Hvað gerir Jóhanna nú? Eins manns meirihluti!

Eftir að Ásmundur Einar tilkynnti á Alþingi í kvöld, að hann hann myndi styðja vantraust á ríkisstjórnina, þá skil ég betur annan atburð er átti sér stað fyrr um daginn. En fyrr í dag tilkynnti Árni Þór sem var kjörinn formaður þingsflokks sl. sunnudag, í undarlegu laumuspili sem var klár aðför að Guðfríði Lilju, um afsögn sína. 

Árni Þór hættir sem þingflokksformaður. Hótaði Guðfríður Lilja að hætta stuðningi við stjórnina?

Mig grunar, að Ásmundur hafi verið búinn að láta félaga sína vita af fyrirætlan sinni, og þá voru allt í einu góð ráð dýr - því þá allt í einu lá mjög við að tryggja að Guðfríður Lilja myndi halda áfram stuðningi við ríkisstjórnina.

Ekki veit ég hvaða hrossakaup áttu sér stað, en heyrst hefur orðrómur um að Guðfríður Lilja muni fá ráðherraemætti að launum, nánar tiltekið umhverfismál og í staðinn fái Svandís menntamál þegar Katrín fer í frý.

  • En hrossakaup má algerlega bóka!

 

Hvað með framhaldið?

Tökum eftir afstöðu Sivjar Friðleifs og Guðmundar Steingrímss. Guðmundur sat hjá. Það merkilega er að Siv virðist hafa greitt atkvæði með vantrausti.

En, ein hugsanleg leið fyrir Samfylkingu, er að leitast við að styrkja ríkisstjórnina. Siv er gamall pólitískur refur, og ég er viss um að atkvæði hennar hefur síst skemmt möguleika hennar, ef hún hefur einhvern hinn minnsta áhuga á samstarfi við Samfó. 

En, Samfó mun grunar mig mun mjög sterkt næstu daga leitast við að fá þau bæði til liðs við sig. Siv lagði það til á þriðjudag, að Framsóknarflokkurinn tæki upp viðræður við Samfylkingu um það að ganga í ríkisstjórnina. En Sigmundur Davíð og flr. sögðu þvert nei. 

Að styðja vantraustið getur einfaldega hafa verið taktískur leikur hjá Siv. Hún sýni eins og kúnni sem vill prútta um verð, að hún sé ekki of áhugasöm. En, ef hún fer yfir þá grunar mig sterkt að hún muni selja sig dýrt. Þá er ég að tala um ráðherrastól + einhverja tilhliðrun með sínu kjördæmi. Guðmundur, er ekki eins mikill refur og hún - held ég - og grunar að hann myndi sætta sig við hógværari status og hugsanlega eitthvað fyrir eigið kjördæmi.

Siv veit ég þó, að sem þingmaður Suðurnesja og einnig sem einstaklingur sem býr á Suðurnesjum að þá vill hún atvinnusköpun þar. En, hún hefur sterkt bakland í flokksfélaginu þar, og getur sennilega tekið marga með sér - ef henni tekst að fá ákveðin loforð um peninga til Suðurnesja frá ríkisstjórninni.

Ráðuneyti iðnaðarmála myndi höfða sterkt til Sivjar - vegna þessa, en einnig menntamál eða heilbrigðismál. Ef hún stígur þetta skref, ætla ég ekkert að álasa henni. Þetta er samviskuákvörðun sem hún ein getur tekið. Sama um Guðmund Steingrímsson. Henni er örugglega mál kjördæmisins kær. Ekki endilega rétt að skoða slíka ákvörðun í mjög neikvæðu ljósi.

Framsóknarflokkurinn ætlar sér í fremur ákveðna ESB andstöðu. Þ.e. ekki Siv né Guðmundi að skapi. Eftir að hafa orðið undir í atkvæðagreiðslu um stefnu í ESB málum á flokksþinginu, þá hefur verið sterkur orðrómur um, hugsanleg flokkskipti sérstaklega Guðmunds.

En, Siv aftur á móti, er til mikilla muna taktískari og mun ef til kemur, ekki söðla um held ég nema gegn mjög ákveðnum loforðum sem skipta hana máli þ.e. kjördæmið og ráðherrastóll. Við skulum ekki vera of kaldhæðin, ráðherrastóllinn er sennilega ekki stærra málið í hennar augum. Henni mun ekkert liggja á, að semja. Þ.e. þ.s. mig grunar, að atkvæði hennar í kvöld eigi að segja Samóum sem hugsanlega hafa verið að ræða við hana í kyrrþey.

 

Fleiri möguleikar!

Ef Samfó finnst Siv fara fram á of mikið, og ef Guðmundur vill ekki fara einn. Þá getur Samfó hugsanlega samið við Hreyfinguna um hlutleysi og stuðning gegn vantrausti. Gegn því að samið sé um brautargengi í einstökum málum -þá hvert mál fyrir sig.

Fræðilega, getur Samfó einnig samið um myndun ríkisstjórnar við Sjálfstæðisflokkinn. Slík stjórn hefði mjög klárann meirihluta.

En, til mikilla muna líklegra sennilega er, að Samfó leiti eftir Guðmundi og Siv.

Það er auðvitað einn möguleiki enn eftir, þ.e. samstjórn flokkanna 4. þ.e. VG, Samfó, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfl. 

 

Þjóðstjórn?

Siv hefur einnig talað um þennan möguleika innan Framsóknarflokksins, þó hugmyndir hennar um það að Framsókn myndi styrkja ríkisstjórnina hafi vakið meiri athygli.

Þetta er reyndar áhugavert spil - en Siv gæti hugsanlega ákveðið að spila flóknari leik, þ.e. að beita sér fyrir þjóðstjórn.

En, fræðilega getur hún látið Sigmund Davíð vita af hugsanlegum þreyfingum Samóa við hana, og stungið á ný upp á þjóðstjórnar hugmyndinni. Þá er áhugi Samfóa á henni, beitt af henni til að skapa þrýsting á forystu Framsóknarflokksins, til að íhuga þjóðstjórnarhugmyndina af meiri alvöru.

Þetta myndi reyndar Siv líka betur, en hún hefur taugar til þess að vera Framsóknarmaður áfram. Með þjóðstjórn gæti hún ef til vill, náð öllu fram - þ.e. tilhliðrun til handa eigin kjördæmi, að Framsóknarflokkurinn gangi inn í ríkisstj., að hún fái ráðherrastól, að hún sé samt áfram í Framsóknarflokknum.

Við skulum ekki gefa okkur, að Siv fari beint yfir í Samfó. Siv langar pottþétt enn meir í þessa tilteknu útkomu.

 

Niðurstaða

Ég held að spennandi tímar pólitískra hrossakaupa gangi nú í hönd á næstu dögum og vikum. Kannski, verður VG ekki lengur með, heldur verði þetta samstjórn Sjálfstæðisflokks + Samfó + Framsóknar. Þá væri Framsóknarflokkurinn buffer milli hinna flokkanna tveggja.

Eða kannski fara allir 4. í stjórn. Eða, kannski fer Siv og Guðmundur Steingríms. yfir í Samfó. Eða, kannski gerir Samfó samning við Hreyfinguna. 

Eitt er þó næsta öruggt. Ríkisstjórnin getur ekki lengur haldið áfram sínu striki eins og ekkert hafi gerst!

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að Siv er á leið út úr stjórnmálum ekki satt.  Fékk hún ekki góða stöðu í Brussel eða einhversstaðar erlendis úr hendi Össurar?  Held það nú. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2011 kl. 11:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki veit ég um neina leynisamninga, en Siv hefur fram að þessu verið glúrin við það að halda velli. Sú eina eftir allt saman af þingmönnum Framsóknar frá fyrri árum, sem enn er á þingi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.4.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 847104

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 433
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband