Inngrip Seðlabanka Evrópu seinni part dags, lækkuðu vaxtakröfu sem og skuldatryggingaálag á Evrusvæðinu!

Það sem virðist hafa ráðið úrslitum um viðsnúning á verðþróun á skuldabréfamörkuðum seinni hluta dags, eru inngrip Seðlabanka Evrópu. En ég tel líkur á að um inngrip Seðlabanka Evrópu hafi verið að ræða, yfirgnæfandi. En, orðrómur komst á kreik eftir hádegi að von væri á inngripum.

 

Buiter Says ECB Will Revive Bond-Buying Program to Protect Italy Auctions :"“The ECB will intervene on whatever scale is necessary to allow Italy to conduct its auction on Thursday,” Buiter, now chief economist at Citigroup Inc., told reporters in London today. “If the ECB doesn’t come in, the Italian bond auction is likely to fail.”"

 

Ég held að Buiter hafi átt kollgátuna. En mér sýnist sá ákveðni viðsnúningur er átti sér stað á mörkuðum seinni part, benda sterklega til inngripa. En eins og sjá má, þá var markaðurinn í stöðugum hækkunarspíral, þar til allt í einu að viðsnúningur varð og verð fóru að lækka, lækkuðu við lok dags niður fyrir stöðu loka dags frá því í gær.

 

Short-term debt auction eases pressure on Italy :"The auction of €6.75bn in 12-month denominated bills came at a yield of 3.67 per cent, the highest since 2008, and up from the 2.147 per cent seen at the previous auction of short term sovereign debt." - "Italy’s...borrowing costs (10 year bonds)...fell back having brushed 6 per cent in early trade...Spanish debt...yields coming off...6.28 per cent to 6.04 per cent."

Italian and Spanish bonds feel heat as contagion fears rise :"...Italian bond yields hit intra-day highs of 6.01 per cent before dropping back to about 5.5 per cent, while Spanish yields rose to 6.30 per cent before falling back to about 5.8 per cent." - "Harvinder Sian...at RBS...“If yields on Italian and Spanish bonds go above 7 per cent, then this will not just be a eurozone crisis, it will be a global crisis, threatening the currency club in its existing form.”"

 

Verð lækkuðu einnig almennt á mörkuðum gagnvart fleiri löndum, eins og Portúgal og Grikklandi, en það má vera að kaup Seðlabanka Evrópu hafi ekki einskorðast við ítalska uppboðið. Þannig, að inngrip Seðlabanka fremur en það að markaðir hafi í raun róast, getur verið meginskýring þeirrar lækkunar er átti sér stað.

  • Svo, þá er ef til vill staðan sú, að markaðir eru enn í sama paník-kastinu - að lækkun sé einungis tímabundin.

Að vísu getur það hafa stuðlað að róun, að ítalska þingið samþykkti að setja nýtt niðurskurðarfrumvarp fjármálaráðherra í flýtimeðferð. Berlusconi kom einnig fram með yfirlísingu, þar sem hann óskaði eftir samstöðu.

  • Svo, það virðist að þessar nýju niðurskurðaraðgerðir fari fram og fái öruggann meirihluta.

Á hinn bóginn, benda gagnrýnendur á að sá niðurskurðarpakki, hafi lítil áhrif og sé því ólíklegur í reynd til að skipta máli.

  • Hann muni ekki lækka hallann á Ítalska ríkinu í nálægri framtíð.
  • Né sé þar nokkuð að finna, til að auka líkur á hagvexti.

En ekki síst sú staðreynd að Ítalía er á "0" punkti þessa stundina, það var samdráttur í iðnframleiðslu í júní, síðan kom vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu þann 7/7 sl. sem fjárfestar vænta að muni hafa samdráttaráhrif á Ítalíu, og að auki fregnir frá Bandar. sl. föstudag um að hagvöxtur í júní hafi verið enn slakari en í maí sem þó var slæmur mánuður. 

Allt þetta víxlverkar saman, þ.e. að aðilar gera sér ljóst að samverkandi áhrif allra þessara þátta, séu líkegir til að íta Ítalíu og einnig Spáni yfir í samdrátt á ný; svo þessi samvirkni áhrifaþátta sé ástæða þess, að núverandi Evursvæðiskrýsa gís allt í einu fram nú.

 

Doubts remain on Italy’s assurances :"Tito Boeri, economics professor at Bocconi university. The bulk of cuts and savings...come into play only in 2013...more than a third of the budget correction depends on future changes to welfare legislation “whose contents are far from defined”...There are no measures to promote economic growth..."

 

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á morgun - hvort markaðurinn haldi áfram að vera í paník. En, nk. föstudag verður ný sala skuldabréfa hjá Ítölum.

  • Ég verð að segja, tjá mig, um það hve lík þessi atburðarás er þeirri sem átti sér stað, þegar Grikkland var á leið í vandræði - síðan Írland og svo Portúgal.
  • En í öllum tilvikum, skapaðist þessi spenna um "bond auction" eftir "bond auction" og Seðlabanki Evrópu, í öllum tilvikum greip inn og gerði tilraun til að róa markaði með því að kaupa, og í öllum tilvikum mistókst það.
  • Í þetta sinn eru stærðirnar þ.e. upphæðirnar svo mikið mikið stærri í sniðum.
  • En nú er hættan svo mikið - mikið meiri, því fall Ítalíu líklega er hvorki meira né minna en fall Evrusvæðis.

Skuldir Ítalíu eru cirka = 20% af heildarþjóðarframleiðslu alls Evrusvæðisins, sbr. að þjóðarframleiðsla Grikklands í heild er bara 3% cirka af þjóðarframleiðslu Evrusvæðis.

Við getum nú verið að sjá þetta gerast næstu virkurnar - að Ítalía og Spánn, bæði tvö ríkin verði hrakin af mörkuðum. Þá verður tilvistarkreppa Evrunnar öllum ljós.

 

Skuldatryggingaálag

Staða Markit Itrax Sov kl. 17.30 13/7 - sveiflur halda áfram í dag - tölur fremst í röð.

Staða Markit Itrax Sov kl. 13.00 13/7 - sveiflur halda áfram í dag.

Staða Markit Itrax Sov kl. 9.30 13/7 - sveiflur halda áfram í dag.

Staða Markit Itrax Sov kl. 17.30

Tölurnar aftast frá kl. 17.30 - næstu tölurnar við frá fyrr í dag, eða 13.00.

Svo koma tölur frá 17.30 í gær og fyrstu tölur kl. 13.00 í gær.

Þetta sýnir ágætlega þróun þá er átt hefur sér stað í dag og gær.

Grikkland...........2.340 / 2.333 / 2.325/ 2.297 / 2.300 / 2.425 / 2.338

Portúgal.............1.085 / 1.085 / 1.050 / 1.090 / 1.125 / 1.190 / 1.078

Írland..................1.060 / 1.065 /1.015 / 970 / 1.005 / 1.125 / 996

Spánn..................313 / 321 / 320 / 342 / 345 / 370 / 324

Ítalía...................282 / 291 / 282/ 279 / 302 / 325 / 289
------------------------------------------------

Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn) 

 

Þróun vaxtakröfu fyrir 10 ára ríkisbréf

Italian Bonds Snap Six-Day Drop on Speculation ECB Bought Country’s Debt

Defaulted Greece May Have to Aid Trichet to Save Face as ECB Stands Firm

Ísland seldi 5 ára bréf, vaxtakrafa 10 ára er vanalega nokkuð hærri - á bilinu 0,5-1% vanalega.

Grikkland............16,86% (16,77 12/7,  17,02 11/7)

Portúgal..............13,36% (13,36 12/7, 13,39 11/7)

Írland.................13,78% (13,35 12/7, 13,38 11/7)

Spánn..................5,75% (5,8 12/7, 6,04 11/7 - 5,56 sl. viku)

Ítalía...................5,48% (5,56 12/7, 5,71 11/7, 5,28 þann 8/7, 5,21 þann 7/7 var 5,08 í 6/7 og 4,99 í sl. viku.)

Ísland..................4,993% (5 ára)

 

Niðurstaða

Ég tel á hæsta máta líklegt að sá viðsnúningur á verðum á mörkuðum gagnvart Spáni, Ítalíu, Portúgal, Grikklandi og Írlandi - er átti sér stað seinni part dags, hafi verið vegna inngripa Seðlabanka Evrópu.

Það getur verið að ECB hafi keypt nær allt ítalska útboðið, og einnig gripið inn í verðmyndun gagnvart hinum löndunum. En, ég sé ekki neina stóra ástæðu til meiriháttar hugarfarsbreytingar, á markaði.

Því miður, virðist Ítalía vera kominn yfir á sama hrunferlið og áður hefur sést. En spegilmynd þess ástands sem Ítalía er í um þessar mundir, er nær perfect. 

Við getum verið að sjá Ítalíu og Spán, bæði ríkin vera hrakin af mörkuðum næstu vikurnar. Sú niðurstaða mun þó ekki leiða til greiðsluþrots Ítalíu eða Spánar í einum rykk, því greiðsludreifing skulda sérstaklega Ítalíu er með þeim hætti, að Ítalía getur sennilega haldið út án markaðsaðgangs um nokkra hríð. Jafnvel eitt eða tvö ár. 

Ekki eins viss um Spán, en ef þetta ástand skapast verður tilvistarkreppa Evrunnar öllum ljós. Meira að segja ESB og Evrusinnar munu ekki lengur getað afneitað því.

----------------------

Þá mun Evrópa standa nákvæmlega frammi fyrir valkostunum:

  1. Bjarga Evrunni - eða -
  2. bjarga henni ekki!
 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Íslenska krónan hefur fallið um 5% frá áramótum. Verðbólga hér á landi er á uppleið og þar með lán landsmanna.

Höldum í þennan frábæra gjaldmiðil, sem náði því að falla um 80% á einni nóttu, en það er líklega Vesturlandamet!

Bandaríkin eru gjaldþrota en vita ekki af því og Obama að reyna að sannfæra þingið um að framlengja dauðastríðið.

Staðreynd er að núverandi peningakerfi heimsins er á líknardeild!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.7.2011 kl. 10:05

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðbjörn þú getur betur en þetta, þessi verðbólga sem við erum að tala um þessa stundina, myndi fylgja okkur inn í Evru. Enda er hún af taginu víxlverkan launa og verðlags. Þú hlýtur að vera nægilega kunnugur hagfræði til að átta þig á, að þetta myndi virka nákvæmlega eins innan Evru, að ef laun eru hækkuð yfir línuna og aðilar hækka verð, til að bregðast við þeim kostnaðarhækunum, þá verður einnig kostnaðarhækkunarbylgja er gengur í gegnum hagkerfið - sbr. verðbólga.

Svona lagað sem þetta er einmitt undirrót vanda Grikkja, en ef þú skoðar þróun þar frá 2005, þá hækka síðan þá almenn laun um 30% umfram hækkanir í þýskalandi, verðlag um a.m.k. 20% umfram, þetta orsaka hrun í útflutningsatvinnuvegum - þú hefur væntanlega tekið eftir því að útfl. Grikkja er hlutfallslega mjög lítill, en minnkun iðnframleiðslu varð 16,1% frá 2005 - 2011, en heildarumsvif hagkerfis samt jafnt cirka og þá.

Þ.s. gerðist er að ríkið fyllti upp í skarðið að verulegu leiti, þ.e. störfum fjölgar á vegum þess, mikill ríkishalli kemur. Rest, virðist hafa verið að almenningur tók neyslulán gegn sífellt aukinni skuldsetningu eins og tíðkaðist hér, svo þannig tókst Grikkjum um hríð að falsa lífskjör um hríð.

Þetta myndum við alveg örugglega gera einnig, veit ekki hvort í "desperation" við myndum fara falsa hagtölur, ljúga til um halla - kannski; þ.e. einmitt vegna þess hve við höfum í gegnum tíðina verið lík Grikkjum um gæði í hagstj. sem ég segi þetta, og vegferð Grikkja er einmitt mjög dæmigerð fyrir ísl. hagstj. 

Og svo afleiðingar þær sem hafa komið fyrir Grikkja, sýna hvað við eigum von á. Sérstaklega í ljósi þess, að mér sýnist núverandi stjv. og verkalýðshreyfin, auðsýna hina dæmigerður hegðan áfram. Þó svo núverandi stjv. segist vilja inn, virðist enginn skilningur fyrir hendi hverskonar hagstj. þyrfti til.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.7.2011 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 281
  • Frá upphafi: 847457

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 278
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband