Tyrkland biður Pútín afsökunar - Ísrael og Tyrkland formlega ganga frá endurreisn samskipta

Merkilegt að þetta er tilkynnt sama dag, þ.e. að Erdogan biðjist formlega afsökunar á því að Tyrkland skaut niður rússneska sprengjuvél fyrir um ári síðan, og að samkomulag Ísraels og Tyrklands um endurreisn samskipta -- sé full frágengið!

Turkish president apologises to Putin over downing of fighter jet

Israel and Turkey Agree to Resume Full Diplomatic Ties

Israel and Turkey agree to restore full diplomatic relations

Ekkert liggur fyrir um viðbrögð frá Rússlandi - nema það að afsökunarbréfi Erdogans hafi verið veitt móttöku.
Opinber tilkynning Rússlands um málið er álitin af sérfræðingum í alþjóðamálum, vísbending þess efnis að afsökunarbeiðnin hafi verið samþykkt.
--Sel það ekki dýrar en ég keypti.

Hvað það þíðir um samskipti Rússlands og Tyrklands er enn á huldu - gæti þó þítt að Rússland slaki á viðskiptabanns aðgerðum gagnvart Tyrklandi.
--Kannski að Erdogan dragi úr aðgerðum líkleg til að vera Rússlandi andstæð í Miðausturlöndum.

Vangaveltur í netheimum sá ég þess efnis -- að Pútín hafi á laun stutt uppreisn Kúrda innan Tyrklands - og sá stuðningur sé ástæða þess að Erdogan bakkar.
--Sel það ekki heldur dýrar en ég keypi.

 

 

http://www.iiss.org/~/media/Images/Publications/Strategic%20Comments/Eastern-Mediterranean-gas-fields-630x385.gif

Samningur Tyrklands og Ísraels getur verið raunverulega merkilegur!

  1. Um virðist að ræða -- full dyplómatísk samskipti.
  2. Að lausn var fundin á nokkurra ára deilumáli þjóðanna, þ.s. Ísrael sættist á að biðjast afsökunar á dauða nokkurra tyrkneskra ríkisborgara fyrir nokkrum árum, og greiða ættingjum þeirra bætur -- á móti fellur Tyrkland frá málshöfðunum gegn ísraelskum sérsveitarmönnum.
  3. Viðskiptasamningur milli Tyrklands og Ísraels - samþykkt kaup á gasi frá Ísrael frá svokallaðri "leviathan" gaslynd -- sem kvá vera það stór, að Ísrael hafði ekki bolmagn til að hefja nýtingu hennar, fyrr en stór tryggur kaupandi væri fundinn.
    --Með því að Tyrkland samþykkir að kaupa gas!
    --Getur nýting gaslyndarinnar komist í fullan gang - þ.e. sala til Tyrklands, og til Evrópu í gegnum Tyrkland.
    --Mjög góðar fréttir fyrir efnahag Ísraels - til lengri tíma litið.
    **Og Tyrkland skiptir um orkusala!
  4. Eðlilega tekur nokkur ár fyrir gasið að streyma -- þannig að Tyrklandi er sennilega a.m.k. í hag, að halda Rússlandi - sæmilega góðu, þangað til að Rússland getur ekki lengur hótað, að skrúfa fyrir gasið.
  5. Það virðist um að ræða endurreisn að takmörkuðu leiti á hernaðarsamstarfi beggja þjóða - sem var umfangsmikið á árum áður, en a.m.k. fyrst í stað virðist einungis stefnt að varfærnum skrefum þar um.

_____Strategískt séð þíðir þetta, að eftir nokkur ár verður Tyrkland búið að hætta gaskaupum af Rússlandi!
_____Að efnahagur Ísraels og Tyrklands verður tengdur nánum böndum til framtíðar.

  • Það þykir mér benda til þess að Ísrael og Tyrkland séu að rotta sig saman.

En bæði löndin líta á vaxandi áhrif Hezbollah og Írans í Sýrlandi - sem ógnun.
Ísrael án einskis vafa lítur á þá þróun að Hezbolla virðist ætla að vera með sambærilega stöðu í Sýrlandi og innan Lýbanons, sem ógnun við sitt öryggi.
Ísrael að auki hefur margsinnis líst því yfir að það álítur Íran alvarlega ógn.
--Það virðist rökrétt að Tyrkland -miðað við afskipti Tyrklands af átökum innan Sýrlands- sé einnig vaxandi mæli í keppni um völd og áhrif við Íran.

  • Sameiginlegir hagsmunir geta því einfaldlega verið að ýta þessum tveim löndum saman.

 

Niðurstaða

Hverjar verða heildar afleiðingar afsökunarbeiðni gagnvart Pútín - persónulega frá Erdogan; liggur allt á huldu um! En líklega hafa leynileg samskipti verið til staðar milli landanna, og leynilegar samningaviðræður.
Vangaveltur hafa lítinn tilgang - þegar svo lítið er vitað!

En samningurinn milli Ísraels og Tyrklands hefur nú verið í býgerð - síðan Tyrkland skaut niður rússnesku vélina, eða nánar tiltekið - skömmu síðar.
--Þar virðist að Ísrael hafi gripið tækifæri sem bauðst, með því að leggja fram tilboð til Erdogans, sem maður verður að gera ráð fyrir að hann hafi tekið vel í, viðræður síðan hafist.

  • Útkoman virðist í þessu vera -- gróði Ísraels.
  • Sem græðir efnahagslega, sem styrkir stöðu Ísraels eitt og sér, en að auki má reikna með því að Ísrael sé einnig að græða - bandamann!
  • Tyrkland skiptir máli, með sinn fjölmenna her - þann næst fjölmennasta innan NATO.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er stórmerkilegur áfangi heims samskipta, þar sem Rússar ganga með sigur af hólmi.  Ekki sem stríðs sigurvegarar, heldur sem pólitískir sigurvegarar.

Þegar Tyrkir skutu niður vél Rússa, var aldrei búist við öðru en að Rússar myndu bregðast við sem ólmir asnar, svona svipað og kaninn og englendingar hafa gert um áraraðir. En í stað þess, byggðu Rússar upp varnarvegga og "töluðu" ... létu orðinn falla, en pössuðu sig á að láta sprengjurnar falla þar sem þeirra var þörf og ekki annars staðar. Við getum svo deilt um það, hversu þessara sprengja var þörf ... en staðreyndin er sú, ef ekki hefði verið fyrir heimsvaldastefnu englendinga og bandaríkjamanna, þá væri heimurinn betri en hann er.

Og þetta er skref í rétta átt ... bæði hvað varðar afsökunarbeiðni Tyrkja, og byrjun á samvinnu Tyrkja og Ísraela.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.6.2016 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 136
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 219
  • Frá upphafi: 846857

Annað

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 209
  • Gestir í dag: 125
  • IP-tölur í dag: 125

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband