Evrusvæði er statt í endatafli! Leikjum í stöðunni fækkar ört!

Það hve svokölluð "relief rally" í dag, og sl. mánudag hafa enst afskaplega stutt. Það er, einungis hluta af degi. Bendir til þess að evrusvæði sé komið inn í endataflið. Skammtímareddingar séu hættar að virka. Markaðir vilja - raunhæfar lausnir, ekki seinna - heldur strax!

Annars er mjög raunveruleg hætta á því að fari ílla - þetta sést á viðbrögðum markaða í dag!

 

Segi það aftur, að evrusvæði verður fljótlega að koma fram með stórt útspil!

Spanish Yields Surge; Greek Relief Wanes

  • The U.K.'s FTSE 100 rose 0.2% to 5491.09 and
  • Germany's DAX ended up 0.3% at 6248.20,
  • while France's CAC-40 fell 0.7% to 3066.19. 
  • The IBEX-35 closed down 3% at 6519.90,
  • while the FTSE Mib slid 2.8% to13,009.63.
  • "...the focus soon turned to Spain, where the 10-year government bond yield hit a fresh euro-era high, rising 0.3 percentage point to 7.17%,..."
  • ""The bigger worry is Italy," Mr. Spiro said. Indeed, Italy's 10-year government bond yield also rose sharply Monday, up 0.12 percentage point to 6.04%."

Lántökukostnaður Spánar er kominn í 7%, og lántökukostnaður Ítalíu er kominn í 6%.

Þessar hækkanir gerast þrátt fyrir að evrusvæði hafi fengið svokallaða "rétta" kosninganiðurstöðu í Grikklandi.

Big Greek risk morphs into more economic uncertainty

Dálítið áhugaverð skoðun: "Ian Harnett, managing director at Absolute Strategy Research, a London consultancy, expects Greece will still be in the euro at the end of 2012." - "It was time, he said, for markets to recognize that the political will exists in the euro zone to do all that is needed to keep the single currency intact." - "To that end, Harnett believes the minimum requirement over coming weeks is to flesh out the idea of euro-wide bank deposit insurance to forestall the risk of destructive bank runs." - ""It strikes us that if you don't have deposit insurance you will have to have capital controls. Which would you prefer?" Harnett asked."

Það er töluvert mikið til í þessu hjá Harnett, þó ég taki ekki undir bjartsýni hans. En í augum greinenda blasir þetta við sem lausn - að aftengja víxlverkunina milli skuldakrýsu einstakra aðildarlanda og banka, með því að búa til sameiginleg innistæðutryggingakerfi.

Ég er algerlega sammála honum, að það stefnir í að Spánn taki upp höft á fjármagnsflutninga úr landi, og þá líklega fer Ítalía fljótt í það far einnig - í kjölfarið myndi líklega fylgja öll S-Evrópa.

Eftir það, yrði líklega "contagion" vagninn ekki stöðvaður, dómínóin myndu falla hvert eftir öðru.

Aftaða Harnetts er að þetta sé ólíklegt - vegna þess hve þ.e. augljóslega slæmt, og gerlegt að komast hjá því.

En vandinn er, að stundum er pólitík "disfunctional" og leiðir fram niðurstöðu sem allir tapa á - besta dæmið er alveg örugglega, atburðarásin frá tiltekinni morðárás í Sarajevo þar til Fyrri Heimsstyrrjöldin var skollin á. Þá spruttu málsmetandi menn upp sem gorkúlur um alla Evrópu, vöruðu við hildarleiknum sem virtist á næsta leiti - að afleiðingarnar yrðu ægilegar var gersamlega ljóst fyrirfram. Samt varð af því.

Því miður, geta mál farið einmitt þannig á evrusvæði, vegna þess að pólitíkin er skammsýn - að þau endi í útkomu sem allir tapa á.

Ég er farinn að hallast að því sem líklegri útkomunni!

Sjá svar Fredrik Reinfeldt: Þýskir ráðherrar hafa einnig tjáð svipuð sjónarmið!

fredrick_reindelt.jpg

Forsætisráðherra Svíþjóðar má segja að hafi svarað þessu fyrir sitt leiti, þó hann hafi sjálfsagt ekki vitað af þessum orðum Ian Harnett:

Fredrik Reinfeldt - says eurobonds are a "very bad idea" and the EU deposit guarantee scheme is the "wrong way".

Þýskir ráðherrar hafa sagt svipaða hluti, ekki ólíkt hljóðandi andstaða hefur heyrst frá Hollandi, Finnlandi og Austurríki.

Svo mikið þarf að gerast, ef slíkar hugmyndir eiga að verða ofan á!

Hvað hugmyndir sem slíkar mæta fljótt harðri andstöðu - er ein ástæða þess, að ég er farinn nú að efast um að evran hreinlega hafi það af.

 

Ríkisstjórnir Ítalíu og Spánar kröfðust aðgerða:

Spain, Italy demand action as debt pressure mounts

Ríkisstjórnir Spánar og Ítalíu - kölluðu eftir aðgerðum, þegar viðbrögð markaða lágu fyrir!

  • Mario Monti - "We can see that the markets are not convinced," - "We must draw up a definitive and clear road map with concrete actions that make the euro more credible."
  • Spanish Treasury Minister Cristobal Montoro "The ECB must respond firmly, with reliability, to these market pressures that are still trying to derail the joint euro project,"

Ríkisstjórn Spánar vill að Seðlabanki Evrópu hefji stórfelld kaup á spænskum ríkisbréfum - og þannig haldi niðri lántökukostnaði Spánar. Fræðilega mögulegt sannarlega.

Meðan að Monti er ekki enn kominn í svo erfiða stöðu, að hann sé að biðja um svo nánast örvæntingarfulla ráðstöfun. Hans áskorun er um langtímalausn.

Orð þeirra og síðan orð Reinfeldts að ofan, sýna klofninginn innan ESB.

En löndin í vanda æpa eftir kostnaðarsömum aðgerðum - meðan að ríkari löndin, öll með tölu eru treg til að taka á sig kostnað.

Ég hef allan tímann sagt - að unnt er að bjarga evrunni, en til þess að sú björgun eigi sér stað, þurfa aðildarþjóðirnar að vera tilbúnar til að taka á sig þann kostnað - sem sú björgun mun kosta.

Hún verður mjög dýr - S-Evrópa þarf í reynd, nokkurs konar Marshall plan, frekar en núverandi björgunaráætlanir með dýrum lántökum, sem í hver skipti gera íllt verra.

En fall S-evrópu inn í ástand "economic depression" verður einnig mjög dýrt. Ekki bara fyrir löndin í vanda, heldur mun Evrópa öll tapa á þeirri útkomu - stórfellt.

En skammsýni pólitíkur hvers lands, sem horfir fyrst og fremst á þ.s. hver og einn skilgreinir sem sína sérhagsmuni, getur valdið því að - útkoman verði það sem í reynd er öllum í óhag.

Því enginn stígur fram - sem hefur næga yfirsín og samtímis nægt fylgi, til að vinna á sitt band þá sem eru skeptískir.

Eða hvernig í ósköpunum ætti Barroso að gera það, sem sagði eftirfarandi í dag, en hann hreytti þessu í kanadískann blaðamann? Hver getur borið virðingu fyrir slíkum manni?:

barroso.jpg "Canadian journalist "why should North Americans risk their assets to help Europe?""

Barroso - "Frankly, we are not coming here to receive lessons in terms of democracy or in terms of how to handle the economy." - "By the way this crisis was not originated in Europe [...] Seeing as you mention North America, this crisis originated in North America and much of our financial sector was contaminated by, how can I put it, unorthodox practices, from some sectors of the financial market."

 

Hann varð að koma því að "petty" að fjármálkrýsan hófst í Bandaríkjunum.

En þ.e. gersamlega rangt, að tala um að "Lehmans" dæmið hafi "contaminated" Evrópu, en Evrópa var einfaldlega viðkvæm fyrir - alveg eins og ísl. bankarnir voru viðkvæmir fyrir, og þoldu ekki að þeirra aðstæðum væri ruggað.

Það er vandamálið, að við stjórn eru litlir kallar eins og Barroso - sem skapa frekar fyrirlitningu en hrifningu, og eru gersamlega ófærir um að - taka upp einhvers konar leiðtoga kyndil.

Og leiða mál til farsælla lykta!

 

Niðurstaðan á Grikklandi er ekki endilega sigur fyrir Evrópu!

Relieved Europe hints at more time for Greece

Það virðist allur sveigjanleikinn í boði fyrir Grikkland, að bjóða eitthvað meiri tíma sbr.:

  • German Foreign Minister Guido Westerwelle - "I am very relieved by the results of the Greek elections. It's a vote for Europe. What's imperative is that a government is quickly formed that is capable of acting ... it's about more than fiscal discipline, it's about growth and competitiveness. The result of the Greek elections is that there are no concessions because what has been agreed is now what we will implement. There can be no substantial changes to the agreement." - "We're ready to talk about the timeframe as we can't ignore the lost weeks and we don't want people to suffer because of that,"
  • Angela Merkel - sunnudagskvöld - "German Chancellor Angela Merkel has telephoned Antonis Samaras to congratulate him on his victory "- "She stated that she would work on the basis that Greece will meet its European commitments," said a government statement recounting the conversation."
  • Austrian Chancellor Werner Faymann - "The conditions that were negotiated have to be observed but we also need to give the Greeks room to breathe,"

Þessi sveigjanleiki er klárt miklu mun minni en þ.s. stjórnarflokkarnir vonast líklega eftir - en eitt er víst af niðurstöðu grísku kosninganna, að tæp 60% kjósenda kusu gegn björgunaráætluninni.

Greek Coalition Talks Begin :"The new government will face huge hurdles, with a central administration threatened by a cash crunch within weeks, an economy in free fall and an angry public exhausted by two years of austerity measures." - "The first task facing the new government will be to come up with €11.5 billion or more of new austerity measures demanded by the country's creditors, which could further inflame public opinion."

Akkúrat, ef þ.e. enginn verulegur afsláttur gefinn af björgunaráætluninni, getur hin nýja ríkisstj. reynst skammlíf - þ.e. fallið saman innan nokkurra mánaða, undir stórfelldum mótmælaaðgerðum og niðurbroti samfélags.

Greek leaders seek coalition, want to ease bailout

Divided Greece "risks social explosion"

Greek government will be forced to seek third bail-out

Á sama tíma, lofuðu formenn PASOK og Nýs Lýðræðis að, leita eftir verulegum breytingum. Það er klárt að einhver á eftir að verða fyrir sárum vonbrigðum.

Eins og einn málsmetandi Grikki sagði:

""My biggest fear is of a social explosion," said a senior adviser to the country's likely next prime minister, New Democracy leader Antonis Samaras." - ""If there is no change in the policy mix, we're going to have a social explosion even if you bring Jesus Christ to govern this country.""

Þessi orð eru alveg örugglega - sannleikurinn í sinni hreinustu mynd!

Meðan að annar málsmetandi grikki sagði:

"Dimitrios Tsmocos, a senior economic adviser, said Mr Samaras intends to "honour Greece's contractual obligations but will actively and aggressively renegotiate the memorandum"."

Á meðan mun Syriza bíða á hliðarlínunni - eins og einn sagði "government in waiting."

Og ef útlit er fyrir að þ.s. grikkjum stendur til boða í sveigjanleika, sé langt undir því sem Grikkland í raun þarf á að halda.

Þá má treysta því, að Syriza flokkurinn mun ekki hika við að standa fyrir gríðarlega fjölmennum mótmælum á götum úti.

Að auki er ekki ástæða að efast, að sá flokkur hefur getu til slíks.

Fyrir utan, að grikkir margir hverjir myndu líta á nýju ríkisstjórnina sem svikara - ef hún skrifar undir samkomulag, sem gengur að flestra mati alltof skammt.

 

Brotthvarf Grikklands úr evru, var líklega einungis frestað!

Útlir er fyrir að ný ríkisstjórn verði samstjórn PASOK og Nýs Lýðræði - eingöngu, og með mjög takmarkað lýðræðislegt umboð.

Sú stjórn mun leita hófana eftir samkomulagi við ESB um, umtalverðar breytingar á björgunaráætluninni. Og mér virðist ólíklegt að hún verði fær um að framfylgja henni nær óbreyttri.

Eins og Robert Peston segir - Greece: Euro exit delayed?

Ef Evrópa treystir sér ekki til að koma til móts við grikki - mun kosningin nú, ekki vera nema gálgafrestur um brotthvarf Grikklands úr evrusamstarfinu, og síðan sennilega algert gjaldþrot.

Hverjar eru líkurnar á samkomulagi?  Því miður ekki miklar, því ef gefið er eftir gagnvart Grikklandi, þá koma aðrir bankandi að dyrum - þ.e. Portúgal og Írland. Þá stendur Evrópa frammi fyrir eiginlega, að þurfa að endurskoða öll 3 björgunarprógrömmin. Sem alveg örugglega er enginn vilji til að gera - jafnvel þó krýsan sé komin fram á 11. stund.

Þá líklega velur Evrópa frekar að láta Grikkland verða gjaldþrota - en eitt er ég algerlega öruggur um, að Grikkland verður ekki neytt til að yfirgefa ESB sjálft. En Grikkland er í ESB, vegna legu sinnar - og sú grunnstraðreynd er óbreitt enn sem fyrr.

  • En það getur verið afskaplega áhættusamt að heimila Grikklandi að hverfa úr evrunni - því þá er rofið stóra tabúið um evruna að hún sé óafturkræf.
  • Þá er evrusamstarfið eftir allt saman - ekkert annað en útlra niðurnjörvað gjaldmiðilssamstarf.
  • Brotthvarf Grikklands getur sett fordæmi - sem ef til vill er óskynsanmlegt að setja.
  • Þannig að snjallara, væri að endurskoða öll 3 björgunarprógrömmin, en að láta grikki hverfa út.
  • En verið getur, að óskynsamari leiðin verði ofan á!

 

Niðurstaða

Niðurstaða dagins er að evrukrýsan í reynd magnaðist eina ferðina enn. Ég hef nú æði oft sagt þessi orð. En nú er komið svo nærri bjargbrúninni - að það eru ekki mörg skref eftir, fram að endalokum - ef ekki er gripið inn í, og framkvæmd einhvers konar björgun á ástandinu, sem hefur einhvern lágmarks trúverðugleika. 

Því miður lítur ekki sérdeilis vel út með það, að verði af því að slík björgun komi til skjalanna.

Grikkland mun líklega hrekjast út úr evrunni á næstu vikum.

Og á næstu vikum, getur hafist slíkur fjármagnsflótti frá Spáni - að ríkisstjórn Spánar verði nauðbeygð til að setja á höft á flutning fjármagns yfir landamæri.

Sú aðgerð myndi setja af snjóbolta - sem líklega yrði ekki stöðvaður, fyrr en að evran er öll!

Sú þróun getur þó tekið eitt til tvö ár, að spila sig út á enda.

Ég ítreka - enn er unnt að bjarga evrunni. En ég er að verða frekar úrkula vonar um það!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll Einar, Við erum æði mörg sem höfum alltaf haft frekar lítið álit á Barosso, Þetta svar hans til blaðamannsins bætir það ekki.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 07:47

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það eiginlega krystallar það álit sem maður lengi hefur á honum haft.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.6.2012 kl. 08:20

3 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Hann beindi athyglinni að öðru, vegna þess að hann átti ekki nægilega gott svar við spurningunni.

Vandamálið í öllu þessu kreppuástandi eru nefnilega stjórnmálamenn af þessu tagi: Gersamlega lausir við alla leiðtogahæfileika og láta eigin riði-/hefndar-/fýlutilfinningar stjórna för frekar en skynsamlega framtíðarýn.

Skyldi maður nokkuð kannast við þetta úr íslenskri pólitík ?

Þorgeir Ragnarsson, 19.6.2012 kl. 10:48

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikil er bjartsýni þín Einar að láta vatn renna uppá móti. 

Gjaldmiðli verður ekki bjargað nema hann endurspegli kaupmátt viðkomandi hagkerfis.  Annað er bein ávísun á tilfærslur.  

Vantraust er önnur ávísun á millifærslur og með frjálsu flæði fjármagns, hvernig er hægt að hindra að fjármagn leiti í öruggt skjól???

En takk annars fyrir góða grein.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.6.2012 kl. 10:55

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - höft yrðu óhjákvæmilega lek. En væru líklega nauðsynlegt millistig - með væntanlega upptöku eigin gjaldmiðils sem endapunkt.

Sennilega væru menn tregir til að viðurkenna fullan ósigur varðandi evruna, og upptaka t.d. pesó myndi þá ekki eiga sér stað, fyrr en i fulla hnefa.

T.d. þegar hagkerfið stefnir í barter.

-----------------

Að einhverju leiti má segja að mál eftir að höft eru komin, geti spilast svipað og þegar rúblusvæðið leið undir lok.

En það tók nokkurn tíma að spila sig, eftir hrun Sovét. En þ.s. gerðist var að fyrir rest, lokaði rússn. seðlabankinn á peningastreymi til hinna seðlabankanna. Hætti stuðningi við rúblur í hinum fyrrum sovétlýðveldum.

Skömmu eftir þá ákvörðun, tóku þau upp eigin peninga. Þannig, að eiginlegur endapunktur evru eftir að höft eru komin milli ríkja - yrði þegar "Bundesbank" myndi slá af "Target 2" kerfið, þ.e. bindur enda á lausafjárlán til seðlabanka hinna landanna.

Þá vera þau að prenta.

Þetta getur tekið 2 ár - segi ég á grundvelli þess, að cirka þann tíma tók fyrir rúblusvæðið að hætta alveg, eftir lok Sovét.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.6.2012 kl. 12:36

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er mikill munur á skipulögðu undanhaldi og því að trúa að það sé hægt að bjarga gjaldmiðli sem á sér engar forsendur, þó ég vísi aðeins í þín rök. 

Kjarninn er sá að það eyðir enginn meir en hann aflar, og ef gjaldmiðillinn endurspeglar ekki þá staðreynd, þá fyrr eða síðar verður til ójafnvægi sem enginn ræður við.  Vissulega er möguleiki að eitthvað annað hagkerfi borgi mismuninn á eyðslu og tekjum, en af hverju ætti almenningur í viðkomandi landi að sætta sig við það???

Þetta er ekki tregða hjá viðkomandi stjórnmálamönnum, það er einfaldlega pólitískt sjálfsmorð að leggja til lægri lífskjör í þeim eina tilgangi að halda uppi fölskum kaupmætti þeira landa sem standa ekki undir evrunni.  

Evran er dauð, það er engin leið til að bjarga henni, en sú leið sem þú bendir á Einar er raunhæf leið til að lágmarka skaðann. 

En hún er skynsamleg, og þar með útilokað að Eurokratinn fari hana, það þarf jú skynsemi til að skilja skynsamlega leið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.6.2012 kl. 16:29

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ástæða þess að mér finnst ekki svo ólíklegt að spánv. velji þá útleið, er að aðilar innan ríkisstj. hafa talað um afleiðingar annarra björgunaráætlana sem hræðilegar.

Þeir sýnist mér standa mjög fljótt frammi fyrir þeim valkostum - annaðhvort að óska eftir formlegri björgun, þá fullu prógrammi; eða hinni leiðinni.

Þó hugsanl. sé það e-h líklegra samt, að þeir velji "björgun" - þá virðist mér samt möguleiki að þeir fari í hina áttina.

Bendi á að í morgun seldi Spánn skuldabréf, og 1. árs fóru á rúml. 5% vöxtum. Sem er mikil hækkun á skammtímabréfum, sem vanalega eru talin lág-áhættu. Þ.e. vísbending þess, að markaðurinn sé farinn að telja verulegar líkur að Spánn lendi í þroti innan árs - að bilið milli langtíma- og skammtíma-vaxta er að minnka. Þ.e. einnig vísbending þess, að líklega sé skammt í að markaðir lokist með öllu gagnvart Spáni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.6.2012 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 267
  • Frá upphafi: 847408

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 264
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband