Á Íslandi, eru risastór vannýtt tækifæri í áliðnaði!

Ég tek undir margt það sem kemur fram í niðurstöðu vinnuhóps iðnaðarráðherra.

Sjá: Erlend fjárfesting bundin við álver

Við verðum að setja niður deilur um erlendar fjárfestingar á Íslandi. Reglur, verða að vera skýrar og almennar, það gengur ekki lengur að fjárfestingar séu háðar undanþáguákvæðum á grundvelli persónulegs mats.

Á hinn bóginn, er ég ekki til í að aflétta hömlum á fjárfestingum í sjávarútvegi- og um nýtingu orku.

  • Sjávarútvegur - orkauðlyndir og vatnið, eru lykilauðlyndir.
  • Um þær á að gilda sér-reglur. En, þó almennar slíkar. 
  • Ekki þannig - að ráðherra getur veitt heimild eftir geðþótta, eða þá nefnd hefur heimild til slíks. Slíkt fyrirkomulag er ekki einungis óheppilegt vegna þess, að aðilar geta ekki verið vissir um að fá alltaf sömu meðferð, þessu fylgir einnig hætta á spillingu - þá þess eða þeirra, sem sjá um þær ákvarðanir.

Aðalsteinn Leifsson: „Atvinnulífið er þrátt fyrir allt tiltölulega einhæft hér á landi. Þá eru ýmsar hömlur á erlendri fjárfestingu, eins og sjá má í sjávarútvegi. Fjárfesting erlendra aðila hér á landi hefur einnig verið mjög einhæf. Ef horft er á Norðurlöndin má sjá að erlend fjárfesting er á mun fleiri sviðum en hér; dreifist yfir mismunandi þjónustu og breiðir úr sér um allt hagkerfið. Hér á landi er þetta bundið ekki bara við orkufrekan iðnað, heldur beinlínis við álið."

Það er ekki alveg sanngjarnt að bera Ísland við norðurlönd

  • Ísland 318þ. -  Svíþjóð 9.354.000 : 1/29,4
  • Ísland 318þ. - Noregur  4.989.900 : 1/15,7
  • Ísland 318þ. - Finnland  5.388.400 : 1/16,9
  • Ísland 318þ. - Danmörk 5.564.219 : 1/17,5
  1. En þau eru margfalt fjölmennari - því stærra atvinnusvæði og markaður, því áhugaverðari fjárfestingarkostur - fyrir þær ástæður.
  2. En fleira kemur til, Norðurlönd eru einnig í vega og lestasambandi við meginland Evrópu, meðan Ísland er eygja hundruð km. fjær Evrópu en Írland - þetta skapar kostnað bæði til og frá landinu, sem gerir rekstur hér dýrari og því óhagkvæmari.


Þetta fer allt saman:

  • Mjög smár vinnumarkaður - því einhæfur, tiltölulega lítið úrval af þekkingu og reynslu, lítil dýpt í framboði.
  • Mjög smár innanlandsmarkaður - því ekki spennandi að setja hér upp sjoppu, til að selja á okkar innanlandsmarkað.
  • Hár flutningskostnaður - til og frá, en einnig að auki innanlands; gerir rekstrarkostnað hér - mjög háan.
Þessir þættir víxlverkar saman og gera Ísland fjarskalega lítt spennandi til fjárfestinga, á mörgum sviðum.
  • Þetta er veruleikinn sem við glímum við - aðild að ESB breytir þessu ekki að nokkru leiti.
  • Reynd, er aðild að mínu mati "neutral" þ.e. hefur lítil áhrif til eða frá.


Krónan er ekki neikvæður faktor

Ég ítreka sbr. ofangreint, að okkar innanlandsmarkaður er ekki líkleg ástæða fjárfestinga hér, þegar erlendir aðilar eiga í hlut.

  • Þeir eru með áhuga á aðstöðu hér - sbr. ferðamennska t.d. Huang Nubo, eða hugsanlegar siglingar um N-Íshaf.
  • Eða, þeirra áhugi er á orku-auðlyndum.
Fram að þessu hefur sá áhugi komið einkum fram í álverkefnum. Það er ekki furðulegt, því ál er dálítið sérstakt fyrirbæri. Aðgangur að orku á hagstæðu verði - er algert lykilatriði í áliðnaði.

Þ.s. ég er að segja, er að fjárfesting snúist um útflutningsrekstur - eða annann rekstur er hefur megintekjur í erlendum gjaldeyri!

  • Útflutningsrekstur hefur tekjur megni til í öðrum gjaldmiðlum, fer eftir því hver meginmarkaður er hver sá gjaldmiðill er.
  • Þá hefur rekstur, sína reikninga í þeim tiltekna gjaldmiðli - flytur inn aðföng í þeim gjaldmiðli, auk þess að hafa megintekjur í þeim gjaldmiðli.

Krónu-umhverfið, er því einungis laun og skattar til hins opinbera. Lán eru væntanlega í erlendu, þannig að vaxtakostnaður í innlendu - verðbólga - og að auki gengisstöðugleiki eða óstöðugleiki; er ekkert mikilvægt atriði.

  • Í reynd er ég að segja, að upptaka evru skipti ekki máli, um erlendar fjárfestingar hér; vegna þeirra þátta sem ég nefndi að ofan.

 

Á móti er krónan mjög þægilegt hagstjórnartæki

- sérstaklega við það að stýra viðskiptajöfnuðinum. En, ég fæ ekki séð betur, en sú stýring gæti reynst mjög erfið í framkvæmd, innan evru. Bendi á, að gjaldþrot Portúgals er megni til, vegna viðskiptahalla um árabil.

  • En sú stýring fer einfaldlega fram með gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum!

Gengið einnig leiðréttir sveiflur, sem koma frá alþjóðlega umhverfinu og auk þessa, frá öðrum þáttum svo sem, ef veiðar dragast saman vegna aflabrests.

Miðað við hve okkar atvinnuþættir búa við óstöðugann tekjugrunn, - - væri það að mínu viti óðs manns æði, að sleppa krónunni.

  • Nema auðvitað önnur jafn skilvirk leið til sveiflujöfnunar sé fundin í staðinn.

Ég tel það á misskilningi byggt, að þetta sé slæmt fyrir almenning - því hagkerfið er ekki sjálfbært í ástandi viðskiptahalla, skuldasöfnun af hans völdum kemur alltaf almenningi í koll fyrir rest sbr. krísurnar í Portúgal og Grikklandi. Að krónan lækki til að leiðrétta viðskiptajöfnuðinn - þannig komi í veg fyrir slíka uppsöfnun vaxtaberandi gjaldeyrisskulda - í reynd sér vörn fyrir lífskjör almennings, þá frá enn verra tjóni sem eigi sér stað, ef viðskiptahalli safni upp vaxtaberandi gjaldeyrisskuldum. Skuldakreppa er ekkert grín.


Vegna þess að fjárfesting verður að snúast um útflutning, þá snýst hún um þá þætti þ.s. við raunverulega höfum eitthvert samkeppnisforskot - eða þætti þ.s. fjarlægð er ekki atriði:

  • Við erum að tala um sjávarútveg - vegna alls þess magns af fiski sem syndir í sjónum umhverfis landið.
  • Við erum að tala um orkufrekann iðnað, vegna allrar þeirrar orku sem hér er.
  • Einhver tækifæri í landbúnaði t.d. við rækun á mink eða ref, eða hvort tveggja.
  • Einhver tækifæri við fiskeldi í fjörðum og flóum umhverfis landið.
  • Svo huganleg tækifæri, í hugbúnaðargerð og hönnun. Sem þekkir engin landamæri.

 

Á Íslandi eru risastór vannnýtt tækifæri í áliðnaði!

  • Ég er að tala um allt álið sem hér er framleitt - er flutt út sem hrávara í stömpum.
  • Þetta fæst fram þegar, tekið er tillit til áhrifanna af innflutningi á súráli.

Málið er - að þennann virðisauka er unnt að margfalda!

Með því að framleiða verðmæta hluti úr áli - hér á Íslandi.

Það er engin ástæða til að gera þetta ekki:

  • Álið er hérna hvort sem er - þarf hvort sem er að auki að flytja út.
  • Það væri hreinn gróði - að umbreyta því í verðmætari vöru.
  • Við þurfum auðvitað að skríða áður en við getum gengið, eða hlaupið.
  • En, þetta þarf að vera lykilatriði í okkar framtíðar atvinnustefnu. 

En mig grunar að við séum búin að missa af lestinni - með byggingu frekari álvera.

Vegna þess, að kreppuútlit er orðið svo augljóst í heiminum - að aðilar hljóta nú að fresta öllum dýrum fjárfestingar-verkefnum.

En, það hindrar okkur ekki neitt - enda erum við ekki að tala um hluti sem kostar endilega mjög mikið að starta. Það má hefja framleiðslu í smáum stíl. 

Þá er ég að tala um frekar einfalda hluti - íhluti í bíla. Íhluti í tæki. Stoðir og styrktarbita, í brír - hús eða hvað sem er. 

Síðan, vinnum við okkur áfram, færum okkur upp í flóknari og enn dýrari hluti.

En það verður að vera lykilatriði - að auka verðmæti okkar útflutnings.

Þetta er í reynd sambærileg þróun við það - þegar farið var áratugum fyrr að þróa fullvinnslu sjávarafurða hérlendis.

Við getum orðið málmiðnaðarþjóð - ekki síður en fiskiðnaðarþjóð.

 

Niðurstaða

Mín áskorun til þjóðarinnar, er um nauðsyn þess að gera stórátak í málmiðnaði hérlendis, einkum áli. Ég er að tala um mögulega margföldun útflutningstekna af áli. Af áli, sem er til staðar - þarf ekki að flytja inn, er hvort sem er flutt út. Svo, að ef notum hér framleitt ál, gerum úr því aukin verðmæti - og flytjum svo út. Þá er unnt að stórlega auka lífskjör hér.

Til þess þarf engin ný álver. Það ál sem þegar er hér framleitt, er yfrið nægt - til að standa undir verulega umtalsverðum málmiðnaði.

Slík starfsemi - getur mjög hugsanlega orðið mjög verðmæt, ég er að tala um verðmæt störf, í reynd þekkingariðnað ekki síður en hugbúnaðariðnaður er; en það þarf mjög mikla þekkingu til að svara kröfum nútímans, um íhluti úr áli.

Þetta verður að vera lykilatriði í okkar atvinnustefnu.

Stjórnvöld - og atvinnulífið, þurfa að taka upp samstarf um slíka stefnumótun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Neytendamarkaðir eru ein áhugmálið hjá borgum heimsins, í þá sækja þeirt  sem vil koma sinn í þjónustu og framleiðslu á markað hér er hægt að stór auka innri hagvöxt með teggja rétt eftirpurn á neytendamörkuð Íslands. Hér gildi að gera út á gæði neytendenda en ekki fjölda neytenda.      1 þrep. raunvirðsauka er 2% Millliða um 10%  og neytenda um 20 %.

Borgir með neytendur og því stönduga fjámálgeira í famhaldi, tryggja sér aðföng: orku og hráefni og grunnvinnslu á þeim  í gegnum sín Alþjóðsambönd, mjög vinsælt er planta lá vsk risagrunnframleiðslu  niður í vanþroskuð fjármálaríkjum. Ísland og Afríka koma fyrst í hugan.  Blá fátæk einræðis S-Evrópa fann upp á að til auka  vsk sinn þá varhægt að breyta atvinnuleysi í þjónust við  frá ríkari neytenda mörkuðum, Þessi þjónusta var svo síðar flokkuð með iðnaði. Reynsla í EU eftir 1994 sannar að eigarhaldið á þessum iðnaði er að mestu hluta kominn í hendur erlendra aðila, einnig samgönguþjónusta og orkuþjónusþjónusta í Ríkiseigu. Lykil atrið er að þroskast og hætta að bulla.

Júlíus Björnsson, 3.10.2011 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 380
  • Sl. viku: 1393
  • Frá upphafi: 849588

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 1284
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband