Financial times segir að Grikkland sleppi við gjaldþrot að þessu sinni!

Financial Times segir í dag föstudag 9/3, að 85,8% einkaaðila hafi samþykkt skuldabréfaskipti við grísk stjörnvöld, sem dugi til að dæmið gangi upp.

Grísk stjv. ætla samt að skella "Collective Action Clause" á rest, til að hífa þátttöku upp í 95,7%.

Þessi "CAC" klásúla er sett eftir á, skv. lögum sem nýverið voru sett í Grikklandi, sem heimilar grískum stjv. að breyta ákvæðum skuldabréfa sem gefin eru út skv. grískum lögum, tja - eftir á.

Það sjálfsagt á eftir að skapa áhugaverða syrpu af dómsmálum gagnvart gríska ríkinu.

En ég gíska á að grískum stjv. sé í dag sama, þau hafa verið að lifa fyrir hverja viku í senn undanfarið - þetta virðist allt snúast um skammtímareddingar.

En sú tortryggni sem þessi meðferð mun sá meðal einka-aðila, það á sjálfsagt eftir að hefna sín.

Tja, þeir hljóta að óttast að fá sambærilega meðferð um skuldir Portúgals.

Sjálfsagt af þessa völdum, verða þeir extra hvekktir ef neikvæðar efnahagsfréttir halda áfram að berast vegna Ítalíu og Spánar.

Þeirra traust á evópskum stjv. og stofnunum ESB verður brothætt í kjölfarið - grunar mig.

Beðið er þó eftir "ISDA - International Swaps and Derivatives Association" sem ákveður, hvort notkun grískra stjv. á "CAC" munu þíðir að svokallaður "credit event" hefur átt sér stað, þannig að ISDA úrskurði að greiða beri út skuldatryggingar þ.e. CDS - "Credit Default Swaps".

----------------------------------------------

En aðildarríki evru hafa sett það sem algert skilyrði að þetta skuldabréfaskiptadæmi gangi upp, til þess að Grikkland fái afhentan þann pening, sem Grikklandi hefur annars verið lofað.

Ef sá peningur berst ekki, verður Grikkland gjaldþrota þann 20/3 nk.

 

Markaðir voru kátir á fimmtudag, tap þriðjudagsins virðist komið aftur til baka!

  • 21.00 US markets have closed.
  • Dow Jones rose 70.69 points - 0.55pc - to 12,908.02;
  • the S&P 500 climbed 13.29 points - 0.98pc - to 1,365.92; and
  • the Nasdaq closed up 34.72 points - 1.18pc - at 2,970.41.
  • 16.32 European markets have closed.
  • The FTSE 100 rose 1.2pc,
  • France's CAC was up 2.5pc,
  • the German DAX climbed 2.5pc,
  • Spain's IBEX leapt 1.8pc and
  • Italy's MIB was up 1.5pc.

En það virðist sem markaðir séu að búast við því að grísk stjv. muni tilkynna á föstudagsmorgun, að dæmið hafi gengið upp!

Fyrstu viðbrögð markaða í dag, föstudag 9/3, virðist vera hækkun - eftir að fyrstu fréttir eru að berast út þess efnis, að skuldaskiptin séu að ganga upp, en vera má að neikvæðar fréttir frá Ítalíu skemmi fyrir, en - en hreyfingar virðast litlar í dag enn sem komið er:

"Italy is also suffering. Industrial production in the country dropped by 2.5pc in January from December, the official data agency Istat said on Friday, after the economy entered recession in the second half of 2011.

The drop was far bigger than the 0.8p forecast by economists and comes after a rise of 1.2pc in December. Industrial production was down 5pc over a 12-month period in January, while economists had been expecting a fall of just 0.5pc. It doesn't bode well for recovery."

Eftir meðferðina í Grikklandi, munu fjárfestar örugglega fylgjast grannt með framvindu Ítalíu, og ef þeir sannfærast um að dæmið sé ekki ganga, munu þeir muna eftir meðferðinni frá Grikklandi og selja sig út frekar en að verða teknir á beinið með sama hætti, en sú meðferð virðist njóta nú blessunar stofnana ESB - en fyrstu viðbrögð aðila virðast vera að þeir fagni niðurstöðunni, og að grískum stjv. verði verðlaunað með því, að þau fái greitt á næstu dögum.

 

Það er magnað hve alvarlegt efnahagshrun Grikklands er:

Oft er sagt að myndir segi meira en mörg orð - sjá þróun atvinnuleysi á Grikklandi!

Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Grikklands:

  1. "The unemployment rate in Greece hit a record high of 21pc in December, according to figures just released.
  2. This compares with a rate of 14.8pc in December 2010, and 20.9pc in November, the Hellenic Statistical Authority reported.
  3. Youth unemployment now stands at a staggering 51.1pc."

Síðan í desember, hefur átt sér stað umtalsverður viðbótar samdráttur á Grikklandi, þannig að ljóst er að ofangreindar tölur eru þegar úreltar.

 

Risabankinn RBS hefur sett fram sína eigin sýn!

  1. "The bottom line is that under a scenario of modest economic recovery, improving primary balance, and some privatisation revenues, Greece will still have a vast amount of debt by 2020, around 160% of GDP, not very different from that recorded last year.
  2. However, 80% of that debt will be vis-àvis official creditors, making the next bailout negotiations even more politically sensitive as they might require debt forgiveness by the official sector.
  3. In 2014, at the end of Bailout II, the debt load will be higher than at the end of the current year after the PSI, around 180% in our baseline."

Þeir áætla með öðrum orðum, áætlun sem er mun svartsýnni en áætlun stofnana ESB, að skuldir Grikklands árið 2014 verði 180% af þjóðarframleiðslu.

Í dag eru þær í kringum 160%, en þ.e. verið að afskrifa 100ma.€ en á móti lána 130ma.€.

Síðan setja þeir inn í dæmið, að raunverulega eigi sér stað hagvöxtur á Grikklandi fyrir einhverja rest, en samt fá þeir út skuldastöðu árið 2020 í 160%, en ekki 120% eins og stofnanir ESB miða út frá.

Niðurstaða, að það verði aftur seinna að fara fram afskrift skulda Grikklands!

"We estimate that Greece’s funding requirements post PSI will remain very elevated and will require the negotiation of a third bailout as early as 2014 to cover funding needs from 2015 onwards."

Þeir með öðrum orðum, reikna ekki með því að Grikkland eigi afturkvæmt á alþjóða skuldamarkaði eftir 2014.

Ég held að þetta sé mjög raunsætt mat!

 

Niðurstaða

Gríska tragedían heldur áfram, ég er sammála sérfræðingum RBS bankans, að gríska dæmið er ekkert á leiðinni með það að ganga upp í náinni framtíð. Ekki einu sinni víst það geri það nokkru sinni - þ.e. Grikkland verði varanlegur sjúklingur innan evrunnar.

---------------------------------Um fréttir dagsins í dag, föstudags 9/3!

Skv. frétt Financial Times: Greece secures €206bn debt swap

Hefur 85,8% einka-aðila samþykkt þátttöku í skuldabréfaskiptum við grísk stjórnvöld. 

Grísk stjv. hafa samt ákveðið að skella "Collective action clause" á rest, til að hífa hlutfallið í 95,7%, sem verður að kallast svindl, en lög um "CAC" voru sett nýverið í Grikklandi, sem heimila gríska ríkinu að setja slík ákvæði í samninga "afturvirkt."

Það er einmitt þ.s. grísk stjv. ætla að gera - á get ekki ímyndað mér annað en dómsmál fylgi í kjölfarið.

Seðlabanki Evrópu hefur lofað því, gerði í gær, að taka grísk ríkisbréf aftur gild - svo grískir bankar geti áfram fengið neyðarfjármögnun, en ECB hefur í nokkra daga fryst á móttöku þeirra sem verða.

Ég velti þó fyrir mér heildaráhrifum, því einka-aðilar hljóta nú að hugsa sinn gang - óttast sambærilega meðferð t.d. í Portúgal.

Þannig, að reikna má með því að þeir muni forðast portúgölsk skuldabréf sem heitan eldinn, svo líklega er enginn séns að Portúgal komist inn á skuldabréfa markaði á næsta ári.

Að auki, munu einkaaðilar verða extra varfærnir grunar mig gagnvart skuldum Spánar og Ítalíu, og bregðast extra hart við minnstu viðbótar niðursveiflum í þeim löndum, því þeir treysta ekki lengur stjv. í evr. ríkjum - munu óttast að meðferð þá sem þeir fengu verði endurtekin.

Allt hefur afleiðingar!

----------------------------

Beðið er þó eftir "ISDA - International Swaps and Derivatives Association" sem ákveður, hvort notkun grískra stjv. á "CAC" muni þíðir að svokallaður "credit event" hefur átt sér stað, þannig að ISDA úrskurði að greiða beri út skuldatryggingar þ.e. CDS. 

Það virðist þó ekki líklegt að þó ISDA dæmi að greiða beri út tryggingar, að það hafi gríðarleg áhrif, enda hafa greiningar nú byrst á netinu sem virðast sýna að þær upphæðir séu viðráðanlegar fyrir þær bankastofnanir, sem hafa verið að selja grískar skuldatryggingar í gegnum árin.

Sem dæmi um slíka umfjöllun: And the losers from Greek CDS contracts are… German

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 67
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 1248
  • Frá upphafi: 848993

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1168
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband