Hvernig stoppar Evrópa örvæntingarfulla flóttamenn frá ríkjum Sunnan Sahara?

Það er vinsæl kenning í dag - að lausnin á flóttamannavandanum sé einföld, þ.e. felist í því að Evrópa verði ákveðin - og sýni næga hörku.
M.ö.o. að flóttamönnum verði send þau skilaboð, að þeir séu ekki velkomnir!
---En eru raunverulegar líkur á að slík stefna geti virkað?
Ég held að það sé full ástæða til að hafa efasemdir þar um!
Þegar maður velti því fyrir sér þeirri ótrúlegu áhættu sem þetta fólk tekur, og samtímis þeim miklu erfiðleikum sem fylgja ferðalaginu sjálfu -- t.d. er vitað að mjög margir farast ár hvert á þeim hluta ferðalagsins er liggur yfir Sahara, ekki bara að þeir drukkna á Miðjarðarhafi.

Desperation Rising at Home, Africans Increasingly Turn to Risky Seas

http://www.africa-continent.com/pictures/north-africa.jpg

Samba Thiam í Senegal hugsar um fátt annað, en hvernig hann getur komist til Evrópu -- þó er bróðir hans látinn, drukknaði á flóttamannabát sem fórst á Miðjarðarhafi sl. sumar.

“I’m quite sure if he would have made it to Europe, our life would have changed,” Mr. Thiam said. “If I don’t get a job, I will take the risk and do the same.”

"More than 1,300 people have died trying to cross the Mediterranean in boats from North Africa in the last few weeks alone."

"On Thursday, the government of Niger reported that the bodies of 34 migrants, including 20 children, had been discovered in the Sahara near the Algerian border."

"Despite the risks, three to four times as many migrants as usual have been streaming into Libya from Niger, a popular place to cross the Sahara, in recent weeks, according to Giuseppe Loprete, chief of mission in Niger for the International Organization for Migration. As many as 17,000 people made the crossing in a single week in June."

"About 240,000 migrants are now in Libya, looking for work or waiting to cross, he said. The ones getting on boats in recent days are just the tip of the iceberg."

  1. Til þess að komast frá Senegal, þurfa gjarnan ættingjar og frændur -- að selja hluta bústofns síns - í veikri von um að einn einstaklingur komist alla leið til fyrirheitna landsins, eða álfunnar.
  2. Ástæður þær sem leiða til þess að ungt fólk sér enga von, og ættingjar eru til í að aðstoða þá - þó sjálfir séu þeir einnig bláfátækir --> Standi í samhengi við, hraða mannfjölgun, og litla sem enga von um það að komast úr sárri örbyrgð - nær engin von sé fyrir ungt bláfátækt fólk að fá starf.
  3. Ef ættinginn kemst alla leið, þá sé díllinn að ættinginn sendi hluta sinna launa heim, til að styðja við ættingja sína heima fyrir.
  • Enginn veit hve margir farast á leiðinni yfir Sahara ár hvert.
  • Þeir sem standa í flutningum þar yfir, séu aðilar sem virða líf viðkomandi lítils -- og viðkomandi hafi litlar varnir gegn því að vera rændur eða drepinn fyrir þá litlu peninga sem ættingjar og hann sjálfur hafi önglað saman.
  • Síðan taki við -- að borga smyglurum fyrir að koma viðkomandi yfir Miðjarðarhaf - enn sem fyrr sé vinsælast að safnast saman í Líbýu.
  • Eins og allir vita þá er Miðjarðarhafs siglingin mjög hættuleg í mörgum tilvikum vegna lélegra farkosta sem séu notaðir.

____Hvernig er mögulegt að fæla fólk frá slíkri hættuför, þegar ljóst er að það veit vel hversu hættuleg ferðin er -- og það samt stöðvar ekki sífellt fleiri í því að hefja þá för?

 

Niðurstaða

Miðað við frétt NyTimes, er ný flóttamannabylgja hafin yfir Miðjarðarhaf, sbr. 240þ. Afríkubúar innan Líbýu, sem hyggjast að flestum líkindum -- gera tilraun í ár að komast yfir til Evrópu yfir Miðjarðarhaf.
---Skv. fréttinni, eru enn fleiri að streyma inn í Líbýu yfir Sahara.
---Enginn geti vitað hve mörg þúsund beri beinin í auðnum Sahara ár hvert.
---Sannarlega blasir við að þúsundir drukkna í Miðjarðarhafi.

Fólk þetta örvæntingafullt, er til í hvað sem er - ef það kemst yfir til Evrópu.
--->Ég virkilega sé ekki hvernig það á að vera hægt að fæla fólk haldið örvæntingu á þessu stigi, frá þessu ferðalagi -- sbr. hugmyndir þeirra í Evrópu sem vilja sýna aukna hörku gegn aðkomumönnum, sbr. að senda þau skilaboð að flóttamenn séu ekki velkomnir.

En hvernig getur hver sú harka sem Evrópumenn eru til í að beita -- haft fælandi áhrif á fólk, sem er þegar búið að taka A)þá áhættu að farast í Sahara, B)þá áhættu að vera rænt eða myrt á leiðinni af þeim glæpahópum þeirra aðstoð það þarf að kaupa, og C)tekur síðan þá viðbótar lífshættuför að gera tilraun að komast yfir Miðjarðarhaf?

 

Kv.


Bloggfærslur 17. júní 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 521
  • Frá upphafi: 847176

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 496
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband