S.Þ. skora á Bandaríkin að draga úr etanólframleiðslu, til að milda áhrif mestu þurrka í 50 ár á matvælaverð í heiminum!

Meðan evrukrýsan hefur geisað og heldur áfram að vera viðvarandi ógn við heimshagkerfið. Hefur síðla sumars dúkkað upp ný. Sem eru afleiðingar verstu þurrka á kornræktarsvæðum Bandaríkjanna í -mér skilst- hálfa öld. Af þessa völdum stefnir í miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði fyrir maís-korn og margvísleg matvæli sem háð eru verði fyrir maís-korn, t.d. er maís mikið notað til að fóðra gripi. Hátt verð á maís getur hríslast upp um keðjuna, allt frá súkkulaðikexi - brauði úr verslun yfir í mjólkurafurðir og svínakjöt. En þetta líklega hefur einnig áhrif á verð t.d. á hveiti, en aðilar sem fóðra gripi, geta leitað í hveiti þannig að þá stígur hveitiverð einnig.

Miklar hækkanir á matvælaverði - ofan í efnahagsástand sem þegar er viðkvæmt.

Er í reynd högg fyrir efnahag heimsins - þegar heimurinn hefur síst efni á slíku höggi.

Það sem verra er - að þetta bitnar mest á fátækari hlutum heimsins, þ.s. hungur mun aukast.

UN urges US to slash ethanol

The US must take biofuel action to prevent a food crisis

  • Skv. fréttum að óbreyttu stefnir í að 40% af skertri uppskeru Bandaríkjanna á maís-fari í framleiðslu á etanól til blöndunar í eldsneyti.
  • En skv. lögum í Bandaríkjunum eru skilda að hafa tiltekið blöndunarhlutfall - - en forseti Bandaríkjanna getur beitt sér fyrir því að slakað sé á þeim kröfum tímabundið.
  • Og þ.e. hreyfing risin upp í Bandaríkjunum til þess að gera einmitt það, en hún mætir andstöðu lobbýista framleiðenda etanóls. Sem vilja reka sínar etanólverksmiðjur - óháð því hvað á sér stað.
  • Og nú leggja Sameinuðu Þjóðirnar sitt lóð á vogarskálarnar, og skora á Obama að beita sér í málinu - - þó svo að forsetakosningar séu framundan, og það geti skaðað hann í sumum fylkjum.


Fljótt á litið virðist manni það nett bilun - að draga ekki hressilega úr etanólframleiðslu úr maís.

Þegar alþjóðlegt verð á maís hefur þegar hækkað um 50% á mörkuðum.

Að auki eru aðrar svartar fréttir: Wheat prices climb on Moscow quota worry

Víst útlit fyrir aðra slæma uppskeru í ár við Svartahaf þaðan sem um 1/4 hveitis sem vanalega er í boði á heimsmörkuðum kemur.

Ef þær fréttir standast - - þá getur skipt töluverðu máli að Obama forseti beiti sér með þeim hætti sem óskað er eftir af S.Þ.

Eins og ég sagði, ofan í versnandi efnahagsástand - - þá er matarverðskreppa ekki það sem heimurinn þarf á að halda akkúrat núna!

 

Niðurstaða

Eitt og annað í gangi, fréttirnar af þurrkunum í Bandaríkjunum hafa ef til vill ekki vakið mikla athygli hér heima á fróni enn sem komið er. En matarverðskreppa ef hún skellur á af fullum þunga. Mun einnig skerða lífskjör hér á litla Íslandi. Þá hækkar fjöldi af þeim innfluttu matvælum sem við erum vön að flytja inn.

Hún getur einnig haft neikvæð áhrif á heimshagkerfið - - það er dregið úr neyslu annarra vörutegunda. Og þannig haft slæm áhrif á framleiðendur neysluvarnings af margvíslegu tagi.

Í reynd haft sín áhrif til að dýpka þá efnahagskreppu sem þegar er í gangi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 473
  • Frá upphafi: 847124

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 449
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband