Seðlabanki Evrópu vinnur smá extra tíma fyrir Evruna. Vonandi, að pólitíkusarnir hafi vit á að nýta hann af skynsemi!

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrusvæðisins, greip til sinna ráða á fimmtudaginn 2. des, þ.e. hann ákvað að Seðlabanki Evrópu (European Central Bank - ECB) myndi kaupa fyrir prentaðar Evrur, skuldabréf Portúgals og Írlands. Ekki skuldabréf Spánar.

En, Trichet virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að það dugi þessa stundina, að kaupa bréf þessara 2. ríkja. Að auki, ef hann færi að kaupa bréf Spánar, þá þyrfti mun stærri upphæðir. En, munum að þetta er gert fyrir prentaðar Evrur, og hann þarf að fá samþykki þjóðverja fyrir aðgerðum. En, skv. fréttum hefur verið rætt innan ECB möguleikinn á til mikilla muna massífari kaupum af þessu tagi. En, að Þjóðverjar standi þverir á móti. 

Þannig, að sennilega er Trichet að feta mjóan veg milli 2-ja elda, þ.e. ástandsins á mörkuðum og andstöðu Þjóðverja.

En, Trichet sagðist ekki vera að auka peningamagn, ECB myndi draga sambærilegt magn peninga út af markaðinum annars staðar, svo þessar aðgerðir myndu ekki skapa verðbólgu spennu eða væntingar, sem Þjóðverjum er í nöp við.

 

Árangur aðgerðanna var eftirfarandi:

ECB steps up push to calm markets :"After Thursday’s buying spree, yields on 10-year Portuguese benchmark bonds fell by more than half a percentage point to 5.82 per cent, while Irish yields fell by more than a quarter point to 8.30 per cent." - "...the Euro rallied."

Trichet lands ‘cunning’ blow in crisis fight :"Mr Trichet said; the ECB’s aim was to correct malfunctioning markets...Spending would be “commensurate” with the extent to which the ECB believed markets were malfunctioning. Tensions were currently “acute”. There was no limit to the eventual size of the programme."

 

Trichet, eftir greiningu á ástandinu,  lestri á eigin stöðu innan Bankans, greinilega ákvað að fara í málið af varfærni - þ.e. takmarka kaupin við einungis bréf ríkissj. Portúgals og Írlands. En, hann heldur því algerlega opnu, hvað hann lætur ECB gera í framhaldinu. Hann muni láta ECB kaupa eins mikið af bréfum, og hann telur þörf fyrir. Þ.e. svo fremi sem Þjóðverjar heimila honum slíkt bruðl.

  • Trichet skilgreinir ekki takmörk né tímamörk aðgerða ECB.
  • Hann veður beint í spákaupmennina - eða virðist gera það.
  • Reynir að skapa óvissu og ótta hjá þeim, um að ECB muni mæta þeirra aðgerðum eftir þörfum með sínar prentuðu Evrur.
  • Auðvitað á móti, þá vita þeir af andstöðu Þjóðverja við það að auka umfang aðgerða frekar.

Þetta er hárfínn leikur hjá Trichet, þ.s. hann virðist vera að feta erfiðan meðalveg. Ef rétt spilað þá getur þetta sennilega um skamma hríð létt eitthvað þrýstingnum af kerfinu. En, bréf Spánar lækkuðu einnig - þ.e. verð bréfa landanna á Íberíuskaganum virðast hanga saman. Svo, með því að lækka bréf Portúgals, virðist hann einnig hafa náð að lækka bréf Spánar.

Inngripið nam víst miklum upphæðum í dag. En, samt sýnist mér að Trichet hafi fundið þá leið sem kostar minnst. Á sama tíma, má einnig vera að pólit. séð hafi ekki verið hægt að gera meira - sjá: ECB bows to German veto on mass bond purchases

Spurningin síðar meir, er hvort þetta sé nokkuð meira en skammtíma plástur?

 

Krýsan er samt óbreytt

  • En, Írsku bankarnir sem í reynd eru fallnir, stóðust allir hið sameiginlega banka próf sem ESB gekkst fyrir sl. sumar.
  • Það að sjálfsögðu veldur miklum óróa hjá markaðinum, sem veit fyrir bragðið ekki, hvort eða hvaða bönkum er hægt að treysta.
  • Að auki, eru skuldir nokkurra ríkja þ.e. Grikklands, Írlands og Portúgals nú almennt taldar ósjálfbærar af markaðs mönnum. Lækkun að hluta því talin til muna líklegri en ekki.
  • Fall þessara ríkja, er talið vera mjög próblematískt fyrir bankakerfi Evrópu - geta riðið því að fullu, af fjölmörgum.

Þó að Trichet geti með kaupum á bréfum haldið verðum á skuldabréfum tiltekinna ríkja uppi, a.m.k. um tíma - þá er þetta aðeins gálgafrestur.

Spanish government and bank debt maturities for 2011 - JPMorgan

Á næsta ári, þegar niðurskurðar aðgerða stjórnvalda í verst settu ríkjunum fer að gæta enn meir, sem dregur úr hagvexti. Þegar, verðhjöðnunar fer að gæta þar fyrir alvöru.

En, Spánn er talin á þeirri leið ásamt Portúgal - og það fer einnig saman að Spánn þarf að fjármagna mjög mikið af skuldum fyrstu 3. mánuði ársins.

Þá mun álagið aukast verulega. Þörf fyrir frekari kaup skapast - og Þjóðverjar þurfa að ákveða sig fyrir þann tima, hvort þeir ætla virkilega að heimila Evrusvæðinu að sigla sinn sjó!

Spurning er hve mikið ECB fær að kaupa af þessum skuldum. En muna þarf, að aðildarríkin bera sameiginlega ábyrgð á fjárhag ECB. Það þíðir í reynd, að eftir því sem ECB á meir af skuldum landanna í erfiðleikum þá um leið, á þýska ríkið óbeint í gegnum ábyrgð sína á ECB þær skuldir - þ.e. í hlutfalli við ábyrgðarhlutfall þýskalands á ECB.

Þjóðverjar raunverulega eru ekki áhugasamir um að endurfjármagna ríkin í vandræðum. Það muni kosta of mikið - þ.e. sökkva einnig sjálfu þýskalandi í ósjálfbært fen skulda.

Svo skammtíma lausnin í boði, er að veita lán.

Spurningin er þá hvenær Þjóðverjar skrúfa fyrir kranann hjá ECB?

Punkturinn er - að þetta er takmarkaður extra tími sem vinnst, og hann þarf þá að nýta til að finna lausnir sem virka. Bendi á fyrri grein:  Hvernig er hægt að bjarga Evrunni frá hruni? Ath. þetta er ekki ef spurning lengur!

Það eru alveg að verða síðustu forvöð að bjarga Evrunni frá hruni og evr. hagkerfinu einnig.

 

Lesið Paul Krugman: 

The Spanish Prisoner

Eating the Irish

Einnig: Barry Eichengreen on the Irish bailout

 


Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Humm. Þarf ECB eitthvað leyfi Þjóðverja til að kaupa þessi bréf? Ég er ekki viss um það. ECB er sjálfstæð stofnun og er það alveg tómt mál fyrir stjórnmálamenn að reyna pota nefinu inn í hans mál. Sarkozy fór eitthvað að reyna þetta þegar hann var nýkominn í embætti en varð ekkert ágengt og þegar hann sá að það væri tómt mál fyrir hann að skipta sér af peningastefnu ECB þá þagnaði hann loksins.

Jón Gunnar Bjarkan, 3.12.2010 kl. 17:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. ekki sama Jón og Séra Jón.

Þjóðverjar hafa mikil ítök innan ECB, meiri en frakkar hafa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2010 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 798
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 769
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband