Tyrkland biður Pútín afsökunar - Ísrael og Tyrkland formlega ganga frá endurreisn samskipta

Merkilegt að þetta er tilkynnt sama dag, þ.e. að Erdogan biðjist formlega afsökunar á því að Tyrkland skaut niður rússneska sprengjuvél fyrir um ári síðan, og að samkomulag Ísraels og Tyrklands um endurreisn samskipta -- sé full frágengið!

Turkish president apologises to Putin over downing of fighter jet

Israel and Turkey Agree to Resume Full Diplomatic Ties

Israel and Turkey agree to restore full diplomatic relations

Ekkert liggur fyrir um viðbrögð frá Rússlandi - nema það að afsökunarbréfi Erdogans hafi verið veitt móttöku.
Opinber tilkynning Rússlands um málið er álitin af sérfræðingum í alþjóðamálum, vísbending þess efnis að afsökunarbeiðnin hafi verið samþykkt.
--Sel það ekki dýrar en ég keypti.

Hvað það þíðir um samskipti Rússlands og Tyrklands er enn á huldu - gæti þó þítt að Rússland slaki á viðskiptabanns aðgerðum gagnvart Tyrklandi.
--Kannski að Erdogan dragi úr aðgerðum líkleg til að vera Rússlandi andstæð í Miðausturlöndum.

Vangaveltur í netheimum sá ég þess efnis -- að Pútín hafi á laun stutt uppreisn Kúrda innan Tyrklands - og sá stuðningur sé ástæða þess að Erdogan bakkar.
--Sel það ekki heldur dýrar en ég keypi.

 

 

http://www.iiss.org/~/media/Images/Publications/Strategic%20Comments/Eastern-Mediterranean-gas-fields-630x385.gif

Samningur Tyrklands og Ísraels getur verið raunverulega merkilegur!

  1. Um virðist að ræða -- full dyplómatísk samskipti.
  2. Að lausn var fundin á nokkurra ára deilumáli þjóðanna, þ.s. Ísrael sættist á að biðjast afsökunar á dauða nokkurra tyrkneskra ríkisborgara fyrir nokkrum árum, og greiða ættingjum þeirra bætur -- á móti fellur Tyrkland frá málshöfðunum gegn ísraelskum sérsveitarmönnum.
  3. Viðskiptasamningur milli Tyrklands og Ísraels - samþykkt kaup á gasi frá Ísrael frá svokallaðri "leviathan" gaslynd -- sem kvá vera það stór, að Ísrael hafði ekki bolmagn til að hefja nýtingu hennar, fyrr en stór tryggur kaupandi væri fundinn.
    --Með því að Tyrkland samþykkir að kaupa gas!
    --Getur nýting gaslyndarinnar komist í fullan gang - þ.e. sala til Tyrklands, og til Evrópu í gegnum Tyrkland.
    --Mjög góðar fréttir fyrir efnahag Ísraels - til lengri tíma litið.
    **Og Tyrkland skiptir um orkusala!
  4. Eðlilega tekur nokkur ár fyrir gasið að streyma -- þannig að Tyrklandi er sennilega a.m.k. í hag, að halda Rússlandi - sæmilega góðu, þangað til að Rússland getur ekki lengur hótað, að skrúfa fyrir gasið.
  5. Það virðist um að ræða endurreisn að takmörkuðu leiti á hernaðarsamstarfi beggja þjóða - sem var umfangsmikið á árum áður, en a.m.k. fyrst í stað virðist einungis stefnt að varfærnum skrefum þar um.

_____Strategískt séð þíðir þetta, að eftir nokkur ár verður Tyrkland búið að hætta gaskaupum af Rússlandi!
_____Að efnahagur Ísraels og Tyrklands verður tengdur nánum böndum til framtíðar.

  • Það þykir mér benda til þess að Ísrael og Tyrkland séu að rotta sig saman.

En bæði löndin líta á vaxandi áhrif Hezbollah og Írans í Sýrlandi - sem ógnun.
Ísrael án einskis vafa lítur á þá þróun að Hezbolla virðist ætla að vera með sambærilega stöðu í Sýrlandi og innan Lýbanons, sem ógnun við sitt öryggi.
Ísrael að auki hefur margsinnis líst því yfir að það álítur Íran alvarlega ógn.
--Það virðist rökrétt að Tyrkland -miðað við afskipti Tyrklands af átökum innan Sýrlands- sé einnig vaxandi mæli í keppni um völd og áhrif við Íran.

  • Sameiginlegir hagsmunir geta því einfaldlega verið að ýta þessum tveim löndum saman.

 

Niðurstaða

Hverjar verða heildar afleiðingar afsökunarbeiðni gagnvart Pútín - persónulega frá Erdogan; liggur allt á huldu um! En líklega hafa leynileg samskipti verið til staðar milli landanna, og leynilegar samningaviðræður.
Vangaveltur hafa lítinn tilgang - þegar svo lítið er vitað!

En samningurinn milli Ísraels og Tyrklands hefur nú verið í býgerð - síðan Tyrkland skaut niður rússnesku vélina, eða nánar tiltekið - skömmu síðar.
--Þar virðist að Ísrael hafi gripið tækifæri sem bauðst, með því að leggja fram tilboð til Erdogans, sem maður verður að gera ráð fyrir að hann hafi tekið vel í, viðræður síðan hafist.

  • Útkoman virðist í þessu vera -- gróði Ísraels.
  • Sem græðir efnahagslega, sem styrkir stöðu Ísraels eitt og sér, en að auki má reikna með því að Ísrael sé einnig að græða - bandamann!
  • Tyrkland skiptir máli, með sinn fjölmenna her - þann næst fjölmennasta innan NATO.

 

Kv.


Kannski ætti frekar að líta á Brexit sem tækifæri fyrir Evrópusambandið

Punkturinn sem ég kem með er sá, að ef nokkru sinni það á að vera mögulegt að halda áfram svokkallaðri dýpkun sambandsins - sérstaklega ef hugmyndin er að halda áfram með þá hugmynd að sú dýpkun skuli vera jöfn og stöðug, með myndun sameiginlegs ríkis sem - loka endapunkt.

  1. Þá hlýtur að vera ljóst -- að Bretland er einungis fyrsta landið sem fer!
  2. En augljóslega gengur ekki módelið um stöðuga dýpkun samstarfsins upp - nema að þau lönd sem ljóst er þegar að aldrei ætla að taka upp evruna --> Fari öll með tölu út.

 

Í því liggur þá Brexit sem tækifæri!

En þau lönd sem verða þá ekki með í stofnun sameiginlegs ríkis - þurfa þá samt að hafa eitthvert form af samskiptum við það ríki í framtíðinni.

Réttast væri að sjálfsögðu, að utan um það nýja ríki -- verði myndaður einn fríverslunarklúbbur, ekki ósvipað því að Bandaríkin bjuggu NAFTA til utan um Norður-Ameríku lönd sem ekki tilheyra Bandaríkjunum.

  1. Þá er augljósa ábendingin sú -- að þegar fyrsta landið, þ.e. Bretland er að fara út.
  2. Í þeirri röð ríkja sem líklega yfirgefa sambandið.

Þá er að skapast tækifæri að hefja sköpun þess fríverslunarsvæðis, sem í framtíðinni mundi innihalda væntanlega -- öll Evrópuríki utan ESB.
--Kannski jafnvel A-Evrópulönd ekki síður en V-Evrópulönd.

Slíkt svæði þarf þá að vera hugsað til langs tíma!
Eftir allt saman þá ætti það rökrétt að vera til svo lengi sem hið nýja sambandssríki nokkurs fjölda Evrópuríkja - hefði rauntilvist.

 

Evrusvæðið t.d. þarf mjög nauðsynlega á frekari dýpkun að halda!

En allar þær tilhneygingar rekast á hagsmuni landanna utan Evru -- sem líklega ætla sér aldrei að taka evruna upp; og þ.e. mjög flókið og verður vaxandi enn flóknara, að láta þá hagsmuni landanna utan evru og innan evru - ganga upp.

  • Löndin utan evrunnar -- munu ekki sætta sig við það að fara!
  • Nema að löndin innan evrunnar -- skapi þeim nægilega hagsælt til framtíðar, umhverfi.
  1. Rökréttast er að evrusvæðið hafi sínar viðskiptareglur -- þær þróist óháð reglu-umhverfi þeirra landa sem verða fyrir utan.
    Þær reglur þróist miðað við þarfir hins nýja ríkis.
  2. Síðan eins og þegar NAFTA var búið til -- þá eru viðskiptareglurnar innan fríverslunarsvæðisins, búnar til sameiginlega milli -hins nýja ríkis- og landanna sem verða áfram fyrir utan; þannig að löndin fyrir utan hafi einnig áhrif á þá setningu regla er gilda innan þess frísvæðis.

Auðvitað -- eins og Bandaríkin eru lang sterkust innan NAFTA.
Væri nýja Evrópuríkið -- langsterkast innan þess frísvæðis, og hefði því langsamlega mest áhrif á mótun þess reglu-umhverfis.

___En punkturinn er sá, að löndin utan evru -- mundu aldrei sættast við að kerfið virkaði þannig að þau hefðu engin áhrif á þær viðskiptareglur sem þau eiga að nota.

___Þannig að rökréttast er að ESB gefi það strax eftir -- til þess að nýja fríverslunarsvæðið verði nægilega aðlaðandi; svo að löndin utan evru -- öll með tölu sættist á það að evrulöndin sigli síðan sína leið áfram inn í sífellt dýpkandi samstarf með stofnun Evrópuríkis sem lokaniðurstöðu.

 

Niðurstaða

Þessa dagana eru menn að hamast á því að Brexit sé -tragedía- bæði í Bretlandi og í Evrópu. En kannski eru menn ekki að sjá tækifærið í þessu. En það hefur lengi verið ljóst að ESB verður að taka stórstígum breytingum -- sérstaklega evrusvæðið. Ennþá er evrusvæðið - hálf karað hús, sem líklega skýrir af hverju evrusvæðið er ekki að skila fullri skilvirkni.

En meðan að ESB inniheldur fjölda landa sem aldrei ætla sér að taka upp evru - þá er mjög erfitt að sleppa út þeim vítahring sem Evrópusambandið hefur nú verið statt innan um nokkurt árabil.

Ef kjarnasvæði ESB á nokkru sinni að geta klárað sitt hús -- þá sennilega þarf það að losa sig við þau lönd sem hafa engan áhuga á frekari dýpkun!
--Í því liggur einmitt tækifærið við Brexit -- því ef kjarnasvæði ESB á að geta haldið vegferð sinni áfram, þá þarf kjarnasvæðið að sannfæra löndin utan evrunnar - að fara af sjálfdáðum!

Það verður að sjálfsögðu ekki gert -- nema að fyrir þeim standi nægilega vænleg framtíð.
Kannski er þá Brexit einmitt tækifæri fyrir -- kjarna Evrópu, að skapa þá framtíð sem löndin utan evrunnar gætu þá sætt sig við.

Þannig að skilnaðurinn geti í framtíðinni orðið -- með vinsemd!
__Sú vegferð gæti hafist með því að viðskilnaður ESB og Bretlands þá verði einmitt í vinsemd og sátt beggja aðila!

 

Kv.


Bloggfærslur 27. júní 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 519
  • Frá upphafi: 847174

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 494
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband