Ísland getur mjög vel unnið sig úr kreppunni, þó svo þjóðin segi "NEI"!

Ef við skoðum þróun skuldatryggingaálags ríkja, þá kemur fram mjög merkileg þróun - sem verður að segjast, að er ekki sérlega í hag þeirri kenningu, að Ísland verði að ganga í ESB og taka upp Evru - til þess að skapa landinu trúverðugleika.

Né er hún sérlega hlynnt þeirri kenningu, að Ísland verði að ganga frá Icesave - svo aðgangur að lánsfé geti mögulega opnast, og landið snúið til baka til hagvaxtar á ný.

En, einföld skoðun þ.e. samanburður, á Íslandi og ríkjum innan Evrusvæðis, sem einnig eru í vandræðum, sýnir svo ekki verður um villst, að krónan virðist ekki vera Íslandi fjötur um fót!

Ekki virðist Icesave vera það heldur! Hið minnsta ekki að ráði - en 2. CDS toppa má rekja til Icesave deilu þ.e. um mitt sl. ár rúm 600 punktar og síðan jan. sl. rúmir 300 punktar.

Þetta nær ekki að brjóta trendið sem klárt er niður-á-við.

Síðan er seinni toppurinn mun lægri en sá fyrri.

Skuldatryggingaálag, aftur komið niður fyrir 300 punkta skv. nýjustu tölum.

 

Skuldatryggingaálag (CDS spreads) Íslands hefur farið lækkandi

Hlekkir: Iceland vs Greece - - Icelandic Market Daily 23. Nov. - - Icelandic Market Daily 15. March

What the Latest CDS Spreads Show about EZ Concerns

Byrjum fyrst á nýjustu tölum frá 23. mars sl., sem eru tölur síðustu viku yfir skuldatrygginga-álag.

Eins og kemur rækilega fram, miðað við nýjasta línurit Icelandic Market Daily þá stendur CDS Íslands í 243 punktum þann 15. mars sl. Þann dag er CDS Spánar 241. Ég er ekki með nýrri tölur en þetta fyrir Ísland, en Spánn skv. tölum sl. viku hefur haldið áfram að vinna sér traust fjárfesta.

Ég sé enga sérstaka ástæðu til að ætla, að þróun hérlendis, hafi verið í öfuga átt sl. tvær vikur.

En eins og sjá má, þá fór CDS Íslands mjög hátt upp cds-spreadsí kjölfar hrunsins, en síðan fram á þennan dag, virðist meðalþróunin vera í lækkunarátt.

Sannarlega, má kenna Icesave deilunni um 2. CDS toppa, sá fyrri þó 2-falt hærri en sá seinni í jan. sl.

  • En, en þeir toppar ná ekki að rjúfa lækkunartrendið.
  • Að auki, er seinni toppurinn áberandi lægri sbr. helmingi lægri.
Þetta bendir til, að skynjun markaða á þá meintu óvissu sem Icesave deila skapi, fari minnkandi. Hafi minnkað mikið milli toppa.

Traust markaða á Íslandi, er aftur á lækkunartrendi, og komið í reynd sýnist mér niður fyrir hvar það var, áður en litli toppurinn varð í janúar sl.

Mér virðist að markaðirnir séu hættir að verða verulega órólegir, vegna Icesave deilu - bendi á hve seinni toppurinn varð lítill og hve hratt CDS hefur aftur farið að lækka.

Ég held að þetta bendi til þess, að viðbrögð markaða við "NEI" myndu að sama skapi ekki verða veruleg, og það sé því líklega ekki rétt, að lánshæfi Íslands á markaði myndi skaðast að nokkru ráði.

 

Af hverju hefur þróun Íslands verið hagstæð meðan þróun innan Evrópu innan Evru, hefur verið síður hagstæð fyrir þau ríki sem eru í vandræðum? Sjá samanburðar línurit!

  Ég vil þakka þetta gengisfellingu krónunnar, þeirri staðreynd að þegar krónan féll snerist viðskipta-halli yfir í viðskipta-afgang.

Eins og sést, hefur CDS Grikklands haldist mjög hátt. CDS Írlands og Portúgals hefur verið á stöðugu hækkunartrendi.

Á meðan hangir meðaltal Evrópu rétt um 200 punkta. Ísland er rétt við það meðaltal!

 

Sjáið t.d. að laun hafa lækkað samfellt á Írlandi síðan um mitt ár 2008, og Írland er komið með afgang af útflutningsverslun. Írar eru á 3. árum komnir langleið með sambærilega aðlögun lífskjara til lækkunar, og Ísland framkv. á einum degi.

Skoðið síðan Grikkland og Portúgal, þar virðist sem að launahækkanir hafi orðið 2010, eftir nokkurt lífskjaratap 2009. Takið einnig eftir því, hve stór viðskiptahalli þeirra landa enn er. Þar hefur ekki eins og á Írlandi, náðst þjóðarsamstaða um það, að lækka lífkjör til að stöðva skuldasöfnun þjóðfélags vegna viðskiptahalla.

Áhugavert að sjá, að laun hafa einnig hækkað aftur á Spáni, og að auki að Spánn er enn með verulegann viðskiptahalla, þó mikið minni en hjá Grikkjum og Portúgölum.

Einungis í Portúgal, virðast laun hafa hækkað alla leið til baka í cirka sama far og fyrir upphaf kreppu. En, vart stendur sá árangur lengi, miðað við nýlegar fréttir af mjög alvarlegri stöðu Portúgals.

Þannig, að laun hafa lækkað - en ekki nándar nærri nóg nema á Írlandi, til að afnema viðskiptahallann.

All of the Euro-area's excess leverage is in the periphery... - Credit Suisse

Af hverju skiptir viðskiptahalli máli?: Ef þú flytur ár eftir á meira inn en þú flytur út, og innstreymi erlends fjármagns ná ekki að dekka þann mun sbr. erlend fjárfesting; þá aukast skuldir hagkerfisins ár frá ári.

Þetta er spurning um, hve mikið er unnt að skulda?

En, ég er alveg viss um það, að stór hluti ástæðu fyrir stöðugu lækkunartrendi CDS fyrir Ísland, hafi verið sú staðreynd að með verulegann afgang, þá á Ísland stöðugt fyrir innflutningi annars vegar og hins vegar að raunaukning á fjármuna-eign á sér stað hérlendis svo lengi sem afgangurinn dekkar greiðslur af skuldum og gott betur.

Á sama tíma, grefur stöðugt undan trausti á löndum innan Evrusvæðis sem eru í vandræðum, sem hafa ofan í önnur vandræði - einnig verulegann viðskiptahalla.

...and most of that excess leverage is floating rate debt - Credit Suisse

Írland er dálítið sér á parti en þ.e. bankakrýsa sem er meginvandinn þar - staða Írlands væri góð annars, en sterk staða Íra viðskiptalega bætir klárt möguleika Íra til að vinna sig til baka úr kreppunni.

Á sama tíma, og mjög slæm viðskiptaleg staða Grikkja og Portúgala, skaðar þá mjög klárt í baráttu þeirra við kreppuna. Spánverjar, eru klárt einnig viðkvæmir stöðulega séð að þessu leiti.

Að auki er skuldsetning þessara þjóðfélaga, þ.e. Portúgals, Spánar og Írland - óskapleg eins og sést á mynd að ofan. Þar ofan-á-lag, er mikið hlutfall húsnæðislána í löndunum þrem, með breytilega vexti.

Mig grunar því, að skuldatrygginga-álag Spánar geti verið búið að ná - lágpunkti, því ef Seðlabanki Evrópu stendur við hækkun stýrivaxta þann 7. apríl. nk. - þá eru markaðir líklegir að óttast veruleg samráttaráhrif þeirrar ákvörðunar, á spænska hagkerfið og þannig að hún skili erfiðari tekjustöðu spænska ríkisins, og auðvitað einnig erfiðari stöðu spænskra banka. En, mér sýnist Spánn, vera mjög í viðkvæmri stöðu, gagnvart hækkunartrendi stýrivaxta í Evrópu. 2-3 hækkanir geti dugað, til að framkalla samdrátt að nýju á Spáni og líklega verulegar meiri erfiðleika, jafnvel dugað til að íta landinu yfir það ástand, að markaðir fari að hegða sér gagnvart Spáni með sambærilegum hætti og þeir hafa gert gagnvart Portúgal þ.e. Spánn lendi í vítahring stöðugt hækkandi vaxtakröfu og skuldatrygginga-álags.

 

Annars er hægur leikur fyrir Ísland, að koma skuldatryggingaálagi jafnvel niður fyrir 200 punkta

Fljótlegasta leiðin til þess væri að fá stór erlend fjárfestingarverkefni hingað - en þó með þein hætti að hingað komi fjármagn sem ekki er tekið að láni af okkur sjálfum.

En, þ.e. einmitt mikilvægt í því samhengi, að skuldir hins opinbera þ.e. ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga, séu ekki hækkaðar frekar.

Einungis, ef virkjanir eru reistar sem einkaframkvæmd, er hægt að koma slíkum framkvæmdum af stað án slíkrar skuldsetningar. Annars er sennilega óráðlegt, að stefna að slíkum stórframkvæmdum.

Á myndinni fyrir neðan má sjá nýlega stöðu, fyrir vaxtakröfu á 10. ára ríkis-bréfum nokkurra landa.

European govt bonds - Reuters

Fimmtudaginn 10. mars var ávöxtunarkrafa fyrir 10. ára Portúgölsk skuldabréf, í 7,68%. Ávöxtunarkrafa fyrir spönsk 10. ára ríkisbréf 5,52%. Ítölsk 10. ára bréf fóru í 4,99%. Írland toppar  í 9,53%.

 

Fréttir hafa borist af því, að Hafnarfjarðarbær sé við það að semja um endurnýjun láns á 7% vöxtum.

  • Miðað við það, að CDS Íslands er ekki fjarri CDS Spánar, getur verið að það sé ekki mjög langt í það, að hægt verði að fá lán á viðunandi kjörum.
  • Íslenska ríkið, ætti að fá hagstæðari kjör en sveitarfélag. Þannig, að við getum gert ráð fyrir innan við 7% vöxtum, ef ríkið leitaði eftir láni í dag.
  • Það myndi koma mér á óvart, ef lán til Íslands væri meir en prósent hærra en til Spánar.
  • En þó svokölluð matsfyrirtæki, meti Ísland mikið lægra en Spán, þá hafa þau fyrirtæki sett mikið niður í virðingu, og hafa ber í huga að skuldatryggingar ísl. bankanna voru mjög dýrar alveg samfellt frá 2006 en þeir héldu samt "tiple A rating" vel fram á 2008.
  • Svo, ég verð að segja, að ég treysti frekar markaðinum sjálfum að meta hlutina rétt, en svokölluðum sérfræðingum matfyrirtækja, sem að auki eru með hagsmuni af því, að vera góð við sína viðskiptamenn - en þau fá greitt fyrir að reikna mat.
  • Mig grunar einnig, að erlendir aðilar á markaði hugsi svipað.

Ísland hefur val á skjótum ferli þ.e. 1. kjörtímabil - með stórframkvæmdum, eða hægum ferli cirka 2. kjörtímabil, án stórframkvæmda.

Ég hugsa, að rétt sé að setja þá 2. valkosti upp fyrir þjóðina - og láta hana velja milli þeirra í almennri atkvæðagreiðslu.

En, valkostur B felur þá í sér, að búa til nýjar útflutningsgreinr sjálfssprottnar, sem óhjákvæmilega tekur lengri tíma, en leiðin úr kreppu verður að felast í rauntekjuaukningu hagkerfisins, sem þíðir að auka útflutning. Reyndar, má vera að innan slíks rúmist smærri elrend fjárfestingarverkefni.

Með varfærinni peningastjórnun og aðhaldi hins opinbera - svo hallarekstur hins opinbera dragi ekki allt dæmið niður og að auki gleypi hér allt fjármagn; þá er það mögulegt. Auðvitað í leið A, er einnig hægt meðfram stórframkvæmdum, að framkvæma sömu stefnumörkun og í B, gera hvort tveggja.

Leið B er meir krefjandi stjórnunarlega séð, því án stórframkvæmda er uppbygging hægari, landið verður því að viðhafa enn varfærnari fjámálastefnu og meira aðhald, en ef leið A er farin!

Leið A: Þ.s. við getum boðið fjárfestum, er að reisa hér virkjanir í einkaframkvæmd fyrir álver - þá auðvitað þurfum við að sætta okkur við a.m.k. tímatakmarkaða eignaraðild erlendra einkaaðila á þeim virkjunum - ekki umfram 35 ár þó, að afloknu tímabili LV myndi fá þær virkjanir til eignar.

En, ég vil setja þak á bilinu 25 - 35 ár, þannig að ekki væri löglegt að semja um einka-eign á virkjun til lengri tíma, en 35 ár.

Lögin kveði um, að ríkið eignist síðan virkjun alltaf þegar tímibili einka-eignar er lokið, sem mun þíða að LV fái þá virkjun til eignar.

Þetta ætti að duga til þess, að fá einkaaðila til þess, að fjármagna slíkar virkjanir - eða að það verði raunverulegur valkostur fyrir ríkið, eða hið opinbera, að láta virkjun í einkaframkvæmd!

  1. Með þessari leið, sé komist framhjá þeirri hindrun um lán frá t.d. Þróunarbanka Evrópu til LV, sem Bretar og Hollendingar hafa staðið fyrir.
  2. Með einkaframkvæmd taka þeir aðilar fjárhagslegu áhættuna, lánsfé til framkv. er ekki á okkar vegum.

Tökum þó mið af málefnalegri gagnrýni umhverfissinna, og minnkum álverin um helming þ.e. fyrir norðan og á Reykjanesi, enda virðist ekki öruggt að næg orka fyrir álver sé til staðar fyrir álver í 300þ. tonna stærðarklassa, en 150þ. tonna ætti að vera vel mögulegt, sérstaklega ef reist í áföngum t.d. tveimur 75þ. tonna - hvor með einhverju ára millibili, svo unnt sé að byggja upp gufuvirkjanirnar án þess, að taka of mikla áhættu með svæðin, sem verið er að virkja.

  • Það verður að taka tillit til náttúrulegra aðstæðna eftir allt saman.
  • Hefur ekki upp á sig, að virkjanir séu ósjálfbærar - þ.e. taki til sín meira magn orku en sú orka er streymir inn á svæðin úr iðrum jarðar, þannig að vinnslusvæði kólni ár frá ári.
  • Að auki væri það ekki hagur álveranna sjálfra sem þurfa trausta orku.
  • Gerum Búðarhálsvirkjun einnig að einkaframkvæmd - þá er hringnum lokað.

Með þessu, ætti að vera unnt að bæta stöðu ríkissjóðs það mikið, að lánskjör batni að nægilegu marki fyrir Ísland, til þess að hægt verði að fá lán jafnvel á bilinu 4-5%. En, mér sýnist það alveg hugsanleg útkoma, miðað við hve stöðugt lækkandi CDS Íslands hefur verið sl. 1,5 ár. Að auki, að þ.e. nú þegar búið að lækka það mikið, að þ.e. einungis litlu hærra en meðaltal Evrópu allrar.

Með því að fá inn svo mikið viðbótar fjármagn, þá batnar staða Íslands umtalsvert til viðbótar, þ.e. bersýnilegt.

  • Svo, að lánskjör milli 4-5% getur verið algerlega raunhæft markmið!
  • En, þá verður hægt að lækka hratt vaxtakostnað með því, að endurfjármagna meira að segja AGS pakkann í ódýrari lán.
  • Þá verður enn frekari lækkun skuldatryggingarálags - jafnvel niður fyrir 100 punkta - vel hugsanleg!

 

Niðurstaða

Mér sýnist það alls ekki nauðsynlegt fyrir uppbyggingu Íslands, að taka neyðarkostum Breta og Hollendinga. Þegar, áætlun A er búið að hrinda í verk og endurfjármögnun lána ríkissjóðs og sveitafélaga, komin vel á rekspöl.

Þá verður hægt að raunhækka laun hérlendis - ríkið og sveitarfélög munu geta aðstoðað mun betur þá sem eru í lánavandræðum tekið t.d. á sig kostnað af almennri lækkun lána yfir línuna, munu hafa peninga til slíkra hluta, lífskjör geta batnað á ný, hægt verður að fjármagna hluti eins og djúpborunarverkefni til að sækja enn meiri orku, svo hægt sé að framleiða t.d. vetni eða metanól, svo hægt verði að fara að planleggja að afnema smám saman eldsneytisinnflutning.

Ef í beinu framhaldi og/eða samhliða, mörkuð er virk stefna um aukningu útflutnings, þ.e. virk atvinnustefnu með það sem markmið - sbr. vísbendingar þess efnis að hægt sé að stórauka loðdýra rækt svo nefnt sé dæmi, þá getur Ísland stefnt á það að halda áfram að bæta hér lífskjör; en með sjálfbærum hætti þ.e. rauntekjuaukningu hagkerfisins.

  • Þetta er allt saman mögulegt.
  • Allt sem til þarf, er viljinn til verks.

Ríkisstjórnin einfaldlega er að nota Icesave sem afsökun, fyrir aðgerðaleysi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég efast ekkert um, að það finnist fjármagnslausn þar sem Ísland getur spjarað sig.  Hedlur veit ég að á Íslandi finnst heilmikið af verðmætum, bæði á jörðu og í jörðu, sem og í sjó og undir sjó.  Það sem menn hugsa ekki út í, er framtíð þjóðarinnar.

Segjum að Ísland, segi Nei. Spjari sig sjálft, eftir 20-30 ár er Ísland búið að beisla ýmsar bergtegundir, kanski jafnvel olíu að finna.  Fyrir utan raforku.  Þegar hér kemur við sögu, eru olíu auðlindir annarra ríkja á þrotum, ef ekki þrotnar.  Lönd búa við stöpula raforku, og þörfin fyrir orku er svo brýn að fyrirhuguð eru fleiri kjarnorkuver.  Þetta er framtíðin.

Telur þú, að þessar þjóðir Bretland og Holland, séu ekki viljugar til að "taka" frá Íslandi upp í skuldirnar sínar, þegar hér er komið við sögu? Telur þú það "fræðilegan" möguleika, að þessar þjóðir "gleimi" og "afskrifi" allar skuldirnar?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 11:14

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

  1. Tel rétt að semja, þegar búið er að selja annaðhvort allar eignir þrotabús Landsbanka Íslands hf, eða megni þeirra, þannig að óvissa um virði eigna annað af tvennu sé alveg horfin eða mikið minnkuð. Bendi á gamalt viðtal við Lee Bucheit 12.8.2009 .
  2. Vil sjá úrskurð bærs aðila um það, hvort okkur ber raunverulega að borga.
  3. Að samdráttur reyndist meiri á sl. ári en spáð var þ.e. 3,5% í stað 2,5%, að það reyndist samdráttur á síðasta hluta sl. árs í stað hagvaxtar þvert ofan í spár, og það af fátt bendi til hagvaxtar nú - er ein ástæðan enn; en ég vil sjá hagvöxt fyrst svo óvissan um greiðslugetu landsins, minnki.
  4. Síðan er það óvissan um hvort Evran lifir eða deyr, en ef Evran ferst með hvelli fyrir árslok eða jafnvel aðeins það að krísan valdi hagvexti í ESB verulegum viðbótar skaða, en ESB hefur frestað lausn krýsunnar fram á sumar og það má vera, reyndar ekki ólíklegt, að samstöðuleisi ráðamanna ESB ríkja haldi áfram að koma í veg fyrir nothæft samkomulag - þannig að krýsan muni magnast upp í sumar og ná nýjum enn verri hæðum en áður. Þetta er stórt óvissuatriði, í minni bók.

Tel ólíklegt að hugsanlegt tjón af því, að lausn deilumáls frestist, standist samjöfnuð við þá áhættu sem við tökum, af því að segja já miðað við að einhver ofangreindra atriða, þróist okkur að verulegu leiti í óhag.

Reyndar, tel ég umtalsvert tjón ólíklegt - að neikvæður úrskurður, þíðir einungis að við þurfum að semja eina ferðin enn. En, þá ætti nægur tími að hafa liðið, til að þróun ofangreindra óvissuþátta ætti að vera farin að sýna klár "trend" sem hægt verði að byggja á.
--------------------

Eins og ég útskýrði að ofan, reikna ég alls ekki með neinum umtalsverðum neikvæðum viðbótar efnahagslegum afleiðingum af "NEI". Eina raunverulega áhættan í hina áttina, sé möguleikinn á verri samningi. 

En, ég tel þó að verri samningur sé áhættunnar virði sbr. við upptalningu áhættuatriða að ofan.

Ég er sem sagt ekki að taka þann pól, að við eigum aldrei að semja.

-------------------

Ef við aftur á móti íhugum þá leið nánar, að semja aldrei þá er það rétt, að samskipti við Breta og Hollendinga munu viðhaldast sköðuð a.m.k. einhver ár í kjölfarið.

Þá auðvitað, munu þeir koma í veg fyrir ESB aðild Íslands. 

Síðan, að ef við neitum að borga, í ímynduðu tilviki að við höfum tapað dómi, þá auðvitað er það bæ bæ gagnvart EES samningnum.

Við skulum samt ekki gera of mikið úr afleiðingum slíkrar útkomu, en við erum meðlimir að Heims-viðskipta-stofnuninni, svo við hröpum ekki lengra aftur í viðskipta-afgangi en skv. viðmiðunarreglum hennar, sem öll aðildarríki ESB hafa undirgengist og eru því skuldbundin að virða gagnvart okkur sem og gagnvart hverri annarri aðildarþjóð stofnunarinnar.

Ég myndi ekki kalla þetta einangrun. Síðan, um hugsanlega óvild eða smán, þá vert að muna hvað Evrópuþjóðirnar sjálfar gerðu hverri annarri á árum áður, sem í dag er fyrirgefið. Hvað, ríkisstj. Gaddhafis hefur komist upp með í gegnum árin.

Okkar mál eru svo víðsfjarri, að standast samjöfnuð við þau mál, sem raunverulega við og við eru trigger atburðir, einhvers konar eingangrunar tiltekinna ríkja gagnvart heimssamfélaginu, að þ.e. eiginlega hálfgerður brandari að gera slíka samlíkingu milli okkar deilumáls og hugsanlegra glæpa og þeirra mála.

------------------

En ég er ekki að leggja slíkt til, heldur það að semja á þeim tímapunkti, er ég tel áhættu af samningi vera minnsta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.4.2011 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 490
  • Frá upphafi: 847141

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 466
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband