Eru spekúlantar að græða á óförum Grikklands?

Ég las í dag frábært viðtal við Wolfgang Schäuble, sem er fjármálaráðherra Þýskalands. Það er klárt að mikill munur er á gæðum spurninga blaðamanns Der Spiegel, og íslenskra blaðamanna. En, sjá hérna tvær öflugustu spurningarnar:

'We Can't Allow a Second Lehman Brothers'

"SPIEGEL: The beneficiaries of your policies are international speculators. During the financial crisis, they were able to count on having the state buy up ailing banks in danger of collapse. They can now count on taxpayers financing countries whenever they go bankrupt. Where will this end?"

"SPIEGEL: One more time: In return for having agreed to hold on to their bonds for a longer period, banks will be allowed to charge extremely high interest rates while also getting state guarantees. It would be hard to demonstrate more clearly that the speculators are the ones setting the conditions."

  • Ég hvet alla til að lesa viðtalið - en þetta kallar maður að spyrja lykilspurninga!

Þetta er einmitt málið - að eins og svokölluð björgunaráætlun mun virka, þá er klárt verið að verðlauna fjárhagslega spekúlanta, fyrir akkúrat það að veita áhættusöm lán eða fyrir að kaupa áhættusöm skuldabréf.

En, veiting viðbótarlána er til að Grikkland, geti greitt áfram af öðrum lánum, svo björgunarsjóðurinn fer beinlínis í að greiða þeim, sem veittu lán til Grikklands án þess að ath. nægilega vel raun greiðslugetu þess, eða hafa verið að fjárfesta í skuldabréfum þeim sem Grikkland hefur verið að selja síðan 2008, ekki síst á þetta við þau skammtímabréf sem Grikkir hafa selt gegn mjög háum vöxtum 2010 og 2011.

Spekúlantar hafa einmitt verið að kaupa þessi bréf - því veðmálið er að ríkisstjórnirnar borgi.

 

Hagfræðingurinn Stefan Homburg - frétt. - 'The German Government Will Pay Up'

"Homburg: In recent days, I myself have invested a considerable sum in Greek bonds. They will mature in one year's time and, if all goes well, produce a 25 percent return on investment. I sleep very soundly at night because I believe in the boundless stupidity of the German government. They will pay up."

 

Homburg er þarna skemmtilega kaldhæðinn - en svona er þetta nákvæmlega, það er eins og að ríkisstjórnirnar séu að láta spekúlanta smala sér eins og sauðum inn í rétt - sjá nánar orð Homburgs.

 

"Homburg: No. The contagion spreads in precisely the opposite direction, because many banks and hedge funds benefit from the following business model.

  1. Step one: They sell the bonds of the country concerned.
  2. Step two: They spread negative rumors about the country.
  3. Step three: After bond prices have fallen, they buy them back cheaply.
  4. And, finally, they take governments for a ride with this nonsense that a default would have devastating consequences.
In a zero-sum game, there are not only losers, like us taxpayers, but also winners."

 

Svo spekúlantar eru sigurvegararnir sem setja í vasann það fé sem skattborgarar, leggja fram til að halda Grikklandi uppi örlítið lengur - en þegar Grikkland hrynur loks mun tapið nær eingöngu lenda á skattgreiðendum.

En ef, Grikkland yrði gjaldþrota á þessu ári, þá er það enn svo, að meir en 50% skulda er í eigu einka-aðila. 

Það má því virkilega velta því fyrir sér, en ef núverandi plan heldur áfram, þá mun þegar um mitt næsta ár hlutfall skulda Grikklands í rauneigu evrópskra skattgreiðenda, fara yfir 50% - síðan fara hækkandi ár frá ári, þangað til að undir lok 2014 munu skattgreiðendur rauneiga í kringum 70% skulda Grikklands.

Svo það er eins og að, verið sé að smala pólitíkusunum, í vissa átt - þ.e. til þess að samþykkja að tryggja gróða spekúlanta og áhættusækinna banka.

 

Síðan er það svokallað Franskt plan - French Plan:

  1. Fyrir hverjar 100€ sem falla á gjalddaga fær einkabanki 30€ beint á eigin reikning.
  2. Banki sem þátt tekur í plani, endurlánar 70€ til Grikklands, á 5,5% vöxtum sem hækka í 8% ef Grikkland nær 3% hagvexti.
  3. Ríkisstjórn Grikklands, fær þó einungis að nýta 50€ en verður að kaupa tryggingu fyrir 20€, þ.e. "AAA-rated" bréf sennilega af björgunarsjóð Evrópu, sem í gegnum þann sjóð verða baktryggð af aðildarríkjum Evru. En, þau verða "zero coupon" eða "0" vextir sem þíðir, að þau munu ekki veita grískum stjv. nokkra vexti á móti.
  4. Afleiðingin er sú, að Grikkland fær 50€ þó Grikkland borgi 5,5% vexti af 70€ eða 8%. Þetta er sambærilegt við að þeir borgi kringum 7% vexti fyrir 50€ því þ.e. þ.s. þeir í raun fá eða rúml. 11% þ.e. ef hagvöxtur nær 3%. Slíkur vöxtur verður þó að skoðast sem mjög ólíklegur.

Það merkilega er, að þó þetta plan sé svo klárt óskaplega dýrt fyrir Grikki, þá bregðast haukarnir í Standards&Poors við með eftirfarandi hætti:

Bloomberg - EU Rescue Effort May Prompt Greek Default Rating

"tandard & Poor’s said today a rollover plan serving as the basis for talks between investors and governments would qualify as a distressed exchange and prompt a “selective default” grade. That may leave the bondholders unwilling to complete the transaction and the European Central Bank unable to accept Greek government debt as collateral, impairing the lifeline it has provided the country’s banks."

Reuters - S&P warning adds default threat to Greece's bailout 

"Greece would likely be in default if it follows a debt rollover plan pushed by French banks, S&P warned on Monday, deepening the pain of a bailout that one European official said will cost Athens sovereignty and jobs..."

FT.com - S&P deals blow to Greek bail-out plan

French and German banks’ plan to roll over their holdings of Greek debt suffered a blow on Monday as Standard & Poor’s, the credit rating agency, said the move would amount to a default.

 

Það virðist sem að S&P álíti dílinn of ódýrann - en, skv. viðmiðum fyrirtækjanna skoða þeir einkum verð þau sem fjárfestar fá í mati á því, hvort skiptin eru "distressed" eða ekki.

  • En þekkt er, að hin svokölluðu lánsmatsfyrirtæki, eru eins og sagt er "investors friendly."
  • En, af þessu að dæma, virðist sem að blaðamaður Der Spiegel að ofan, hafi virkilega haft "insiders info" er hann spurði spurninga sinna - sjá efst.

 

Til að bæta gráu ofan á svart er það staðfest af Evrópusambandinu, að samdráttur muni ríkja á Grikklandi a.m.k. út þetta ár!

FT.com - Greece to see out year in recession -  The European Union has warned that Greece will stay in recession for the rest of this year...set to shrink 3.75 per cent in 2011...“Contrary to earlier expectations, economic activity is expected to continue contracting in the second half of 2011..."

Það er þó spáð mjög veikum vexti 2012 eða 0,6% - en miðað við að fram að þessu, hafa allar spár um vanda Grikklands reynst of bjartsýnar, þá myndi ég ekki hengja mig upp á að það verði vöxtur á næsta ári.

Þvert á móti í ljósi óskaplega harkalegra aðgerða, og mjög mikillar hættu á því að enn frekari aðgerða verði krafist, en nánast öruggt virðist manni að eignasöluplanið muni ekki virka þ.e. verð verði langt undir væntingum; þá myndi mér ekki koma á óvart að Grikkland fari í svokallaðann dauðaspíral.

----------------------------------

Ég bendi á mjög skemmtilega grein Der Spiegel International, en þar er brugðið upp mynd af því hvernig það væri fyrir Þýskaland, að þurfa að takast á við sambærilegt prógramm og stendur til að pína Grikki til að undirgangast, en niðurstaða Der Spiegel er að það væri helvíti fyrir Þjóðverka:

Der Spiegel International - Greek-Style Austerity Would Be Hell for Germans

Að lokum bendi ég á þessa grein, en mér finnst þar fyrrum ráðherra, koma fram með ágæta punkta.

Telegraph - Greece cannot borrow its way out of this debt crisis

 

Niðurstaða

Málið er að ef Grikkland væri sett í þrot á þessu ári, þá myndi það spara skattgreiðendum stórfé. Þeir sem tapa, eru spekúlantar og önnur áhættusækin fjármálafyrirtæki. En, það er eins og að aðilar eins og Seðlabanki Evrópu, lánsmatsfyrirtæki og síðan pólitíkusar; gangi erinda spekúlanta.

Í einhverjum tilvikum, geta skattgreiðendur neyðst til að aðstoða tilteknar bankastofnanir, en eins og blaðamaður Der Spiegel bendir á, þá eru þær stofnanir allar þekktar. Spurning hvort þetta Lehmans Brothers tal er ekki einfaldlega hræðsluáróður, en Grikkland er ekki nema 3% af heildarhagkerfi Evrusvæðis. Einmitt vegna þess að það liggur alveg fyrir hverjir eiga skuldir þess, öfugt við Lehman Brothers þá er unnt að gera ráðstafanir fyrirfram. 

Þannig, að hættan ætti í reynd ekki að vera nein umtalsverð, af stýrðu greiðsluþroti.

Hafandi það í huga er erfitt að skilja þær einörðu fullyrðingar stjórnenda Seðlabanka Evrópu, nema að maður hreinlega reiknar með að þeir, séu að ganga erinda spekúlanta.

En sjá eftirfarandi grein The Econmist, sem einmitt sýnir fram á, að sennilega sé ekkert að óttast:

The Economist - Fear of fear itself.

En, þvert á móti þá sé ég ekki betur en að Stefan Homburg hafi rétt fyrir sér, en hann segir m.a. að þvert á móti, auki frekari lánveiting áhættuna sem fylgir Grikklandi. Það held ég að sé einmitt hárrétt. 

Vanalega hallast ég ekki að samsæriskenningum, en þegar maður sér undarlegar ákvarðanir - sérstaklega enduteknar slíkar, þá fer maður að velta þeim frekar fyrir sér.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar þú ert að tala um Hagvöxt eða árs breytingu innri vergum þjóðartekjum Grikklands, þá getur Grikkland varla skilað samburðar raunhagvexti ef öll Vesturlönd  eiga að sýna neikvæðan Raunhagvöxt þanngað til AGS spáir einhverju öðru. Samkomulagið er þriðji 3 heimurinn fer upp eftir árið 2000 í almennri neyslu: auðveldast að ná fram umtalæsverðri hlutfallslegri breytingu þar. Þetta held ég að hafi verið ástæðan að CIP USA skipt um langtíma stefnu um árið 1970 og hélst línulegur 4,5%  til ársins 2000, nú er hann til 2030 að stefna á 3,0% almennar kauphækkanir í USA.  65% af hlutafé Seðlabanka Evrópu er skipt jafnt á milli Þjóðverja, Frakka, Breta og Ítala. Grikkir eiga 1,2% . Hagnaði að Seðlabanka EU  er skipt í réttu hlutafalli við hlutafjáreign ríkis.   

Júlíus Björnsson, 5.7.2011 kl. 03:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Er hinn raunverulegi ótti ekki við keðjuverkunina???

Ekki það að Grikkir felli bankanna, heldur fari Írarnir illa með bresku bankana, sem eiga ekki bót fyrir boruna á sér, og frönsku bankarnir fari illa á Portúgal og Spáni.

Og svo er það Ítalía, og Belgía sem hefur haft ósjálfbæra skuldastöðu i langan tíma.

Er ekki talið um óttann, einmitt ætlað að slá á hinn raunverulega ótta, að vandinn breyðist út???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.7.2011 kl. 07:53

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jú, en jafnvel þó þau hagkerfi séu lögð öll saman í eitt, eru þau minni en Spánn einn og sér. Evrópa ætti því að geta höndlað dæmið.

Vandin í tengslum við Spán og Ítalíu, er að mér sýnist núverandi leið, einmitt vera að auka spennu og ótta, gagnvart suðursvæðinu öllu.

Ef þú endurskoðar skuldabyrði landa í vandræðum, þá sé ég ekki hvernig það ætti að vera neikvætt sbr. núverandi ástand þ.e. hvernig þ.e. að víxverka við ótta manna gagnvart Spáni og Ítalíu.

En, óttinn er einkum grunar mig vegna ótta við keðjuverkandi áhrif stjórnlauss gjaldþrots, vegna þess að það virðist óhjákvæmilegt, vegna þess að núverandi ástand er svo klárt ósjálfbært.

Svo, ef þú framkallar sjálfbært ástand eða a.m.k. ástand sem men geta keypt, að geti leitt til sjálfbærni, ætti það þvert á móti að draga úr spennu - róa aðila, minnka líkur á "spill over" þ.e. að spenna víxlverki með neikvæðum hætti, við þeirra ástand.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2011 kl. 11:48

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

En er það mögulegt innan evrunnar nema henda núverandi peningapólitík fyrir róða???

Og fara bandarísku leiðina.  

Fjárfestar græða ekki á skortstöðu ef viðkomandi ríki fá nýprentaða peninga frá seðlabankanum til að endurfjármagna sig, en slíkt gæti endað í verðbólgu sem til dæmis Þýskaland hefur engan áhuga á.

Með öðrum orðum misvísandi hagsmunir.

Sem minnir á einn gjaldmiðil, eina stjórn.

Þá er það leiðin sem  Redwood bendir á, að yfirgefa gjaldmiðilinn og taka upp sjálfstæða peningamálastefnu.

Skuldaeftirgjöf ein og sér dugar ekki ef hagkerfið heldur áfram að vera ósjálfbært þannig að það er engin góð leið út úr dæminu núna, fyrst það var ekki tekist á við vandann strax.

Svo ítreka ég að evrópska leiðin að hengja almenning fyrir afglöp fjárelítunnar og getulausra stjórnmálamanna, hefur alltaf hingað til endað í þjóðfélagslegri ólgu, sérstaklega í Suður Evrópu og Frakklandi.

Allar lausnir sem hundsa þann fakta, eru dæmdar til að mistakast.

Ég vildi ekki stýra evrusvæðinu í dag, ég sé ekki hvernig hægt er að halda því saman, og þeir ekki heldur, því þeirra leiðir framkalla örugglega gjaldþrot.  Eins og þú bendir réttilega á.

Við erum heppin að vera ekki á evrusvæðinu í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.7.2011 kl. 13:06

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sumir Seðlabankara tapa minn en aðrir, sumir græða meira en aðrir.  Neysluvenjur 80% íbúa dragast saman í samræmi við minni aðföng í ESB. Efnahagstjórnun nýtur Bankaleyndar, en rök rétt afleiðning þess að ESB er ekki sjálbær í heildina litið samborið við Kanda eða USA og janfnvel ekki Kína. Nútíma tækni lífstandard 1970-a2000 kostði ESB sitt.   Þjóðverjar spá fækkun neytenda innan sinnar efnhaglögsögu, 1% á ári næstu 30 ár. Önnur ríki í EU ættu að taka höfunda EU regluverksins sér til fyrirmyndar.  

Júlíus Björnsson, 5.7.2011 kl. 14:19

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

EES er á evrusvæðinu með stillanlegt gengi miða eftirpurn sem Brussell ákveður. 

Júlíus Björnsson, 5.7.2011 kl. 14:21

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stýrt greiðsluþrot getur verið á mjög breiðu bili. ESB ríkin geta t.d. valið að gefa eftir skuldir, sem ríkin í vanda eiga við ríkissjóði hinna aðildarlandanna annaðhvort að hluta eða öllu.

Hin ríkin gætu samþykkt að auki, að taka við skuldum ríkja í vanda við einka-aðila, gegn afföllum.

Þú getur búið til ímsar útfærslur - flr. er unnt að gera, eins og að gefa út Brady bréf þ.e. ESB veitir sameiginlega ábyrgð. Þau væru t.d. gefin út í tilteknu magni hverju sinni, og skipt út fyrir dýrari skuldir. Þannig væri þá hægt að gera það smám saman einnig væri hægt að bjóða allsherjar skuldaskipti.

Kröfuhafar ættu að vera til í þau skipti, því þessi sameiginlegu bréf væru öruggari, jafnvel þó þeir þyrftu að undirgangast afföll í skiptunum, en það var reynslan af Brady bréfunum fyrir rúml. 20 árum.

-------------------------

Sko, þú getur látið Evruna ganga upp - án þess að fara bandar. leiðina, ef hin ríkin eru til í að raunverulega aðstoða ríkin í vanda, um að lækka kostnað af skuldum annars vegar og í tilvikum framkalla beina lækkun annaðhvort í gegnum Brady ferli eða einhvers konar þingunarleiðir þ.s. kröfuhöfum væri settur stóllinn fyrir dyrnar.

Þetta er eiginlega annaðhvort að dreifa álaginu, létta undir með þeim, meðan þau eru smám saman að laga stöðuna heima fyrir eða að fækka aðildarlöndum Evru.

Fækka þeim í þ.s. við getum kallað harðann kjarna, sem er fær um að ráða við að lifa við Evru án sérstakrar aðstoðar.

----------------------

Fræðileg þriðja leið væri að þróa Evrusvæðið yfir í formlegt ríkjasamband. En mér sýnist ekki vilji til þess, þ.e. ekki nægur.

Svo, þá er bara eftir að aðstoða löndin sem klárt ráða ekki við dæmið ef þeirra skuldir og kostnaður af skuldum er ekki lækkaður, eða heimila þeim að heltast úr lestinni.

En, ef sú leið yrði niðurstaðan að nokkur lönd yfirgefi svæðið, þá væri skynsamt að aðstoða þau við þau umskipti til að lágmarka röskun á alþjóðakerfið sem því myndi fylgja.

------------------

Þ.s. er hættulegt er að halda áfram núverandi stefnu óbreyttri, þá getur ástandið einn góðann verðurdag orðið stjórnlaust, og slíkt gæti leitt til nýrrar heimskreppu.

Myndi jafnvel líklega gera það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2011 kl. 14:33

8 identicon

Ég hef sagt það áður, og segi enn.  Þetta er fyrst og fremst pólitík, og ekki fjármál.

Alveg sama hvernig þið setjið upp dæmið, þá eru fjármálamenn í bransanum fyrst og fremst til að græða peninga.  Alveg sama hvernig þú setur dæmið upp, þeir munu alltaf leita leiða til að geta haft sem  mest fé út úr dæminu.

Þetta er ekkert nýtt, og ekkert konstigt og bara hálfvitaháttur að setja út á þennan þátt.  Öll Íslenska þjóðin, baðaði sig í góðærinu, og enginn spurði spurninga.  Útlendingar voru allir öfundsjúkir, með "krítíkina" sína ... það er dautt mál, að ræða það ...

Hitt verður maður að koma að, og það er að öll störf í Evrópu, og allur iðnaður er fluttur á braut.  Það er hagstæðara að kaupa hráefnið frá Kína, en að framleiða það á Íslandi.  En, þegar enginn hefur vinnu ... fyrir hvaða fé, á þá að kaupa vörur? Við erum nú, stödd á þessu svæði ... eftir "einkavæðinguna".  hvar iðnaðurinn er fluttur út, fólk er atvinnulaust og á ekki fé, til að kaupa vörurnar fyrir.

Þetta er vinna Bandaríkjanna ... og ég stend fastur á því.  Og bara hálfvitlausir og skilningslausir pólitíkusar og kerlingablækur, sem keyra þessa pólitík til að vernda "umhverfið".  Fé, vinna, þekking, streymir stríðum straumi frá Evrópu út í iður ... án þess að nokkuð komi til baka.

Það þarf engan fjármálaspeking til að sjá þetta dæmi út ... næsta bóla, er Bandaríkjadalur-KínaRMB dæmið.  Sem setur alla heimsbyggðina á annan endan, því það er svo mikklu ódýrara að kaupa frá Kína, fyrir nánast ekkert ... allt hagkerfið, inn og útflutningur, er á hvolfi af þessari ástæðu ...

... og enginn pólitíkus með bein í nefinu til að gera neitt, annað enn GWB, sem dreymdi drauminn um að verða "War President" eins og Rosewelt ...

... og íslendingar, sem eru á nornaveiðum, eins og Nasistarnir á milli stríðsáranna.

Takk, og nei takk ... við þurfum ekki Ísland í ESB.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 16:32

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU er skilgreint í dag sem hernaðar og tollabandalag sjálfsábyrgra efnahagslögsaga í innri keppni um vergar þjóðartekjur á einstakling, með miðstýringu.  Commisission hefur fullt valdhæfi hvað varðar sameiginlega verslun EU við umheiminn. Commission hefur fullt valdhæfi við ákvörðun efnahagstefnu Meðlima Ríkja.  Commission hefur fullt valdhæfi til verndunar fiskistofna  úthafanna[ákveður hámarkskvóta einhliða].  Commission deilir líka valdhæfi með Meðlima Ríkjum í summum minnihátar málum. Þeir stýra líka í skjóli [Seðla] banka leyndar nánast öllu reiðfjárstreymi innan EU. Það er ekkert  sem getur komið í veg fyrir heildar samdrátt í EU. Almennur niðurskurður er viðkvæmt mál.

Júlíus Björnsson, 5.7.2011 kl. 17:45

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Getur verið rétt hjá þér, þetta með iðnaðinn, en ég hef tekið eftir einni áhugaverðri statistík í USA, sem er að flest þeirra nýju starfa sem urðu til á sl. áratug, voru í verslun og þjónustu þ.e. láglaunastörf, þ.e. sennilega stór hluti skýringar skuldsetningar heimila þar að þau mættu í reynd skerðingu lífskjara með skuldsetningu, sem að sjálfsögðu gengur bara í skamman tíma.

Hagkerfi USA hefur verið að holast að innan, með þeim hætti sem þú lýsir.

Við hér sennilega höfum það því tiltölulega gott, því hér veita auðlyndir nægann útflutning þó svo þjóðunum í kring hnigni, en ekki verður praktískt að nýta orkuauðlyndir nema með verskmiðjum staðsettum hér og fiskurinn er hér áfram.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2011 kl. 18:20

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland hefur nóg af byggingar efni og fæði og fataefni fyrir 300.000 manns.   Mikið meira en nóg af orku og hráefni í vörskiptum til að greiða fyrir alla þá almenna tækni og fullvinnslu  sem getum ekki framleitt sjálf, eða tryggt okkur frumefnasanbönd sem þarf í hana.  USA er með 40% hærri vergarþjóðartekjur á mann en EU og það getur leyft þeim að skulda talsvert meira en EU. Uppgangur í Asíu byrjaði ekki í gær og síðan 1970 hafa USA og EU [lykilríkin] átt í mikilli samkeppni um að tryggja sér efnasambönd frá Asíu.  Bæði USA og EU hafa lagt mikla áherslu að drag úr þyngd neyslu og gæðum sem snerta 80% íbúa þessa svæða.  USA öfugt við EU getur sparað sín hráefni. Hinsvegar er greinlegt að USA hefur fórnað störfum síuðstu 40 ár. Kínagetur ekki endalaust verið sjálfum sér nógt um hráefni. Róm var ekki byggð á einum degi. 30 ára fjárhagsáætlanir eru það sem stórar Ríkja blokkir byggja á.   Hver kemur best út til lengri tíma litið.  Ekki er ráð nema í tíma séu tekin. Skuldsetning er hlut af því að minnka neyslu.Hagræða í tekjukostnaði almennings í USA og EU.

Júlíus Björnsson, 5.7.2011 kl. 18:48

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Einar skil þetta, og hef aldrei skilið af hverju skuldaaðstoðin væri ekki raunveruleg aðstoð, þá hefði svarið við fyrirsögn þinni verið Nei.

Og ég tel að ef evran væri alvöru mynt þá ætti svarið að vera Nei, það er að þetta væri eins og hjá skyttunum í gamla daga, einn fyrir alla og allir fyrir einn.

En það er ósjálfbærni efnhagslífsins það er að allt virðist á niðurleið vegna þess að myntin endurspeglar ekki samkeppnishæfni viðkomandi landa.  Og miðað við núverandi kaupmátt evrunnar versus tekjuöflun þessara ríkja, þá eru þau áfram að safna skuldum.

Vantar þennan frumjöfnuð sem þú hamrar alltaf á.  

Niðurfærsla lítur vel út á pappírnum en hefur hún heppnast einhvers staðar???

Án þess að allt stöðvist.  

Er ekki verið að færa til vandann, það er ef laun lækka, en ekki skuldir fólks, stóraukast ekki þá vanskil almennings?? Og þegar fólk reynir að standa í skilum, verður þá ekki eftirspurnarfall???

Persónulega finnst mér það sem þú sagðir síðast vera langskynsamlegast, og svoleiðis ætti vitiborið fólk að gera, að kjarnaríkin aðstoði jaðarrikin út úr evrunni, en ég á frekar von á ísöld en að það gerist.

Reyndar var ísöld hér fyrir austan síðustu vikurnar, en samt.

Takk kærlega fyrir allan þinn fróðleik og þolinmæði við að spjalla við mig.  

Þetta fer allt bak við eyrað, og síðan í meltuna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.7.2011 kl. 00:25

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Commission Brussell, stjórnar reiðfjárstreymi  80% til 100% innan EU með sínum tólum, Seðlabanka EU, Þjóðarseðlabankakerfi EU og kauphallarneti, einnig umboði í Meðlima Ríkja í Alþjóðlegum stofnum, nágrannna aðiladirsamningum og  Fjárfestinga Banka EU. Starfandi einkabankar[ spekulantar] eru óstarhæfir ef þeir eru útlokaðir frá Meðlmælum Peningavaldsins: Það er fimmta valdið sem  fjármagnar öll hin: ekkert er nýtt undir sólunni.

Júlíus Björnsson, 7.7.2011 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband