Helmingur fyrirtækja í vanskilum með sín lán - þriðjungur með neikvætt eigið fé!

Þetta kemur fram í nýju tölublaði veftímarits Viðskiptaráðuneytis svokölluðu Hagsýn.

Sjá: Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010

--------------------------------------tekið beint úr ritinu!

  • Í kjölfar erfiðrar fjármálakreppu er endurskipulagning skulda fyrirtækja mikilvæg forsenda fjárfestingar og þar með hagvaxtar til framtíðar.
  • Yfirskuldsett fyrirtæki geta ekki bætt við sig nýju starfsfólki eða fjárfest í nýjum og bættum framleiðslutækjum þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu hagkerfisins.
  • Útflutningsdrifinn hagvöxtur mun því láta á sér standa og atvinnuleysi dregst ekki saman sem skyldi. 
  • Mikilvægt er að auka fjárfestingu á Íslandi en hlutfall hennar af landsframleiðslu var aðeins um 14% árið 2009 en þyrfti að vera um 20% til þess að viðhalda nærri 3% hagvexti til lengri tíma.
  • milli 5 og 7 þúsund fyrirtæki með neikvætt eigið fé, þ.e. skulda meira en reksturinn getur staðið undir til lengri tíma. Þetta er um þriðjungur íslenskra fyrirtækja.
  • Gífurlegur samdráttur var í fjárfestingu árið 2009 og er skuldahreinsun lífvænlegra fyrirtækja ein meginforsenda þess að fjárfesting taki við sér á ný.
  • Án aukinnar fjárfestingar verða hagvöxtur og lækkun atvinnuleysis illleysanleg verkefni.
  • Mikilvægt er að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafa til að halda lífi í fyrirtækjum með sterkan rekstrargrunn.
  • Nái lífvænleg fyrirtæki ekki endum saman er hætta á stöðnun atvinnulífsins í lengri tíma.
  • Úrvinnsla skuldamála fyrirtækja hefur gengið allt of hægt á undanförnum mánuðum.
  • Óvissa bankanna um svigrúm þeirra til aðgerða hefur tafið fyrir verkefninu.
  • Nú liggur fyrir að svigrúm bankanna til niðurfærslu lána til fyrirtækja er umtalsvert.
  • Lánastofnanir hafa mikla hagsmuni af endurskipulagningu, til að tryggja endurgreiðslur lána til framtíðar.
  • Fyrirtækin hafa mikla hagsmuni af því að skuldir þeirra verði samræmdar greiðslugetu og þeim þar með tryggt að þau geti starfað áfram, eflt rekstur sinn og fjölgað starfsfólki.
--------------------------------------tilvitnunum lokið

Ég er sammála öllu þessu nema því, að svigrúm bankanna sé umtalsvert!

Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review

Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".

  • 63% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" ef miðað við þ.s. AGS kallar "claim" en þ.e. lánin eins og bankarnir hafa viljað rukka þau, þ.e. án lækkunar þeirra er átti sér stað, þegar bankarnir fengu lánasöfnin í hendur frá þrotabúum gömlu bankanna.
  • 45% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" skv. "book value" en þ.e. virðið sem bankarnir fengu lánin á, þ.e. yfirfærslu virðið.
  • 17% en þ.e. meðaltal yfir skráð eiginfjár hlutfall starfandi banka og fjármálastofnana á Íslandi.

Ég held að þetta þarfnist ekki frekari útskýringar.

  • Eins og ég skil þetta, er raunveruleg eiginfjárstaða, sennilega nú þegar, neikvæð.
  • Það þíðir ekki endilega að bankarnir muni rúlla nú þegar eða á allra næstu vikum, eða jafnvel mánuðum - þ.s. þó eignasafn sé mjög lélegt má vera þeir hafi nægilegt lausafé til að starfa.
  • Þ.s. þetta þíðir er að svigrúm bankanna til að veita fyrirtækjum tilhliðrun vegna skuldastöðu, er þvert á móti mjög takmörkuð.
  • Það eru mjög slæmar fréttir, hafandi í huga að endurskipulagning fjárhags fyrirtækja er forsenda hagvaxtar á næsta ári!

Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

það er eiginlega furðulegt hversu mönnum er fyrirmunað að koma auga á það að það þarf að setja fjármagnið í vinnu. Láta það skapa verðmæti. Takk fyrir pistilinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2010 kl. 16:33

2 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Það þar afskriftir 2,5 sinnum afskriftir hjá Halldóri og Co. til að laga þennan pakka,getur ekki verið flókið.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 10.11.2010 kl. 01:44

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Í athugasemd sem ég fékk um daginn kom fram eftirfarandi:

"Skv skýrslu frá seðlabankanum sem var birt fyrir fáeinum vikum þarf 45% skuldara enga aðstoð við að greiða sínar skuldir.

Um 35% til viðbótar bjarga sér ágætlega með þeim úrræðum sem nú eru í boði. 10-15% þurfa skuldalækkun til að geta staðið í skilum. 5-10% er ekki hægt að bjarga frá gjaldþroti."

Ef þ.e. rétt að 55% skuldara hafi þurft aðstoð til að geta greitt - hafandi í huga á sama tíma eru 50% fyrirt. í vanskilum og um 1/3 þegar með neikvæða eiginfjárstöðu.

Við erum sennilega að tala um 50/50 í báðum tilvikum, þ.e. hætta á svo víðtæki gjaldþroti ef samdrátturinn í hagkerfinu er ekki stöðvaður.

Þetta er auðvitað "worst case" en því miður ekki samt mjög ólíklegt.

Þetta er skriðan sem verður að forða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.11.2010 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 50
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 300
  • Frá upphafi: 847441

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 296
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband