Hugmyndir Angelu Merkel og Nicolas Sarkozy eru ekki lausn á vanda Evrusvæðis!

German Chancellor Angela Merkel walks with Spain's Prime Minister José Luis Rodriguez Zapatero in Madrid on Thursday. Vandi Evrusvæðisins, er svo alvarlegur að Evran getur liðið undir lok. En, af hugmyndum Angelu og Nicolas að dæma, verður ekki séð að neyðarástand standi yfir.

Hér fyrir neðan má sjá hugmyndir þeirra, settar fram í sameiginlegri yfirlísingu þann 4. feb. sl.

En skv. þeim leggja leiðtogarnir tveir til eftirfarandi nýjar grunn-aðlögunar-reglur (convergence criteria) fyrir Evrusvæðið. En, væntanlega má sjá af þeim, þann skilning sem þau tvö leggja í hverjar undirliggjandi ástæður krýsunnar eru.

Þetta er áhugavert fyrir Ísland, því ef við göngum inn í ESB, og ætlum okkur að gerast meðlimir að Evrusvæði, þá þarf einnig að uppfilla þessar nýju reglur, auk hinna er gilda í dag; ef þær þessar nýju fá náð hinna þjóðanna.

Reyndar má búast við miklum deilum um þær - en stóri vandinn, er að þessar nýju reglur að ef þær grundvallast á skilningi um það, hver orsök krýsunnar er, þá er sá skilningur rangur og nýju reglurnar í reynd leisa ekki úr þeim vanda, sem hefur undanfarin áratug verið að hlaðast upp:

  1. Abolition of wage/salary indexation systems: An important policy tool in many eurozone states, where it is considered an untouchable provision by labor unions, it indexes wages to inflation, automatically increasing salaries with price rises. Belgium already has objected vociferously to the provision.
  2. A mutual recognition agreement on education diplomas and vocational qualifications for the promotion of labor mobility in Europe: EU member states jealously guard their professional certification and standards to prevent an influx of cheap foreign labor. Streamlining this has been on the EU agenda for some time.
  3. A common assessment basis for corporate income tax: A redline for Ireland
     
    , which at 12.5 percent has one of the lowest corporate tax rates of the EU member states. The proposal was carefully worded to emphasize a “common assessment basis,” not a common corporate tax rate, showing that Berlin is willing to negotiate.
  4. Adjustments to the pension system to reflect demographic development (i.e., average age of retirement): A redline for many labor unions in Europe, the decision by Sarkozy to raise the retirement age in France from 60 to 62 caused widespread rioting and protest in late 2010
     
    . Germany would like to see all eurozone states set the retirement age at 67.
  5. An obligation for all member states to inscribe a debt alert mechanism into their respective constitutions: Already a constitutional provision in Germany
     
    , France has adopted it
     
    , too — albeit not to the same extent. The provision would set a constitutional limit for budget deficits in eurozone member states.
  6. The establishment of a national crisis management regime for banks: This provision could force eurozone member states to contemplate some sort of a eurozone-wide financial sector profit tax as a buffer in future crises. -upplýsingar Stratfor-
Til þess að Evran geti gengið upp til framtíðar, þarf einhvers konar jafnvægissáttmála, milli aðildar ríkjanna. En, inn í ofangreind skilyrði vantar þ.s. skiptir megin máli!

En stóri vandinn, sá sem er bakgrunnur uppsöfnunar skulda ríkja í vandræðum, er af allt öðrum toga!

Hvergi er minnst á hann, í ofangreindum skilyrðum. Hvergi er tekið á honum.

Ef, leiðtogarnir takast ekki á við hann, en markaðurinn skilur mjög vel hvað ég er að tala um, mun svokölluð framtíðarlausn skorta trúverðugleika - og krýsan mun ekki leisast.

Hvað er ég að tala um?

Þann vanda að sum ríki Evrusvæðis hafa viðskiptahalla sbr. Ítalíu, Grikkland, Portúgal, Írland og Spán - meðan sum önnur hafa viskiptahagnað, sbr. Austurríki, Belgíu, Finnland, Þýskaland, Holland og Lúxembúrg.

Af hverju er þetta vandi?

Ég bendi fólki að taka eftir, að löndin í vanda eða talin líkleg til að lenda í vanda, eru akkúrat löndin sem hafa haft undanfarinn áratug innan Evrusvæðis - viðskiptahalla!

Síðan er það bankakrýsan sjálf, sem kom yfirleitt til vegna húsnæðisverðbólu sem sprakk, með mis alvarlegum afleiðingum, innan aðildar ríkja Evrusvæðis!

Krýsan í Evrópu hefur 2. meginorsakir - :

  1. Bankakrýsa!
  2. Uppsafnaðar skuldir vegna viðskiptahalla!

En, bakgrunnur vandans, er ekki óráðsýja ríkissjóða þeirra landa, sem eru í vanda eða teljast líkleg til að lenda í vanda - með einni undantekningu Grikklandi!

En alltof margir afgreiða málið með þeim hætti, að löndin sem eiga erfitt hafi hagað sér ílla - og líta því ekki á vandann sem kerfislægann! Sem hann er!!

En, ástæða vandans liggur í rangri uppsetningu kerfisins þ.e. það vantaði mikilvægar aðlögunarbreytur, og hins vegar, rangri peningastjórnun Seðlabanka Evrópu á umliðnum áratug!

En ef vandinn er ranggreindur, þá er hættan sú, að lausn beinist að röngum atriðum, og vandinn leysist ekki - þetta er mikivægt því ranggreining af slíku tagi, getur leitt til þess hruns sem allir vilja forðast!

Vandamálið er of alvarlegt - afleiðingar hruns of miklar, til að aðilar máls megi leyfa sér, að líta framhjá hinum eiginlega vanda!

Íbúar Evrópu eiga það skilið, að leiðtogar þeirra horfist í augu við vandann eins og hann er, en hlaupi ekki í kringum hann eins og kettir í kringum heitann graut!

 

Það er í reynd tekið á hvorugum meginvandanum!

"The less open economies of Greece, Spain, and Portugal will find it more of a struggle to recover. The IMF says Portugal’s current account deficit will still be 9.2pc of GDP this year (and 8.4pc in 2015, if it is possible to defy gravity for so long), Greece will be 7.7pc, and Spain 4.8pc."

"That these deficits should be so high two or three years into a slump shows how hard it will be to turn this crisis around. Meanwhile, The Netherlands will have a surplus of 6.8pc, and Germany 5.8pc."

  • Stundum leitast aðilar til að skilgreina vanda sem eitthvað annað en hann er, til þess að beina kastljósinu frá sjálfum sér.
  • En, staðreyndin er sú, að viðskiptahagnaður sjálfs Þýskalands er ekki síður undirrót vandans, en viðskiptahalli Spánar, Portúgals, Grikklands og Ítalíu - sem enn eru til staðar rúmum 2. árum eftir að kreppan hófst.
  • En, viðskiptahagnað er ekki hægt að hafa, nema einhver annað hafi samsvarandi halla!
  1. Inn í aðlögunarreglur að ofan - vantar reglu sem skuldbindur ríki til að passa upp á viðskitptalegt jafnvægi milli aðildarlandanna!
  2. En, til þess að Evran geti gengið upp, án sameiginlegs ríkis, þurfa aðildarríkin í hvívetna að vinna gegn upphleðslu vandamála í framtíðinni, þar á meðal að vinna gegn upphleðslu viðskiptaójafnvægis - og því upphleðslu skuldavanda sem framkallast með þeim hætti.
  3. Síðan, þarf að huga betur að peningastjórn - en mjög lágir vextir reyndust á sl. áratug mjög erfiðir fyrir nokkur aðildarríki, þ.s. lágu vextirnir orsökuðu óskaplegar fasteignabólur sem er bakgrunnur hins grunnvandans, þ.e. bankakrýsu - sem lagði Írska ríkið að velli og er ógn einnig við spánska ríkið (en erfið staða banka á spáni víxlverkar við hinn vandann, sem er viðvarandi skuldasöfnun vegna viðskiptahalla, auk þess halla ríkisins sjálfs)!

 

Viðskiptaójafnvægi verður ekki leist einungis af löndunum með halla / löndin með hagnað verða einnig að taka þátt í lausn þess vanda:

""John Maynard Keynes believed that in a fixed exchange-rate system, the burden of adjustment to trade imbalances should fall equally on deficit and surplus countries. So he proposed that excess trade surpluses should be taxed (see article).""

Þetta er ekki einungis út af því sanngyrnissjónarmiði, að vandinn sé jafnt báðum að kenna - heldur hitt að ef aðlögunin fellur eingöngu á þau lönd sem eiga í skuldavanda m.a. vegna viðskiptahalla, verður sú aðlögunarbyrði óskaplega grimm og erfið fyrir þau lönd!

Þetta er einmitt meginástæða þess, að markaðurinn hefur svo litla tiltrú á að vandi Grikklands, Spánar og Portúgals leysist, því til þess að þau lönd geti haft sig úr skuldavandanum; þurfa þau hagvöxt og ekki síst þau þurfa að geta aukið útflutning.

Löndin sem hafa haft hagnað, eru með því að viðhalda hagnaði af utanríkisverlsun að fórna í reynd fullkomlega að óþörfu lískjörum heima fyrir. En, hagkerfi skilar hámarks lífskjörum sem eru sjálfbær þegar útflutningur og innflutningur er í járnum þ.e. jafn stórar upphæðir.

  • Lausnin liggur þá í því, að löndin með hagnað auki neyslu heima fyrir, að hífa upp launakjör er einfaldasta leið til þess - þannig að ójafnvægið sem felst í þeirra hagnaði hverfi.
  • Það, myndi síðan skapa meira svigrúm fyrir útflutning ríkjanna sem fram að þessu, hafa haft halla. Þetta væri hin eðlilega lausn.

En því miður sé ég ekki í spilunum nokkurn möguleika þess, að Þjóðverjar taki rökrétt á vandanum!

En, í Þýskalandi, er litið á útflutningshagnaðinn sem heilagt vé - og þeirra eigin skoðun, er að Þýskaland sé til fyrirmyndar.

En, það geta ekki allir verið eins og þeir, því það geta ekki allir flutt úr meir en þeir flytja inn - því hvert ætti þá sá varningur að fara? Til Alpha Centauri?

Þannig, að sú hugsun Þjóðverja að allt væri betra bara ef aðrar þjóðir væru meira eins og þeir sjálfir, gengur ekki upp - þ.s. verra er, getur ekki gengið upp.

Það er ekki síst vegna þess, að ég er enn mjög skeptískur á að vandi Evrusvæðis leysist!

 

Varðandi björgunarsjóð Evrópu!

- virðist hugmyndin sú, að útvíkka hlutverk hans.

  • Hann fái heimildir til að kaupa ríkisbréf ríkja í vanda - en Seðlabanki Evrópu hefur nú hætt þeim kaupum í bili, eftir að Japanir og Kínverjar hófu kaup á þeirra bréfum!
  • Að auki, eru uppi hugmyndir um að veita baktryggingar eða veð, fyrir útgáfum landa í vanda á eigin skuldabréfum og þannig lækka þeirra vaxtagjöld.
  • Síðan, að veita ríkjum vanda lánalínur - sem valkost við veitingur stórs láns. Mig grunar, að þetta sé einkum hugsað fyrir Spán, en Þjóðverjar eru mjög tregir til að veita sjóðnum frekari ábyrgðir!

Alveg í eingangrun, eru þessar hugmyndir fínar - en án lausnar viðskiptahalla og bankakrýsu; stoðar þetta lítt!

En, án lausnar viðskiphahalla vandans, þá heldur upphleðsla skulda áfram í löndunum þegar í skuldavanda, og þá stoðar lítt þó vextir séu lækkaðir eða lengt í lánum eða lánalínur veittar; því á endanum er sú staða ósjálfbær og hrun fullkomlega óhjákvæmlieg endastöð!

Bankakrýsan, er þegar búin að leggja Írland að velli, og Spánn er í hættu - til að sýna hve greining á bankavanda Spánar er misvísandi tala stjórnvöld á spáni um að endurfjármögnun banka muni ekki fara upp fyrir €20ma. meðan að óháðir sérfræðingar tala um upphæðir milli €100-120ma.

Bakgrunnur vanda Spánar, er 2-faldur vandi þ.e. krónýskur viðskiptahalli ásamt skuldavanda sem á rætur að rekja til óskaplegrar fasteignabólu!

Madrid Is Saving to Save the Euro, But Will It Be Enough? :"The government and central bank in Madrid are playing the issue down. Governments and bankers need to take the necessary measures, but then the financial markets will quiet down, argues José Luis Malo de Molina, the chief economist at the central bank (of Spain)." - "The result was an unbridled construction boom. During the wild years that followed, 800,000 new apartments were built annually in Spain, more than the combined total in Germany, Italy and France. Even simple laborers were in a position to not only purchase their own homes, but even additional ones as gifts for each of their children -- or simply as an investment. Depending on the location, real-estate prices rose by between 150 and 300 percent." - "The consequences aren't just to be seen in the concrete jungle of holiday apartments dominating stretches of Spain's Mediterranean coastline. The capital city of Madrid is also skirted with ghost towns of abandoned or half-finished residential complexes that were conceived for tens of thousands of commuters."

Það fer enginn að segja mér, að eftirhreytur fasteignabólu sem var svo stór, að á Spáni voru reist fleiri hús þegar mest var á hverju ári en í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu samanlagt, sem öll eru þó fjölmennari lönd en Spánn; að nokkrar líkur séu til að vandinn sé einhvers staðar nærri þeim tölum sem stjv. á Spáni halda að fólki né að nokkrar líkur séu til þess að vandi spænskra banka, muni einfaldlega hverfa af sjálfu sér og markaðir róast með tíð og tíma.

Slíkar skoðanir hljóma eins og óskhyggja á háu stigi - og því miður, virðist einmitt hún vera útbreiddur vandi sbr. ummæli aðalhagfræðings Seðlabanka Spánar.

Svo er það furða, eftir að hafa séð Írland verða gjaldþrota eftir að hafa gengist í ábyrgðir fyrir eigin banka, sem einmitt féllu vegna afleiðinga fasteignabólu -  að fjárfestar séu farnir að verða verulega órólegir vegna Spánar?

Jafnvel þó skuldastaða ríkissjóðs Spánar sé ekki alvarleg í augnablikinu, virðist hann standa frammi fyrir svo óskaplegu tjóni - að margir eiga erfitt með að trúa að Spánn komist hjá því að óska eftir aðstoð!

Fræðilega getur ríkissjóður Spánar enn bjargað sér - en valið virðist standa á milli að sökkva ríkissjóð eða heimila mjög stórfelld gjaldþrot banka á Spáni. Þá í framhaldinu, verður væntanlega mjög mikið verðhrun á fasteignamarkaði þar, og sú bylgja getur riðið bankakerfum Evrópu að fullu, en þýskir bankar sem dæmi eiga einnig mjög miklar upphæðir bundna í lánum sem mjög óvíst er að fáist greidd til baka!

Þannig, að eins og var með Írland, verður mjög þríst á Spánarstjórn að bjarga eigin bönkum og þar með einnig bönkum hinna landanna - en, Spánn er stærra land og verið getur að Spánverjar nýti sér að þeir hafa meira atkvæðavægi og slagkraft innan ESB til að fá betri samninga en Írland fékk. En þó svo, ef þ.e. einungis lán á hagstæðari vöxtum, en ekkert annað lagast - þá bjargast ekkert!

 

Niðurstaða

Fátt bendir til þess að krýsan á Evrusvæðinu sé í rénun. Hún er frekar í smápásu, sem fjármögnun Kínverja og Japana hefur keypt og er enn um sinn að kaupa, þ.e. meðan þeir gefa leiðtogum Evrópu séns til að leysa vandann. En, þeir munu ekki sökkva peningum endalaust í hýtina ef þeir sjá, að viljinn er ekki til staðar.

En, enn er ekki búið að leysa þau vandamál, sem knýja krýsuna. Og, miðað við þær lausnir sem virðast í farvatninu, virðast leiðtogar Evrópu ekki vera að nálgast það að losa Evrusvæðið úr viðjum hennar.

Hættan er því mjög mikil, að þegar lausnir svokallaðar leiðtoganna liggja fyrir í mars nk. og markaðurinn sér, að ef þær eru e-h í líkingu við hugmyndir Sarkozy og Merkels, að þá blossi krýsan aftur upp af fullum krafti og sú hrun hrina eigi sér stað sem allir vilja forðast!

Að vísu, geta lánalínur - ábyrgðir veitt tímabundinn plástur. En, án lausnar á samkeppnishæfnisvandanum sem knýr stöðugann og viðvarandi viðskiptahalla og stöðuga skuldasöfnun af þess völdum. Verður ekki vandinn, sem stöðug skuldasöfnun framkallar leystur. 

Það besta sem plástrar þá veita, er frestur ef til vill nokkra mánuði enn - jafnvel ár til viðbótar ef sjóðurinn er stækkaður - áður en eiginlegt hrun verður!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband