Hvernig má lækka skuldir almennings?

Þetta er álitin spurning. En, alvarleg skuldastaða vítt yfir hagkerfið - fyrirtækja / einstaklinga - alvarleg bremsa á framtíðarvaxtarmöguleika. Hvort tveggja innri skuldastaða almennings þ.e. krónuskuldir og ytri  skuldastaða hagkerfisins þ.e. gjaldeyrisskuldir, munu hafa alvarlegar afleiðingar. En, erlend skuldastaða mun einnig vera bremsa á hagvaxtargetu til margra næstu ára auk þess, að þetta mun halda aftur af verðgildi krónunnar um langa hríð.

Varðandi krónuskuldir, þá er lækkun mjög vel möguleg:

1. Fyrst er bein almenn lækkun - sem HH vildi framkvæma. En stjv. höfnuðu og hafa hafnað.
  • Þetta var talið of dýrt fyrir stjv. svo í staðinn þyrfti að hækka skatta og skera niður.
  • Myndi bitna á lífeyrissjóðum og skerða lífeyrisgreiðslur.

2. Breyta vísitölunni - Sjá Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes

  • 1200 milljarða skuldir heimila. 20% kosti ríkið um 300 milljarða er sagt.
  • En þær skuldir eru almennt a.m.k. til 25 - 40 ára.
  • Það dreifir álaginu á lækkun skulda yfir línuna á mörg ár.
  • Getur lækkun styrkt eignasafn sjóðanna?
  • Hann telur ástandið svipað og þegar launavísitalan var tekin af í mikilli verðbólgu á miðjum 9. áratugnum, lán hækkuðu en laun stóðu í stað, allt var vitlaust í þjóðfélaginu, svokallaður Sigtúns hópur varð til, Ögmundur Jónasson var einn helsti talsmaður hans.
  • Hreyfingar launþega hafi þá stutt hugmyndir Sigtúns hópsins - á endanum var lánskjara vísitölunni breytt 1989 og hún endurreiknuð, lán lækkuðu miðað við reikning skv. eldri vísitölu og sátt náðist í þjóðfélaginu.
  • Það hefði verið mjög sniðugt að taka aftur upp sömu vísitölu og tók gildi 1989 t.d haustið 2008 þ.s. laun hafa staðið í stað, eða lækkað síðan kreppan skall á - komið sér vel fyrir lántakendur. Því miður var ekkert gert.
  • Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ríkið hefði rétt til að breita vísitölunni, og það skapaðist því ekki skaðabótaréttur á ríkið þó lán lækkuðu vegna breytinga á vísitölunni. Ríkið ætti að íhuga þetta að hans mati!
3. Mjög róttæk aðgerð - frysta með lögum alla vexti við t.d. 6%, síðan frysta í 1. ár vísitölu neysluverðs þannig að hún hækki ekki, síðan að afnema gjaldeyrishöftin - ætti að skila milli 40-50% raunlækkun lána í krónum. Allt er þá lækkað jafnt þ.e. allar eignir bundnar í krónum og skuldir. Fjöldagjaldþrot þeirra er skulda í erlendum gjaldeyri væru þó óumflýjanleg í kjölfarið - sérstaklega fyrirtækja er ekki hafa gjaldeyristekjur en skulda eigi síður í gjaldeyri.
 
4. Að heimila háar almennar launahækkanir t.d. 20%: Samhliða lánskjaravísitala fryst!
  • Stór almenn launahækkun hleypir verðbólgu af stað aftur, vegna þess að fyrirtæki velta kostnaði í verðlag.
  • Ef síðan gengið er fellt í kjölfarið segjum um 15%.
  • Þá getur farið af stað sambærileg skriða víxverkandi stórra launahækkana og gengisfelling á víxl eins og á 9. áratugnum.
  • Fræðilega, getur þetta verið aðferð til að raunlækka lán í kjölfar frystingar vísitölu, ef verðbólgan verður nægilega há til að fastir vextir verðtryggðra lána dekki ekki rýrnun þeirra af völdum verðbólgu.
5. Frysta vísitölu, en viljandi láta Seðlabanka prenta seðla til að verðfella krónu!
  • Fræðilega séð er hægt að verðfella lán, ef peningamagn er aukið nægilega mikið með seðlaprentun svo að verðbólga raunverðfelli lán, í kjölfar frystingar vísitölu.
  • Því lengur sem þetta er gert, því meirir raunverðfelling.
 
Niðurstaða
Ég set þetta fram  til að sýna að lækkun lána almennings er vel möguleg.
Að sjálfsögðu, er þetta ekki ókeypis. Einhver lýður fyrir þetta.
Þeir einhverjir eru innlánseigendur og eigendur lána, sem tapa. Einnig lífeyrissjóðir og lífeyrisþegar.
 
En, lækkun lána þó á móti skilar einhverju á móti: færri lán verða í vanskilum því fleiri geta borgar, færri lán verða umfram eignaverð þannig að eignaverð mun síður lækka, færri lánþegar fara á hausinn, vaxtagjöld barnafjölskylda lækkar svo þær hafa meira handa á milli - sem þíðir hærri lískjör þeirra, eftirspurn eftir lánum mun aukast, framkvæmdir og fjárfesting mun aukast, fleiri hafa efni á að mennta sig svo menntun þjóðarinnar batnar, þeim fækkar sem ekki hafa efni á að fara til læknis svo heilsa þjóðarinnar batnar, samkeppnistaða þjóðarbúsins batnar. Svo má lengi telja.
 
Erfið skuldastaða og hækkandi, veldur minnkun alls ofangreinds.
 
 
Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það á að festa krónuna við evru og leyfa notkun á evrum samhliða krónum. Afnema einnig verðtryggingu. Ef hið opinbera á að "endurreikna" skuldir einstaklinga til einkafyrirtækja þá verður ríkið líka að koma til móts við þá sem hafa passað sig að taka ekki svona lán. Það eru nefnilega ekki allir með verðtryggð lán.

Sumarliði Einar Daðason, 14.2.2011 kl. 09:34

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sumarliði. Þetta gildir í reynd fyrir allar tengingar, hvort sem um er að ræða Evru - Dollar eða mynkörfu.

En vandinn er að þá þarf að eiga nægilegt magn af gjaldmiðlinum - þ.e. hinum eða þeim sem samanstanda af myndkörfu, til að verja tenginguna.

Erfitt að sjá við núverandi aðstæður, hvernig þetta getur verið lausn fyrir okkur, þ.s. ég á erfitt með að sjá að mögulegt væri að skuldsetja landið til viðbótar ofan á þær skuldir sem fyrir eru, til þess að fjárfesta í nægu magni af gjaldeyri til að gera þessa leið mögulega.

Þetta væri mögulegt, ef skuldsetning ríkisins væri óveruleg fyrir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.2.2011 kl. 16:02

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það eru gjaldeyrishöft nú þegar til þess að halda genginu "réttu". Að festa krónuna við aðra mynt er nánast bara ein útgáfa af því. Með því að leyfa notkun á evrum (eða dollar) samhliða í viðskiptum myndi magn í þeirri mynt aukast hægt og rólega.

Seðlabankinn hefur viðrað þessa hugmynd opinberlega.

Sumarliði Einar Daðason, 14.2.2011 kl. 16:15

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef það á að vinna sig smám saman í þá átt, meðan höftum er viðhaldið. Þá geta slík umskipti tekið dágóðann tíma.

Ég sé samt ekki alveg, að fyrirtæki í innflutningi sjái sér hag af því að skipta yfir í annan gjaldmiðil, þegar þeir greiða laun.

En eigin gjaldmiðill hentar útflutningi og öðrum aðilum með gjaldeyristekjur. 

Hvað aðra aðila varðar, þá eru þeir í sama vanda og ríkið, að þurfa að kaupa annan gjaldeyri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.2.2011 kl. 22:00

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er eitthvað sem mun taka mörg á. Miðað við afborganir, vexti og innflutning fyrir árið 2011 þá er ekki til nægilegur gjaldeyri til þess að standa við allt. Hér er ég að miða við fréttaflutning af bæði hinu opinbera og einkageira. Það væri frábært ef einhver hefði þessar tölur á hreinu.

Krónan er nú þegar í tvöföldu kerfi. Það er annars vegar aflandskróna þar sem evran er á um 250 kr. og svo seðlabankakrónan sem er á um 160 kr. gagnvart evru. Það segir sig sjálft að það er eitthvað verulega bogið við núverandi fyrirkomulag.

Sumarliði Einar Daðason, 14.2.2011 kl. 22:21

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alltof tafsöm aðferð. En, að nota aðferð sem krefðist hafta næsta áratuginn eða jafnvel lengur, held ég að gangi ekki.

Þ.s. þyrfti að gera, er að endurskipuleggja bankakerfið í annað sinn. Vinda þá ofan af því umframpeningamagni sem til staðar er í kerfinu. Gjaldþrot er skjótvirk aðferð til slíks. Tímalengd í vikum frekar en áratug eða rúmum áratug.

Síðan, er þeirri endurskipulagningu í annað sinn er lokið - ætti hættan á fjármagnsflótta úr fallvöltu bankakerfi að vera liðin. 

Þá verður mögulegt að afnema höftin. Því, þá er það einungis krónubréfavandinn, og hann er viðráðanlegur einn og sér.

Þá er spurning hvað gert er við vísitöluna. En, ef hún er fryst þá lækka krónueignir til viðbótar, þeirri lækkun sem orðin er vegna endurskipulagningar bankakerfis í annað sinn.

En, ég hugsa að með þessu, geti skapast á innan við ári sjálfbært kerfi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.2.2011 kl. 23:06

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Vaxtastig er ákveðinn mælikvarði á gæði gjaldmiðils. Verðtrygging er duldir vextir og í raun hættulegri en stýrivextir. Þegar verðtrygging og vextir eru reiknaðir í nafnvirði þá sést hversu mikið krónan rýrnar á hverju ári (a.m.k. hefur gert undanfarna áratugi). Verðtrygging og vextir virðast hafa víxlhækkandi mögnunaráhrif á hvort annað.

Vextir á fjármagni er ímynduð verðmætasköpun, ólíkt aukinni framleiðslu eða nýsköpun. Sumir telja þetta vera grunnástæðu fyrir efnahagsvandræðum sem mýmörg þjóðfélög eru að glíma við í dag. Ekki skánar þetta svo þegar spákaupmennska og bólur á markaði spila inní.

Fjármálastofnanir og yfirvöld hér á landi klúðruðu efnahagsmálum hér svo svakalega að það er orðið kennsluefni í háskólum víða um heim. Afleiðingar hrunsins eru bara rétt að byrja að koma í ljós hér á landi. Þar að auki skvettir núverandi ríkisstjórn bara olíu á eldinn í stað þess að reyna kæfa hann niður.

Miðað við þá fáu kosti sem við höfum í stöðunni þá tel ég evruna vera eina kostinn. Næstu ár verða í besta falli mjög erfið fyrir fyrirtæki og landsmenn. En molbúahugsunarháttur yfirvalda virðist ætla að tryggja að ástandið verði verra.

Sumarliði Einar Daðason, 15.2.2011 kl. 01:32

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég verð alltaf smávegis pirraður, þegar ég sé svona "big sweeping statement".

En, skv. þessu er t.d. gjaldmiðill Brazilíu lélegri en krónan og einnig gjaldmiðill Tyrklands.

Auðvitað er það ekki svo, að vextir mæli gæði gjaldmiðla.

Þegar Evran var stofnuð á sínum tíma, var það í kjölfar fremur slaks - hagvaxtarlega séð - áratugar. En, ákvörðun virðist hafa verið tekin, að beita Evrunni til að kinda undir hagkerfi Evrópu.

Kyndingar:

A)Lágir vextir, en ekki einungis lágir heldur mjög lágir.

B)Slakað á aðhaldi með bönkum, til að hvetja þá til að veita lán.

C)Margir ríkissjóða Evrópu, ráku sig með halla. Ekki allir, en sem dæmi bæði Frakkland og Þýskaland, í gegnum allan umliðinn áratug.

Lagt saman er þetta mjög mikil kynding.

------------------

Vextir eru einfaldlega verðið á peningum

Ef verðið er ekki bara lágt, heldur mjög lágt. Þá eykst eftirspurn.

Vandi í þessu, er að peningar eru ekki í reynd takmörkuð gæði - en bankar eru í reynd peningavélar. Þeir geta alltaf veitt meiri lán, í reynd nær endalaust.

En, alltof sumt sem þeir þurfa, er að auka hlutafé á móti eða að selja skuldabréf á móti.

Þannig, að mjög lágir vextir, skapa stöðuga aukningu peningamagns, og í reynd kyndingu sem ekki er einungis stöðug, heldur stöðugt upp á sig vindandi.

  • En, mjög lágir vextir, skapa mjög mikla og stöðuga eftirspurn eftir lánum, og það tiil margra hluta:
  1. Húsnæði, en þ.e. beint samband milli verð peninga og verðs á húsnæði, þ.e. því ódýrari sem peningar eru, því dýrara er húsnæði. Þess vegna er ekki undarlegt, að húsnæði sé tiltölulega ódýrt hér.
  2. Neysla, en éf lán eru mjög ódýr, verður skuldsetning mjög áhugaverð í augum neytenda, sem aðferð til að auka neyslu.
  3. Fyrirtæki, aukning fjárfestingar getur verið mjög mikil, þegar lán eru mjög ódýr. En, þ.e. ekki endilega alltaf nytsamar fjárfestingar. En, þegar mikil neysla er til staðar, verður t.d. verslunarrekstur mjög áhugaverður fjárfestingakostur. Einnig bankar, vegna þess að stöðug útlánaþensla þenur þeirra efnahagsreikning stöðugt út.
  4. Verðbréf, en sömu áhrif verða þar og á neytendamarkaði, að skuldsetning verður gróðavegur - þ.e. þú skuldsetur þig til að kaupa verðbréf.

Þegar svo mikil kynding er í gangi, skapast "positive feedback loop" Þ.s. mikil neysla fyrir skuldsetningu skapar hagvöxt.

Slíkur hagvöxtur er ekki raunverulegur, því á endanum þarf að borga öll þessi lán til baka, og þá skellur á kreppa.

En, skuldsetning á endanum, leiðir til óöryggis fjárfesta, sem fara að krefjast hærri vaxta - þannig að "positive feedback" verður í staðinn "netative".

-----------------

Þ.s. þarf, eru vextir sem hvorki eru of háir né of lágir:

Við erum með hinar öfgarnar. En, ástæða þeirra liggur í lífeyriskerfinu þ.e. 3,5 ávöxtunarkröfu þess.

En, hún myndar raunvaxtagólf í hagkerfinu.

Til að lækka vexti hér, þarf að lækka loforð þ.s. innbyggt er í lífeyriskerfið, um hlutfall launa sem viðkomandi fær eftir 40 ára vinnu, eða að hækka til muna iðgjöld, eða, fara beggja blands leið.

Lækkun þessarar raunávöxtunarkröfu, myndi lækka vexti hér.

Ef hún er lækkuð segjum í 1,5% myndu raunvextir geta lækkað um þau 2%.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.2.2011 kl. 09:02

9 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Íslenska hagstjórnin hefur eiginlega gert allt öfugt miðað við það sem þú minnist á hér að ofan. Í þenslu voru vextir lágir og svo þegar kerfið hrundi þá voru þeir hækkaðir. Þá er ég að tala um efnahagskerfið innanlands. Þeir voru notaðir til þess að stýra gjaldeyrisflæði í stað þess að sinna innbyrðis vandamálum.

Hins vegar má ekki gleyma því að lágir vextir geta haft áhrif á efnahagslegan samdrátt hjá fyrirtækjum og fjárfestum. Það er að segja ýtt undir enn meiri samdrátt.

Fyrirtækjarekstur og fagfjárfestingar fylgja ekki endilega sömu sveiflum og á neytendamarkaði. Mín skoðun er að íslenskir neytendur (almennt séð) eyða peningum eins mikið og hægt er hverju sinni svo lengi sem hægt er að fjármagna það með skuldbindingu fyrir framtíðina. Það eina sem stoppar þá er hvað bankar og önnur lánafyrirtæki eru ákveðin í að segja nei. Hækkun fasteignaverð hér á landi er að stórum hluta hafi orðið til vegna fjármögnunar á einkaneyslu.

Þjóðhagfræði er mjög flókið fyrirbæri sem snýst ekki bara um tölur og excel-útreikninga. 

Kjarni málsins er að það eru til fá dæmi í heiminum þar sem efnahagsmálum var klúðrað eins og hér á landi. Ég er á því að við höfum ekki efni á því að gera fleiri tilraunir með líf íslendinga. Yfirvöld verða að mynda hér stöðugt efnahagslegt umhverfi þar sem hagvöxtur byggist á raunverulegri verðmætasköpun en ekki fjárhættuspilahugsun eða stóla á endalaus lán eða lottóvinninga morgundagsins.

Sumarliði Einar Daðason, 15.2.2011 kl. 10:13

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, en mér líst ekki á þá hugmynd, að með því að taka leikföngin af okkar fólki þá muni menn allt í einu, hætta að leika sér. Ég held, að hættan sé klárlega sú, að hegðun haldi áfram lítt eða ekki breitt - bendi á augljós dæmi sem oft hafa verið nefnd.

Varðandi tal mitt um kyndingar og skuldasöfnun almennings að ofan, kom fram dálítið áhugaverð könnun í dag:

http://landinn.is/ts_hi_is/ts/skrar/0Þjóðmálastofnun%20Fréttabréf%20nr.2%202011%20-%20Fjárhagsþrengingar-endanlegt.pdf

Áhugaverða niðurstöður. En, það virðist sem að vandi heimila í Evrópu sé hið minnsta síst minni, og klárlega meiri í nokkrum löndum.

En, í ljósi þess hve lágir vextir sl. áratugar á Evrusvæðinu, sköpuðu öfluga hvatningu til persónulegrar skuldsetningar. Er það ef til vill ekki undarleg útkoma.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.2.2011 kl. 15:40

11 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Linkurinn virkar ekki á PDF-skjalið að ofan. Ertu með slóð að síðu sem geymir þennan link?

Sumarliði Einar Daðason, 15.2.2011 kl. 16:21

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það virðist sem að hlekkurinn virki einungis frá síðunni, með því að klikka á "Fjárhagsþrengingar heimilanna í kreppunni - Ísland og Evrópuríkin samanborin, eftir Stefán Ólafsson" þar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.2.2011 kl. 17:00

14 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég náði þessu með því að fara á síðuna. Takk fyrir þetta.

Svo ég haldi áfram frá færslu númer tíu hér að ofan þá langar mig að biðja þig um að nefna eitthvert land í heiminum þar sem allir gátu fengið lán jafn auðveldlega og hér á Íslandi undanfarin 7-8 ár. Er eitthvað land sem var með eins mikla skuldasöfnun? Ríkið stóð sig ágætlega varðandi skuldasöfnun fyrir hrun en kolféll í eftirlitsskyldu, spillingu og útgjöldum hins opinbera.

Það er ekkert víst að íslensk stjórnvöld muni eitthvað vanda sig betur þegar við tökum upp evruna en hins vegar verður eftirlit með þeim mun meira. Það er líklegt að eitthvað skáni. Neytendur hér á landi munu hins vegar eiga mun auðveldara með að bera sig saman við neytendur í öðrum löndum. Það verður nefnilega ekki hægt að slá ryki í augu fólks vegna breytilegs gengis.

Sumarliði Einar Daðason, 15.2.2011 kl. 22:21

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bæði Spánn og Portúgal, eru með svipaða heildarskuldastöðu þ.e. 300% +

Hjá báðum þeim löndum, er bróðurpartur þeirra skulda, í bland hjá almenningi og fyrirtækjum.

Þ.s. ég hef verið að koma að, er að þ.s. gerðist hér var partur af trendi sem einnig átti sér stað erlendis.

Þ.e. eins og ef einhver annar gerir e-h heimskulegt, þurfum við að vera með í því líka.

En, við vorum í reynd ekkert verri að ráði en þær þjóðir innan ESB, þ.s. almenningur var einnig að safna skuldum af miklu kappi.

Skuldir Breta eru víst ekki fjarri því sem ég nefndi að ofan. Sannarlega á það sama við um skuldir Íra. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.2.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 847285

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 283
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband