Ég stórlega efa að Evran lifi út árið, með núverandi persónum og leikendum öllum innan borðs!

Það er áhugavert að skoða tölur EuroStat yfir hagvöxt annars fjórðungs þessa árs. Virkjið hlekkinn:

EuroStat press release - 2. Quarter growth figures (pdf)

En, þetta er ekki nema hálf sagan sögð. Hinn hlutinn er, að afkomu aðvaranir stórfyrirtækja frá sl. mánaðarmótum, þ.s. dregur úr pöntunum miðað við - tja - maí, júní og júlí, segir að vont fari versnandi.

Það sé ekki von á bata á næstunni - ekki í haust!

Þegar við bætist þ.s. fram kom í gær á leiðtogafundi Merkel og Sarkozy, þ.s. eitt stefnuatriðið er svokölluð "debt brake" þ.e. að aðildarríki Evrusvæðis verði knúin til að setja í stjórnarskrá reglu um sjálfstæðann niðurskurð, ef skuldir leita yfir ákveðið eða halli ríkissjóðs.

Að stofnanir ESB, hafa verið að beita aðildarríkin öflugum þrýstingi, til að skera meira niður - en skv. fyrirmælum ber þeim að ná halla í 3% ekki seinna en 2013. Sarkozy kom einmitt úr sumarfrýi þegar nýjar hagtölur lágu fyrir í Frakklandi í sl. viku, þ.e. hagvöxtur "0" - en það þíðir einnig að áætlun um minnkun halla var ekki lengur trúverðug; svo hann gaf ráðherrum sínum fyrirmæli um að búa til tillögur um frekari niðurskurð, svo takmarkið skv. fyirmælum Framkvæmdastjórarinnar, gæti náðst.

Vandi er - að með þessum gríðarlegu áherslum á niðurskurð, samhliða því að evrukrýsan er stöðugt að spinna upp á sig - niðurskurður er eftir allt samdráttaraðgerð; þá er veruleg hætta á að í haust eða vetur stefni í samdrátt - vegna víxlverkunar niðurskurðar við neikvæð áhrif sjálfrar evrukrýsunnar!

"Paul Krugman - Eurostall

First we worried about one-size-fits-all policy; then it seemed that the ECB was actually engaged in one-size-fits-one, oriented entirely toward Germany; now growth in Germany and the eurozone as a whole has stalled (pdf). So now it’s one-size-fits-none.

It really is a race between America and Europe: who can make the worst of a bad situation. And both competitors are giving it their all."

Difficult for euro to survive without eurobonds:Stiglitz

"It would actually be better for the euro if Germany left because the consequences of restructuring debt if Greece, Portugal or Ireland were to leave would be very great."

Ambrose Evans-Pritchard - EMU crisis deepens as Europe's AAA core is hit

"The ECB should never have tightened when real M1 deposits were contracting, not only in the eurozone periphery but in the core as well. A rapid reversal is now required to prevent a eurozone recession, and ideally they need to start quantitiative easing too. It's not too late,"

Christine Lagarde - Don’t let fiscal brakes stall global recovery

 " The priorities are clear: credible, medium-term fiscal consolidation, combined with aggressive exploration of all possible measures that could be effective in supporting short-term growth."

Fyrir þá sem muna ekki er Lagarde nú yfirmaður AGS, svo hún er að túlka aðvörun sérfræðinga AGS þess efnis, að niðurskurðar aðgerðir verði að vera með þeim hætti, að þær skaði sem minnst forsendur til hagvaxtar - heildar aðgerðapakki, verði að innihalda trúverðuga áætlun um aukningu hagvaxtar - samhliða því sem áherslan á niðurskurð, verði frekar innan tímabils næstu 2-3 ára fremur en að framkvæma sem mest af honum sem allra fyrst.

Slík áhersla sé aftur á móti varsöm - geti kyrkt hagvöxt - og "who will believe that commitments to cuts are going to survive a lengthy stagnation with prolonged high unemployment and social dissatisfaction?"

  • Orð yfirmanns AGS eru klár gagnrýni á núverandi samdráttar-aukandi niðurskurðar stefnu er ríkir á Evrusvæði.

Svo er það staðreyndin, að þegar Seðlabanki Evrópu hækkaði vexti síðast í júlí - hafði verið samdráttur í peningamangi í Evrópu um nokkurt skeið. Meira að segja í Þýskalandi. Það er standard hagfræði, að þú slakar á peningastefnu ef peningamagn fer minnkandi - því eins og einn þekktur sagði "you can't have capitalism without capital".

  • Samdráttur peningamagns er mjög - samdráttarvaldandi. Gefur vísbendingu um, að - tja - einmitt samdráttur eða hið minnsta minnkun hagvaxtar sé framundan. 
  • Við getum séð það einmitt í tölum.

Efst má sjá aðvaranir nóbelshafanna Krugman og Stiglitz sem hafa verið frekar í ónáð hérlendis meðal evruvina, vegna þess að þeir hafa ekki farið fögrum orðum um ástandið á evrusvæðinu. 

Þjóðverjar hafna algerlega evrubréfum - - takið eftir að Stiglitz segir áframhaldandi tilvist evru mjög örðuga án sameiginlegra ábyrgða á skuldum - til að létta byrðinni af þjóðum í vanda. Á hinn bóginn er skiljanleg tregða Þjóðverja - þ.s. slíkar ábyrgðir myndu hækka þeirra lántökukostnað. Svo, hafa rannsóknir sýnt fram á, að sameiginlegir reikningar - auka eyðslu, sraga úr hvötum til sparnaðar. 

Ég sé ekki nokkurn möguleika á þeim - nema gegn ákaflega ströngum afarkostum af hendi Þjóðverja, svo ströngum að mér sýnist mjög ólíklegt að þjóðirnar geti gengist inn á slíkt:

Kyrrt á vesturvígstöðvunum!

Vandi Frakka sem kom í ljós í sl. viku, að enginn hagv. mælist þar auk vanda bankakerfisins þar, ásamt tölum um mjög lélegann hagvöxt í Þýskalandi. Útilokar mjög líklega björgun Evrusvæðis, með stækkun björgunarsjóðs Evrusvæðis úr núverandi 440ma.€ í cirka 2.000ma.€, sen óháðir hagfræðingar telja lágmark, miðað við vanda Ítalíu og Spánar. 

Þetta er cirka 4,4 föld aukning ábyrgða - ljóst er nú að Frakkland ræður ekki við slíka viðbót. Og svo, ef Frakkland ræður ekki við það dæmi, þá ræður Þýskaland ekki heldur við það - ef Frakkland fellur út. Svo, niðurstaðan er, að þetta er ekki lengur raunhæfur möguleiki.

  • Einmitt þess vegna, hefur umræðan undanfarið, snúist yfir í Evrubréf og sameiginlega ábyrgð.
  • En þ.e. einfaldlega ekki nægur tími til stefnu - til að framkvæma allar þær flóknu breytingar á sáttmálum, sem þyrfti til - svo Þjóðverjar myndu samþykkja.
  • Í dag getur björgunarsjóðurinn veitt cirka 300ma.€ í lán - fræðilega séð. Nú, Seðlabanki Evrópu gaf út á mánudag, að sl. vika hefði kostað hann 22ma.€ í kaupum á bréfum Ítalíu og Spánar. Miðað við það, mun það taka hann 13,7 vikur að verja til þess 300ma.€ að halda þeim löndum á floti. Það deadline verður cirka um eða rétt eftir mánaðamót nóv./des. 2011.
  • Þá er einfaldlega að hrökkva eða stökkva - ég spái því að þá verði Þjóðverjar enn andvígir stækkun björgunarsjóðsins og evrubréfum með sameiginlegri ábyrð; svo eina leiðin verði áframhaldandi kaup Seðlabank Evrópu.
  • Þetta verði ákvörðun nýs meirihluta þjóða í vandræðum, meðal stjórnenda Seðlabanka Evrópu - sem ákveða muni þetta í andstöðu við fulltrúa Þjóðverja og nokkurra annarra ríkja:
  1. Þetta muni nefnilega fela í sér peningaprentun -
  2. að skuldir Ítalíu og Spánar, verði settar í verðlagið -
  3. að auki, að prentað verður til að hvetja hagkerfin.
  • Það er málið, að slík prentun er sennilega eina skammtíma aðgerðin - sem getur forðað allsherjar hruni, sem eftir er.

En Þjóðverjar munu ekki sætta sig við þetta er ég viss!

Því munu þeir, segja bæ - bæ, við evruna - í kjölfar þess að þessi stefnubreyting verður framkv.

Annars verður mjög líklega - allsherjar hrun! Jafnvel áður en nýárið rennur í garð!

 

Niðurstaða

Úr þessu tel ég ekki raunhæft að koma í veg fyrir hrun evrunnar. En peningaprentun mun þíða gengishrun. Ef Þjóðverjar og nokkur önnur ríki fara. Þá verður, enn frekara slíkt hrun. Peningaprentun + gengislækkun, mun leiða til verulegrar verðbólgu og lífskjaraskerðingar. En raunskuldalækkun verður á móti sem og að, samkeppnisstaða atvinnuvega batnar. Líkur á endurkomu hagvaxtar batna.

En, segjum að Þjóðverjar myndu getað blokkerað peningaprentun - á þeim tímapunkti og enn héldu þeir við sinn keip að öðru leiti. Væri stórfelld hætta á öðru og mun verra hrunástandi.

Það er, stjórnlaust hrun - sem þá líklega mun hefjast eins og 1931 í einhverju Evrópulandi á bankahruni. En versnandi ástand, mun skila sér í verði á hlutabréfum sem mun þá lækka enn frekar en orðið er. Á einhverjum tímapunkti geta eignir banka svo rírnað, að einhverjir þeirra fari í eiginfjárstöðu sem ekki gengur. Og þá er líklegt að verði áhlaup á þá banka á einhverjum tímapunkti - viðkomandi ríki þurfi að taka sína banka yfir. En líklegt er að bankakerfi heils lands geti fallið eins og hér. 

En, fall stórs banka mun gera stöðu ríkissjóðs verri - leiða til frekari falls bréfa þess ríkissjóðs, sem mun minnka eiginfé annarra starfandi banka innan hagkerfisins. Líkur eru miklar á að dómínó eða snjóboltaáhrif fari af stað. En þ.s. verra er, vegna mjög náinna tenginga Evruhagkerfanna innbyrðis, fari snjóboltinn eins go eldur í sinu yfir landamæri. Mig grunar að á einungis viku, geti bankakerfi allrar Evrópu fallið.

Ef það gerist, neyðast ríkin til að stöðva fjármagnshreyfingar - setja sem sagt á höft. Og þá, brotnar evrusvæðið upp í sínar einingar. Svo smám saman, fer evra í einu landi að kosta annað en evra í öðru. Þetta verði svipað og þegar rúblusvæðið leystist upp í kjölfar hruns Sovétríkjanna - eftir eitthvert tímabil, þá neyðast ríkissjóðirnir að láta seðlabanka sína taka upp eigin prentun. 

Þá verður ferlinu lokið, nýir gjaldmiðlar koma til sögunnar. Evran verður alveg farin - þó að vísu hafi rúblan ekki horfið alveg, varð gjaldmiðill Rússlands eins - þá hvarf hún alveg utan Rússlands. Evran getur með sama hætti horfið - nema þá hverfur hún alveg, því enginn einn mun vilja eiga hana.

Við tekur "depression" eða mjög djúp kreppa.

Við skulum vona - að minna slæma útkoman verði niðurstaðan - þá verður þróunin mun minna slæm, kreppa verður ekki djúp - getur meira að segja tekið enda innan fárra ára.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 847397

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband