroðaverkum sem Japan framkvæmdi í kìna á sínum tíma.

Þessi eyjaklasi, tilheirir fiskimiðum kínverja. þeir hafa nýtt þessi fiskimið lengi, mun lengur en japanir.  Japanir tóku þessa eyju í fyrra sínæ stríðinu, en eyjan tilheyrir þeim samningi sem undirritaður var á milli Bandaríkjamanna og Shank Kai Shek 1948.  Þar sem bandaríkin skuldbinda sig að skila öllum eyjum, sem japanir höfðu unnið, til Kína.

Vandamálið er, að samningurinn var skrifaður við Shang Kai Shek, sem er þjóðernissinni (nasistaflokkurinn), sem urðu að flýja til Formósu (Taiwan).  En bandaríkjamenn hafa svikist um að sinna samningi þessum, sennilega vegna þess að stjórn kína er kommunistisk.  Sem lætur afar skrítilega í eyrum, því þjoðernissinnar í kínu eru sáralittlu betri en í þýskalandi.

Sían skulu menn hafa eitt í huga.  Kína hefur nú "inter-ballistic missiles".  það er, þá getu að geta skotið eldflaugum sínum um allan hnöttinn.  Bandaríkin eru ekki lengur eina heimsveldið ... Kína, er orðið það líka.

Kína hefur orðid fyrir mikklum hroðaverkum af hálfu, breta, bandaríkjamanna, japana og frakka.  Og í dag, eru kínverjar að undirbúa sig undir framtíða átök.  Það var sagt hér áður, varaðu þig á því að vekja ekki Kínverska risann.  Nú er hann vaknaður ...

Vandamálið eru fólk eins og þið, sem hafið ekki einu sinni fyrir því að lesa mannkynsöguna, áður enn þið dæmið út frá kynþáttafordómum ykkar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 12:11

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sælir.

Ég læt hér fylgja með blogg mitt um þetta málefni, sem hafði (of) stutta viðdvöl hér á blogginu:

Landvinningar

Í dag er þess minnst að þennan dag árið 1931 hófst innrás og margra ára ógnar hernám Japana í Kína með innrás í Mansjúríu. Þessu hernámi lauk með uppgjöf Japana í lok síðari heimstyrjaldarinnar 1945. Persónulega, þá hef ég furðað mig á hve fljótt Kínverjar virtust fyrirgefa Japönum ódæðisverk hernámsins, en það kann að vera einhverskonar vorkunsemi vegna ósigurs og uppgjafar þeirra í kjölfar Hirosima og Nagasaki, sem allir þekkja. Eftir þær tímamóta sprengingar hefur öll heimsbyggðin og þó mest Japanir sjálfir litið á sig sem helstu fórnarlömb styrjaldarinnar. Ég hef t.a.m. ekki neinar heimildir fyrir að Japanir hafi greitt Kínverjum nokkrar skaðabætur eftir hernámið og það sem meira er, þá báðu þeir aldrei Kínverja fyrirgefningar á framferði sínu auk þess sem mörgum af helstu stríðsglæpamönnum þeirra hefur verið hampað og hylltir til æðstu metorða. Japanskar kennslubækur þykja aukin heldur gefa allt aðra og mynd af landvinningastefnu Japana, heldur en raun bar vitni, m.ö.o. hrein sögufölsun.

Hvað þessar eyjar snertir, þá liggja þær í Kínahafi norður af Taívan sem tilheyrði óumdeilanlega Kína um aldir, eða unns Chiang Kai-shek flúði þangað (undir verndarvæng Bandaríkjamanna) 1949. Í sögulegum kínverskum heimildum er þeirra t.d. getið 1403 og 1534. Japanir slógu eign sinni á eyjarnar 1895 og ráku verstöð þar í byrjun landvinninga stefnu þeirra, en yfirgáfu þær endanlega árið 1940. Frá árinu 1945 voru eyjarnar undir yfirráðum Bandaríkjamanna en 1972 afhentu þeir Japönum eyjarnar, þrátt fyrir að bæði Kínverjar og Taíwan gerðu tilkall til þeirra og verður sú ákvörðun að kallast órökrétt ráðstöfun út frá landfræðilegri og sögulegri stöðu eyjaklasans, sem óumdeilanlega liggur óralangt frá Japan.

Japanir ættu að varast að sýna nágrönum sínum annað en kurteisi og ljúfmennsku, því annars eiga þeir á hættu að hætt verði að breiða yfir og fyrirgefa þeim verk þeirra og hrollvekjandi sannleikurinn dreginn fram í dagsljósið engum til góðs og síst af öllu ungum afkomendum lands hinnar rísandi sólar.

Hér fylgir vefsíða til upprifjunar og fróðleiks um hluta sögunar:

http://www.nanking-massacre.com/

Jónatan Karlsson, 19.9.2012 kl. 12:43

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eh, ég held Bjarne og Jónatan, að það sé meir yfirvarp kínv. stjv. Þeir notfæri sér reiði eigin almennings, til þess að beita Japan þrýstingi að afhenda þessar eyjar.

Málið snúist um auðlyndirnar undir, ef það væri engin von um slíkar - væru kínv. stjv. ekki að róa í þessu af því kappi sem þau hafa verið.

Sama um Tíbet, það snýst ekki um uppgefnar ástæður kínv. stjv., fremur en málið um Senkaku eyjarnar sníst um uppgefnar ástæður kínv. stjv.

Kína tók Tíbet yfir, ekki vegna hefðbundinna yfirráða, heldur v. þess að Tíbet tryggir landamæri Kína í Suðri, og hinsvegar v. þess að innan Tíbet eru mikilvægar uppskrettur mikilvægra vatnsfalla sem sjá miklum fj. kínv. fyrir mat, þegar það vatn er nýtt til akurirkju.

Þetta snýst allt um hagsmuni - þ.e. auðlyndir og að hluta um öryggi, en það blandast einnig inn í málið með þessi sker, að ef þau eru í höndum óvinveittra afla, þá getur ógn stafað af því fyrir strandsiglingar meðfram Kína.

Ekki vera svona bláeygir félagar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2012 kl. 14:50

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það verður einnig að hafa í huga, að fyrir stjv. Japans - getur einmitt verið gagnlegt að halda þessum eyjum, ef eins og þið segið að Kína er að verða stórveldir, því þær myndu þá vera mjög þægileg herstöð til að ógna meginlandi Kína, og siglingum v. landið. Ef það helst áfram að hlaðast upp spenna milli Kína og Japan.

Ástæður eins og að eitt land hafi áður ráðið einhverju landsvæði fyrir meira en öld, eru eiginlega fremur léttvægar þegar annað land ræður því svæði, og hefur fulla getu líklega til að halda því svæði, ef það land svo kýs.

Slík mál snúast aldrei um slíka hluti í reynd, ef Kína vill þessar eyjar - þarf Kína að bjóða Japan eitthvað annað verðmætt í staðinn.

Það verða þá að eiga sér stað einhverskonar viðskipti. Þ.e. Japan er með e-h sem Kína vill. Meðan Japan ræður þessum skerjum og boðum, getur Japan nýtt þann stað - til að skapa vandamál fyrir Kína.

Kína getur líklega ekki neytt Japan til að láta þessa skerja og boða af hendi. Svo það verða þá að eiga stað samningar, kaup eins og ég sagði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2012 kl. 15:03

8 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Einar.

Ég dáist að þekkingu þinni og vitneskju hvað málefni Evrópu varðar, en þegar kemur að fullyrðingum þínum um málefni austurlanda fjær, þá skilja leiðir, eins og hvað málefni Tibet snertir. Ég get aftur á móti alveg tekið undir með Bjarne, án þess þó að blanda kynþáttafordómum í málið.

Jónatan Karlsson, 19.9.2012 kl. 17:38

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jónatan - Kína hefur haft margvísleg landamæri í gegnum söguna, meira að segja stundum ekki verið til sem ríki. Þau landamæri sem það hafði í tíð Qin veldisins eru ekkert réttmætari en hver þau önnur sem fyrri veldi Kína voru með.

Tíbet er einfaldlega mikilvægt fyrir Kína, þá vega í augum Han þjóðarinnar skoðanir íbúa þess lands mun minna, en þarfir Han þjóðarinnar.

Ég er sannast feginn að vera flr. þúsund km. fjarri þjóð, sem lítur á yfirráð yfir öðrum sem sjálfsagðan rétt sinn.

Kína er vaxandi veldi í dag, og eðlilega vill það - ná aftur undir sig eyjum undan strönd þess.

Ef þú íhugar það frá öryggissjónarmiðum, þá er málið með Taivan í reynd öryggismál fyrir meginland Kína, en eyja tiltölulega nærri getur verið innrásarstökkpallur sbr. hlutverk Bretlands í síðari heimsstyrrjöld er þar var safnað innrásarliði til innrásar í Evr. undir hæl nasista. 

Bandaríkin halda uppi Taivan, til að viðhalda þessari fræðilegu ógn. Sama fyrir Japani, þeir halda Senkaku sem fræðilegri ógn við Kína.

Að sama skapi vill Kína afnema þessar fræðilegu ógnir, svo það geti beitt sínum her og flota óhindrað innan síns nærsvæðis, sem Kína skilgreinir S-Kína haf sem.

Láttu ekki blekkjast af pólit. ryki sem Kína þyrlar upp. Þetta eru þau sjónarmið sem í reynd ráða.

Tíbet er sama málið, tryggir öryggi N-Landamæra, og þ.e. vatnið. Þ.e. öryggi vs. auðlyndir. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2012 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 534
  • Frá upphafi: 847255

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband