Er Sjálfstæðisflokkur og Samfylking á leið í stjórn saman á ný?

Ég hef spurt þeirrar spurningar nú tvisvar. Síðast í sl. nóvember, en fyrst fyrir liðlega ári.

En áhugaverður hlutur átti sér stað í dag, en þ.e. kúvending Sjálfstæðismanna í Icesave málinu, sem Bjarni Ben sagði í kvöld, að víðtæk samstaða um væri innan flokksins.

En, þetta kemur á óvart, klárlega einnig innan Sjálfstæðisflokksins. En, það er eins og þessi ákvörðun hafi átt sér stað í nokkurri skyndingu.

Styðja IceSave samkomulagið : "Sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd Alþingis leggja til að nýtt Icesave samkomulag ríkisstjórnarinnar verði samþykkt."

Bjarni Ben - "Það mun ekki gleymast hverjir voru tilbúnir til að samþykkja þá afarkosti og taka áhættu upp á 500 milljarða. Það er himinn og haf á milli þess samnings og nýja samkomulagsins. Ég hef ávallt stutt viðræður um lausn á málinu og tel rétt að ganga frá því eins og það liggur nú fyrir," sagði Bjarni á síðunni."

Óánægja kemur ekki á óvart : Bjarni Ben - „Ég ber fulla virðingu fyrir því að sumir vilji láta reyna á réttarstöðu okkar með því að hafna þessum samningum og slíta samskiptum við Bretland og Holland. Ég hef skoðað þann valkost mjög gaumgæfilega og ég tel að þetta sé skynsamlegri leið.“

Stjórn SUS telur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hafa svikið stefnu flokksins :"Þá segir að stjórn SUS telji tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu."

  • Forystan í Sjálfstæðisflokknum er klárlega búin að marka nýja línu - að nú eigi að ljúka Icesave málinu.
  • Við þetta má bæta, að ljóst virðist um nokkurt skeið, að fulltrúar kvótahafa virðast nálægt því að ná sínu fram, um það að þeir haldi kvótanum og að auki, að ekki verði klipið í hann.
  • Síðan, eru merkileg sú senna sem hefur gengið á milli ríkisstjórnarflokkanna upp á síðkastið þ.s. ég man ekki betur en að Jóhanna hafi uppnefnt ráðherra VG fávita eða beitt öðru álíka niðrandi orði og að sami ráðherran svaraði fullum hálsi í líkum stíl.

Ég er að velta fyrir mér hvort verið sé að undirbúa stjórnarslit af hálfu Samfylkingar!

  • En, vitað er að Samfylking er orðin mjög þreitt á stjórnarsamstarfinu - en, samstarf við Sjálfstæðisflokkinn er einnig töluvert eytruð pilla!
  • En mig grunar, að flokkarnir tveir hafi verið í stöðugum leynilegum samningaviðræðum nú a.m.k. síðan nóvember, ef ekki fyrr.
  • En þetta hafi ekki verið auðveldir samningar!
  1. En, mikið hatur er innan raða Samfó gegn Sjálfstæðisflokknum.
  2. Síðan, þá er ljóst að Sjálfstæðismenn hafa sett erfið skilyrði um kvótamálið og önnur auðlyndamál.
  3. En, meginmál Samfó er ESB, ESB og aftur ESB. Svo, ef þeim hefur eða er að takast að ná samkomulagi við þá um svipaðann díl og við VG að samnigar um aðild séu kláraðir og fari síðan fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu - má vera að Samfó raunverulega geri þetta.
  • Ég meina, að Samfó geti verið til í að gefa öll önnur hjartans mál eftir, ef aðeins þeir fá niðurstöðu sem þeim líkar um ESB.

Að algeru lágmarki, er það ákaflega grunsamlegt að svo róttæk stefnubreyting um Icesave, sé allt í einu gerð af forystu Sjálfstæðisflokksins, sem svo klárt er að kom mörgum Sjálfstæðismanninum í opna skjöldu - að sterkur grunur verður óhjákvæmilegur um það, að eitthvað hafi átt sér stað bakvið tjöldin. 

Að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að fá eitthvað á móti, sem forystan telji þess virði að taka þessa ákvörðun!

Hvað teljið þið - góðir lesendur?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Athugasemd sem ég skrifaði á Eyjunni:

Nei, skiptin eru - auðlyndamál vs. ESB.

Sjálfstæðismenn fá sitt fram í auðlyndamálum - komast í ríkisstj.

Samfó fær stuðning þeirra til að ljúka Icesave, kannski verður ekki tilynnt um nýja ríkisstj. fyrr en búið er að plata VG-a til að greiða Icesave með atkvæði eina ferðina enn, í von um áframhaldandi stjórnarsetu. Síðan, sé þeim sparkað alveg um hæl, þegar þeir hafa verið notaðir í síðasta sinn.

Síðan, fær Samfó skrifað í stjórnarsáttmála hart loforð um að samningaviðræðum við ESB verði lokið og það dæmi fari fyrir þjóðina, eins og það hefur verið kallað.

Sjálfstæðismenn fá atvinnuvega ráðuneyti - til að gulltryggja auðlyndamál + fjármálaráðuneyti sem BB fær. En, Samfó haldi forsætis og utanríkisráðuneytum, - utanríkis vegna ESB aðildarmálsins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.2.2011 kl. 01:24

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi framtíðarsýn þín er svo skelfileg að hún mun halda fyrir mér vöku.

Árni Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 20:46

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég skil Árni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.2.2011 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 917
  • Frá upphafi: 849106

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 839
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband