Setjum stýrivexti í 1% - meðan slaki er á hagkerfinu. Síðar meir þarf svo að hækka vexti, svo neysla éti ekki upp allan afgang utanríkisviðskipta!

Það myndi styrkja gríðarlega fjárfestingu hér innan lands, ef stýrivextir færu í 1%.

Þvi fylgir engin hætta á nýju verðbólguskoti þ.s. mikill slaki er á hagkerfinu eftir djúpa efnahagsdýfu, og verðbólgan sem til staðar er, stafar ekki af verðhækkunum framkomnar fyrir tilverknað þenslu. 

 

Þensluverðbólga

Í ástandi ofþenslu, þegar eftirspurn innan hagkerfis er orðin svo mikil að framboð annar ekki eftirspurn, þá hækka verð og ef ekkert er að gert, getur sú þensla haldið áfram að stigmagnast þ.e. svokölluð bóla skapast sem síðan springur með brauki og bramli á endanum ef ekkert er að gert og djúp kreppa skellur á fyrir rest.

Þesskonar atburðarás er hægt að stöðva áður en í óefni er komið með hækkunum skatta og með hækkunum vaxta, því þær aðgerðir draga úr eftirspurn með því að minnka fjármagn til staðar innan hagkerfisins, þ.e. hver og einn er starfar innan þess hefur minna og getur því eytt minna. 

 

  • Vextir virka því vanalega mjög vel á þensluverðbólgu. 
  • En okkar verðbólga er ekki þensluverðbólga!

 

Gengisfallsverðbólga

Núverandi verðbólga er afleiðing verðfalls krónunnar er varð sem afleiðing þess, að ísl. bóluhagkerfið féll í október 2008. En verðgildi krónunnar þá, var einnig bóluverð sem ekki gat staðist eftir að bólan sprakk.

En þ.s. flestallar neysluvörur í umferð hérlendis ásamt aðföngum fyrir fyrirtæki eru innfluttar, þá orsakar gengisfallið verðhækkanir á öllum innfluttum varningi, og þær verðhækkanir hafa smám saman verið að seytla inn.

Þ.s. ekki er til staðar hér nein þensla til að viðhalda verðbólgu, og þ.s. núverandi verðbólga kom eingöngu fyrir tilverknað gengisfalls; þá smám saman eyðist verðbólgan að sjálfu sér án nokkurra frekari afskifta, getur ekki annað, svo lengi sem gengi krónunnar lækkar ekki að ráði frekar.

En hafa ber í huga, að útflutningshagkerfið ísl. hefur hresst við fyrir tilverknað gengisfallsins, og sú starfsemi er fer fram í tengslum við það, viðheldur ákveðnu gólfi viðskipta innan hagkerfisins með gjaldmiðilinn - sem þá um leið myndar ákveðið verðgildirgólf fyrir krónuna. Krónan hefur einfaldlega ekkert meira til að falla, svo lengi sem útflutningurinn starfar án röskunar.

  • Þannig, þ.e. engin ástæða til að ætla að frekara stórfellt verðfall hennar verði, svo fremi sem ný stórfelld efnahags áföll verða ekki.
  • En þ.e. einmitt orsakasamhengi verðfalls hennar, þ.e. áfall er veldur skyndilegum samdrætti í hagkerfinu. 
  • Vextir geta ekki haft nein áhrif á verðbólgu af þessu tagi - nema, og aðeins nema, að þeir stuðli að gengisstöðugleika, en þ.e. einmitt umdeilt atriði.
  • Már Guðmundsson heldur því fram að vaxtastefna Seðlabankans styðji við gengi krónunnar, og þakkar henni það að gengisfall krónunnar hafi verið að staðnæmast og síðan upp á síðkastið að styrkjast.
  • Ég er einfaldlega ósammála því, að það sé vaxtastefnunni að þakka, að gengisfallið hafi verið að staðnæmast eða að hún hafi nokkuð með það að gera að gengi krónunnar hafi styrkst upp á síðkastið.


Hvað er gjaldmiðill?

Gjaldmiðill er tæki til að auðvelda skipti á gæðum milli aðila. Þetta er hans hlutverk.

  • Verðgildi stjórnast einfaldlega af eftirspurn þ.e. tíðni noktunar.
  • Þ.e. ástæða þess, að verðgildi gjaldmiðils fellur við efnahagsdýfu því þá dregur úr tíðni þess að gjaldmiðillinn sé notaður til að eiga skipti á gæðum þ.e. viðskiptum fækkar.
  • Að sama skapi á það öfuga við, að fjölgun viðskipta með gjaldmiðilinn, sem mælist sem hagvöxtur, að öllu eðlilegu, hækkar verðgildi gjaldmiðilsins.
  • Þ.s. hefur verið að gerast á þessu ári, er að loksins er botni efnahagsdýfunnar náð og þá eðlilega hætta viðskipti að dragast saman, og þess í stað fara að aukast - og einmitt fer þá ekki krónan að hressast?
Ég ítreka, þetta er algerlega óviðkomandi vaxtastefnu Seðlabankans - nema að því leiti að hún hefur seinkað ferlinu en í eðli sínu er hún bremsa.

 

Kostir þess að lækka vexti í 1%

Styrkir fjárfestingu: -

  • Vaxtalækkun orsakar lækkun vaxtagjalda - en við lækkun vaxta hafa allir er skulda meira handa á milli, og því geta þeir eytt eða fjárfest meira.
  • Lán verða ódýrari frá bönkunum, þannig að fleiri geta tekið lán fyrir fjárfestingum.
  • Fleiri fjárfestingar komast einnig á koppinn fyrir tilverknað þess, að þær þurfa ekki lengur að vera eins aðrbærar og áður, þ.e. standa undir eins hærri vaxtakröfu eða örðum orðum arðsemiskröfu.

Bætir hag heimila:

  • Lækkun vaxtagjalda þíðir einnig að heimili í greiðsluvandræðum fækkar. Heimilum fækkar er ekki eiga fyrir mat eða skólabókum, o.s.frv. 
  • Aukning fjárfestinga skilar fleiri störfum þannig fækkar heimilum með atvinnulausar fyrirvinnur.
  • Skuldug fyrirtæki þurfa síður að segja upp fólki eða knýja fram launalækkanir.
  • Aukning hagvaxtar vegna ofangreinds, síðan skilar hækkuðum launum.

Bætir hag viðskiptabankanna:

  • Lækkun vaxta er sama og að lækka verðið í boði fyrir ný lán, skv. lögmáli framboðs og eftirspurnar, þá framkallar verðlækkun með beinum hætti aukna eftirspurn.
  • Aukning útlána síðan skila auknum tekjum í kassann fyrir bankana.
  • Bættur hagur skuldugra fyrirtækja og einstaklinga dregur úr vanskilum, fjölgar þeim sem eru að greiða af, sem allt saman bætir hag viðskiptabankanna.

Bætir hag ríkisins:

  • En heildaráhrif ofangreindra þátta, er að auka veltu í þjóðfélaginu þ.e. hagvöxt og það skilar sér í auknum tekjum ríkisins frá veltutengdum sköttum eins og t.d. virðisaukaskatti.
  • Auknar tekjur þess, smám saman draga úr hallarekstri ríkisins þannig aukningu skulda þess, og gerir það auðveldara um vik að standa í skilum við eigin skuldir.
  • Bætt tekjustaða og greiðslustaða, skila síðan aukinni trú aðila á stöðu ríkisins, þannig að möguleikar þess til lántöku frá þriðju aðilum munu batna, sem mun auka líkur þess að það geti endurfjármagnað kostnaðarsöm lán og skipt þeim út fyrir minna kostnaðarsöm, þannig lækkað vaxtagjöld sín og því aukið enn meir sitt umráðafé.
  • Ríkið getur auk þessa fjármagnað sig á lánum frá viðskiptabönkunum í staðinn fyrir lán frá lífeyrissjóðunum. Innlán eru einhvers staðar nálægt 90% af þjóðarframleiðslu, sem ætti að duga ríkinu og vel það þó við miðum aðeins við cirka 50% þeirra.
  1. Ef stýrivextir verða 1%, þá geta viðskiptabankar boðið innlánseigendum 1% raunvexti með 2% vöxtum eða 2% raunvexti með 3%.
  2. Það fer enginn að segja mér, að innlánseigendur í unnvörpum muni þá taka fé sitt út úr bönkunum, hafandi í huga þau raunkjör sem eru í boði í dag.
  3. Ef við gerum ráð fyrir að bankar geti látið duga sér 2% vaxtamun - hugsanlegt ef stórfellt hagræðingarátak fer fram innan þeirra - þá geta bankarnir boðið ríkinu lánsfjármögnun á 4% vöxtum ef innlánsvextir eru 2% - 5% ef innlánsvextir eru 3%. Annars væru sömu tölur prósenti hærra, þ.e. 5 eða 6% ef miðað er við 3% vaxtamun.
  4. Það fer enginn að segja mér annað, en að þetta væru mjög samkeppnishæf kjör fyrir ríkið sbr. þ.s. því stendur til boða í dag. Fyrir utan, að þetta væri innlend fjármögnun og að auki að hægt er að sleppa því sem gert er í dag, að setja lífeyriskerfi landsmanna í stöðugt vaxandi hættu, með því að þ.e. stöðugt að kaupa vaxandi hlutfall ríkisskuldabréfa til að fjármagna hallá ríkisins.
  5. Á sama tíma, borgar ríkið bönkunum vexti og getur hætt að fjármagna bankana eins og það gerir nú í gegnum Seðlabankann, á miklu mun hærri vöxtum.


Fljótlegasta leiðin til að losna við höftin

Stefnan sem ég tilgreini að ofan, væri einmitt fljótlegasta leiðin til að stuðla að endalokum þeirra. En til þess að þau hverfi, þarf að safnast hér saman nægilega mikill gjaldeyrir til að hægt sé að losa um það fé hérlendis er vill út.

Besta leiðin til að framkalla þá uppsöfnun, er sú stefna er ég nefndi að ofan, því hún er hagvaxtarhvetjandi, en hagvöxtur framallar meiri tekjur, meiri útflutning og þannig eykur þann afgang sem til staðar verður.

Þetta er þó viðkvæmur jafnvægisleikur því klassískt er að hagvöxtur fari af stað í miklum afgangi en síðan smám saman aukist neysla og innflutningur, þar til afgangur snýst í halla.

Við þurfum á hagvextinum að halda, en síðan þarf að framkvæma hagstjórn sem Ísland hefur fram að þessu aldrei verið fært um, þ.e. að halda aftur af innlendum kostnaðarhækkunum svo að aukning neyslu éti ekki smám saman upp allan afganginn af utanríkisviðskiptum.

En, ef okkur tekst að viðhalda afgangi, þá einfaldlega kemur sá dagur að hægt er að afnema höftin.

Jafnvægisleikurinn fer þá þannig fram, að fyrst í stað eru vextir hafði mjög lágir þ.e. 1-2%.

Síðan eftir því sem hagkerfið hressist og hagvöxtur étur upp slakann, þá þarf að hækka vexti á ný til að halda aftur af aukningu neyslu.

  • Það sem þarf að horfa á er afgangur af utanríkisviðskiptum.
  • Sá má ekki þurrkast út eins og vanalega fram að þessu.
  • En, ef okkur tekst að viðhalda afgangi utanríkisviðskipta þá mun hér smám saman safnast fyrir stór gjaldeyrisvarasjóður, sem mun aðstoða okkur í framtíðinni, þegar næsta áfall kemur.

Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 847115

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband