Tyrkland á leiðinni að verða mjög nauðsynlegt ríki fyrir Evrópuþjóðir

Samningar Tyrkja og Evrópusambandsins virðast virkilega spennandi, en það virðist bersýnilegt að flóttamannakrísan er að auka mjög vægi Tyrklands -- góð fréttaskýring tæpir á meginatriðum, sem ef ná fram, munu gerbreyta samskiptum Tyrklands og ESB.
Gera það samband miklu mun nánara en áður!

EU set to postpone decision on Turkey migrant plan

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_physio-2006.jpg

Forsætisráðherra Tyrklands lagði fram á fundi með leiðtogum ESB aðildarríkja mjög djarft tilboð

  1. "Turkish Prime Minister Ahmet Davutoglu told the 28 EU leaders that Ankara was willing to take back all migrants who enter Europe from Turkey after a set date, as well as those intercepted in its territorial waters..."
  2. "In exchange for stopping the influx, Davutoglu demanded a doubling of EU funding through 2018 to help Syrian refugees stay in Turkey..."
  3. "...and a commitment to take in one Syrian refugee directly from Turkey for each one returned from Greece's Aegean islands."
  • "He also sought to bring forward visa liberalization for Turks to June from late this year and to open more negotiating chapters in Turkey's long-stalled EU accession process."

Davutoglu er í reynd að heimta það að aðildarviðræður ESB við Tyrkland - sem hafa verið í frosti um árabil, verði hafnar að nýju.

Tyrkneskir ríkisborgarar mundu fá sömu heimildir til ferðalaga um ESB aðildarlönd - og Íslendingar í dag hafa.

  1. En án vafa, er mikilvægasta tilboðið -- að samþykkja að taka aftur við öllum flóttamönnum sem koma til ESB aðildarlanda í gegnum Tyrkland.
  2. Hugmyndin virðist vera sú -- að binda endi á ferðir flóttamanna á skriflum yfir á tvær grískar eyjar nærri ströndum Tyrklands.
    "Davutoglu's spokesman said..." - "Our aim is to go further with game-changing ideas," ... "end the tragedy in the Aegean".
  3. Það sé mikilvægur þáttur í þeirri áætlun -- að aðildarlönd ESB, samþykki að taka á móti út flóttamannabúðum, sama fjölda af sýrlenskum flóttamönnum og Tyrkir taka aftur við frá Ítalíu eða Marmarahafi.

    En með því virðist hugmyndin að senda þau skilaboð til flóttamannabúða -- að flóttamenn frá Sýrlandi, fái landsvist í Evrópu -- þeir þurfi ekki að fara í þessa hættuför.

Einn helsti veikleiki áætlunarinnar -- er sjálfsagt vilji aðildarþjóða ESB, að veita þeim fjölda sem Tyrkir fara fram á af sýrlenskum flóttamönnum hæli.

Og þ.e. auðvitað umtalsvert fé sem Tyrkir fara fram á sem stuðning við milljónir flóttamanna innan Tyrklands.
En kannski ekki ósanngjörn krafa.

 

Niðurstaða

Ég geri ráð fyrir að af þessu samkomulagi verði, í þeim meginatriðum sem eru nefnd, þannig að við taki nýtt tímabil miklu mun nánari samskipta Tyrklands og ESB aðildarlanda. Ég á þó ekki von á aðild Tyrklands að ESB - en vandinn við það fyrir aðildarþjóðir ESB er ekki síst --> Stærð og umfang Tyrklands, þ.e. skv. reglum ESB - fengu Tyrkir líklega flesta þingmenn á Evrópuþinginu og að auki a.m.k. eins mikil áhrif og Þýskaland innan stofnana m.a. ráðherraráðsins - útkoma sem mundi mjög verulega breyta valdajafnvæginu innan sambandsins.

Það sé alveg burtséð frá öðrum atriðum, sbr. átökum tyrklandsstjórnar við Kúrda, og spenna í samskiptum milli Tyrklands og Rússlands, og ekki síst - aðför Erdogans að frelsi fjölmiðla.

Það verði þó a.m.k. ljóst - að ESB taki ekki afstöðu gegn Tyrklandi í deilum við Rússlands, ef af þessu -bandalagi- Tyrklands og ESB verður; sem mér virðist sennilegt úr þessu.

  • Þetta sé mikilvæg ákvörðun aðildarþjóða ESB - sem muni skipta verulegu máli fyrir áhrif Tyrklands út á við, örugglega til eflingar þeirra áhrifa.
  1. Hvað sem má segja um Erdogan, þá hefur hann staðið sig í uppbyggingu efnahags Tyrklands, en sl. 15 ár hefur verið miklu meiri hagvöxtur í Tyrklandi en í nokkru ESB aðildarlandi -- í Tyrklandi hafi kjör fólks verulega batnað á þeim árum.
  2. Að auki, er þetta ekki -einnar víddar hagkerfi sbr. Rússland Pútíns- heldur er um að ræða nútíma vestrænt hagkerfi með áherslu á viðskipti - verslun - þjónustu og að auki, framleiðslu.
  • M.ö.o. ber ég verulega mikla virðingu fyrir þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Tyrklandi -- sem ef hún heldur áfram, stefnir í að gera Tyrkland að efnahagsveldi innan nk. 20 ára -- án gríns.

Ég held að Tyrkland hafi miklu meiri möguleika en Rússland - sem virðist eingöngu stara á útflutning á olíu og gasi, vera eins háð því í dag og fyrir rúmum 20 árum.

En með þessu áframhaldi verður tyrkneska hagkerfið innan ekki margra ára -- miklu mun stærra hagkerfi en það rússneska.

  • Þá spái ég því að menn fari að tala um nýtt --> Tyrkjaveldi.


Kv.


Hvað ef við afleggjum "vaxtabætur" og "leigubætur"?

Málið er að í þessa liði fara gríðarlegar upphæðir ár hvert - þetta eru hreinar millifærslur, eða, niðurgreiðslur.
Að auki sinnir þessu fjöldi starfsmanna ríkisins, sem eru á launaskrá -- þá starfsmenn væri unnt að segja upp störfum og þar með spara ríkinu verulegt fé.

 

Hvað væri þá unnt að gera í staðinn?

  1. Unnt væri að breyta leigulögum:
    A)Skapa forgang fyrir þá sem hafa fasta búsetu á Íslandi, á leigumarkaðnum. Þannig að ef einstaklingur sem sannað getur fasta búsetu hér í 12 mánuði - eitt form sönnunar gæti verið að hafa fasta vinnu sl. 12 mánuði á landinu, hugsanlegt einnig að kvittanir úr verslunum hér geti nýst sem sannanir --> Þá hafi sá forgang gagnvart þeim sem ekki hafi fasta búsetu.
    B)Síðan mætti, skattleggja með mismunandi hætti leigusamninga á markaðinum, eftir því hvort um er að ræða - að leigt sé til aðila með fasta búsetu eða ekki.
    M.ö.o. að það sé gert hagstæðara að leigja til þeirra er hafa fasta búsetu.
    **Þetta gæti dugað og vel það, til að tryggja nægt framboð af leiguhúsnæði til þeirra sem hafa fasta búsetu.
    **Skilgreiningin -- föst búseta, er þá almenn þannig grunar mig að það nýtist fordæmi frá "neyðarlögunum" frægu, þegar -- einungis voru tryggðar innistæður sem voru staðsettar á Íslandi --> Sem eins og frægt er, stóðst. Taldist ekki ólögleg mismunun.
  2. Unnt væri að -tímabundið- eða -varanlega- afnema sjálfstæði Seðlabanka, og síðan taka pólitískar ákvarðanir um hríð - um stýrivexti.
    Færa þá niður um nokkur prósent!
    Það ætti að lækka ívið vexti hér á markaðinum.
    **En það að seðlabankar eigi að vera sjálfstæðir er fyrst og fremst ríkjandi stefna - ekki meitlað í stein, Seðlabankar sögulega séð í öðrum löndum, hafa langt í frá alltaf verið sjálfstæðir.

    Höfum í huga -- að mjög líklegt er að vaxtabætur haldi nokkuð uppi húsnæðisverði, þannig einnig verðlagi á íbúðum af því tagi - sem þeir sem eru á vaxtabótum einna helst sækjast eftir.
    Þannig að - verðlag hækkar á móti, þeim kaupmætti sem vex við bæturnar.
    **Að þetta sé líklega svo --> Sést á því, að húsnæðisverð fer alltaf upp eða niður, í takt við bætt eða versnandi kjör.

    Ef þessar aðgerðir duga ekki --> Getur ríkið notað hluta þess fjármagns sem sparast til þess, að fjármagna í samvinnu við verkalýðfélög, nýtt verkamannabústaðakerfi.

En mig grunar að við aflagningu þessara kerfa - þá telst það sannarlega með að spara þá starfmenn sem ríkið þá þarf ekki á að halda.
Þá sparist mjög líklega nægilegt fé - til að loka þeirri gjá um fjármögnun sem er til staðar í heilbrigðiskerfinu.

Síðan er áhugavert að hafa í huga - að fyrir 30 árum þegar Ísland var ívið fátækara, þá vorum við að reka hér 3-hafrannsóknarskip + 4-5 varðskip.

Á sl. ári var hafrannsóknarskipunum tveim - lagt. Í staðinn samið við útgerðina að fræðingar fái að vera um borð í fiskiskipum -- fyrirkomulag frá því fyrir tíð hafrannsóknarskipa.
Og í dag er uppihald varðskipa einungis - 1 skip, annað til vara, það 3-ja er til en ekki er til áhöfn fyrir það.

  • Fyrir 30 árum -- voru þessi bótakerfi a.m.k. mun minni í sniðum, jafnvel ekki til.

Mig m.ö.o. grunar að við munum auk þessa geta aftur hafið fullan rekstur hafrannsóknarskipa.

Og allra 3-ja varðskipanna.

  • Vandinn er einmitt með -niðurgreiðslur- að þær minnka það fé sem til er hjá ríkinu.

 

Niðurstaða

Ég er viss að það fé er til hjá ríkinu sem þarf til þess að reka hafrannsóknarskip hér - eins og á árum áður. Auk þess að tryggja að það séu alltaf a.m.k. 2-varðskip úti á sjó, þ.e. þá þurfa öll 3 að vera í rekstri. Og til þess að heilbrigðiskerfið sé ekki fjársvelt.

Vandinn sé að fé sé varið í hluti - sem ríkið sennilega þarf raunverulega ekki að sinna.

 

Kv.


Bloggfærslur 7. mars 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 272
  • Frá upphafi: 847386

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 269
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband