Það er áhugavert hve gríðarlega fá atkvæði eru á bakvið þá frambjóðendur sem náðu kjöri, í kosningu um sæti á Stjórnlagaþing!

Samkvæmt tölum frá Alþingis kosningum árið 2009, eru kjósendur á kjörskrá: 227.896. Þorvaldur Gylfason, sá sem fékk flest atkvæði þeirra sem voru kosnir, fékk einungis 7.192. Skv. landskjörstjórn voru greidd atkvæði alls 85.531 sem gerir 35,95% þátttöku. Skv. því sátu 64,05% heima.

Sjá: Niðurstöður kosninga til stjórnlagaþings

Kosningavefur stjv. - kjósendur á kjörskrá

Þorvaldur Gylfason og Salvör Nordal - Kastljós 30/11 2010

 

Listi yfir kjörna fulltrúa ásamt atkvæðum, sem fyrsta val:

  1. Þorvaldur Gylfason prófessor.......................................................7.192=3,2%
  2. Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ..........................2.842=1,2%
  3. Ómar Þorfinnur Ragnarsson fjölmiðlamaður...................................2.440=1,1%
  4. Andrés Magnússon læknir...........................................................2.175=0,95%
  5. Pétur Gunnlaugsson lögmaður og útvarpsmaður..............................1.989=0,87%
  6. Þorkell Helgason stærðfræðingur..................................................1.930=0,85%
  7. Ari Teitsson bóndi.....................................................................1.686=0,74%
  8. Illugi Jökulsson blaðamaður.........................................................1.593=0,70%
  9. Freyja Haraldsdóttir framkvæmdastjóri..........................................1.089=0,48%
  10. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur...........................1.054=0,46%
  11. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur...................................................806=0,35%
  12. Eiríkur Bergmann Einarsson dósent í stjórnmálafræði...........................753=0,33%
  13. Dögg Harðardóttir deildarstjóri........................................................674=0,30%
  14. Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður CCP....................................672=0,30%
  15. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri.......................................................584=0,26%
  16. Pawel Bartoszek stærðfræðingur......................................................584=0,26%
  17. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor..................................................531=0,23%
  18. Erlingur Sigurðarson fv. forstöðumaður Húss skáldsins og kennari við MA.526=0,23%
  19. Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðamaður og háskólanemi............................493=0,22%
  20. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur........................................................479=0,21%
  21. Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.............432=0,19%
  22. Katrín Fjelsted læknir....................................................................418=0,18%
  23. Ástrós Gunnlaugsdóttir nemi, stjórnmálafræðingur..............................396=0,17%
  24. Gísli Tryggvason talsmaður neytenda................................................348=0,15%
  25. Lýður Árnason læknir, kvikmyndagerðamaður.....................................347=0,15%

  • Eins og fram kemur, þá eru tölurnar yfir - fyrsta val.
  • Það á við, þau atkvæði sem viðkomandi fékk í fyrsta sæti.
  • Að sjálfsögðu hafa þessir einstaklingar fengið mun fleiri atkvæði en þetta, þ.e. verið raðað af hinum og þessum í önnur sæti en fyrsta, en þau atkvæði virðast falla niður dauð.
  • Þannig, að einungis atkvæðin sem viðkomandi fengu af þeim sem völdu þá í fyrsta sæti, virðast telja.
  • Kennum um kosninga aðferðinni, sem var "copy/paste" á aðferðum innan flokka prófkjöra.

Áhugavert er að bera þessar tölur saman við útkomu síðustu Alþingis kosninga, en þá var fj. kjósenda á bak við hvern þingmann eins og fram kemur í töflunni að neðan - Wikipedia.is

KjördæmiKjósendur á kjörskrá (2009) [1]Þingmenn í Kjördæmi (2009) [2]Kjósendur á kjörskrá að baki hverjum þingmanni (2009)
Norðausturkjördæmi28.352102.835
Norðvesturkjördæmi21.29392.366
Reykjavíkurkjördæmi norður43.767113.979
Reykjavíkurkjördæmi suður43.747113.977
Suðurkjördæmi32.482103.248
Suðvesturkjördæmi58.202124.850

 

Skv. því er einungis efstu 3 þ.e. Þorvaldur Gylfason, Salvör Nordal og Ómar Ragnarsson, með fj. atkvæða á bakvið sig, sem stenst samanburð við þann fj. atkv. á bakvið sig, sem núsytjandi Alþingis menn hafa á bakvið sig.

Hvað svo sem hann Þorvaldur Gylfason talar digurbarklega um það, að hve fáir kusu grafi ekkert undan trúverðugleika Stjórnlagaþings, eða sú staðreynd að hægt var að komast þar inn með færri atkvæði en 350; sem er ekki hærra en þ.s. oft hefur verið smalað í fj. atkvæða í smölunum í innanflokks prófkjörum núverandi starfandi flokka í gegnum árin - þá er hið þveröfuga alveg klárt.

  • Það að 64,05% landsmanna sátu heima, getur ekki annað en dregið úr trúverðugleika Stjórnlagaþings.
  • Þar að auki, lítur alls ekki vel út að þeir sem komust inn með fæst atkvæði eru einungis með tæp 1/7 þeirra atkvæða á bakvið sig, sem einstaka þingmenn NA-kjördæmis hafa.

Ég reikna ekki með því, að Alþingi muni taka mark á digurbarklegu tali hans um það, að Alþingi sé ódómbært á niðurstöðu Stjórnlagaþings þ.s. hún muni að hans mati m.a. kveða á um fækkun þingmanna.

En, þarna er hann auðvitað að gefa sér einhverja niðurstöðu fyrirfram - sem eitt og sér vekur athygli: er hann með eitthver fyrirfram útbúið prógramm í vasanum, sem er í pöntun frá óefndum aðilum?

Að auki, þá hafa 64,05% kjósenda alls ekkert sagt sig frá málinu, eins og hinir og þessir tala digurbarklega um að þeir hafi gert nú á netmiðlum.

Þvert á móti hefur meirihluti kjósenda mörg tækifæri tel ég til að beita sig í gegnum áhrif á einstaka Alþingismenn eða í gegnum hin ýmsu þrýstihópa, þegar loks málið kemur til þess kasta.

Stjórnlagaþing tekur til starfa með veikt umboð og það verður því sterkur mótbyr gegn þeirra niðurstöðu, að flestum líkindum þegar loks kemur til kasta Alþingis.

 

Niðurstaða

Veikt umboð Stjórnlagaþings og yfirgnýfandi líkur þess, að það veika umboð verði vatn á myllu þeirra, sem vilja tæta þess tillögu(r) í sig.

Ég tel fjarskalega ólíklegt annað, en að Alþingi breyti þar sennilega flestu.

Á ekki von á að fram fari einhver þjóðar atkvæða greiðsla um málið, enda þyrfti þá Alþingi að ákveða að halda slíka.

Það mun sennilega þíða að deilur um stjórnarskrár mál, munu halda áfram.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 469
  • Frá upphafi: 847120

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 445
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband