Gagnslaus yfirlísing fjármálaráðherra Spánar og Þýskalands!

Kjarninn í yfirlísingunni virðist vera klapp á bakið frá Wolfgang Schäuble, hann segir spænsk stjórnvöld vera að standa sig vel, hvetur þau til að halda áfram þeirri vegferð - þá verði allt í lagi. Þetta er sama dag, og vaxtakrafa Spánar náði nýju hámarki. Og einnig sama dag, og stærsta hérað Spánar Katalónía ræddi það opinskátt að það sé hugsanlegt að héraðsyfirvöld þurfi að óska aðstoðar spænskra stjórnvalda. Þegar hefur Valencia hérað sent inn formlega umsókn um aðstoð.

Að stærsta og ríkasta hérað Spánar gerði það sama, er auðvitað töluvert áfall fyrir Spán, ofan á bankabjörgun.

En málið með markaði er ekki að þar sé allt fullt af vanvitum, heldur er vandinn sá - að Spánn fyrirsjáanlega kemst ekki klakklaust í gegnum í gegnum þau vandamál sem að steðja.

 

Bloomberg, BBC og Financial Times eru með tilvitnanir:

Spain Debt Costs Seen Unfounded After Berlin Crisis Talks

Germany backs Spanish austerity plans

Spain under new pressure as borrowing costs rise

"They said Tuesday's record 7.6% yield on 10-year Spanish bonds - the government's implied borrowing costs - did not reflect"...“the fundamentals of the Spanish economy, its growth potential and the sustainability of its public debt”. - "Mr Schäuble and Mr de Guindos said the €100bn eurozone rescue programme designed to recapitalise Spain’s most debt-strapped banks was an important element in overcoming the confidence crisis in Spain and the eurozone as a whole. They said “decisive, swift and full implementation” of the agreed plan was essential to restore confidence in the banking sector." - "The ministers also praised the incorporation of a “balanced budget rule” in the Spanish constitution, saying that, together with recent reforms of the national fiscal framework, it would contribute to “sustainable fiscal consolidation of the regions”.

Markaðurinn er ekki síst að fella Spán, vegna þess að hann er að sigla inn í þetta dæmigerða björgunarferli sem ríkisstjórn Þýskalands beinir löndum inn í.

Þannig, að sameiginleg yfirlísing þess að það sem mestu máli skipti, sé að sökkva sér sem hraðast á bólakaf inn í endurtekningu Írlands - - eins og ég túlka þessa yfirlísingu.

Það getur vart annað en sannfært markaðinn um að, fella Spán enn frekar.

En "signal" eða merkið frá markaðinum, er að framvinda Spánar skv. fyrirliggjandi upplýsingum gangi ekki upp.

Að eina svarið sem markaðurinn fær við því, sé að mestu máli skipti sé að vinda sér sem hraðast í það ferli sem markaðurinn er í reynd að vara við - - eins og ég sagði, getur ekki annað en sannfært markaðinn um að fella Spán enn frekar.

En þ.e. eina merkið sem markaðurinn getur gefið - - þ.e. verðið á skuldabréfum spánska ríkisins.

Það mun því líklega falla enn frekar þ.e. krafan mun hækka enn frekar.

Var hún þó í nýju meti í dag.

 

Smá yfirlit frá mörkuðum:

  • "...London's FTSE 100 down 0.63pc at 5499.
  • Italy and Spain's benchmark indices are even worse off - the MIB dropped 2.71% to 12362 while the IBEX tumbled 3.58pc to 5956.
  • "Spanish 10-year bond yields are up 12.2 basis points at 7,6%
  • while Italy's have jumped 25.5 basis points to 6.546pc."


Önnur frétt er að MARKIT kom með tölur yfir svokallaða Pöntunarstjóra Vísitölu!

Ítreka að minna en 50 er samdráttur og meira en 50 er aukning.

Þetta eru bráðabirgðatölur fyrir júlí, en fullnaðartölur koma aðeins seinna: Markit Flash Eurozone PMI®

  • Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 46.4 (46.4 in June). Sixth successive contraction.
  • Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 47.6 (47.1 in June). Four-month high.
  • Eurozone Manufacturing PMI (3) at 44.1 (45.1 in June). 37-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 43.6 (44.7 in June). 38-month low.

Skv. þessu er sami samdrátturinn í sameinuðu vísitölunni, þ.e. er pöntunarstjóra vísitala þjónustugeirans og pöntunarstjóra vísitala iðnframleiðsu er lögð saman og deilt í með tveim, sem þíðir þá að skv. því er aftur 3,6% samdráttur í pöntunum heilt yfir innan atvinnulífs evrusvæðis. Eins og fram kemur, er þetta 6 mánuðurinn í röð þ.s. dregið hefur úr pöntunum.

Áhuga vekur að iðnframleiðsla mælist í auknum samdrætti í báðum mælikvörðum að ofan.

 

Markit Flash Germany PMI

  • Germany Composite Output Index(1) at 47.3 (48.1 in June), 37-month low.
  • Germany Services Activity Index(2) at 49.7 (49.9 in June), 10-month low.
  • Germany Manufacturing PMI(3) at 43.3 (45.0 in June), 37-month low.
  • Germany Manufacturing Output Index(4) at 42.8 (44.8 in June), 37-month low. 

Annann mánuðinn í röð mælist samdráttur í sameinuðu vísitölunni fyrir Þýskaland, sem segir að tvo mánuði í röð sé heilt yfir í atvinnulífinu að draga úr pöntunum.

Það sést vel að neysla stendur sig betur en iðnframleiðsla, en þ.e. ekki furðulegt ef maður íhugar málið, en þýskur almenningur er enn að njóta ágóða af nýlegum kauphækkunum svo neysla er ekki að ráði að skreppa saman. Meðan að iðnframleiðsla er að finna að fullu fyrir samdrættinum í stórum markaðslöndum innan Evrópu.

 

Markit Flash France PMI®

  • France Composite Output Index(1) rises to 48.0 (47.3 in June), 4-month high
  • France Services Activity Index(2) climbs to 50.2 (47.9 in June), 6-month high
  • France Manufacturing PMI(3) falls to 43.6 (45.2 in June), 38-month low
  • France Manufacturing Output Index(4) drops to 43.3 (46.0 in June), 39-month low 

Í Frakklandi er neysla enn nokkuð að halda uppi sameinuðu vísitölunni, á meðan að öflugur samdráttur rýkir í iðngeiranum.

Eitt sem getur skýrt fremur óvænta aukningu í neyslu, er frétt sem ég heyrði í Speglinum á RÚV í dag. En þar kom fram að breskir hótel rekendur hefðu ílla misreiknað sig og hækkað verulega verð á gistingu. Hugsað sér að græða á ólimpíuleikunum sem hefjast á þessu ári. En brennt sig á því, að þá fóru ferðamennirnir annað - þannig að hótel í London séu þessa dagana óvenju lítið bókuð. Á meðan að aukning hefur verið í ferðamennsku í París. Frakkland getur þarna verið að njóta tímabundið mistaka breskra hótel rekenda í London.

--------------------------

Það sem pöntunarstjóravísitalan sýnir þó greinilega, er að evrusvæði sem heild klárt er í samdrætti.

Ég bendi fólki á að virkja hlekkina og lesa greiningu MARKIT.

 

Niðurstaða

Það er greinilegt að fundurinn milli Wolfgang Schäuble og Luis de Guindos var gersamlega gagnslaus. Ég er eiginlega á því að það hefði verið betra fyrir þá að segja nákvæmlega ekki neitt, en að koma fram með þessa yfirlísingu. Sú getur ekkert annað en skaðað frekar.

Gagnsleysi evrópskra pólitíkusa virðist aftur afhjúpað.

Ég reikna fastlega með því að markaðir haldi áfram að verfella spönsk ríkisskuldabréf.

Það er eftir allt saman þeirra meginaðferð til að koma með ábendingar.

Og þau munu falla því hraðar sem Spánn fer dýpra inn í það ferli sem Wolfgang Schäuble leggur til.

----------------------------------

PS: ákvað að gá á Financial Times hver staðan á mörkuðum er, og viti menn útlit að viðbrögð markaða séu þau sem ég átti von á sbr. frétt FT: 

  • "The yield on Spain’s two-year bond rose as much as 48 basis points in early trading to a peak of 7.147 per cent, before falling back to 6.961 per cent."
  • "Madrid’s benchmark 10-year debt currently yields 7.677 per cent, up 56 basis points..."
  • "Germany has sold 30-year debt at record low interest rates of 2.17pc, compared with 2.41pc at a previous auction in April."

Lækkun kröfu Þýskalands vs. hækkun á Spáni, þ.e. örugglega einnig hækkun á Ítalíu, sýnir fjármagnsflóttan frá óörygginu í meint öryggið innan Þýskalands, þ.e. menn selja óörugg bréf sem verðfalla og kauða örugg sem stíga í verði.

Bendi á að það er talin mjög slæm vísbending að munur á verðum fyrir 2 ára bréf er að minnka svo hratt miðað við 10 ára í tilviki Spánar.

Dagurinn er þó langt í frá búinn og þessi verð örugglega munu sveiflast frekar.

Komið í ljós í dag að á öðrum ársfjórðungi mælist Bretland í 0,7% efnahagssamdrætti, en Bretland er væntanlega stórum hluta dregið niður af kreppunni í Evr., þó halda beri því til haga að Bretl. er fast í eigin skuldakreppu. Bretland græðir verulega á að hafa haldið pundinu, en ég er ekki í minnsta vafa að innan evru væri það land í dag í ástandi greiðsluþrots. Hefði orðið gjaldþrota sennilega á undan Spáni - jafnvel á svipuðum tíma og Írland. Líklega hefði það gjaldþrot þá tekið niður evruna. Evran heppin þannig séð að Bretland kaus að vera fyrir utan, og Bretland fyrir sitt leiti einnig.

Það getur bjargast með eigin gjaldmiðil - þ.s. megnið af eigin skuldum er í honum. Þess vegna hafa markaðir haldið traustinu á Bretlandseyjum þrátt fyrir mjög erfið mál.

Á meðan að traust hrynur á ríki eftir ríki í skuldakreppu innan evru. En þ.e. mikill munur á því að vera í skuldakreppu með eigin gjaldmiðil eða í skuldakreppu með evru.

Lykilatriðið er að skulda í gjaldmiðli sem þú ræður yfir (Ísland skuldar of mikið í öðrum gjaldmiðlum). Það atriði skilur milli feigs og ófeigs í þessu samhengi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi

Hef sagt það áður og segi það aftur. Þetta er nákvæmlega það sem Þjóðverjar vilja, að þetta gerist hægt því á meðan evrusvæðið helst saman halda þeir áfram að flytja meira út en ef evrusvæðið myndi splundrast. Svo ekki sé nú talaður um tíminn sem skapast til að búa til einhverjar aðgerðaráætlanir fyrir dómsdaginn.

Eina lausnin er verðbólga, hefur komið fram margoft áður, en verðbólguleiðin er eitthvað sem virðist ekki vera í spilunum og hefur aldrei verið, hvað varðar Þjóðverja allavega.

Bragi, 24.7.2012 kl. 23:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er bara hluti af því sem Þjóðverja hefur dreymt um lengi "STÓR EVRÓPA" þar sem ÞEIR eru við stjórnvölinn.  ÞETTA ER BARA BYRJUNIN þeir eru búnir að gera sér grein fyrir að þessu verður EKKI náð með hernaðarbrölti.  Að stofna ESB og evruna virðist ætla að ganga upp..............

Jóhann Elíasson, 24.7.2012 kl. 23:42

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, það er gersamlega rétt að engvir græða meir á evru en þjóðverjar. Á hinn bóginn sé ég ekki að hugmyndir þeirra gangi upp. Né sé ég að þeir hafi í reynd efni á að tryggja tilvist evrunnar - með "bailout" aðferðinni.

Þjóðverjar standa því frammi fyrir þeim valkosti, að trygga tilvist hennar - þá vitað hvað þarf til.

Eða að lofa henni að falla þrátt fyrir það tjón sem þeir lenda í.

En sennilega er unnt að reikna út hvað þeir græða vs. hvað þeir tapa, vs. hver kostnaðurinn sennilega er.

Ef þ.e. "method in their madness" þá getur sá verið að, þeir séu búnir að reikna dæmið - og séu að verja því fjármagni sem þeir telja þess virði. Og þeir láti það ráðast einfaldlega hvort löndin í S-Evr. ráði við málið eða ekki.

Það sé ástæða þess að þeir endurtaki statt og stöðugt það sama, reddið ykkur sjálf.

Þeir séu ekki til í að leggja fram meira fé, eða nokkrar umtalsverðar viðbótar skuldbindingar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.7.2012 kl. 00:46

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann - nei ég held raunverulega ekki, en evran var upphaflega frönsk hugmynd, og Mitterand setti það sem skilyrði fyrir því að þvælast ekki fyrir sameiningu Þýskalands, að Kohl myndi samþykkja að stofna sameiginlegann gjaldmiðil. Framhald að upphaflegu hugmyndinni að baki samrunaferlinu, að tengja Frakkl. og Þýskal. það nánum böndum að stríð yrði útilokað. Svo höfðu virðast þeir hafa upphaflega haldið, að slíkt fyrirkomulag myndi leiða til aukinna áhrifa frakka.

Frakkar virðast hafa stórfellt vanmetið erfiðleikana við það að keppa við þýska hagkerfið innan sama gjaldmiðilsins.

En það krefst þess að vera samkeppnishæfur við það hagkerfi.

Ef þú ert það ekki - þá taparðu.

Útkoman er sú að þau hagkerfi sem ímissa hluta vegna standast ekki þá samkeppni töpuðu - það aftur á móti má ef til vill vera að þjóðverjar séu að hagnýta sér útkomuna af ævintýrinu.

Það er meir, að dæmið sé að falla þeim í hendur, án þess að þeir upphaflega planlögðu það þannig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.7.2012 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 82
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 434
  • Frá upphafi: 847075

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 411
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband