Ég vona heitt og innilega að ríkisstjórnin hafi vit á að fara frá núna!

Ég var niður á Austurvelli, gekki í gegnum þvöguna, ræddi við fólk sem ég hitti, á ímsum aldri - lögreglumenn einnig, og það var alveg sama við hvern ég talaði, allir á einu máli að ríkisstj. verður að fara frá.

Hugsa sér, að á sama tíma, eru ritúalískar umræður á Alþingi í gangi eins og þetta sér bara normal starfsdagur.

En, ef ríkisstjórnin hunskast ekki frá - núna?

Ef salan ofan af fjölskyldunum verður ekki stöðvuð?

Ef ekkert á samt að breytast?

Þá fer eitthvað alvarlegt að gerast - ég sver það, svo fjölmenn voru mótmælin í kvöld, að hindanir fyrir framan Alþingi hefði ekki átt nokkurn séns á að stöðva þvöguna - ef hún hefði farið af stað.

Lögreglumenn ættu ekki séns í hana heldur, kilfur - táragas - piparúði, hefði einungis pirrað þvöguna enn frekar.

Ekkert slíkt gerist sennilega í kvöld - en, búast má við áframhaldandi mótmælum nú dag eftir dag kvöld eftir kvöld - og ef ekki verður stöðvuð strax salan ofan af gjaldþrota fjölskyldum - og síðan ríkisstj. fer frá; þá bíð ég ekki í það hvað getur gerst eitt kvöldið.

Ég er að tala um spontant byltingu - sem raunverulegann möguleika.

Síðan mjög raunverulega hættu á alvarlegu stjórnleysi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir verða að fara núna. 

Elle_, 4.10.2010 kl. 23:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir með Elle.      

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2010 kl. 16:45

3 Smámynd: Óskar

já vá frábært EN,,, HVER Á AÐ TAKA VIÐ ?  Bjarni vafningur, Tryggvi kúla, Þorgerður Kúla, Árni þjófur,  Skattsvikarinn að vestan, Gulli styrkur ...eða voruði með einhverja aðra en sjálfstæðisflokkinn í huga ?

Óskar, 5.10.2010 kl. 19:51

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Óskar - að allri hótfindni slepptri - er krafan um utanþingsstjórn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2010 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 269
  • Frá upphafi: 847410

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 266
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband