PriceWaterHouseCoopers á Íslandi með allt niður um sig. En, endurskoðun þess fyrirtækis á uppgjörum Glitnis og Landsbanka 2007 harkalega gagnrýnd af óháðum sérfræðingum!

Það verður að segjast eins og er, að það er komin virkilega sterkur ENRON fnykur að öllu málinu. En, í tengslum við rannsókn á risi og falli ENRON, var fyrir rest hvort tveggja hafinn márarekstur gegn endurskoðendum ENRON sem og stjórnendum/helstu eigendum ENRON.

black

Lyktaði því með því að helstur stjórnendur fengu fangelsisdóma. En það sama átti við um endurskoðendur. Reyndar var áfallið fyrir endurskoðunar fyrirtækið sem sá um endurskoðun fyrir ENRON svo mikið, að það fyrirtæki hefur ekki borið sitt barr síðan þá. Ekki nema skugginn af því sem það var, fyrir ENRON hneykslið.

Málið með endurskoðendurnar, er að þeir gera bókhaldssvindli mögulegt að grassera lengur en ella og því valda hvort tveggja í senn hluthöfum og þjóðfélaginu meira tjóni en ella, ef þeir kjósa að sjá í gegnum fingur sér - setja kíkinn fyrir blinda augað.

Þetta kom m.a. fram í máli William K. Black:

En hann sagði bankana "textbook case of an account control fraught".

William K. Black: Engin spurning um svik og sakhæfi yfirmanna í íslensku bönkunum

 

Landsbankinn tæknilega fallinn strax árið 2007

"Fullyrða skýrsluhöfundar (norskir) að endurskoðendur frá PwC hafi þá þegar (2007) vitað af stöðu bankans" - "Sérstaklega eru aðfinnslur gerðar við lán bankans til tengdra aðila, Björgólfsfeðga og félaga þeirra, en eins og fram hefur komið voru þeir feðgar í fyrst og þriðja sæti yfir heildarútlán bankans." - "Í skýrslunni er PwC sagt hafa verið meðvitað um bága stöðu fyrrnefndra fyrirtækja og tók þátt í því að draga upp ranga mynd af stöðu bankans. Útlán hafi verið færð til bókar sem miklu verðmeiri eignir en þau raunverulega voru á þessum tíma." - "Er niðurstaðan sú að með réttri endurskoðun hefði Landsbankinn aldrei fengið tækifæri til að leggja út í Icesave ævintýrið síðar sem fólkið í landinu þarf nú að glíma við."

Glitnir uppfyllti ekki starfsskilyrði banka 2007

"Glitnir uppfyllti ekki þau skilyrði sem bankanum voru sett í starfsleyfi árið 2007 og bókhald bankans var í molum" - skv. "skýrslu franska fyrirtækisins COFISYS sem unnin var fyrir sérstakan saksóknara." - "Endurskoðendur hafi haft undir höndum skjöl um raunverulega stöðu bankans, en ekki kallað eftir upplýsingum." - "Samkvæmt endurskoðuðu bókhaldi nam eigið fé bankans 8% í lok árins 2007, en frönsku skýrsluhöfundarnir vilja meina að þá hafi það í raun verið 4,5%."

 

Eins og kemur mjög skýrt fram skv. fréttum, hefur PwC á Íslandi, með því að gera Glitni og Landsbanka kleyft að starfa rúmt ár í viðbót, gert Íslandi og Íslendingum mjög mikinn óleik.

En, skv. ofangreindu hefði verið alveg hægt að komast hjá Icesave deilunni. Að auki, hefði annað tjón verið mun minna, þ.s. síðasta rekstrar ár beggja banka virðist einkum hafa einkennst af því að eigendur gengu mjög frjálslega um sjóði bankanna, og gríðarlegt fjármagn var tekið út úr báðum bönkunum - sbr. umfjöllun DV.

Klárlega þarf að fara að dæmi bandar. stjv. þegar þau ákærðu og síðan dæmu í máli endurskoðenda, þá var á sama tíma fyrirtækið sem endurskoðendurnir störfuðu fyrir sektað um svimandi upphæðir, þannig að það hefur ekki borið sitt barr síðan.

En, fyrir ENRON var það fyrirtæki risaveldi í alþjóðlegum bókhaldsbransa, en eftir ENRON var stórveldis tími þess fyrirtækis fyrir bí.

 

PriceWaterHouseCoopers á Íslandi og þeirra endurskoðendur sem þáttu áttu að máli, þurfa klárlega að fá rækilega ráðningu, ekki síst sem víti öðrum til varnaðar. Ásamt auðvitað eigendum og stjórnendum Glitnis og Landsbanka. En, refsingin er ekki síst mikilvæg einmitt, til þess að aðrir þarna úti læri af þeirri lexíu, að á svona málum sé tekið og þannig lögum og reglu viðhaldið. En, þ.e. eina leiðin til að halda aftur af þeim sem hafa svindl tilhneygingar, að refsa þeim sem upp kemst um.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 496
  • Frá upphafi: 847151

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 472
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband