Klofningur ESB á næsta leiti? Lifir evran?

Stærsta fréttin í dag er eiginlega glæný krýsa sem búin var til í gær-nótt, þegar Bretar beittu neitunarvaldi gegn breytingu á sáttmála ESB; en þ.e. krýsa Evrópusambandsins sjálfs. En eins og vel hefur komið fram í öllum helstu fjölmiðlum heimsins, undirrituðu ríkin 17 á evrusvæðinu öll nýjann sáttmála nefndur Stöðugleikasáttmáli, skv. forskrift Þjóðverja og Frakka, ásamt því að 9 ríki til viðbótar sem ekki eru aðilar að Evru undirrituðu þennann nýja sáttmála með fyrirvara um samþykki eigin þinga. Eðlilegt það.

Samþykkt fundarins um hinn nýja sáttmála: Hér!

 

Klofnar ESB eða hættir að vera til?

Það er nefnilega mjög afdrifarík ákvörðun sem var tekin sl. nótt, þegar í reynd nýtt samband utan um evruna var búið til - má segja að evrunni hafi verið rænt af Evrópusambandinu, þannig séð.

Það er langt í frá öruggt að allar þjóðirnar 9 fyrir utan Evruna, í reynd þegar á reynir kjósi að ganga inn í þetta nýja samband - en mjög líklega renna tvær grímur á marga heima fyrir, þegar umræðan um raunverulegt innihald samkomulagsins fer af stað fyrir alvöru - en þegar eru fram komnar efasemdir frá Finnlandi:

Jutta Urpilainen - fjármálaráðherra Finna: "As we are strongly committed to unanimous decision making, in practice that means we have two options. Either we keep to the original agreement that decisions are taken unanimously on the permanent mechanism, or Finland doesn’t participate in the permanent mechanism."

 

Það sem Finnar fetta fingur út í, er að nýi sáttmálinn gerir ráð fyrir að allar ákvarðanir séu teknar með "qualified majority voting" - þ.s. meirihluti skv. atkvæðavægisreglu mun ráða niðurstöðu, svo ekki verður boðið upp á að einstök lönd hafi neitunarvald.

Skv. þeirri reglu mun Þýskaland í reynd ráða öllu innan grúppunnar þ.s. Bretar verða ekki með, þ.s. Þjóðverjar halda Ítalíu uppi með naflastreng sem þeir geta rofið hvenær sem er, þ.s. Frakkar verða einnig gjaldþrota ef Ítalía það verður svo tak þjóðv. á Ítölum yfirfærist einnig yfir á Frakka. Sama á einnig v. Spánv. að þ.s. bankar á Spáni þurfa margir neyðarlán, og fjármagn fyrir slíka hluti kemur megni til frá Þýskal. þá í reynd er sjálfst. Spánar þessa stundina einnig verulega takmarkað.

Sjálfsagt hefur það meginsjónarmið á fundinum ráðið því að fulltrúar landanna 9 ákváðu að undirrita með fyrirvara, óttinn um að missa áhrif innan ESB - en klárt er að evruhópurinn undir þýskri stjórn mun ráða öllu sem máli skiptir innan ESB, með algeran meirihl. atkvæða.

Hugmyndin að þau lönd hafi meiri áhrif sem meðlimir hópsins en fyrir utan - en þetta þarf allt að vega og meta, ekki síst í ljósi atkvæðareglunnar - sem í reynd sýnist mér gefur Þjóðverjum hvort sem er, nær öll völd innan hins nýja sambands.

Svo þurfa löndin sem fyrir utan eru, að íhuga hvort þau vilji raunverulega undirgangast það stífa prógramm sem Þjóðverjar eru að þrísta niður kokið á aðildarlöndum evru hvort sem þau vilja eða ekki, en nýju reglurnar eru til muna strangari en gamli jafnvægissáttmálinn um evruna var.

---------------------------------

ESB getur flosnað upp eða orðið meiningarlaust: 

Mjög mikil lagaleg óvissa varð til með gerningi næturinnar, því hinar nýjur reglur eru ekki hluti af lögum né reynslu ESB, því ekki í reynd löglegt fyrir stofnanir ESB að framfylgja þeim - þ.e. Framkv.stj. - þingið og dómstóllinn.

Sjá: EU Treaty: new EU plan 'abuses power', say lawyers

 

Einfaldasta lausnin væri að hið nýja samband stofni nýjar stofnanir með sömu hlutverk og sambærilegar stofnanir innan ESB, starfsm. flytjast þá milli stofnana - gömlu stofnanir ESB smám saman verða áhrifalausar og eyðast.

Þó svo að sáttmálinn viðurkenni valdsvið Evrópudómstólsins í tilteknum skilgreindum tilvikum, þá er klárt ekki ljóst á þessari stundu að dómstóllinn geti beitt sér.

Þingsins er hvergi getið í samþykktinni, og virðist ekki hafa neinu hlutverki að gegna - áhugavert atriði það.

Það er þ.s. ég á við, þegar ég tala um tilvistarkreppu fyrir ESB sjálft - allt í einu, en þ.e. möguleiki að það komi í ljós að eina leiðin til að skapa trúverðugleika um stofnanalega eftirfylgni sé að stofna nýjar stofnanir sambærilegar stofnunum ESB - þannig taki þær stofnanir smám saman yfir og núverandi stofnanir ESB smám saman missi marga spóna úr sínum öskum.

Smám saman verði sjálft sambandið ESB - áhrifalaust. Í reynd klúbbur fyrir eftirlegukindurnar sem kusu að verða ekki með.

Þá er spurning hvort þær þjóðir þá hreinlega yfirgefi ekki ESB - þ.s. þær munu þá verða orðnar algerlega nær áhrifalausar um lagasetningu, alveg eins og á við um okkur innan EES.

Kannski fjölgar þá í EES - eða þ.e. samið um nýjann frýverslunarsamning milli þeirra þjóða og hins nýja sambands, hvað svo sem það verður fyrir rest kallað.

 

Var evrunni bjargað?

  • Það er langt í frá augljóst að svo sé - en ég bendi á að skv. óháðum hagfræðingum þarf a.m.k. 2.000ma.€ að tryggja í 3 ár samfellt Ítalíu + Spán, mið tilliti til annarrar óvissu.
  • Einnig hefur heyrst talan 1.000ma.€ - en þá er miðað við Ítalíu eingöngu en talið er að það kosti ríml. 900ma.€ að halda henni á floti í 3 ár án þess að gera ráð fyrir nokkrum viðbótar kostnaði, vegna annarra landa eða annarra þátta.
  • Ítalía þarf á næsta ári að selja skuldabréf fyrir andvirði rúml. 300ma.€ - þ.e. kostn. v. uppihald Ítalíu eingöngu út næsta ár, enn án þess að gera ráð fyrir nokkrum öðrum kostnaði.

Þetta er gott að hafa í huga - en skv. nýja samkomulaginu er aðeins boðið upp á eina nýja aðgerð nær tafarlaust - og því ber að skoða spurninguna eingöngu út frá henni:

  1. Varðandi ESFS eða neyðarsjóðinn, þá er einfaldlega vísað til þess að samkomulag um að skuldsetja hann, stækka hann með því að bjóða aðilum að fjárfesta í honum - skuli virkjað. En það samkomulag gerir ekki ráð fyrir neinu nýju fjárframlagi aðildarríkjanna sjálfra. Plan A, var að fá fjárframlög frá öðrum löndum en í sl. mánuði fengu aðildarlönd Evru neitun frá öllum löndum sem þau leituðu til. Plan B er að bjóða fjárfestum t.d. sjóðum að kaupa aðgang, þá er boðið í báðum tilvikum að þær 200ma.€ rúm sem raunverul. eru í sjóðnum verði nýttar til að tryggja fyrstu 20% af áhættu þeirra fjárfesta. En þessi hugmynd er einnig ákaflega "iffy" - ekki síst vegna þess að tortryggni ríkir nú veruleg gagnvart evrusvæði meðal fjárfesta. Ég velti fyrir mér af hverju einhver ætti að taka þessu tilboði. Þ.e. því mjög óljóst hvort nokkurt verulegt umframfé fæst umfram núverandi 200ma.€. Best að miða við að sjóðurinn sé með raunumfangið 200ma.€
  2. Nýja hugmyndin er að lána AGS 200ma.€ svo að AGS geti síðan lánað það fé til aðildarlanda Evru. Ekki veit ég hvaðan það fé á að koma, en Þjóðverjar hafa hingað til þverneitað að bæta 200ma.€ við neyðarsjóðinn - og ég velti fyrir mér af hverju þeir eru allt í einu til í að láta fé af hendi rakna í þetta, þegar klárt er að enn neita þeir að stækka ESFS - annars hefði hann verið stækkaður á fundinum. Svo grunur beinist einna helst að Seðlabanka Evrópu. En þá er spurningin hvort það fé er fengið með millifærslum milli seðlabanka aðildarríkjanna þ.e. frá einum reikningi á annan, þ.e. sá seðlabanki innan kerfisins sem á fé aflögu láni, líklegast eins og vanalega þessi misserin "Bundesbank". Eða, þriðja lagi, hvort þetta fé verður prentað. Ég held að líklegast sé þetta millifærsla enn ein slík frá Bundesbank hafandi í huga andstöðu Þjóðverja v. prentun.
  3. ESM (European Stability Mechanism) tekur nú til starfa í júlí nk. í stað jan. 2013. Þegar hann tekur til starfa skv. samkomulaginu á hann að hafa yfir að ráða a.m.k. 500ma.€. Þó er ekki ljóst hvernig það verður akkúrat framkv. Þetta er því loforð inn í framtíðina - rétt að taka með einhverjum saltkornum.

Eina viðbótar fjármagnið er 200ma.€

Samanlagt = 400ma.€

Algerlega er í lausu lofti hvort nokkuð viðbótar fjármagn fæst inn í ESFS, en í dag ræður hann yfir 200ma.€ - með tilliti tekið til veittra lána.

Loforðið um ESM og 500ma.€ er ekki fyrr en eftir 6 mánuði!

Þannig að það atriði - það fjármagn, skiptir því í reynd engu máli í samhengi evrukrýsunnar um þessar mundir!

Hvort evran lifir eða deyr mun ráðast á tímabilinu innan næstu 6 mánaða - þó sennilega innan þrengri tíma en það, þ.e. jafnvel næstu 2. mánaða!

Ég sé því í reynd ekki að evrunni sé reddað!

 

Líka spurning um áhrif niðurskurðar aðgerðanna!

"General government budgets shall be balanced or in surplus; this principle shall be deemed
respected if, as a rule, the annual structural deficit does not exceed 0.5% of nominal GDP."

  • Þetta er miklu strangari regla en sú gamla um 3% hámarks halla!

Það má sem sagt ekki vera viðvarandi halli umfram 0,5%. Þessu getur verið örðugt að ná fram við núverandi aðstæður, vegna þess að nú er víðast hvar í löndunum meiri halli en 3%. Að auki er hagkerfi Evrópu að sveiflast niður á við, sem dregur úr veltutekjum og því eykur hallla.

Að auki þá mun niðurskurður auka samdrátt, og þurfa að framkv. viðbótar niðurskurð til að leiðrétta fyrir því. 

En stóri vandinn er að þessar reglur skipta í reynd engu máli um þá kreppu sem evrusvæðið er statt í þessa stundina, því þetta byggist á kolrangri greiningu um það hvert er meginvandamálið.

  • Eins og ég hef útskýrt áður, er bakgrunnur evr. fjármálakrýsunnar tilurð þess sem ég kalla "evrópska bóluhagkerfið" sem myndaðist innan Evrusvæðis.
  • Það virkaði svipað og Kín-Ameríku bóluhagkerfið hefur verið að virka, þ.e. A lánar B til að kaupa vörur af A. B fyrir bragðið safnar skuldum við A. Á einhverjum tímapunkti verður B óhjákvæmilega fyrir því að skuldastaðan verður ósjálfbær - þá glatar markaðurinn tiltrú á stöðu B og kreppa hefst hjá B.
  • Þetta er gömul saga og ný. þesskonar atburðarás hefur gerst áður, og alltaf leiðir þetta til þess að land eða lönd sem safna skuldum í gegnum viðskiptahalla, lenda í vandræðum. Þar hefst kreppan.

Sá vandi sem mestu máli skiptir er viðskiptajöfnuður landa eins og Ítalíu - Spánar - Grikklands - Portúgals; er enn kolöfugur gagnvart Þýskalandi.

Meðan þau hafa halla á utanríkisviðskiptum í stað afgangs - sé skuldastaða þeirra í reynd ósjálfbær.

Þetta er atriði sem Þjóðverjar kjósa að líta algerlega framhjá, kjósa fremur að halda því fram að meginvandinn sé útgjaldavandi ríkissjóða - en í reynd fyrir utan Grikkland er sá vandi ekki meginatriði fyrir þessi lönd. 

Mín ályktun er, að þ.s. engin merki eru um það að þess sjáist nokkur merki, að til standi að gera skurk í því að snúa við þessu ójafnvægi - þá sé ég ekki að markaðurinn geti ályktað að þessi lönd séu orðin sjálfbær fyrir tilverknað hins nýja samkomulags.

 

Niðurstaða

Allt í einu óvænt skýtur upp á yfirborðið glænýrri kreppu, það er kreppu Evrópusambandsins sjálfs. Það verður mjög spennandi að fylgjast með því næstu dagana og vikur, hve markar af þjóðunum 9 utan evru fyrir utan Bretland, taka af skarið og ákveða að vera með í sambandi því sem Þjóðverjar virðast líklegir til að drottna yfir.

Mér sýnist ekki að þær upphæðir sem má finna í samkomulaginu, dugi nærri því til að róa markaði - en 400ma.€ getur reynst knöpp upphæð.

En málið er að þó svo hún dugi líklega til að halda Spáni og Ítalíu á floti út nk. ár, þá að auki hefur ESFS það hlutverk nú skv. nýlegu samkomulagi að aðstoða lönd við endurfjármögnun bankakerfa - ef þau þurfa aðstoð við slíka endurfjármögnun. 

Það er kostnaðarliður sem getur reynst vera umtalsverður. Þegar þeirri þörf er við bætt, getur það fjármagn reynst vera knappt. Að auki er Evrópusambandssvæðið á leið í kreppu, en flestar óháðar hagspár gera ráð fyrir kreppu á nk. ári - sú er áhætta hvað kostnað varðar, því hún þyngir róðurinn fyrir bankakerfi Evrópu auk þess að róðurinn fyrir Ítalíu og Spán er líkl. til að þyngjast, einnig Grikkland og Portúgal. 

Viðbótar ófyrirséður kostnaður er því alls ekki ólíklegur.

Síðan bætist við að enn örlar ekki á neinum aðgerðum í því augnamiði, að aðstoða hagkerfin í vanda við það verk að verða sjálfbær - þá vísa ég til þess viðskiptaójanfvægis sem enn viðhelst nær óskert innan evrusvæðis, ójafnvægi sem er bakrunnsorsök evrukrýsunnar. En það ójafnvægi veldur stöðugri skuldaaukningu landanna í vanda, þannig að þó skuldir væru afskrifaðar myndu nýjar hlaðast upp. Þannig að án þess að taka á viðskiptaójafnvæginu sé ég ekki að nokkur möguleiki sé til þess, að markaðurinn geti ályktað að skuldastaða ríkjanna í vanda sé að nálgast sjálfbærni. En efitt verður að taka skurk í því án aðstoða Þjóðverja - sem þurfa að efla neyslu innan eigin lands, svo aukin eftirspurn innan eigin hagkerfis eyði upp viðskiptaafgangi þeirra. Þannig getur komist á jafnvægi - en þeirra afgangur kallar á halla annarra. Halli og afgangur helst í hendur.

Þetta allt munu markaðir meta á næstunni, og mér finnst mjög líklegt eða líklegra en ekki, að niðurstaða þeirra verði sú að samkomulagið við nánari umhugsun, dugi ekki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Þetta er nú orðið klikkað!

Það er stofnað nýtt bandalag um bandalag um að bjarga evrunni, en það er ekki verið að leysa vandamálið. Þetta nýja bandalag fer að líkjast meira og meira þýsku einræðisríki. Merkilegt hvað margir falla fyrir áróðustækninni „að himinn hrynur ef við gerum ekki þetta og þetta..."

Ómar Gíslason, 9.12.2011 kl. 23:05

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sannarlega - þ.e. eins og að evran skipti nú meira máli en allt annað, meira að segja meira máli en sjálf ESB, því megi henda - jafnvel því, ef tekst að bjarga evrunni.

Það er eins og einhverskonar ástand sjálfssefjunar með ívafi örvæntingar, stjórni ákvörðunum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.12.2011 kl. 00:19

3 identicon

Furðulegast að öll ríkin utan evrunnar skuli ekk hafa vitglóru til að halda sig algerlega fyrir utan þetta, vonandi vitkast þau þegar fjallað verður um þetta heima fyrir hjá þeim.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 08:09

4 identicon

Angela Merklel er á góðri leið með að ná markmiðum Adolfs Hitler með peningum einum saman.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 08:17

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hún er sjálfsagt öllu snjallari.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.12.2011 kl. 13:14

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má túlka tregðu Þjóðverja til að taka á þeim vanda sem snýr að viðskiptaójafnvæginu, sem þeir græða enn á; þannig að það ástand einfaldlega henti þeim. Á meðan hafi þeir tak á þeim sömu þjóðum, því í því ástandi alveg eins og hérað á Íslandi sem ekki hefur tekjur til að standa undir sér sjálfu þá þurfa þau meðlög/styrki - þá þurfa þær að taka tillit til óska Þjóðverja, svo lengi sem það ástand varir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.12.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 222
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 1111
  • Frá upphafi: 849300

Annað

  • Innlit í dag: 203
  • Innlit sl. viku: 1017
  • Gestir í dag: 199
  • IP-tölur í dag: 196

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband